Everton U23 Englandsmeistarar

Mynd: Everton FC.

Everton U23 liðið tryggði sér í vikunni Englandsmeistaratitilinn, eins og minnst var á í kommentakerfinu og eru vel að þeim titli komnir, hafa unnið 15 af sínum 20 og einum leik hingað til. Þeir eru 6 stigum á undan næsta liði (Man City) — sjá töflu — þegar einn leikur er eftir og með 28 mörk í plús (9 mörk í plús miðað við Man City). Glæsilegur árangur hjá þeim og framtíðin klárlega björt! U23 ára liðið á einn leik eftir, við Liverpool U23, á heimavelli, en sá leikur er á mánudagskvöld. Hér er svo skemmtileg grein um unglingastarf Everton og framgang U23 ára liðsins á tímabilinu.

Rétt að minna á að hægt er að horfa á síðasta leik tímabilsins hjá Everton U23 í beinni á Facebook, á mánudaginn kl. 18:00. Gaman að segja frá því að þá fær U23 ára liðið Liverpool U23 í heimsókn á Goodison Park og bjóða þeim upp á að horfa á Everton lyfta bikarnum á heimavelli. Ekki missa af því.

Þess má einnig geta að Everton U13 ára liðið tryggði sér sigur í Premier League International Tournament á dögunum. Þeir unnu Stoke (gestgjafana), City og United á forstigum keppninnar og lentu svo í riðli með Arsenal, West Brom og Benfica. Þeir unnu þann riðil og mættu Chelsea í úrslitunum sem þeir sigruðu 1-0. Vel gert!

3 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Frábært að geta fylgst meira með ungi guttunum og þarna spila einnig þeir eldri leikmenn sem eru að koma til baka úr meiðslum eða þeir sem taka þinni þátt í leikjum aðal liðsins.
    Beinar útsendingar þeirra á Facebook hefur opnað glugga fyrir okkur að horfa á þetta í beinni og það verður gaman að sjá félagið lyfta bikarnum eftir þennan lokaleik sem einmitt er gegn Liverpool.
    Það er líka alveg klárt að í þessu liði eru amk 3 leikmenn sem eru að banka alvarlega á aðalliðið og eiga eftir að vera flott viðbót í Pre season í sumar.

  2. Ari G skrifar:

    Bjartir tímar framundan hjá Everton. Gott að hleypa einum og einum inní aðalliðið á næstu árum. Hægt að finna stjörnur framtíðarinnar í uppeldi á leikmönnum. Lýst vel á framtíðina hjá Everton einhverjir vilja kannski fara en það er gangur lífsins og aðrir koma í staðinn.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Svo er einnig vert að benda mönnum á „The Everton Show“ sem er jafnan vikulega, alltaf á föstudögum held ég.
    https://youtu.be/5bemDf2CG4c