Everton – Watford 3-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir Watford leikinn komin: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Kenny, Gana, Baningame, Davies, Gylfi, Rooney, Niasse. Varamenn: Robles, Williams, Lennon, Besic, Calvert-Lewin, Holgate, Lookman.

Hálf scrappy fyrri hálfleikur og ekki mikið um færi. Everton sterkari framan af en Watford náðu undirtökunum þegar leið á fyrri hálfleikinn og eftir því sem leið á horfði maður á klukkuna telja niður í hálfleik svo hægt væri að endurskipuleggja leikinn.

Aðeins tvö markverð færi í fyrri hálfleik, sitt hvorum megin vallar:

Everton opnaði vörn Watford upp á gátt á 22. mínútu þegar þeir spiluðu sig í gegnum og Baines var allt í einu einn inni í vítateig með frítt skot á mark en í stað þess að þruma í netið eins og við vitum að hann getur þá var skotið of laust og beint á markvörðinn. Þar átti Everton að komast yfir.

Everton slapp svo aldeilis með skrekkinn á 40. mínútu þegar þeir komust í skyndisókn og sóknarmaður þeirra náði að komast framhjá síðasta varnarmanni og hringinn í kringum Pickford en kominn svolítið utarlega og skotið frá honum á autt markið fór í hliðarnetið.

0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði með afleitum hætti því Watford náðu skyndisókn rétt eftir að Everton tók miðju (til að byrja leikinn) og skoruðu náttúrulega úr því. 0-1 Watford. „Týpískt!!“, hugsaði maður, „enn einn tapleikurinn!“.

Það kviknaði reyndar smá von aftur þegar Gylfi komst í dauðafæri upp við mark færi á ca. 60. mínútu, eftir góðan undirbúning frá Niasse, en Gomez, markvörður Watford, varði meistaralega og slökkti þá von. Að maður hélt… Gomez þurfti reyndar aðhlynningu stuttu síðar eftir samstuð við Niasse og var skipt út af í kjölfarið.

En Watford gengu á lagið og bættu við marki eftir horn á 63. mínútu og maður hugsaði með sér að þar með hefðu þeir líklega innsigluðu örlög David Unsworth. Staðan orðin 0-2 fyrir Watford og það hjálpaði ekkert að öskra á viðtækið. En mikið lifandis ósköp er maður glaður að hafa ekki slökkt.

Því Niasse kom Everton aftur inn í leikinn þegar hann náði að snúa vel á varnarmenn og markvörð Watford og komast einn inn fyrir vörnina með engan til að verja markið. Þurfti bara að pota boltanum í autt netið.

Varnarmaður gerði reyndar heiðarlega tilraun til að tækla boltann en Niasse skýldi boltanum vel og varnarmaður endaði á að taka Niasse niður. Ef ég skil reglurnar rétt er þetta alltaf rautt spjald enda Niasse að stefna á autt markið og átti bara eftir að pota inn. En boltinn lak í netið engu að síður og dómari gerði ekki athugasemd við þetta. Staðan orðin 1-2 eftir 67. mínútur.

Og þetta kveikti aldeilis í ekki bara Everton liðinu heldur líka stuðningsmönnum á vellinum. Calvert-Lewin var skipt inn á fyrir Rooney strax í kjölfarið og hann tók sér stað vinstra megin á kantinum, Lookman þá hægra megin og Gylfi í holunni.

Og þessi skipting skilaði marki. Kenny átti frítt skot hægra megin teigs sem var blokkerað af varnarmanni í horn og upp úr horninu skoraði Calvert-Lewin mark eftir skalla á 73. mínútu! Staðan orðin 2-2 og allt gjörsamlega *vitlaust* á pöllunum!

