Hugleiðingar um fyrsta leik

Mynd: Everton FC.

Meistari Haraldur, formaður Everton klúbbsins hér heima, sendi inn eftirfarandi pistil um fyrsta leik tímabilsins. Spurning hvort leynist fleiri góðir pennar þarna úti?

Við þökkum honum fyrir og gefum honum orðið:

Sælir félagar! Ég er i sumarfríi og hef nógan tíma til að skrifa hugleiðingar mínar. Meira að segja kannski of mikinn.

Í fyrsta lagi þá finnst mér leikkerfið á laugardaginn síðastliðinn ekki henta liðinu vel, sem endurspeglar kannski breytingu Koemans í hálfleik úr 3-4-3 yfir í 4-2-3-1. Set líka spurningarmerki við það að á heimavelli, við lið eins og Stoke, að við getum ekki spilað með fleiri sóknarþenkjandi menn inni á. Þurfum við að verjast á 6 mönnum? Jú, jú, það hefur reynst sumum drjúgt að verja markið sitt og þurfa bara að skora 1 til að vinna leik. En mér fannst liðið liggja mjög djúpt þegar leið á leikinn og mátti ekki miklu muna að Stoke stælu af okkur skemmtuninni með sínu eina skoti á rammann.

Ef við horfum á liðið sem spilar í gær, þá var Pickford öruggur í sínum aðgerðum og varði eina skot Stoke mjög vel. Í 3ja manna vörn erum við með 2 of hæga menn og eins fannst mér Jags eiga erfitt með að bera boltann upp á vinstri fótinn. Williams fannst mér flottur sem sweeper og Keane frábær í öllum leiknum. Wingbacks: Baines, eins frábær og hann er, þá eru þessi hlaup endalaust upp og niður kantinn ekki fyrir mann á hans aldri og Calvert-Lewin er ekki varnarmaður. Djúpir miðjumenn: Gana og Schneiderlin geggjaðir en hvorugur þó sóknarþenkjandi – og þurfum við 2 leikmenn af þessu tagi í svona leik? Ég hefði viljað Tom Davis í annarri þessari stöðu. Klaasen átti erfitt en ég hef trú á honum. Hann þarf að fatta tempóið á Englandi. Rooney og Sandro rosa duglegir en kom lítið úr þessu en þó mark sem dugði til sigurs. En ég spyr mig í öllum hornspyrnum þá eru sóknarmennirnir okkar saman við hornfánann að taka eina spyrnu. Hvað er það? Vantar mann eins og Gylfa í þessi föstu leikatriði og það strax. Varamenn: Martina – eigum við ekki bara betri unga menn sem ættu að fá þessar mínutur? Mjög ánægður með bæði Davies og Mirallas en vil reyndar hafa báða i byrjunarliðinu.

Fyrir lok gluggans vil ég 2 menn inn: Gylfa og einn stóran sóknarmann sem getur breytt leikjum ef Rooney og Sandro eru ekki að virka.

Mitt óskabyrjunarlið í næsta leik:

Pickford

Holgate  Keane  Williams  Baines

Gana  Davis

Sandro  Gylfi  Mirallas

Rooney

Vonandi eigum við Evertonmenn góðan fótboltavetur framundan og sjáumst sem oftast.

Áfram Everton!

12 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Við nefnilega gætum lent í vandræðum fyrstu mánuðina eða fram að áramótum með marga nýja leikmenn og nokkrir aldrei spilað á englandi þannig að þetta mun taka tíma að slípa þetta saman.Svo er ég pínu smeykur um að okkur vanti hraða í sóknarleikinn erum búnir að auka gæðinn og breiddina vel.Svo er bara að klára Gylfa sem ég skil ekki afhverju er ekki löngu búið að gera og taka Danny Welbeck í sóknina til að auka bæði hraða og gæði jafnframt.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Ég tel nauðsynlegt að klára þetta með Gylfa og okkur vantar klárlega annan sóknarmann og helst einhvern af dýrari gerðinni.

    Af þeim leikmönnum sem við höfum keypt í sumar þá er Pickford ready, þurfum ekkert að ræða það miðað við það sem við höfum séð fram til þessa. Keane hefur verið magnaður í þessum c.a. 5 leikjum sem hann hefur spilað. Rooney hefur vaxið og var maður leiksins gegn Stoke þegar á þurfti að halda. Þetta á einnig við um Martina sem margir aðdáendur viðrast hafa ansi litla trú á en hann leysti t.d. stöðu Beines (öfugur kantur) fyrir skemmstu með mikilli prýði. Allir þessir fjórir nýju leikmenn eru með reynslu í úrvalsdeildinni svo ég hef engar áhyggjur af því, þeir þurfa litla sem enga aðlögun að deildinni en þurfa þó að slípast í Everton liðið.

