Everton – Stoke 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir fyrsta leik tímabilsins 3-5-2: Pickford í markinu, Jagielka, Keane og Williams miðverðir, Baines og Calvert-Lewin wingbacks, Gana og Schneiderlin fyrir framan vörnina, Klaassen fyrir framan þá og Sandro og Rooney frammi.

Everton mun meira með boltann í byrjun en Stoke pressuðu stíft án bolta og gerðu leikmönnum Everton lífið leitt. Alltaf þegar þeir misstu boltann skiptu þeir fljótt yfir í 5 manna varnarlínu með fjóra fyrir framan sem gaf lítið pláss fyrir Rooney og Klaassen að búa eitthvað til.

Lítið um færi því framan af, Gana með langskot á um 20. mínútu. Eina ógnunin frá Stoke úr hornum.

Erfitt að brjóta Stoke á bak aftur og manni fannst eins og kannski hefði Tom Davies átt að byrja í stað Schneiderlin svona upp á stungusendingarnar inn á Sandro, líkt og hann gerði svo vel gegn Sevilla.

En Everton náði að brjóta ísinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Rooney og Gana náðu flottu þríhyrningaspili fyrir framan vörn Stoke og Rooney sendi til hægri á Sandro sem var við hægra horn vítateigs. Sandro framlengdi á Calvert-Lewin á kantinum sem sendi frábæran bolta fyrir, beint á kollinn á Rooney sem hafði kom á hlaupinu inn í teig og náði að skalla örugglega í netið. 1-0 fyrir Everton! Það var eins og skrifað í skýin að hann myndi skora í fyrsta deildarleik Everton. Velkominn heim Rooney! 🙂

Ein taktísk breyting hjá Koeman í hálfleik — Cuco Martina skipt inn á fyrir Williams.

Stoke fengu á síðasta tímabili aðeins 3 stig úr þeim leikjum sem þeir lentu undir í, þannig að við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar.

Fletcher átti hættulegt skot fyrir Stoke á 58. mínútu en rétt framhjá. Tom Davies var svo skipt inn á fyrir Klaassen örskömmu síðar.

Calvert-Lewin náði að stela boltanum af varnarmanni Stoke á 69. mínútu og komast inn í teig þar sem hann þrumaði á mark en varið í horn. Mirallas inn á fyrir Sandro á 77. mínútu.

Leikurinn opnaðist eftir því sem á leið þar sem bæði lið vildu setja mark. Nervy andartök þarna í lokin.

Shaqiri átti síðasta markverða atvikið í seinni hálfleik þegar hann, utan teigs, setti frábært skot að marki í uppbótartíma en Pickford vann fyrir kaupi sínu og varði frábærlega!

Sigur í fyrsta leik nýs tímabils og haldið hreinu. Fín byrjun.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Jagielka (6), Keane (7), Williams (6), Calvert-Lewin (7), Schneiderlin (7), Klaassen (6), Gueye (7), Baines (7), Rooney (8), Sandro (7). Varamenn: Martina (6), Davies (6), Mirallas (6).

29 Athugasemdir

  1. RobertE skrifar:

    „Remember the name, Wayne Rooney“

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þurfum annað mark til að gulltryggja stigin.

  3. Halli skrifar:

    Kannski og örugglega ekki besti leikur okkar manna en þađ sem þessi 3 stig eru mikilvæg. Nù tekur viđ törn þar sem kemur ì ljòs ùr hverju okkar menn eru gerđir. Mitt mat eftir leikinn er ađ okkur vantar mann eins og Gylfa til ađ stjòrna leiknum og taka föst leikatriđi. En 3 stig gleđjumst yfir þvì. Àfram Everton

  4. Gestur skrifar:

    Já Ronney, áfram Everton

  5. Elvar Örn skrifar:

    Flott samantekt að vanda Finnur, takk fyrir það.
    Horfi því miður ekki á leikinn (það þarf mikið til þess að ég missi af leik) þar sem ég er á fótboltamóti á Sauðárkrók (SheepRiverHook) með tvíburana mína 8 ára sem eru gallharðir Everton menn.

