Everton vs Watford

Mynd: Everton FC.

Síðasti heimaleikur tímabilsins og næst-síðasti leikur tímabilsins er gegn Watford annað kvöld (fös), kl. 18:45. Tölfræðin er ekki með Watford liðinu sem hefur aldrei sigrað á Goodison Park (þar af tapað 9 af síðustu 10 leikjum) og hefur gengið í Úrvalsdeildinni upp á síðkastið ekki verið upp á marga fiska heldur — tapað síðustu fimm útileikjum sínum án þess að skora mark. Með sigri getur Everton bætt félagsmet sitt í Úrvalsdeildinni yfir flest stig á heimavelli og náð flestum stigum (43) í efstu deild síðan 1989/90 tímabilið (þá með 45).

Koeman hefur úr svipuðum hóp að ráða og síðast. Schneiderlin er reyndar orðinn heill heilsu en Stekelenburg er að glíma við meiðsli í nára. Líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Schneiderlin, Gana, Davies, Barkley, Mirallas, Lukaku.

Í öðrum fréttum er það helst að Koeman sagði að Barkley hafi um viku til að skrifa undir samninginn sem búið er að bjóða honum eða verða að öðrum kosti seldur. Bill Kenwright sagði að Mirallas myndi framlengja sinn samning.

Uppskeruhátíð Everton var haldin á dögunum og þetta var niðurstaðan:

– Romelu Lukaku var valinn leikmaður tímabilsins af bæði leikmönnum og klúbbnum en hann er hársbreidd frá því að tryggja sér markakóngstitilinn í ensku Úrvalsdeildinni.
– Tom Davies var valinn besti ungliðinn, átti mark tímabilsins og var einnig heiðraður fyrir bestu einstaklingsframmistöðuna á tímabilinu.
– Everton U23, Englandsmeistarar okkar, fengu Howard Kendall verðlaunin.
– David Unsworth og boxarinn Tony Bellew fengu Chairman’s Blueblood Award.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 töpuðu 1-2 fyrir Norwich U18. Mark Everton skoraði Manasse Mampala. Einnig rétt að geta þetta að 5 leikmenn Everton U23 liðsins voru kallaðir til liðs við enska landsliðið: varnarmennirnir Jonjoe Kenny og Callum Connolly, miðjumennirnir Kieran Dowell og Ademola Lookman og sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin.

Leikurinn er ekki sýndur í beinni á Ölveri en Spot ná að sýna hann.

7 Athugasemdir

  1. marino skrifar:

    er ánægður hvað Koeman er að þrýsta a Barkley eina leiðinlega við að sja hann fara er að hann er pjura everton strakur enn verður ekki erfitt að fylla skarð hans
    Barkley er ekki svona góður einsog blöðin blasa ef liðið spilar illa þá spilar hann verst hann er enginn leikmaður sem tekur a skarið og ber liðið a herðum ser ákvörðunar takan hans er hans allra versti kostur hanga a boltanum hægir oft niður hraða sokn bara til að dúllast með boltann eg allavega mun ekki sja eftir honum vill allveg hafa hann lika enn ekki sem aðall soknateingilið

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við hljótum að vinna.
    Ég spái 2-1.

  3. Gestur skrifar:

    Þeir unnu okkur í fyrri leiknum og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur þar sem allir eru hættir og komnir í sumarfrí. Ég spái steindauðu jafntefli eða þeir setji eitt mark á okkur. Eins og sumir segja hér þá skiptir það ekki máli, Everton á 7 sætið.

  4. Ari G skrifar:

    Spái 3:1 fyrir Everton. Vill alls ekki missa Barkley hef ekkert séð neitt frá honum að hann vilji fara. Er greinilega að þrýsta upp að fá hærri laun. Vill endilega að Everton notu ungu strákana í 2 síðustu leikjunum. Lukaku vill vera markakóngur deildinnar leyfum honum að ná því. Af tvennu illu vill ég frekar selja Lukaku en að Koeman fari vonandi klárar hann samninginn.

  5. þorri skrifar:

    hvað seigið þið kemur gylfi í sumar eða fer hann eitthvað annað. Min ósk er að hann komi til okkar í sumar.Og svo vill ég fá annan markmann