Everton – Lyon 1-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Holgate, Williams, Keane, Martina, Schneiderlin, Davies, Klaassen, Vlasic, Mirallas, Calvert-Lewin. Varamenn: Stekelenburg, Baines, Ramirez, Gana, Gylfi, Besic, Lookman.

Lyon liðið fékk óskabyrjun á leiknum þegar Holgate gaf þeim víti á 5. mínútu þegar hann var of seinn í hreinsun við jaðar vítateigs og tók manninn en ekki bolta. Allan daginn víti — sem þeir skoruðu auðveldlega úr niðri í hægra hornið. 0-1 Lyon.

Tæpur hálftími leið þangað til eitthvað annað markvert gerðist næst en þá komst Mirallas í dauðafæri á 31. mínútu eftir flott samspil við Davies, komst alveg upp að endamörkum og náði skoti upp við mark en markvörður varði frábærlega í horn.

Fimm mínútum síðar fengu Lyon menn aukaspyrnu sem fór í hausinn á Davies og í slána. Everton slapp með skrekkinn þar. Lyon reyndu svo að gefa okkar mönnum líflínu á 39. mínútu þegar varnarmaður þeirra gaf beint á Klaassen sem brunaði inn í teig og komst í færi en gaf ekki á Calvert-Lewin sem var í enn betra færi. Klaassen reyndi í staðinn skot sem var slakt og fór framhjá.

Pickford hélt okkar mönnum á lífi á 41. mínútu þegar hann varði frá þeim úr dauðafæri. 0-1 í hálfleik.

Klaassen fór út af í hálfleik fyrir Lookman og sá síðarnefndi kom með fína innspýtingu í leikinn frá fyrstu mínútu en hann var strax kominn í dauðafæri upp við mark og náði skoti en markvörður Lyon reddaði þeim þar með því að ná glæsilegri vörslu og slá í horn.

Lyon fengu sín færi líka og í einu dauðafærinu gerði Schneiderlin vel þegar hann skriðtæklaði og varði þar með skot úr dauðafæri á 53. mínútu eftir að Lyon menn komust í gegn. En Schneiderlin meiddist í kjölfarið eftir samstuð við Pickford. Koeman notaði tækifærið og skipti honum út — setti Gylfa inn á á 57. mínútu og færði Davies aftur í stöðu Schneiderlin (sem djúpan miðjumann). Gylfi þar með á miðri miðjunni, eins og við höfum beðið um. Á 67. mínútu fór Mirallas út af fyrir Sandro, sem voru nokkur vonbrigði þar sem Mirallas hafði verið líflegur.

Stuttu síðar fékk Everton líflínu þegar Lyon menn gáfu aukaspyrnu úti á velli sem Gylfi tók meistaralega — boltinn beint á skallann á Williams sem var óvaldaður og stangaði hann inn. Staðan orðin 1-1 og allt í einu leit þetta allt miklu betur út og áhorfendur að taka við sér.

Á 72. mínútu var Gylfi óheppinn að skora ekki beint úr aukaspyrnu af vinstri kanti. Gylfi gerði þetta allt saman rétt — miðaði á fjærstöng en enginn náði að skalla í mark og boltinn sigldi gegnum þvöguna og beint í innanverða stöngina — en því miður út í teig aftur. Lyon menn stálheppnir að fá ekki á sig mark þar.

En það var ekki að spyrja að því — því í staðinn skoruðu Lyon menn náttúrulega þegar, að okkur sýndist, Keane breytti stefnu boltans eftir fyrirgjöf Lyon manns utan af kanti. Og þaðan fór boltinn í netið. Það fellur einfaldlega ekkert með okkar mönnum þessa dagana. Staðan orðin 1-2 eftir 76 mínútna leik.

Everton fékk eitt færi í viðbót þegar skalli frá Calvert-Lewin af stuttu færi var varinn í horn á 84. mínútu en þrátt fyrir að 5 mínútum væri bætt við venulegan leiktíma tókst Everton ekki að jafna.

Afar dapurleg niðurstaða úr riðlakeppninni svo ekki sé meira sagt — eitt stig eftir þrjá leiki og sama má eiginlega segja um frammistöðuna í dag. Jæja, við getum þá einbeitt okkur að því að vinna deildina. Já, heh… eða eitthvað.

11 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Skrítin uppstilling

  2. Eiríkur skrifar:

    Það er eitthvað mikið að hjá þessum hóp leikmanna, ekki er þetta lið sem er að spila saman. Holgate var hrillilegur, Martina lítið skárri Klaassen útaf í hálfleik and the list goes on. Skiptinginn á Sandro hvað var það. Held að þjálfarinn sé búin að missa þetta frá sér.

  3. RobertE skrifar:

    Djöfull var Williams góður í leiknum. En besta atvikið var áhorfandinn sem sló leikmenn Lyon, á meðan hann hélt á barni sem var með blátt snuð, alvöru stuðningsmaður.

  4. marino skrifar:

    shitt er eiginlega pinu ringlaður þvi ju eitt besta fight leingi hja bláu enn dó svo allt við mark 2 getur koeman snúið þessu mig langar svo að halda það eeeennn þetta line up var skritið ju ok eða but ok einsog maðurinn sagði 🙂 þá er stor leikur um helgina og vill hann hafa baines þar og rooney og gylfa enn kommonn það var mikið i hufi þarna i kvold og ekki efni a að geyma menn
    vill unsworth inn hef trú á að hann fai menn til að berjast fyrir hvorn annann enn þvi miður verðum við að þola þetta rugl framm að januar glugga og voonandi faum við striker eða kannski hættir hann að berja niður ramirez og hann dettur i gang
    mun ekki gráta að sja aldrei aftur lookman calven martina klassen i liðinu ja og morgan

  5. Gestur skrifar:

    Koeman stillir upp liðinu eins og hann hafi engan áhuga á að vinna leikinn. Mjög undarleg uppstilling þar sem góðir leikmenn eru ekki í byrjunarliði og okkar helstu markaskorarar ekki heldur.
    Ef það var rétt að Koeman fengi bara þrjá leiki eftir landsleikjahné til að bjarga starfinu þá er hann lagnt kominn með að missa það og leikur á móti Arsenal verður gríðalega erfiður. Það verður gaman að sjá hvernig jákvæðadeildin tekur á þessu en hún þegir eins og gröfin.

    • Ari S skrifar:

      Það er ú ekki mikið jákvætt hægt að segja um þessar mundir, auðvitað þega menn þegar þeir hafa ekkert að segja. En ég er samt hissa á neikvæðu deildinni núna… þið ættuð að vera í skýjunum yfir slæmu gengi Everton um þessar mundir. Allt hefur gengið eftir ykkar óskum í neikvæðu deildinni…. haha kær kveðja, Ari

      • Diddi skrifar:

        þetta er eiginlega ekki svaravert en að ætla einhverjum hér inni að gleðjast yfir slæmu gengi okkar manna það segir meira um þann sem það skrifar.

      • Orri skrifar:

        Sæll Ari.Ég held að það gleðjist enginn yfir gengi okkar manna þessar vikurnar,þetta er hörmungar ástand sem við hljótum öll að vona að standi til bóta.

      • Gestur skrifar:

        Það að segja að ég haldi með Everton til að sjá þá tapa er alveg út í hött.

  6. þorri skrifar:

    erum menn ekki spentir fyrir leiknum á morgun sem er kl 1330

  7. þorri skrifar:

    hann er kl 1230