Vegurinn framundan…

Mynd: Everton FC.

Það styttist í derby leikinn við Liverpool en vegna landsleikja verður ekki leikið í ensku deildinni nú um helgina. Maður hefði helst kosið, sérstaklega eftir markasúpu síðustu tveggja leikja (samanlögð markatala 7-0 Everton í vil) að fá næsta leik fljótt. En við verðum bara að bíða róleg og lítum í staðinn yfir hvað er að frétta í aðdraganda derby leiksins.

Það sem einkennir umræðuna núna er þessi mikli uppgangur hjá félaginu þessa dagana, bæði innan vallar sem utan og ekki hægt að segja annað en að mikil bjartsýni ríki meðal stuðningsmanna. Það er eiginlega sama hvar gripið er niður, alls staðar eru jákvæð teikn á lofti alveg frá því að Moshri keypti félagið.

Moshri fékk þá menn sem hann vildi til að stýra bæði liðinu og leikmannakaupum: Ronald Koeman (sem var að gera mjög góða hluti hjá Southampton) og Steve Walsh (sem fann Kante, Vardy og Mahrez og fleiri fyrir Englandsmeistara Leicester). Walsh hefur markvisst síðan verið að byggja upp njósnanetið, eins og fram kom í athyglisverðu viðtali við hann fyrr í mánuðinum. Klúbburinn tilkynnti svo í dag að Dave Adams hefði verið ráðinn í stöðu Head of Coaching hjá akademíunni en hann var í sömu stöðu hjá Swansea þar sem hann kom þeirra akademíu úr Category 2 upp í Category 1.

Ekki það að ungliðar Everton virðist þurfi mikla hjálp þessa dagana ef marka má unglingalið Everton en bæði U18 og U23 liðin hafa verið að standa sig mjög vel. U18 ára liðið (Englandsmeistarar 2013/14) komnir í áfram í lokakeppnina um Englandsmeistaratitilinn í ár og Everton U23 eru á góðri leið með að gulltryggja sér Englandsmeistaratitilinn en liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið þegar aðeins þrír leikir eru eftir af tímabilinu. Gaman að geta þess að Everton U23 er með langbesta markahlutfallið í deildinni enda eru þeir eina liðið sem hefur fengið á sig minna en 1 mark per leik að jafnaði á tímabilinu. Nóg af hæfileikaríkum leikmönnum þar greinilega.

Við höfum líka fengið að sjá töluvert af ungliðunum okkar í aðalliðinu en Koeman og Walsh eru búnir að skapa skemmtilega blöndu af ungum og spennandi leikmönnum (Barkley, Lukaku, Davies, Lookman og Holgate) innan um eldri og reyndari hausa (Baines, Williams og fleiri). Það var því kannski táknrænt að sjá afrakstur akademíunnar leggja upp fyrsta markið með aðalliðinu gegn Hull á dögunum: Barkley sendi frábæra sendingu upp hægri kantinn á Tom Davies (18 ára!), sem brunaði inn í teig og gaf fyrir á Dominic Calwert-Lewin (20 ára) sem skoraði þar með sitt fyrsta mark í aðeins sínum öðrum leik í byrjunarliðinu. Everton þar með flesta mismunandi markaskorara í Úrvalsdeildinni á tímabilinu, 15 talsins, þannig að mörkin geta komið hvaðan sem er — þó náttúrulega mestar líkur séu á að þau komi frá markahæsta leikmanni Úrvalsdeildarinnar, Romelu Lukaku, sem nú er kominn með 21 mark í deild á tímabilinu. Og andstæðingurinn getur aldrei leyft sér að slaka á, heldur verður að vera á tánum alveg til loka leiks.

Koeman og Walsh hafa þegar náð markmiðum sínum fyrir þetta tímabil (Evrópubolti) og það er ekki síst vegna þess að þeir hafa náð að styrkja hópinn með hverjum félagaskiptaglugganum sem líður. Öflugir leikmenn á borð við Gana Gyeue (sem margir vilja meina að séu kaup tímabilsins) og Morgan Schneiderlin gengu til liðs við Everton. Einnig Ashley Williams, sem hjálpaði aldeilis til við að koma skikki á varnarleikinn sem hafði verið afleitur undanfarin tvö tímabil áður en Koeman tók við. Og Everton er meira að segja farið að bítast um efnilegustu leikmennina og reiða fram háar fjárhæðir, eins og Ademola Lookman sýnir en hann virkar á mann sem mjög spennandi kantmaður sem á framtíðina fyrir sér.

