Sam Allardyce ráðinn stjóri Everton

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn á eftir að staðfesta þetta formlega en bæði BBC og Sky Sports hafa staðfest að Sam Allardyce verði næsti stjóri Everton. Hann var auk þess með Moshiri á pöllum Goodison Park á leiknum í kvöld, þannig að „þetta er næsta víst“ eins og Bjarni Fel orðaði það. Uppfært 30. nóv: Klúbburinn hefur nú staðfest þetta, sjá hér og hér.

Sam Allardyce, sem skrifaði undir 18 mánaða samning, leysir af hólmi David Unsworth, sem hefur verið bráðabirgðastjóri Everton í um einn og hálfan mánuð frá því Koeman var rekinn. Skv. fréttum, mun Allardyce taka með sér sitt teymi, sem inniheldur Craige Shakespeare, fyrrum stjóra Leicester, og Sammy Lee, sem áður lék með Liverpool. Eitthvað á það eftir að reynast umdeilt meðal stuðningsmanna Everton — ekki það að ráðning Sam Allardyce sé eitthvað minna umdeild…

En það þarf ekki að fara mörgum orðum um Sam Allardyce, hann er vel þekktur í fótboltaheiminum, þó ekki séu allir sáttir við hans aðferðir en þær þykja áhrifaríkar þó þær séu ekki endilega fallegar. Allardyce er víst sérfræðingur í að forða liðum frá falli sem, ótrúlegt en satt, virtist stefna í undanfarið.

En jú, fótbolti er „results-business“, eins og það er orðað á Bretlandi og afraksturinn á tímabilinu og frammistaða leikmanna hefur verið afleit þannig að stjórnin tók þessa ákvörðun. Maður veltir þó fyrir sér hvort stjórnin sé, eftir stórsigur á West Ham, að íhuga hvort þeir hafi stokkið til aðeins of snemma?

Það er ljóst að stuðningsmenn vonuðust eftir stærra nafni en maður fær ekki alltaf allt sem maður vill og óvissan er alltaf slæm fyrir liðið. Sjáum hvað setur — manni er náttúrulega alveg sama hver er við stjórnvölinn ef liðið vinnur titla og ef þetta gengur ekki upp þá er stjórastaðan laus þar næsta sumar.

Velkominn Sam Allardyce!

19 Athugasemdir

  1. Þórarinn Jóhannsson skrifar:

    Lítið annað hægt að segja en bara „góð byrjun“ 🙂
    Sá ekki leikinn en við kvörtum ekki yfir 4-0 þessa dagana!

  2. Georg skrifar:

    Ég var alls ekki hrifinn að þessari ráðningu þegar Koeman var rekinn en var svo síðustu viku farinn að hugsa hvort hann væri rétti maðurinn til að taka allavega við liðinu út tímabilið. Hann fær að klára þetta tímabil og næsta. Eflaust vildi hann ekki semja bara út þessa leiktíð heldur semja allavega út þá næstu líka. Það er erfitt að fá topp stjóra á miðju tímabili og ekki hjálpaði afleitt gengi til að sannfæra stóru bitana að taka við liðinu.

    Mér varð allavega ljóst eftir síðustu leiki að reynsluleysi Unsworth skein vel í gegn og var hann ekki tilbúinn í að halda áfram með þetta verkefni. Hann er búinn að gera frábæra hluti með U-23 en að mínu mati ekki tilbúinn að taka við aðalliði hjá svona stórum klúbb eins og Everton.

    Big Sam er akkúrat á hinum endanum við Unsworth, fullur af reynslu. Umdeildur oft en hefur verið duglegur að ná því besta út úr þeim liðum sem hann hefur tekið við. Svo ég skil vel Moshiri og Kenwright að ráða hann á þessum tímapunkti. Hann var augljóslega ekki kostur númer 1, annars væri löngu búið að ganga frá þessu en stóru bitarnir voru ekki tilbúnir að koma og því þurfti að gera eitthvað.

    Hinsvegar verð ég að segja að ég er ekkert roslega hrifinn af Sammy Lee, fæ smá óhug á að hugsa um hann á bekknum. Flott að fá Craig Shakespear þarna inn, fannst hann flottur aðstoðarþjálfari með meistarliði Leicester og hefur reynslu sem stjóri aðalliðsins líka.

    Nú er ekkert annað í boði en að standa við bakið á Big Sam og vonast til að hann geri góða hluti með liðið.

  3. GunniD skrifar:

    Fyrst hann var ráðinn landsliðsþjálfari hlýtur hann að kunna eitthvað fyrir sér. Alltaf fundist hann svona með vinalegri stjórum. Veit ekki af hverju?????? Ekki er hann fallegur! Kominn tími á að eitthvað gerðist. Gat ekki gengið svona endalaust. Vonandi til heilla, samt efins.