Unsworth skipti Lennon inn á fyrir Gylfa á 85. mínútu og *aftur* reyndist það happaskipti því skömmu síðar komst Lennon í færi inn í teig hægra megin og varnarmaður rann á brautu grasinu og tók Lennon, sem var að komast í dauðafæri, með sér í fallinu. Algjört óviljaverk en alltaf víti. Baines á punktinn og maður hélt í sér andanum í það sem virtist heil eilífð! En Baines brást ekki bogalistin þar frekar en fyrri daginn og skoraði örugglega í vinstra hliðarnetið þó markvörður hafi valið rétt horn.

Everton allt í einu með sigurleik í höndunum eftir algjörlega tapaða stöðu! Það er allavega orðið ansi langt síðan Everton náði að snúa 2-0 tapi í 3-2 sigur en það gerðist í kvöld! Og það gegn liði sem var búið að vinna þrjá eða fjóra af síðustu 5 útileikjum og voru óheppnir að tapa þeim fimmta gegn Chelsea!

Dómari bætti TÓLF mínútum við venjulegum leiktíma en á 100. mínútu gaf Pickford víti eftir að hafa varið glæsilega skot á markið.

„Týpískt fyrir tímabilið í heild!“, hugsaði maður, „að henda frá sér sigrinum á lokamínútunum!!“

En okkar fyrrum leikmaður, Tom Cleverley, á mætti á punktinn og SKAUT FRAMHJÁ VINSTRA MEGIN!!!

Everton landaði með þessu ótrúlega mikilvægum sigri sem maður hefur á tilfinningunni að gæti verið þessi viðsnúningur sem maður hefur verið að bíða eftir. Verst að það kemur ekki í ljós fyrr en í næstu leikjum, en loksins — loksins — féll þetta með okkar mönnum!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Kenny (6), Keane (6), Jagielka (6), Baines (8), Gueye (6), Davies (6), Sigurdsson (6), Baningime (6), Rooney (6), Niasse (7). Varamenn: Lookman (7), Calvert-Lewin (8), Baningime (6).

49 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    enn ein útgáfan frá Unsworth, nú án kantmanna, hvaða vitleysa er þetta eiginlega, burtu með þennan mann og inn með Moyes !!

    • Diddi skrifar:

      Watford þarf allavega ekki að stilla um hraðahindrunum í dag.

    • Elvar Örn skrifar:

      Inn með Moyes Diddi? Er þér alvara?

      • Diddi skrifar:

        Af Moyes, Allardyce, Sean Dyche eða einhverjum svoleiðis plebbum þá tek ég Moyes allan daginn

        • Orri skrifar:

          Ég sammála,en er ekkert betra í boði.

        • Elvar Örn skrifar:

          Moyse er farinn til West Ham, thank god. Moyes skeit uppá bak eftir að hann fór frá Everton og hann var ekki alveg sá vinsælasti þegar hann fór, var bara með kjaft og leiðindi og tók menn með sér (ekkert óeðlilegt við það) og reyndi að fá fyrir slikk. Búinn að stjórna þremur liðum síðan og öll með lélegum árangri. Sá hann þó í viðtali um daginn þar sem hann lýsti yfir áhuga á að taka aftur við Everton og hann kom þokkalega frá því.
          Hefði bara haldið að Everton þyrfti stærra nafn ef þeir ætla sér að fá einhverja leikmenn til sín,,,nei ég er þá ekki að tala um að Big Sam geri það, bara alls ekki.

          • Diddi skrifar:

            ég er sammála um stærra nafn en eins og ég nefndi hafa bara ekki verið mikið stærri nöfn í pottinum og af þessum sem ég nefndi vildi ég Moyes

  2. Georg skrifar:

    Mín spá er 2-0 sigur. Gylfi og Niasse með mörkin. Nú skal leiktíðin hefjast!

  3. Eiríkur skrifar:

    Þetta verður áhugavert, eða þannig.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    COYB!!!!

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Here we go again. Bara tímaspursmál hvenær Watford bætir við marki eða mörkum.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það gerist oft að menn skora fyrsta markið sitt gegn Everton svo ég yrði ekki hissa ef þessi varamarkvörður Watford skoraði úr útsparki.