    Frábært að vinna fyrsta leik með svo svakalega marga nýja menn verð ég að segja og að halda hreinu er magnað, sá reyndar seinustu mínúturnar og jeminn hvað þetta var flott varsla frá Pickford, þetta er svona match winner performance sem þessi drengur átti í markinu og verða fleiri í vetur tel ég, frábær kaup í þessum unga og ekki bara efnilega heldur stórgóða markmanni.

    Þeir sem vildu ekki fá Rooney til Everton,,,,,eruð þið til í að rétta upp hend? Hann verður okkur drjúgur skal ég segja ykkur. Get ekki beðið að sjá hann með Gylfa í liðinu, verðum bara að klára þau kaup.

    Ég er enn svolítið á því að við hefðum átt að halda Dowell en hann er að brillera með Forest og skoraði í dag þegar hann kom inná og er að fá magnaða dóma þetta litla sem búið er.

    Chelsea að tapa, Liverpool með jafntefli segir manni að það verða mörg óvænt úrslit í vetur alveg klárlega.

    Nú er bara að halda haus og komast í gegnum forkeppni Evrópu til að komast í riðlakeppnina. Vona að Everton nái eitthvað af stigum í deildinni í næstu fjórum leikjum sem eru svakalegir og því enn mikilvægara að sigra í þessum fyrsta leik.

  6. Gunnþór skrifar:

    Schneiderlin er bara lykilmaður og gana með þeir eru hrikalegir saman.flott úrslit og að fá Gylfa og góðan framherja þá erum við að verða klárir í baráttunna á őllum vígstőðum í vetur.

    • Elvar Örn skrifar:

      Ótrúlegt en satt þá er ég sammála þér Gunnþór.

      Já og hér er ansi skemmtileg grein/frétt, hvaða nagli skrifaði þetta? :

      https://kjarninn.is/folk/2017-08-11-velkomnir-til-everton-islendingar/

      • Gunnþór skrifar:

        Elvar þú ert alltaf sammála mér ?

      • Teddi skrifar:

        Þessi grein er hreinasta snilld!

      • Diddi skrifar:

        held að það standi við greinina að það sé Þórður Snær Júlíusson sem skrifar hana og eftir því sem ég best veit er hann Everton maður 🙂

      • Orri skrifar:

        Snilldar grein hja Thordi.

        • Eiríkur skrifar:

          Þetta er snilldargrein og þetta er bara ákkurat málið.
          „að vona það besta en búast við hinu versta“

      • Diddi skrifar:

        ég vil að stjórn Everton klúbbsins sendi bréf á 365 miðla og fari þess á leit að annaðhvort taki Gaupi sig til og uppnefni alla velli liða í úrvalsdeild eða fari að tala um okkar völl með réttu nafni. Ótrúlega heimskulegt nafn sem hann notar á þennan fornfræga völl og 365 miðlum til skammar. Koma svo 🙂

        • Elvar Örn skrifar:

          Ég veit ekki hvað er að gerast hérna, ég er nefnilega bara alveg sammála þér Diddi. Ansi óþolandi verð ég að segja. Er ekki ljótt að uppnefna? Guttagarður, grrrr. Gaupi mætti alveg hætta þessu.

          • RobertE skrifar:

            Hann mun aldrei hætta að segja Guttagarður, Liverpool maður eins og hann er með of mikil völd þegar kemur að segja niðrandi hluti um Everton

          • Diddi skrifar:

            Elvar, við erum alltaf sammála undir niðri 🙂

          • Diddi skrifar:

            Mér finnst bara óþolandi að hann komist upp með þetta. Hann er hundleiðinlegur og ég tek ekki ábyrgð á því sem gerist ef ég mæti honum augliti til auglitis 🙂

        • Gunnþór skrifar:

          Sammála Diddi það þarf að stoppa hann í þessu kjaftæði í honum strax því allt mun breytast við komu Gylfa og þetta má ekki festast við völlinn og svo kemur nýi vőllurinn og hann mun halda áfram að uppnefna völlinn okkar.

