Everton – Atalanta 1-5

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Martina, Williams, Keane, Kenny, Baningame, Davies, Klaassen, Mirallas, Sandro, Rooney.

Unsworth stillti upp varaliði í leiknum, enda skiptu úrslitin engu máli fyrir Everton og rétt að gefa leikmönnum á jaðrinum tækifæri.
Lítið markvert að gerast í fyrri hálfleik framan af en Everton líklegri. En slakur varnarleikur lagði grunninn að marki Atalanta á 12. mínútu. Keane og Martina litu ekki vel út í því máli.
Everton hefði átt að jafna á 30. mínútu. Sandro og Mirallas unnu vel saman og Mirallas komst einn inn fyrir. Hann fór þó óþarflega langt til hægri inn í teig og markvörður náði að loka á skotið. Frákastið fór hins vegar beint á Sandro sem þurfti bara að skjóta í netið en skaut yfir með markið opið.
Átta mínútum síðar fékk Davies dauðafæri inni í teig en flott skot frá honum varið á línu með skalla frá varnarmanni. Óheppinn að skora ekki.
Mirallas átti svo flott skot á mark rétt undir lok fyrri hálfleiks en vel varið.
0-1 í hálfleik.
Ashley Williams (á gulu spjaldi) gaf vítaspyrnu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar hann klippti klaufalega niður sóknarmann Atalanta inni í teig. En Robles varði vítaspyrnuna og var fljótur upp þegar frákastið fór til sóknarmanns og varði point blank skot meistaralega.
En Ashley Williams hélt áfram að gera rósir þegar hann skallaði að eigin marki og aftur kom Robles honum til bjargar með frábærri vörslu! Frákastið sem fyrr til Atalanta manns en Kenny varði skotið á línu.
Klaassen út af fyrir Vlasic á 61. mínútu.
En Atalanta menn bættu við marki strax í kjölfarið eftir hornspyrnu sem leikmenn Everton leyfðu sóknarmanni einfaldlega að skalla í netið. Williams líklega átt að ná að skalla frá og Davies að dekka sinn mann betur.
Morgan Feeney (18 ára kjúklingur) inn á fyrir Jonjoe Kenny á 69. mínútu og Unsworth skipti þar með í þriggja manna varnarlínu.
Smá sárabót kom á 70. mínútu þegar Sandro minnkaði muninn í 1-2. Rooney átti flotta sendingu upp kantinn hægra megin og fyrirgjöfin frá Mirallas á Sandro var flott. Sandro tók eina snertingu inni í teig og lagði boltann í hliðarnetið innanvert við fjærstöng.
Calvert-Lewin inn á fyrir Mirallas á 79. mínútu.
Atalanta gulltryggði sigurinn með undramark í utan teigs, sóknarmaðurinn að bakka þegar hann tók boltann í fyrsta og smellhitti hann stöngina inn. Og til að strá salti í sárin bættu þeir tveimur mörkum við strax í kjölfarið. Game over.

18 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er sorglegt að horfa á Everton á heimavelli og heyra eingöngu í stuðningsmönnum gestaliðsins.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Eru Sandro og Klaasen í alvöru fótboltamenn??

  3. Finnur skrifar:

    Ansi margir dökkir punktar í þessu… úrslitin náttúrulega, þó að leikurinn skipti engu máli og nánast allt varaliðið inn á. En Rooney var mestmegnis arfaslakur, sérstaklega þegar leið á og Ashley Williams var algjörlega skelfilegur frá upphafi til enda. Hann virðist vera á síðustu metrunum og strögglar — ekki bara við að halda í við sóknarmennina heldur bara að forðast í hverjum leik núna að láta reka sig út af. Leikmenn gáfust upp við þriðja markið og eiginlega ekki margir sem nýttu tækifærið og gerðu tilkall til þess að vera í aðalliðinu.

    Ljósu punktarnir kannski helst Mirallas og Baningame (og Robles á löngum köflum) og það að Sandro hafi loksins skorað sitt fyrsta mark með liðinu, án þess að hafa sýnt neinn stórleik.

