Swansea – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Barry, Gana, Davies, Calvert-Lewin, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Robles, Barkley, Valencia, Lookman, Pennington, Kenny, J. Williams.

Everton virkuðu sterkari frá upphafi, voru meira með boltann en heilt á lítið var eiginlega bara ekkert að gerast í fyrri hálfleik – hjá báðum liðum, þangað til Swansea skoruðu upp úr engu á 28. mínútu. Skalli frá Llorente eftir fyrirgjöf frá hægri.

Holgate bjargaði marki á 32. mínútu þegar Swansea fengu dauðafæri upp við mark en svo fór þetta í sama far: ekkert að gerast.

1-0 í hálfleik.

Barkley skipt inn á fyrir Calvert-Lewin í hálfleik og maður vonaðist eftir miklu frá honum. En aðeins eitt stangarskot frá Swansea rauf kyrrðina — annars var þetta bara allt í sama farinu.

Barry skipt út af fyrir Valencia á 65. mínútu.

Fyrsta tilraun Everton á mark kom á 66. mínútu – skot utan teigs frá Lukaku. Auðveldlega varið.

Jonjoe Kenny skipt inn á fyrir Holgate á 78. mínútu. En ekki breyttist mikið.

Þung pressa frá Everton undir lokin, en ekki gekk það. Niðurstaðan því 1-0 sigur Swansea. Fyrsti sigur þeirra á Everton á heimavelli. Fyrsti í deild, ef mér skjátlast ekki.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (6), Holgate (7), Jagielka (7), Williams (7), Baines (7), Gueye (7), Barry (7), Davies (6), Calvert-Lewin (6), Lukaku (7), Mirallas (7). Varamenn: Barkley (7), Valencia (6), Kenny (6).

19 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Held því miður að Ingvar hafi rétt fyrir sér hérna neðar á síðunni.

    • Ari S skrifar:

      Ingvar er nú bara ekkert búinn að tjá sig hérna neðar á síðunni, er ekki allt í lagi með þig Gunnþór minn? Fylgjast með hvar þú setur niður pennann … 😉

  2. Gunnþór skrifar:

    Menn eru hættir þetta tímabil þarf að kaupa 5 til 6 leikmenn

    • Gunnþór skrifar:

      Í sumar það er klárt plús markmann

      • Ari S skrifar:

        Það er bara svo erfitt að ná sér í virkilega góðan markmann. Hvern viltu Gunnþór?

  3. Eiríkur skrifar:

    Hvað er game planið? Hvernig á að skora?
    Hrikalega slappur fyrri hálfleikur því miður og algjört andleysi.

  4. Ari S skrifar:

    Swansea heldur sér uppi með sigri í dag, eða þeir halda möguleikanum á því vel lifandi. Til hamingju Gylfi og félagar með stigin þrjú í dag.

  5. Ari S skrifar:

    Alfie Mawson er búinn að standa sig vel gegn Lukaku í dag. Eigum við ekki að kaupa hann? Hvað finnst ykkur?

  6. Ari S skrifar:

    Vel gert Swansea City, til hamingju með stigin þrjú og vonandi haldið þið ykkur uppi.

  7. Gunnþór skrifar:

    Hvernig er hægt að detta svona niður á lágt plan þetta eiga að heita atvinnumenn þurfum að bæta við 2 mönnum víð þessa 5 til 6 sem ég nefndi áðan og þurfum svo miklu miklu meiri gæði þarna í kringum lukaku það er nóg að tvőfalda á hann og þá getum við ekki blautann skít.

    • Ari S skrifar:

      7. sætið var okkar fyrir leik og eftir leik. Úrslitin skiptu ekki máli fyrir Everton. Er það ekki einföld og kýrskýr ástæða fyrst þú spyrð? Eða varstu bara að nöldra af gömlum vana Gunnþór minn?

  8. Elvar Örn skrifar:

    Alls ekki góður leikur og liðið ansi veikt fannst mér. Því miður hauslaust án Barkley í fyrri og Valencia ekki að koma vel inn.
    Söknum Coleman klárlega og Schneiderlin, já og Bolasie og jafnvel McCarthy en sammála að vantar 5-6 menn í sumar, fleiri ef einhverjir fara.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Týpísk end of season ræpa hjá Everton í dag.
    Menn farnir að hugsa um sumarfríið og Lukaku í huganum kominn til Chelsea.

    • Ari S skrifar:

      Hættu þessu bulli Ingvar, Lukaku fer ekkert til Chelsea aftur. Miklu frekar að hann fari til félags utan Englands. Ef að Lukaku fer til Chelsea þá kakl ég héta hattinn minn.

  10. Diddi skrifar:

    grátlegt að hugsa til þess hvað gæti hafa orðið ef menn hefðu mætti í þrjá síðustu leiki. Þetta hefur spilast þannig að við værum í bullandi baráttu um að sleppa við umspil. Alveg ömurleg frammistaða