        • Orri skrifar:

          That verdur ad kvarta vid 365 ut f thessu Mali.

      • Ari S skrifar:

        Þórður Snær Júlíusson er Everton stuðningsmaður og ritsjóri Kjarnans.

  7. Elvar Örn skrifar:

    City, Chelsea og United eru útileikir, Tottenham heima, tough.
    Flott viðtöl og video sem fylgja þessum fan aðgang sem var í boði, sé ekki eftir því.
    Evrópu deildin næst.

  8. Gunnþór skrifar:

    Rooney var frábær í þessum leik þvílík gæði í þessum leikmanni sendingageta hlaup án bolta góð vinnsla,hann gerir leikmenn betri í kringum sig og þetta hugarfar maður minn tær snilld.

  9. GunniD skrifar:

    Ekki var ég hrifinn af því að fá Rooney aftur , en vonandi reynist hann okkur happafengur. Þetta er maður með reynslu í að spila stóra leiki.

  10. Finnur skrifar:

    Rooney í liði vikunnar að mati BBC:
    http://m.bbc.com/sport/football/40918410

  11. Georg skrifar:

    Liðið er klárlega að slípa sig saman. Það voru 5 nýir leikmenn í byrjunarliðinu. Rooney, Klaassen, Pickford, Sandro og Keane. Cuco Martina kom svo inn á í hálfleik. Eðilega tekur smá tíma fyrir liðið að finna sinn besta bolta.

    Rooney fannst mér mjög flottur í þessum leik. Hann stjórnaði spilinu hjá liðinu á löngum köflum. Eins og ég sagði eftir að við fengum hann að ef hann næði heilu pre-season og héldi sér heilum og kæmi sér í almennilegt form þá væri þetta leikmaður sem myndi klárlega geta gert gæfumuninn. Hann svaraði kallinu og var ekki hægt að biðja um flottari frammistöðu frá honum.

    Jordan Pickford var einnig frábær í markinu, frábærar tímasetningar í úthlaupum og frábær markvarsla í lokin eftir frábært skot frá Shaqiri. Gæti gert gæfumuninn að fá svona öflugan markmann.

    Koeman viðurkenndi sjálfur eftir leik að hann hafi gert misstök í uppstillingunni með að byrja með 3 miðverði. Ég var ekki viss þegar ég sá Calvert-Lewin í þessari wing back stöðu þar sem hann er vananlega ekki að sinna miklum varnarleik. Þegar Koeman tók Williams út af í hálfleik og setti Cuco Martina í hægri bakvörð og breytti þessu í 4 manna vörn þá héldum við boltanum miklu betur og var miklu betra jafnvægi í liðinu.

    Við vorum 62% með boltann og áttum 4 skot á markið á móti 1 skoti frá Stoke. Auk þess áttum við nær helmingi fleiri sendingar en Stoke í leiknum. Svo þrátt fyrir að maður hefði viljað sjá meira hjá liðinu og margt hægt að bæta þá vorum við betri á öllum sviðum í leiknum.

    Nú er bara að klára þessi kaup á Gylfa til að fá meiri sóknarþunga í liðið. Ekki væri verra að ef Gylfi yrði keyptur að við myndum fá einhvern stæðilegan sóknarmann sem er góður skallamaður. Svo væri flott að fá einhvern í cover vinstra megin í miðverði/bakverði.

    Svakalegir leikir framundan og verður gaman að sjá hvernig við komum út úr þessum leikjum. Förum á 3 af erfiðust útivöllunum í deildinni gegn Man City, Chelsea og Man Utd og svo einn heimaleikur á milli gegn Tottenham. Ekki má gleyma að inn á milli erum við að berjast um að koma okkur inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gegn Hajduk Split og því ekki hægt að spila á sama liðinu í öllum leikjum. Því er mikilvægt að hafa breidd í liðinu.

    Það eruð því fullt af stórum leikjum framundan og er frábært að enski boltinn sé farinn af stað.