    Klaassen og Ramirez eru ekki vanir enska boltanum og mun það taka tíma að læra á Ensku deildina eins og Gunnþór sagði en ég held að það séu ekki aðrir sem þurfa þessa aðlögun af nýju mönnunum. Þarna koma akkúrat kaupin á Gylfa og reyndum framherja til með að styrkja liðið og auka breiddina.

    Ef Everton kemst áfram gegn Hajduk Split þá mun leikjaálag aukast verulega (Evrópudeildin) í vetur og maður er einnig vongóður að við gerum betur í bikarkeppnunum þettað árið og því þarf hópurinn að vera stór og jafn.

    Varðandi óska-uppstillingu Halla þá hef ég ekki alveg eins mikla trú á Holgate og hann þar sem Holgate er alls ekki nógu góður framávið og tel ég Martina betri (amk miðað við það sem ég hef séð) og einnig hef ég mikla trú á Jonjoe Kenny, langar amk að sjá meira af honum. Veit ekki betur en að Holgate sé miðvörður sem spilar í stöðu bakvarðar hjá okkur.

    Spurning hvort Jagielka sé betri sem vinstri miðvörður í stað Williams en mér finnst Jagielka vera ansi fit og ávallt gott að hafa fyrirliða númer eitt inná. Jagielka amk gjarnan spilað vinstri miðvörð með landsliðinu við góðan orðstír.

    Er ekki alveg viss hvort ég vilji slíta sambandi Gana og Schneiderlin en Davis hefur farið vel af stað líkt og í fyrra en í fyrra fannst mér Davis dala svolítið þegar leið á leiktíðina.

    Er Rooney betri sem framherji heldur en Sandro,, alls ekki viss. Myndi vilja sjá okkur spila oftar með tvo sóknarmenn.

    En Gunnþór, Danny Welbeck? Hann hefur skorað að meðaltali í 4 hverjum leik með fjórum liðum frá 2008, er hann næginlega góður? Ekki er ég sannfærður. En eitt er víst, okkur vantar sóknarmann. Joey Barton vill Costa til Everton (eða Liverpool). Hvaða sóknarmann viljið þið?

    Leikurinn gegn Hajduk Split á fimmtudag virðist hvergi sýndur (í heiminum) í beinni útsendingu (amk skv. frétt í gær) en það gæti breyst í dag eða á morgun, amk hvergi sýndur á Englandi. Ef hann er ekki sýndur þá er spurning hvort hann verði í boði á Facebook á síðu Everton en óviss hvort það sé leyfilegt. Endilega látum vita hvort og hvar leikurinn verður sýndur.

    Já og Diddi, þeir fengu memo-ið frá þér og ætla að selja Gareth Barry til West Brom.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Eins og er þá er Króatíska stöðin HRT 2 sú eina í heiminum sem sýnir leikin, en gæti breyst. Stay Tuned. Sá einnig að Bet365 sýni leikinn en alls ekki viss að það sé rétt.

  4. Gunnþór skrifar:

    Búið að staðfesta Gylfa.

    • Gunnþór skrifar:

      Á reyndar eftir að fara í læknisskoðun fer í hana í fyrramálið.

  5. Eyþór skrifar:

    Frábært að Gylfi sé komin til okkar.

  6. Ari G skrifar:

    Gylfi að koma fer í læknisskoðun á morgun vonandi skeður ekkert áður. Hef séð að margir séu sammála mér á netinu með Diego Costa því miður virðist ég vera sá eini hér sem vill fá hann þótt það yrði bara eitt ár. Barkley meiddist aftur kannski er það bara gæfa fyrir Everton. Núna stendur Barkley vel að vígi með nýjan samning þar sem hann fengi strax launahækkun og gæti sett skilyrði að fara sumarið 2018 ef árangurinn sé ekki næganlega góður að hans mati. Varnarmann héld að Smalling sé besti kosturinn af þeim sem hafa verið nefndir ef hann kemst í gegnum læknisskoðun þarf enga aðlögun það skiptir miklu máli.

  7. Eiríkur skrifar:

    Og þá er spurninginn verður hann númer 13,14 eða 19
    Tippa á nr 19 🙂

  8. þorri skrifar:

    eru menn ekki káttir með Gylfa ég er það og hann á eftir að verða okkur dírmættur