Everton vs Bournemouth

Mynd: Everton FC.

Áður en við fjöllum um leikinn er rétt að minna á Íslendingaferðina í apríl. Ekki missa af þessu tækifæri!

Næsti leikur Everton er gegn Bournemouth á heimavelli á morgun (laugardag) kl. 15:00. Ef FA bikarleikurinn er undanskilinn er Everton búið að hefja árið 2017 af miklum krafti: Þrír sigrar í fjórum leikjum með markatöluna 9-1.

Sagan er Everton einnig hliðholl en Bournemouth hafa aldrei sigrað á Goodison Park. Reyndar aðeins fengið þrjár tilraunir en þeir eru ekki svakalega líklegir í augnablikinu því ef síðustu 11 deildarleikir Bournemouth á tímabilinu eru skoðaðir kemur í ljós að þeir hafa fengið á sig eitt mark að meðaltali í hverjum hálfleik. Þeir styrktu sig jafnframt ekki mikið í glugganum en Aaron Rams­dale var eini leikmaðurinn sem þeir keyptu.

Bournemouth hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en eina liðið (utan botnbaráttunnar) sem þeir hafa sigrað síðan um miðjan nóvember er Liverpool á heimavelli. Everton, aftur á móti, er ósigrað í síðustu 6 deildarleikjum og hafa aðeins tapað einu sinni í 11 leikjum á heimavelli. Bournemouth á móti með aðeins einn sigur í 7 tilraunum. Til gamans má geta að Ross Barkley hefur skapað 48 færi í Úrvalsdeildinni á tímabilinu — mest allra ensku leikmanna í deildinni. Leikurinn er jafnframt hundraðasti Úvalsdeildarleikur Koeman sem stjóri og er uppselt á leikinn, eins og gott ef ekki bara alla leiki Everton þessa dagana.

Engin ný meiðsli hafa litið dagsins ljós þannig að Yannick Bolasie, Muhamed Besic og Dominic Calvert-Lewin eru þeir einu sem eru frá. Idrissa Gana Gueye er kominn aftur úr Afríkubikarnum og gæti látið sjá sig. Koeman er einnig að hugsa um að gefa ungliðanum Lookman færi í byrjunarliðinu í fyrsta skipti. Það verður erfitt fyrir hann að velja á miðjuna — skemmtilegt vandamál, eins og Kevin Ratcliffe benti á. Spurning hvort Koeman skipti úr 3-5-2 sem hefur gefist vel undanfarið og/eða hvort hann skelli Holgate á bekkinn sem var ekki upp á sitt besta í síðasta leik. Skýt á að hann gefi honum (og leikaðferðinni) annan séns og að Idrissa Gana Gueye verði á bekknum á morgun.

Líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Holgate, Coleman, Schneiderlin, Davies, Barkley, Mirallas, Lukaku.

Hjá Bournemouth eru Callum Wilson og Charlie Daniels frá.

Leikurinn er því miður ekki í beinni útsendingu. :/

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við hljótum að taka 3 stig.

  2. Diddi skrifar:

    held hann ætti að setja Lookman inn fyrir Barkley sem gat ekki rassgat í síðasta leik, Mirallas í stöðu Barkleys og spila 442 ekki 352, Coleman,Baines, Williams,Mori- Schneiderlin,Gana,Davies,Lookman- Mirallas,Lukaku og við vinnum 3-1

    • GunniD skrifar:

      Þú reiknar ekki með skoti á markið frá andstæðingunum sé ég,

      • Diddi skrifar:

        það þarf ekkert að diskútera markvörðinn, Robles er sjálfkjörinn 🙂

  3. Eiríkur skrifar:

    Liðið klárt 4-4-2
    Roobles-Coleman,Baines,Williams,Mori-Barry,Schneiderlin,McCarty,Lookman- Mirallas,Lukaku
    3-1 niðurstaðan

  4. Eiríkur skrifar:

    Barkley á víst að vera þarna fyrir Mirallas og spurning hvort að það sé 4-5-1 eða 4-3-2-1. Enn sama niðurstaða 3-1 🙂