  7. RobertE skrifar:

    Glaður með þennan sigur, segi fátt annað.

  8. Gestur skrifar:

    Alveg frábært

  9. Elvar Örn skrifar:

    Svakalegt comeback strákar. Sérstök uppstilling. Baningime er bara ekki nógu góður og of lítil reynsla. Gylfi úr stöðu líka. Hafa Rooney aá miðjunni, Gylfa í holunni og nota kantar eins og Mirallas, Lookman eða Lennon. Enda sást það þegar Lookman og Lennon komu inná þá var breidd vallarins notuð. Niasse kom okkur klárlega í gang, Calvert Lewin kom flottur inn líka.
    15 sæti og 4 stig í 8 sæti strákar. Þetta er að koma.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Niasse er nýja hetjan mín og ég skal fúslega éta ofan í mig hvað sem ég kann að hafa sagt um hann.

    • Ari S skrifar:

      Þá eigum við eitthvað sameiginlega Ingvar minn, Niasse er nefnilega nýja hetjan mín líka 🙂

  11. Matti skrifar:

    Þvilik snild þetta var orðið jafn spennandi og island austurriki mikið er gaman að sja þetta loksins vonandi na þeir að byggja ofan a þetta og sníta okkur sem hofum drullað yfir stoku menn ?COYB!!!!!!!
    er sammt ekki enn að sja pointið með rooney næ bara ekki að fila kallinn þvi miður

  12. Finnur skrifar:

    Moment dagsins hjá mér — háspenna, lífshætta… Cleverley á punktinum að taka víti á þrjúhundruðustu mínútu viðbótartímans en skýtur framhjá — og ég öskraði upp yfir mig af einskærri og innilegri gleði…

    … og fjögurra ára dóttir mín tekur sér hlé frá Ronju Ræningjadóttur til að líta mig hornauga og segja þreytulega… „pabbi, róóólegur!“ 🙂

  13. Elvar Örn skrifar:

    Núna eru að berast fréttir í stór auknu mæli þess efnis að Sam Allardyce sé að fara að taka við Everton. Skelfilegt ef satt reynist og mun ég eiga í miklum erfiðleikum með að taka hann í sátt.
    Getum við í alvöru ekki gert betur? Vil frekar Unsworth áfram þar til alvöru stjóri finnst.
    En geggjað að ná sigri í gær.

    • RobertE skrifar:

      Big Sam var að klára fund með Moshiri og mun sá fundur hafa gengið vel, sýnist sem svo að hann sé að taka við Everton

  14. þorri skrifar:

    ég held að það sé ekki gott. Elvar ég er sammála þér,En hvað seigir þu um að Reyjan giggs til að taka við

  15. þorri skrifar:

    Þetta var geggjaður sigur í gær ÁFRAM EVERTON

  16. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef engir betri menn en Allardyce, Moyes eða Dyche eru í boði þá getum við alveg eins leyft Unsworth að spreyta sig á þessu áfram.

  17. Gestur skrifar:

    Unsworth hefur ekki verið samfarandi þessa 4 leiki sem hann hefur stýrt liðinu. Hann hefur róterað mikið og kannski verið að gefa mönnum sjens en ekki gengið upp. Það eru einhver innanhús vanda má hjá Everton og það virðist sem Unsworth sé byrjaður að taka til með því að senda Mirallas og Schneiderlin heim af æfingu. Ég held að það sé best að losa sig við þessa menn í janúar glugganum, ég var mjög hissa þegar Mirallas fékk framlengdan samningi sínum. Hvaða stjóri sé bestur fyrir Everton er ekki gott að segja en Dyche er spennandi finnst mér en Allardyce er það ekki.

    • Orri skrifar:

      Sæll Gestur.Það er enginn þssar þriggja sem verðskuldar stjóra stöðuna hjá okkur.

  18. Ari S skrifar:

    „I have seen press stories today about me being sent away from training. The stories are not true. I am fully committed to Everton and will contiue to work hard for the Club and the fans in training and on the pitch.“

    Morgan Schneiderlin‏ á twitter fyrir 20 mínútum.

