Chelsea – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir bikarleikinn komin: Pickford, Baines, Williams, Jagielka, Kenny, Beni Baningime, McCarthy, Davies, Mirallas, Lennon, Rooney. Varamenn: Robles, Keane, Holgate, Gylfi, Lookman, Calvert-Lewin, Niasse.

Everton með 4-1-4-1 uppstillingu, með Rooney fremstan. Bæði lið annars að spila með leikmenn á jaðri aðalliðs síns og fyrir vikið nokkuð um stirt spil.

Ekkert var hins vegar að frétta næstum alveg fyrsta hálftímann — engin færi og því engin hætta upp við mörkin, alveg þangað til á 26. mínútu þegar Chelsea fékk horn og Rudiger skoraði óvaldaður algjört glæsimark með skalla af fjærstöng hægra megin upp í samskeytin vinstra megin. 1-0 Chelsea.

Ekkert annað að frétta fyrri hálfleikinn en annars fín barátta hjá okkar mönnum.

Allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik því Everton náði fljótt fínni pressu á Chelsea og hefðu átt að jafna á 55. mínútu þegar Rooney fékk, eftir fyrirgjöf frá Kenny, dauðafæri upp við mark en markvörður fékk boltann í mjöðmina og varði þar með í horn.

Ekkert kom úr horninu en markvörður Chelsea gerði sig sekan um mistök aðeins mínútu síðar þegar hann sendi óvart á Lennon sem var inni í teig. Boltinn féll hins vegar óheppilega fyrir hann þannig að hann missti hann of langt frá sér þegar hann reyndi að stjórna boltanum og Cavalero náði að kæfa þetta áður en Lennon næði skoti.

Stuttu síðar kom sending inn í teig sem Lennon var næstum búinn að skora úr en varnarmaður náði að verja yfir mark og í horn.

McCarthy út af fyrir Calvert-Lewin með Zorro grímu á 63. mínútu en sá síðarnefndi átti eftir að lífga upp á leikinn.

Jagielka fékk flott skallafæri eftir aukaspyrnu stuttu síðar sem markvörður varði vel með því að slá frá marki en á 68. mínútu kom fyrirgjöf fyrir mark Chelsea sem sigldi framhjá öllum í teignum og beint til Mirallas. Hann náði föstu skoti sem hefði alveg geta endað í netinu ef Mirallas hefði bara skotið einhvers staðar annars staðar en í búkinn á markverðinum.

Lennon var skipt út af á 73. mínútu fyrir Lookman sem komst í skotfæri aðeins þremur mínútum síðar eftir flott samspil við Davies en því miður fór skotið í hliðarnetið.

Hinum megin fengu Chelsea fyrsta færi sitt í seinni hálfleik þegar Batshuyai komst framhjá Pickford en Jagielka truflaði hann áður en hann gat potað inn og boltinn rann út af en Batshuayi rann á stöngina og þurfti aðhlynningu.

Lookman átti flott skot af löngu færi í ofanverða slána og stuttu síðar var Niasse skipt inn á fyrir Rooney.

Mark Everton virtist liggja í loftinu enda liðið búið að vera mun sterkara en Chelsea í seinni hálfleik. En á næstsíðustu mínútu viðbætts tíma skoruðu Chelsea aftur — og aftur kom markið eftir horn. 2-0 Chelsea.

Everton náði þó loksins að setja mark alveg í blálokin þegar Calvert-Lewin þrumaði inn af stuttu færi eftir ágætis undirbúning frá Niasse. En lengra náði það ekki.

Chelsea því áfram í átta liða úrslit en við getum huggað okkur við það að það voru greinileg batamerki á liði Everton.

9 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Ef þið eruð að spá í hver Beni Baningime er…

    Hann gekk til liðs við Everton 9 ára gamall, varð fyrirliði U18 ára liðsins 2016, vann Dallas Cup með þeim og varð svo lykilmaður á miðjunni í Everton U23 sem árið 2017 vann ensku Premier League 2. Og nú er hann að fá sinn fyrsta leik í aðalliðinu.

  2. Eirikur skrifar:

    Takk fyrir upplýsingarnar Finnur fróði 🙂

    Var leikurinn sýndur einhverstaðar?

    Var upptekinn og gat ekki fylgst með.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Klárlega batamerki á Everton í dag verð ég að segja.
    Hinsvegar var þetta nú ekki sterkasta Chelsea liðið sem við vorum að mæta.

    Seinni hálfleikur bara nokkuð góður hjá okkur og óheppnir að ná ekki jafntefli í venjulegum leiktíma.

