Tottenham vs Everton

Mynd: Everton FC.

Stórleikur umferðarinnar er viðureign Everton og Tottenham á heimavelli þeirra síðarnefndu en leikurinn hefst klukkan 13:30 á sunnudaginn (en ekki 15:00 eins og fram kom hér áður). Everton liðið er á góðu skriði í augnablikinu, taplausir í 9 deildarleikjum í röð og aðeins tapað tveimur leikjum af síðustu tólf. En þetta er risastórt verkefni framundan fyrir okkar menn því Tottenham liðið hefur ekki tapað á White Heart Lane fyrir ensku liði síðan á síðasta tímabili og eru í augnablikinu í öðru sæti deildar.

Engin ný meiðsli hafa litið dagsins ljós, svo vitað sé þannig að líkleg uppstilling er:  Joel, Baines, Funes Mori, Williams, Coleman, Gana, Schneiderlin, Davies, Lookman, Barkley, Lukaku.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 unnu Newcastle U18 2-0 með mörkum frá Alex Denny og Miko Virtanen. Liðið á einn leik eftir í deildinni og eru öruggir áfram í næsta fasa.

Everton U23 ára hefðu, með sigri, getað náð 9 stiga forskoti á toppi Premier League 2 deildarinnar en töpuðu 3-0 fyrir City U23 sem hleypir smá spennu í baráttuna um efsta sætið. Everton liðið þó enn í mjög góðri stöðu þar.

En, Tottenham menn næstir á sunnudaginn. Leikurinn er í beinni á Ölveri.

6 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    13:30

    N.I.S.I.

    • Finnur skrifar:

      Mikið rétt. Leikurinn er kl. 13:30. Takk fyrir að minnast á það!

  2. Gunnþór skrifar:

    Virkilega erfiður leikur framundan mér hefur fundist vanta aðeins meira flæði í sóknarleikinn hjá okkar mönnum ,en flottir varnarlega þannig að við skulum sjá hvort okkar menn stríði ekki aðeins frábæru Tottenham liði.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Hitti vonandi á ykkur á Ölveri