  4. GunniD skrifar:

    Já ég veit, Sammi klúðraði þessu víst.

    • Diddi skrifar:

      nei ég meina að það að ráða Southgate kollvarpar þeirri hugmynd þinni að ráðning landsliðsþjálfara Englendinga fari eftir því hvað menn kunna fyrir sér 🙂

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það má vel vera að hann sé klókur stjóri og þjálfari en ég bjóst aldrei við því að Everton myndi leggjast svo lágt að ráða til sín svona spillingarpésa. Sorglegt.

    https://www.google.is/amp/www.telegraph.co.uk/news/2016/09/26/exclusive-investigation-england-manager-sam-allardyce-for-sale/amp/

    en.m.wikipedia.org/wiki/Sam_Allardyce#2006_Panorama_investigation

      • Ari S skrifar:

        Ef þú kannst að lesa ensku Ingvar þá getur þú greinilega séð að Sam Allardyce gerði akkúrat ekkert ólöglegt og það var eiginlega ekkert að þessu viðtali við Telegraph.

        Nema náttúrulega að hann var landsliðsþjálfari Englendinga á þessum tíma og hann lét blaðamann plata sig. Enn og aftur ekkert ólöglegt.
        Fréttamennska í dag snýst að mörgu leyti um að búa til fréttir og í þessu tilviki var Telegraph AÐ BÚA TIL FRÉTT!

        Blaðamenn Telegraph þurftu meira að segja að skýra það út sjálfir og hálfpartinn biðja hann afsökunar á þessu með því að gefa út yfirlýsingu um að hann hefði bara ekki gert neitt ólöglegt.

        —————————————————————
        Robert Sullivan, Director of Strategy at the FA, later confirmed to the Commons Culture, Media and Sport Select Committee that Allardyce’s comments were „a factual, correct statement around the laws of the English game and having third-party ownership“

        Þarna segir Robert Sullivan hjá FA að það sem að allardyce segir hafi verið réttar staðreyndir.
        —————————————————————

        Following a review by City of London Police, Allardyce was cleared of any wrongdoing with the Daily Telegraph also clarifying that it „did not suggest that Allardyce had broken the law“

        Eftir að lögreglan í London rannsakaði málið þá var Allardyce hreinsaður af öllum áburði um eitthvða ólöglegt
        —————————————————————

        Speaking to the Observer, Martin Glen, CEO of the FA, said that „it is a tragedy that we have ended up having to part company with him [Allardyce] over the, the – you know – entrapment“.

        Það er sorglegt að við skulum hafa neyðst til að segja honum [Allardyce] vegna – þú veist – gildrunnar (sem hannv ar veiddur í)

        —————————————————————

        Þannig að við stuðningsmenn Everton geturm verið alveg rólegir yfir kallinum sem var langt frá því að vera eitthvða sem ég vildi fá til félagsins (komst ekki einu sinni í tíu efstu hjá mér)en ég veit fyrir mína parta þá ætla ég að standa meðhonum þangað til honum verður sagt upp hjá Everton hvenær sem það verður. Þetta er góður stjóri og allt þetta tal um að hann spili þennan og þennann bolta þá hefur hann spilað hjá sjö liðum og mér skilst að ekkert þeirra hafi spilað eins bolta…

        ps.

        ég var í skýjunum yfir því þegar Roberto Martines skrifaði undir hjá félaginu og ég var líka í skýjunum yfir því þegar að Ronald Koeman skrifaði undir hjá Everton, ég var alls ekki ángæður þegar Sam Allardyce skrifaði undir hjá Everton en eftir að hafa hugsað málið síðan hann var ráðinn þá hef ég tekið þessa afstöðu, hún er stöndum með honum á meðan hann er stjóri og hana nú!

        Kær kveðja, Ari.

        • Ari S skrifar:

          Það að hafa verið í skýjunum yfir Roberto Matinez og Ronald Koeman sýnir bara að ég hafði rangt fyrir mér. Það sem er næstum þæví öruyggt og í versta falli bara líklegt er að Sam mun koma með stöðugleika til félagsins og eftir það fer þetta að lagast… ég skal hundur heita ef það gerist ekki.. kv. Ari

          • Ari S skrifar:

            Svo ég haldi áfram þá er mér slétt sama umað Sammy Lee sé kominn til okkar, hvernig haldið þið að honum líði verandi kominn í vinnu hjá Everton…? haha það verður gaman þegar hann fer á Anfield eftir nokkra daga í Everton búning.. hvernig haldið þið að stuðningsmenn Liverpool verði gagnvart honum….? (aftur haha)

  6. marino skrifar:

    15 sigurleikir i roð og eg skal draga ógleði mina sma til baka og kingja æluni