Everton vs Man City

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Man City á sunnudaginn kl. 13:30 en þetta er risastórt verkefni því City hafa unnið tvo af síðustu þremur leikjum þessara liða á Goodison Park og hafa ekki tapað í síðustu sjö af sínum leikjum á tímabilinu. Lukaku er okkar helsta von í þessum leik en hann hefur skorað þrjú af síðustu 5 mörkum Everton gegn City og hefur jafnframt skorað 11 af 28 mörkum Everton á tímabilinu. Frá því að frá því að Lukaku gekk til liðs við Everton (september 2013) hafa aðeins tveir einstaklingar skorað fleiri mörk í Úrvalsdeildinni. Lukaku er með 54 mörk, Harry Kane með 59 og Sergio Aguero með 77. Þess má líka geta að ef Leighton Baines nær stoðsendingu í leiknum verður það 50. stoðsendingin hans í Úrvalsdeildinni, en næsti varnarmaður á þeim lista er með 44.

Everton verður án Dominic Calvert-Lewin, Yannick Bolasie og Muhamed Besic (sem allir eru meiddir) og Idrissa Gana Gueye er einnig frá vegna þátttöku í Afríkubikarnum. En nýju leikmennirnir, Schneiderlin og Lookman, eiga séns þó að líklegra hljóti að teljast að Schneiderlin fái tækifæri sökum fjarveru Gana Gueye.  James McCarthy og Maarten Stekelenburg eru byrjaðir að æfa aftur og Lennon er búinn að jafna sig af sínum meiðslum.

Líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Coleman, Barry, Schneiderlin, Valencia, Barkley, Mirallas, Lukaku.

Hjá City er Fernandinho í banni, Ilkay Gundogan meiddur og Gabriel Jesus mun ekki ná þessum leik (ekki löglegur í leikinn skv. fréttum). Vincent Kompany og Leroy Sane eru búnir að jafna sig af sínum meiðslum en óvíst hvort þeir láti sjá sig og Fernando er einnig metinn tæpur.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U23 héldu áfram sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Sunderland U23 á útivelli (sjá vídeó). Mark Everton skoraði Harry Charsley en sigurinn þýðir að Everton U23 er enn á toppi Úrvalsdeildar 2 og eru nú með eins stigs forskot á Man City en með leik til góða.

En, City næstir kl. 13:30 á sunnudaginn. Leikurinn er í beinni á Ölveri.

8 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Eg vill ad Ingvar komi fyrstur med spa.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Sorry en ég var vant við látinn í dag og var núna fyrst að kíkja hér inn.
      Ég held að við séum að fara að vinna þennan leik 2-1.

      • Orri skrifar:

        Nú er ég sáttur við þig Ingvar. Ég er bara sammála og segi 2-1.

      • Finnur skrifar:

        „Well, slap me around and call me Susan…“

        Nú þori ég varla að horfa á leikinn á morgun. 🙂

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Hæ Susan ?

          • Finnur skrifar:

            🙂

            Þetta verður eitthvað á morgun… 🙂

            Skál fyrir góðri baráttu og vonandi góðum úrslitum líka!

            Ekkert jafnteflis kjaftæði.

  2. Eiríkur skrifar:

    Þar sem að Ingvar lætur bíða eftir sér þá eru hér lokatölur 1-1

  3. Diddi skrifar:

    2-4