    Hvað einstaka frammistöðu varðar þá fannst mér Jonjoe Kenny arfaslakur í hægri bakverði og fer ekki ofan af því að skásti kostur þar er Martina. Ég veit ekki hvað Kenny gerði mörg mistök en þau voru ansi mörg.
    Á samfélagsmiðlum eru margir ánægðir með frumraun Beni Baningimi en ég tel það ekki rétt að dæma menn af fáum mistöku því hann gerði fá mistök heldur af framtaksemi eða þegar menn búa eitthvað til og hann gerði lítið af því að búa til fyrir liðið.
    Lennon var ágætur en Lookman var mikið betri á kantinum þegar honum var skipt inná fyrir Lookman.
    Calwert Lewin er líka mikið betri þegar hann er með sóknarmann með sér eins og Niasse og spurning að hafa þá frammi saman í næsta leik, amk er það eitthvað sem ég vil sjá.
    Varnarlega vorum við frekar öflugir og reyndi ekki mikið á okkur.
    Davies fannst mér bara lala og Gylfi klárlega að byrja frekar en Davis.
    Heilt yfir samt fín frammistaða en ég tel að Unsworth muni gera nokkrar breytingar fyrir næsta leik í deildinni.
    McCarthy nokkuð öflugur og amk að gera færri mistök en Schneiderlin.
    Vil sjá eftirfarandi lið í næsta leik:
    Pickford
    Martina Keane Jagielka Baines
    Gana
    Lookman Rooney Mirallas
    Gylfi
    Niasse

    Setja síðan Calwert Lewin inná með Niasse í stað Lookman, Rooney, Mirallas eða Gylfa (þann sem spilar verst).
    Vil líka sjá Klaassen koma á miðja miðjuna í stað Rooney ef þarf og McCarthy í stað Gana ef þarf.

  4. Ari G skrifar:

    Draumaliðið mitt í næsta leik er Pickford, Holgate-Keane-Jagielka-Baines-
    MaCarthy-Klaasen-Gylfi-Lookman-Mirallas. Hafa Mirallas og Lookman á köntunum Klassen og Gylfa saman á miðjunni fyrir aftan Lewin.

    • Elvar Örn Birgisson skrifar:

      Ansi svipuð lið hjá okkur.

      Tel enn að Martina sé skárri kostur en Holgate og þá sér í lagi framávið og með miklu betri fyrirgjafir (en must að fá Coleman sem fyrst til baka).

      Held líka að Gana sé betri en McCarthy fyrir framan vörnina en sé vel að McCarthy komi inná eða byrji ákveðna leiki í þessari stöðu, klárlega báðir framar í goggunar röðinni en Schneiderlin sem hefur klúðrað svakalega á þessari leiktíð.

      Rooney hefur staðið sig ansi vel eftir að hann kom til Everton og kominn með 4-5 mörk. Almennt er hann talinn vera einn þriggja bestu leikmanna Everton það sem af er leiktíð (þá ásamt Pickford t.d). Sé ekki að Klaassen eigi að byrja í stað Rooney en alveg klárt að ég vil sjá hann taka meiri þátt. Fannst ýmislegt í fari Klaassen sem lofaði góðu á pre-season en byrjaði síðan leiktíðina ekki næginlega vel,,,Klaassen þarf séns og tíma.

      Verður mjög gaman að sjá byrjunarlið Everton gegn Leicester í næsta leik og er hæfilega bjartsýnn á að það styttist í sigur, en ekki meira en það.

  5. Diddi skrifar:

    var að pæla: Gylfi á bekknum í fyrsta leik Unsworth……hvort haldið þið að það sé vegna þess að …..nr.1 Unsworth er fífl, 2. Ég hafði rétt fyrir mér þegar ég hélt því fram að Gylfi væri ofmetinn, 3. hvorugt af þessum tveimur fyrstu

    • Elvar Örn skrifar:

      Um að gera að hvíla Gylfa í þessum leik. Tel að hann muni byrja á morgun gegn Leicester. Chelsea var að spila mikið á b leikmönnum og því erfitt að meta frammistöðu Everton útfrá þessum leik.
      Tel að kaupin á Gylfa hafi verið bara mjög góð en klúður að kaupa engan framherja.
      Nú vil ég sjá Unsworth halda sig við svipaðan hóp í næstu leikjum svo menn læri betur á hvorn annan og nái stöðugleika. Tveir útileikir til viðbótar er ansi tough byrjun fyrir Unsworth en nauðsynlegt fyrir kappann að ná góðum úrslitum sem fyrst. Everton verður að fara að klífa upp töfluna og vil því frekar sjá sigur á morgun í deildinni heldur en Evrópu deildinni, þe ef ég þyrfti að velja.

    • Gestur skrifar:

      Gylfi spilar í dag