    En jæja, það er leikur um helgina og fókusinn er á deildina en ekki merkingarlausa Evrópudeild þar sem úrslitin voru þegar ráðin.

    • QOrri skrifar:

      Finnur sama hvort evropudeildin er merkingarlaus eda ekki 1–5 er algjorlega til haborinar skammar fyrir lidid of okkur Sem holdum med lidinu.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Að tapa á heimavelli fyrir ekki betra liði en þetta, (þeir eru í tólfta sæti á Ítalíu með 4 sigra,4 jafntefli og 5 töp) úr djókdeild er bara týpískt fyrir Everton.
    Ég var mjög bjartsýnn í byrjun tímabilsins. Ég hélt virkilega að við yrðum að berjast í efri hluta deildarinnar.
    Mikið djöfull var ég vitlaus.
    Þess í stað erum við í tómu rugli í deildinni, gerðum okkur að fíflum í Evrópudeildinni og til að kóróna allt saman þá er liðið stjóralaust og allir sem eru orðaðir við að taka við liðinu, keppast við að lýsa yfir algjöru áhugaleysi á að taka við liðinu.
    Þetta er bara sorglegt.
    Það er alveg ljóst á hvaða leið þetta Evertonlið er, spurningin er bara hvort það takist að snúa því við áður en það verður of seint.
    Ég er ekki sérlega bjartsýnn á það en það verður kannski hægt að hugga sig við að eftir 3-4 ár eigum við flottasta leikvanginn í þriðju deildinni.

  5. Ari G skrifar:

    Hræðilegur varnarleikur. Vill selja Williams strax í janúar. Klaassen hvað er komið yfir hann eins og hann var frábær með Ajax ég er orðlaus. Af hverju tók Unsworld Kenny og Mirallas útaf með bestu mönnum liðsins í leiknum. Vill að Jagielka og Holgate spili saman í miðju varnarinnar næstu leiki. Bakverðirnar voru ok í þessum leik mega báðir vera saman í næsta leik og hvíla Baines einn leik prófa það. Gana er ómissandi og Gylfi með honum á miðjunni og spila með 2 frammi Sandro og Lewin. Lookman og Mirallas á vængunum. Unsworld fær að lifa til áramóta spái ég.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Selja Williams!! Við þyrftum örugglega að borga einhverjum fyrir að taka við honum.

  6. Gestur skrifar:

    Unsworth er ekki rétti maðurinn í þetta starf. Það er alveg skelfilegt að engin vilji taka við Everton, hvað er að?

    • Ari S skrifar:

      Sæll Gestur,

      Hvernig veistu að það vilj enginn taka við Everton? Þessi fullyrðing þin er út í hött.

      Getur þú komið með dæmi…? bara svona smá forvitni þvíað það er nánast öruggt að hinir ýmsu fjölmiðlar sem eru að tjá sig vita akkúrat ekkert meira en ég og þú um það hver verður næsti framkvæmdarstjóri.

      Og þaðan af síður vita þessir fjölmiðlar um það hver hefur neitað okkur ef þá einhver.

      kv. Ari.

      • Gestur skrifar:

        Ari þinn, þú veist alltaf allt eins og venjulega. Er ég að fullyrða að engin vilji taka við Everton, það held ég ekki en það hefur verið talað við menn og þeir ekki viljað þetta starf. Ég ætla að vona að það finnist einhver frambærilegur maður í starfið.

        • Ari S skrifar:

          Fjölmiðlarnir hafa ekkert alltaf rétt fyrir sér.

          ÞÚ SAGÐIR ÞETTA: (eða skrifaðir)

          “ Það er alveg skelfilegt að engin vilji taka við Everton, hvað er að?“

  7. Ari S skrifar:

    Ég vil að Schneiderlin, Mirallas, Williams og Cuco Martina verði látnir fara frá félaginu strax í janúar.