Hvað þetta tímabil varðar þá væri mjög óvænt ef liðinu tækist að enda í einu af efstu fjórum sætunum en það verður stefnan á næsta tímabili. En þar sem markmiðin fyrir tímabilið eru í höfn er allt héðan í frá bara bónus og okkar menn eru alls ekki hættir. En nú syrgir maður aldeilis töpuðu stigin á lokamánuðum síðasta árs, þegar umbreytingin úr liði Martinez yfir í lið Koemans var að ganga í gegn. Árið 2017 hefur hins vegar reynst liðinu afar gjöfult og við skulum bara vona að Everton sé að toppa á réttum tíma og laumi sér inn í eitt af efstu fjórum sætunum.

Nú í dag bárust svo enn frekari gleðitíðindi — að Everton væri búið að ná samningum um kaup á landskika á Bramley Moore Dock hafnarsvæðinu, sem er nálægt miðbæ Liverpool og verður stórt og glæsilegt 300M punda kennileiti á Liverpool borg við Mersey ána. Það er því ekki annað að sjá en að það sé uppgangur í öllu í augnablikinu, eins og þetta lítur út í dag — sem mælist náttúrulega ekki vel fyrir hjá öllum.

Við látum okkur fátt um það finnast, hins vegar, og bíðum spennt eftir að sjá teikningarnar fyrir nýjan leikvang. Góðir hlutir gerast hægt — þetta er allt á réttri leið.

36 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Flott samantekt hjá þér Finnur að vanda.

    Ég held það séu margir aðdáendur Everton sem átta sig ekki á því hve U23 hjá Everton er orðið gríðarlega sterkt og gera má fastlega ráð fyrir því að 2-3 úr þeim hópi muni koma inn í aðallið Everton á næstu leiktíð. Jafnvel Dowell og Walsh og svo má nefna menn eins og Pennington og Browning sem hafa verið lengi frá vegna meiðsla en voru að detta inn í aðalliðið á seinasta ári. Svakalegur efniviður sem við höfum.

    Svo að öðru strákar. Stóra Lukaku málið. Ég er nú bara ekki að bakka með það að menn hér eru svolítið fljótir að missa sig eftir yfirlýsingar í ensku pressunni sem er nú bara ekki sú áreiðanlegasta. „Hendum Lukaku á bekkinn“, „seljum hann í sumar“ og bla bla bla.
    Nú skulum við lesa einn af áreiðanlegri miðlum tjá sig (með beinar tilvitnanir í Lukaku) um málið. Þar kemur bara fram metnaðarfullur ungur leikmaður (Lukaku) sem vill gera vel og gera vel með Everton. Ég er nú bara nokkuð hræddur um að hann muni gera samning við Everton áður en langt um líður.

    Hvernig hljómar t.d. þetta:
    Romelu Lukaku insists there is „nothing wrong“ with speaking about his ambitions to play Champions League football and win trophies, and believes he has at times been taken out of context.

    Einnig gaman að lesa að hann vill gera eins vel og mögulegt er fyrir Everton eins og hann segir sjálfur:

    „I’ve made a long way until now but the road is still long and I know I have to improve and get better. I want to help Everton as much as I can, as well as the national team. I think a lot of stuff can be achieved.

    Og ansi oft virðist sem einhver leggi honum orð í munn og telja hann hrokafullann:

    „Sometimes people will mistake things that I say but it’s just ambition that I have; I want to win titles and trophies and I don’t think people should take that as arrogance – people should embrace it.

    Við erum bara með frábæran framherja sem er markahæstur í deildinni og eigum að styðja hann svo lengi sem hann klæðist Everton treyjunni stoltur og er að leggja sig fram og skora.

    Hér er þessi grein amk:

    http://www.skysports.com/football/news/11671/10812576/romelu-lukaku-insists-there-is-nothing-wrong-with-ambition-as-everton-future-remains-uncertain

  2. Gunnþór skrifar:

    Elvar minn svona í 15 skiptið þá vilja menn að hann verði áfram en hann sýnir það á mjög sérstakan hátt sjáið eins og fellaini hann var alltaf á leiðinni frá klúbbnum og þetta með lukaku er eins þeir halda að þeir séu of góðir til að vera í everton og eru ekki með nógu sterkar skoðanir og láta rugla í sér með að fara eitthvað annað .