  19. Elvar Örn skrifar:

    Nýjustu fréttir eru þær að Everton hefur ekki rætt við Sam Allardyce en það staðfesti hann sjálfur í dag.
    Moshiri er víst að eltast við Diego Someone.
    Svipaðir stjórar þessir tveir 🙂

    • Ari S skrifar:

      Já það er erfitt að velja á milli þessara tveggja… að fá svona frétt kostar bara eitt…. svefnlausa nótt…

      Sam Allardyce allann daginn… 😉

      • Ari S skrifar:

        Þegar að Sam Allardyce hefur sagt nei við Fahrad Moshiri sem má alveg búast við þá er ekki úr miklu að velja nema þá kannski Diego Simeone og Carlo Ancelotti, stjórar sem enginn vill hafa…

        Ef valið stæði á milli Ancelotti eða Simeone?(Someone – eins og Elvar sagði að ég held viljandi)…….

        …….Þá myndi ég velja Simeone vegna þess að hann myndi koma með Antoine Griezmann með sér. Sumir gæt sagt að Ancelotti hafi betra „record“ og hafi þjálfað fleiri lið .
        þ.e. náð árangri á fleiri en einum stað og sé miklu reyndari en Simeone…

        En allavega… Diego Simeone er minn óskastjóri.

        Ég vil ekki einvhern eða Someone!

  20. Georg skrifar:

    Svakalegt comeback hjá liðinu. Hef sjaldan verið eins stressaður og á lokamínútum þessa leiks.

    Varðandi stjóra þá væri ég til í að sjá topp stjóra sem hefur gert góða hluti í stærstu deildum evrópu. Anchelotti og Simone eru svakaleg nöfn en mjög erfitt að fá. Mögulega meiri líkur að fá topp stjóra í sumar frekar en núna. Sérstaklega miðað við stöðu liðsins í deildinni. Mögulega væri ráð að fá stjóra út leiktíðina ef enginn topp stjóri er laus og finna svo stjóra í sumar.

    Áhugaverð tölfræði hér: http://433.pressan.is/enski-boltinn/tolfraedi-sem-vekur-athygli-ozil-med-flesta-spretti/

    Það sem mér finnst merkilegast er að leikmaðurinn sem hefur spilað 287 mínútur sem gerir rétt rúma 3 heila leiki er búinn að taka 71 sprett vs 82 hjá Özil sem er efstur. Það er Oumar Niasse. Það vantar ekki dugnaðinn i hann. Hugsaði þetta í leiknum gegn Watford þegar hann tók sprett eftir sprett, hvað hann væri svakalega duglegur og er kominn í topp form.

    Leikmaðurinn sem hafði ekki klefa hjá Everton í fyrra er að koma sterkur inn. Hann er kominn með 4 mörk á þessum 287 mínútum sem gerir mark á 72 mín fresti, sem er ekki ólíklegt að vera besta tölfræðin í deildinni (án þess að vera búinn að kanna það).

    Næstu leikir í deildinni eru Crystal Palace úti, Southampton úti, West Ham heima og Huddersfield heima. Þarna er klárlega tækifæri að lyfta sér upp töfluna. Vonast til að sjá meira sjálfstraust í liðinni eftir þennan svakalega comeback leik gegn Watford.

  21. Elvar Örn skrifar:

    Er feginn að Everton sé að hugsa um að halda Unsworth áfram í stjóra stólnum frekar en að ráða menn eins og Big Sam amk þar til stærra nafn kemur til sögunnar. Það eru um 27 leikir eftir af tímabilinu svo engin ástæða að örvænta. Góður möguleiki að ná stigum í næstu leikjum svo um að gera að halda Unsworth og sjá hvað Nóvember skilar í stigum. Eru mann ósammála því?

