Everton – Chelsea 0-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Martina, Keane, Jagielka, Kenny, Davies, Gana, Schneiderlin, Gylfi, Lennon, Calvert-Lewin. Varamenn: Robles, Holgate, Williams, Baningame, Bolasie, Ramirez, Niasse.

Chelsea mun meira með boltann, beittari og Everton nokkuð djúpir í fyrri hálfleik en vörðust vel og takmörkuðu færin hjá Chelsea. Einu sinni skall hurð nærri hælum þegar Jagielka bjargaði tvisvar á línu á 10. mínútu. Ekki mikið um önnur færi í fyrri hálfleik — eitt skot frá Pedro sem hefði farið yfir ef Pickford hefði ekki varið í horn og eitt færi hinum megin þar sem Calvert-Lewin vann boltann af Eriksen og brunaði inn í teig en gaf hvorki á Gylfa né Gana sem báðir voru í ákjósanlegu færi.

Markalaust í hálfleik.

Sandro og Williams var skipt inn á í hálfleik fyrir Lennon og Davies.

Svipuð byrjun á seinni hálfleik, Chelsea byrjuðu af krafti og pressu og náðu tveimur skotum á mark, það fyrra varið og seinna blokkerað af Williams áður en Pickford náði að verja.

Gana út af meiddur á 49. mínútu og Baningame inn á.

Hazard átti skot sem Pickford varði á 66. mínútu og annað skot fylgdi í kjölfarið sem var einnig núllað út.

Williams var hins vegar næstum búinn að gefa Chelsea mark á silfurfati á 73. mínútu þegar hann skallaði í neðanverða slá og út.

Chelsea áfram beittari og líklegri til að skora en það getur allt gerst í stöðunni 0-0 og Keane var ekki langt frá því að skora með fríum skalla á mark eftir hornspyrnu frá Gylfa í uppbótartíma.

Fleiri urðu færin þó ekki. Niðurstaðan 0-0.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Keane (8), Jagielka (8), Kenny (7), Martina (7), Schneiderlin (7), Lennon (5), Gueye (6), Davies (6), Sigurdsson (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Williams (6), Sandro (5), Baningime (5). Chelsea menn fengu 6 á línuna, nema tveir með 7 og tveir með 5.

13 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Skipt um báða hafsentanna, líst ekki vel á það. Og hvar eru Klassen og Mirallas? Og líka Besic? Sam ætlar að spila Lennon einn leikinn enn vona að hann fari að finna sig.

  2. Orri skrifar:

    Það er ekki mikil ógnun að marki Chelsea í fyrrihálfleik vonandi bætum við úr því.

  3. Ari S skrifar:

    Ég er hæastánægður með þessi úrslit í dag. Miðað við gengi Everton í haust þá ætlar árið að enda vel og liðið komið með 26 stig. Við skulum ekki gleyma því að Chelsea eru enskir meistarar og voru án efa með sterkasta liðið í fyrra. Það hvernig þessi leikur þróaðist (þeir voru miklu betri, ekki spurning) þá var vörnin okkar að spila vel og varnarlega var allt liðið að spila vel.

    Við stóðumst prófið í dag og þeta er allt að koma hjá liðinu okkar. Jagielka frábær í leiknum og sömuleiðis Keane… einnig Martina, Kenny Schneiderlin og Gueye/Beningime… allir allir gefa allt sitt í leikinn. Gylfi vinur minn var frábær og gefst aldrei upp, hættir aldrei að berjast…

    Eitt stig í hús og ég er sáttur með daginn miðað við allt og allt í boltanum í vetur.

    Kær kveðja, Ari.

  4. Eiki Einars skrifar:

    Sáttur? Ég er allajafna sáttur við það að við töpuðum ekki! Við erum að koma til, svo við séum svona smá bjartstsýnir!

  5. Gestur skrifar:

    Þetta slapp til en er sáttur sem stigið

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er grautfúll………………….Ég missti af leiknum.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Þú mistir ekki af miklu.

      • Ari S skrifar:

        Jú hann missti af heimsklassamarkvörslu hjá Pickford. ( ég gleymdi að minnast á það hérna að ofan)

        • Orri skrifar:

          Sæll Ari.Það er rétt hjá þér en hann er búinn að sýna oft í vetur.

          • Ari S skrifar:

            Sæll kæri vinur, já oft hefur hann sýnt það en sjaldan eins glæsilega og í dag… 🙂

          • Orri skrifar:

            Sæll aftur Ari.Það mikið til í því hjá þér en við áttum ekkert skot að marki Ghelsea.

          • Ari S skrifar:

            Sæll sjálfur… rétt hjá þér enda var ég að tala um markvörslu ekki skot 😉

  7. Ari G skrifar:

    Gott að ná jafntefli með ekki einasta skot á markið. Vonandi sjáum við ekki fleiri svona leiki með Everton þótt vörnin væri frábær í dag. Það vantar meiri hraða framávið vill sjá Klassen ekki seinna i 2 næstu leikum á móti WBA og Bournemouth minnir mig. Svo vill ég henda út Lennon og setja Mirallas og Bolasie/Lookman á köntunum. Núna er Everton ekki lengur í fallhættu svo Sam getur tekið sensa framávið. Hættum að spila með 2 varnarsinnaða miðjumenn nema móti 6 stóru liðunum. Gott að allir 4 miðherjarnir séu farnir að spila vel Williams samt lélegastur af þeim. Kenny stendur fyrir sínu en hvar er Baines vill helst henda Martina á bekkinn finnst hann ekki nógu góður leikmaður mín skoðun.