    • Elvar Örn skrifar:

      Alveg sammála að maður veit ekki hvort hann framlengi eða vilji fara. Hann segist reyndar vera nú búinn að ákveða hvort hann verði áfram eða ekki, amk skv þessu :

      http://www.toffeeweb.com/season/16-17/news/34682.html

      Þar til hann hefur sagt að hann vilji fara þá mun ég styðja kappann.
      Vona svo sannarlega að hann verði áfram en auðvitað veit maður það ekki fyrr en nær dregur sumri.
      Það er bara allt of mikið jákvætt í gangi til þess að ég taki neikvæða gæinn á þetta.
      Er á meðan er.
      Já og Ísland er komið yfir 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Gunnþór minn, ég tek aldrei mark á þér firr en eftir 16 skipti sko.

    • Diddi skrifar:

      Gunnþór, varst þú með fullmótaðar og hrikalega staðfastar skoðanir þegar þú varst 20-23. ára ?

      • Gunnþór skrifar:

        Nei ætli það en ég var heldur ekki búinn að skrifa undir samning við stòrlið í fòtbolta og með glæpamann sem umboðsmann ?

  3. Elvar Örn skrifar:

    Þegar nýja treyjan verður kynnt þá fæ ég mér Sigurðsson á bakið, er svo viss að Gylfi komi til Everton í sumar.

    • Diddi skrifar:

      ég fæ mér ekki Sigurðsson treyju þó að hann komi, ég hef gríðarlega bitra reynslu af því að leikmenn sem ég hef látir þrykkja á treyjurnar mínar hafa alltaf verið seldir 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Hehe svartsýnn.is

        • Elvar Örn skrifar:

          Ég hef líklega keypt um 8 Everton treyjur á mig og enginn merkt leikmanni, en ef Gylfi kemur þá er ég nú til í eina merkta honum.

  4. Ari G skrifar:

    Frétti að Coleman hefði meiðst illa í landsleiknum hræðilegar fréttir. Þetta gerir þetta erfiðara fyrir Everton lykilmadur.

  5. Ari G skrifar:

    Sá að Gerard Deulofeu var í Spænska landsliðshópnum í gær. Spilaði ekkert en hann er greinilega í mikilli framför er alltaf í byrjunarliði Milan. Vonandi verður hann ekki seldur í sumar finnst hann skemmtilegur leikmaður og er gott að hann hefur unnið meiri reynslu og hættir að klappa boltanum of mikið stærsti galli hans hjá Everton en hefur ótrúlega hæfileika megum ekki selja hann mín skoðun. Hef miklar efasemdir um Rooney en ef hann getur haft áhrif að Lukaku og Barkley verði áfram hjá Everton þá er það þess virði að semja við hann.

    • Elvar Örn skrifar:

      Ég vil líka halda Deulofeu en svo virðist sem Koeman sé ekki sama sinnis, líklega vegna þess hve slakur hann er varnalega. Hann er ennþá gríðarlegt efni og markahæstur U23 landsliðs Spánar frá upphafi ef ég man rétt. Nú er hann kominn í aðallið Spánar þó svo hann vermi bekkinn í fyrstu en það eru góð meðmæli að komast í hópinn. Arteta spilaði td aldrei fyrir Spán held ég.
      Hann hefur bara ekki fengið nógu marga leiki í röð með Everton til að ná skriði.
      Vona að hann snúi til baka til Everton í sumar.

      • Ari S skrifar:

        Er ekki ástæðan fyrir því að Deolefou er ekki hjá okkur einfaldlega Tom Davies?

  6. Gestur skrifar:

    Hræðilegar fréttir af Coleman og 6-10.mán. frá. Það skarð er erfitt að fylla og tel ég líklegt að Holgate fái fyrsta sénsinn. Það eru mjög spennandi tímar framundan með nýjan leikvöll og verður gaman að sjá hvernig hann lítur út og eins hvað hann á að vera stór. Áætlaður kostnaður er 300-350m.pund og vona ég að það hafi ekki áhrif á uppbyggingu liðsins. Varðandi Lukaku er ég samasinnis enn og virðist eigandinn vera það líka.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Var ekki búinn að gera mér grein fyrir því hversu vel vörnin hjá Everton hefur verið að standa sig á árinu 2017.