  22. Elvar Örn skrifar:

    Vlasic spilaði seinustu 10 mínúturnar með Króatíu í sínum öðrum leik með landsliðinu og spilaði fanta vel. Flottur leikmaður.
    4 Everton menn spiluðu með yngra landsliði England sem unnu í dag og Pickford er í markinu hjá aðalliði Englands gegn Þjóðverjum sem er enn í gangi núna.

  23. Elvar Örn skrifar:

    Menn að missa sig yfir frammistöðu Pickford í marki Englendinga í kvöld gegn Þjóðverjum. Frábær frammistaða hjá kappanum sem kom óvænt í markið í fjarveru Butland sem braut eða brákaði fingur fyrir leikinn. Menn kalla eftir því að hann verji mark Englendinga næsta sumar í stað Hart. Hann er bara 23 ára og hefur staðið sig frábærlega með Everton á þessari leiktíð.
    http://www.goal.com/en-gb/news/pickford-produces-the-goods-to-prove-hes-englands-no1/kpj6ma4n4kb1gvurxtkth55v

  24. Finnur skrifar:

    Nákvæmlega. Hann er búinn að standa sig vel á tímabilinu og gaman að sjá hversu vel hann nýtti (óvænt) tækifæri með landsliðinu.

  25. Elvar Örn skrifar:

    Fyrir þá sem gagnrýna Gylfa þá bendi ég mönnum á að horfa á 20 mín highlights af leiknum gegn Watford og þar sést vel að hann á tvær frábærar sendingar sem hefðu getað endað með marki og við marki tvö hjá Everton þá skýlir hann Calwert Lewin það vel að Lewin skorar. Þetta eru moment sem geta skipt sköpum. Ég vil sjá Gylfa í holunni for once svo hann geti skilað enn meiru.
    Bíð líka spenntur eftir Klaassen. Já og kannski Barkley.

  26. Diddi skrifar:

    þetta er alveg rétt hjá þér Elvar minn, auðvitað eigum við ekkert að vera að gagnrýna leikmann sem var keyptur fyrir 45 milljónir punda og er næstum því búinn að eiga 2 stoðsendingar í 10 úrvalsdeildarleikjum. Hvað er að þér? Er hann systursonur þinn eða hvað? Hann er líka búinn að skora eitt mark sem var algjört grísapungamark. Frábært. Láttu þig dreyma 🙂

    • Ari S skrifar:

      Diddi neikvæði, hvers vegna hefur þú svona mikið á móti Gylfa?

    • Elvar Örn skrifar:

      Ég talaði ekkert um að það eigi ekki að gagnrýna Gylfa. Að missa af undirbúnings tímabilinu og vera síðan spilað útúr stöðu er bara ekki að hjálpa. Hann er að koma til og á að fá séns eins og allir. Já og hættið að grenja yfir þessum verðmiða á honum, hann hemur málinu ekkert við. Everton og Gylfi eru að detta í gang og þið verðið bara að kyngja því.
      Eru menn ekki annars bara jákvæðir á framhaldið?

  27. Diddi skrifar:

    https://thisisfutbol.com/2017/11/blogs/premier-league/dyche-is-new-frontrunner-to-land-everton-job/ ég er alveg á móti ráðninu á Sean Dyche vegna þess að Burnley spilar ekkert flottan fótbolta og ég held að þetta sé svona eins liðs maður líkt og menn á undan honum Paul Jewell og fleiri sem verður ekkert úr. Ég vil frekar láta einhvern taka liðið tímabundið t.d. Unswort þó hann sé ekki í neinu uppáhaldi og virðist vera svona íhaldssamur Tjalli sem er á móti leikmönnum utan Englands sem geta eitthvað. En hvað sem verður þá sættir maður sig bara við það 🙂

  28. Ari G skrifar:

    Velkominn aftur heimasíða hefur verið niðri í ca viku. Ætli að Unsworld klári ekki tímabilið finnst ekkert ganga að fá nýjan stjóra. Sammála eigendum að vanda valið ekkert liggur á tímabilið er hvort sem er ónýtt.