    Í allri Evrópu þá er niðurstaðan þessi „Only Juventus, Bayern Munich, Manchester United, Monaco and PSG have conceded fewer goals than Everton this year, with Koeman’s side proving to be a very difficult team to overcome.“

    Hér er þessi áhugaverða samantekt á vörninni:

    http://www.hitc.com/en-gb/2017/03/27/roberto-martinezs-criticism-of-evertons-defence-looks-incorrect/

    Spurning þó í framhaldinu hvað fjarvera Coleman mun hafa mikil áhrif á vörnina hjá Everton.

    • Orri skrifar:

      Sæll elvar.Sem betur fer kemur alltaf maður í manns stað við skulum vona að það haldi áfram.

  8. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

    Holgate gæti örugglega klárað tímabilið með sóma í stað Coleman. En ég sé fyrir mér að Funes gæti leyst þetta vel líka.

    • Elvar Örn skrifar:

      Það er líka möguleiki að hafa 3ja manna varnarlínu og hafa kantara í stað Coleman,,,djö, nú vantar Deulofeu.

      Verður gaman að sjá hvernig liðið spreytir sig án Coleman og líka hvernig Koeman bregst við.

      Bara 4 dagar í derby leikinn.

  9. Georg skrifar:

    Deulofeu kom inn á sem varamaður á 67. mín fyrir Spán gegn Frakklandi. Fyrsti leikur hans fyrir aðal lið spánar. Það tók hann 10 mínútur að skora sitt fyrsta mark. Gaman að sjá að strákurinn er að standa sig. Hann er búinn að vera drjúgur fyrir AC Milan. Ég vil gjarnan halda í kauða.

    En uss maður er ennþá að svekkja sig á þessu fótbroti hjá Coleman.

    Risaleikur á laugardag. Get ekki beðið. Það er kominn tími á sigur á Anfield!

    • Elvar Örn skrifar:

      Deulofeu fiskaði einnig vítaspyrnuna sem Silva skoraði úr.
      Svakaleg innkoma Deulofeu í hið gríðarlega sterka Spænska lið. Er það í alvöru svo að Everton hefur ekki not fyrir hann?, trúi því bara ekki.

      Highlights úr leiknum er hér:
      https://youtu.be/eTn3FqLT1c8

      Var eitthvað að lesa líka að Funes Mori hefði verið borinn útaf velli í dag, hef ekki skoðað það frekar, virtust einhver hnémeiðsli.

      Megum nú ekki við að missa fleiri menn fyrir næstu leiki.

  10. Gestur skrifar:

    Hvað er að gerast við okkar menn? Everton má ekki við að missa fleiri leikmenn í meiðsli.

  11. Elvar Örn skrifar:

    Hvað segir Finnur, á ekki að fara að henda upp þráð fyrir Liverpool-Everton?

    Nú eru allar líkur á því að ég verð í rvk um helgina og geri þá ráð fyrir að kíkja á ykkur á Ölver, hverjir stefna á að mæta?

    Það versta er að í líklega 4 seinustu skipti sem ég hef hitt ykkur á Ölveri þá hefur Everton tapað sem er bara ekki nógu gott.

    Mjög áhugaverður leikur strákar og nokkuð um meiðsli hjá okkur og því miður höfum við ekki unnið í um 18 ár á Anfield sem er bara bilun.

    • Finnur skrifar:

      Hefði vilja gera það í kvöld en næ því ekki. Langar þig mögulega til að skrifa upphitunina?

  12. Gunnþór skrifar:

    Elvar minn þú ferð ekki á őlver um helgina.

  13. Georg skrifar:

    Funes Mori er líklegast frá út leiktíðina. Alls ekki góðar fréttir. Vont að missa bæði Coleman og Funes Mori úr vörninni. Jákvætt er þó að Jagielka er búinn að vera flottur í síðustu leikjum. En við megum ekki við meiri meðslum í vörninni, það er nokkuð ljóst.

  14. marino skrifar:

    einhverjir sem eru a akureyri og hafa hug a þvi að horfa samann