Leicester – Everton 0-2

Mynd: Everton FC.

Everton tóku þrjú stig á útivelli gegn ríkjandi Englandsmeisturum og voru vel að sigrinum komnir. Áttu fjögur bestu færi leiksins og nýttu tvö þeirra vel.

Uppstillingin: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Holgate, Coleman, Barry (fyrirliði), Gana, Mirallas, Lennon, Lukaku. Varamenn: Hewelt, Jagielka, Deulofeu, Barkley, Cleverley, Valencia, Davies.

Koeman stillti upp 3-5-2 leikaðferð með Holgate, Williams og Funes Mori sem miðverði, Baines og Coleman sem wingbacks. Mirallas á vinstri kanti og Lennon á þeim hægri.

Leikurinn byrjaði rólega og fyrri hálfleikur eiginlega svolítið scrappy. Leicester fljótari að vinna sig úr því og áttu fyrsta skot á mark eftir 10 mínútur en beint á Robles. Engin hætta. Stuttu síðar komust þeir í skyndisókn og reyndu langskot en framhjá marki.

Leicester að spila boltanum nokkuð hraðar á milli sín en Everton og beinskeyttari í sínum aðgerðum.

Everton átti eitt skalla-hálf-færi í fyrri hálfleik í horni en Holgate (eða Funes Mori?) skallaði yfir. Everton átti svo besta færi fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndunum. Baines með fast skot utan teigs vinstra megin sem stefndi framhjá fjærstöng. Mirallas hársbreidd frá því að pota í boltann og breyta stefnunni í netið.

0-0 í hálfleik. Everton mun meira með boltann, með næstum tvöfalt fleiri sendingar og mun betri nýtingu á sendingum. Jafnræði hjá liðum í skotum að marki (tvö hvort lið) en aðeins einu sinni rataði boltinn á rammann og það var skot frá Leicester, sem stafaði ekki mikil hætta af.
Ein breyting hjá Leicester í hálfleik: Okazaki út af vegna meiðsla og inn á kom Danny Drinkwater.

En á 50. mínútu komust Everton yfir. Robles með langt spark upp völlinn, þar sem Mirallas var mættur fremstur. Miðverðir Leicester sofandi. Tvær snertingar frá Mirallas, skaut svo en boltinn í löppina á miðverði Leicester sem reyndi að renna sér fyrir skotið. Boltinn tók þar með í lítinn sveig yfir Schmeichel og í netið. 0-1 Everton!

Tvöföld skipting hjá Leicester. Mahrez og súpersöbbinn Ulloa inn fyrir Gray og King. Og það var virkaði næstum strax fyrir þá því Ulloah var næstum búinn að jafna strax með skalla eftir fyrirgjöf utan af velli hægra megin. En, sem betur fer, beint á Robles.

Tom Davies kom inn á fyrir Gareth Barry á 68. mínútu. Fyrirliðabandið þar með til Baines. Barkley kom svo inn á fyrir Mirallas á 76. mínútu.

Gueye hefði átt að klára leikinn á 83. mínútu þegar hann komst í dauðafæri upp við mark Leicester. Sóknin byrjaði með því að Barkley setti Lukaku inn fyrir vörn Leicester með glæsilegri langri stungu og Lukaku sendi frábæran bolta fyrir mark á Gueye sem skaut rétt yfir markið þegar það leit út fyrir að vera auðveldara að skora.

Síðasta skipting Everton kom á 87. mínútu: Cleverley inn fyrir Lennon.

Taugatrekkjandi síðustu mínútur leiksins enda erfitt að vera bara 1-0 yfir á útivelli. Maður hafði það á tilfinningunni að Leicester myndu ná að jafna en Lukaku var á öðru máli. Fékk langan bolta frá Barkley upp völlinn, notaði líkamsstyrkinn til að snúa á annan miðvörð Leicester og tæknina til að leika á hinn og setja boltann í netið. Everton komið í 0-2 gegn ríkjandi Englandsmeisturunum á útivelli.

Everton þar með aðeins annað liðið til að ná að sigra Leicester á þeirra heimavelli á tímabilinu.

Einkunnir Sky Sports: Robles (8), Holgate (6), Williams (7), Funes Mori (6), Coleman (6), Gana (7), Barry (6), Baines (7), Lennon (6), Mirallas (7), Lukaku (7). Varamenn: Barkley (7), Cleverley (6), Davies (6). Sky völdu Robles mann leiksins. Byrjunarlið Leicester fékk 6 á línuna, fyrir utan tvær sjöur og eina áttu (vinstri bakvörðurinn Chilwell).

64 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    síðasti tapleikurinn okkar á þessu ári 🙂

  2. Eiríkur skrifar:

    Verðum við ekki að vonast eftir jafntefli 🙂

  3. RobertE skrifar:

    Vel gert að spila 3 manna vörn og hafa Baines og Coleman framar, ætti að skapa einhverja hættu ef þeir komast á ferð.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvort er þetta kick and run eða hit and hope taktíkin?
    Þetta er frekar dapurt hjá okkar mönnum eins og er.

  5. Einar Gunnar skrifar:

    Jæja.

  6. RobertE skrifar:

    Svona á að gera þetta!

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja það rættist úr þessu.
    Held að það sé óhætt að segja að þetta hafi verið baráttusigur.

    • Ari S skrifar:

      Ha ha hvað er baráttusigur?

      Frábært mark hjá Lukaku, sendingin hjá Barkley á heimsmælikvarða. Og Tom Davies stóð sig vel.

  8. Gunnþór skrifar:

    Seiglusigur gegn vængbrotnu Leicester liði flott 3 stig í dag.

  9. Ari S skrifar:

    „Tvöföld skipting hjá Leicester. Mahrez og súpersöbbinn Ulloa inn fyrir Gray og King. Og það var virkaði næstum strax fyrir þá því Ulloah var næstum búinn að jafna strax með skalla eftir fyrirgjöf utan af velli hægra megin. En, sem betur fer, beint á Robles.“

    Robles var með 100% staðsetningu í þessari sókn, dansaði eftir línunni og var réttur maður á réttum stað á réttum tíma þegar hann greip boltann frá Ulloa.

    „Maður hafði það á tilfinningunni að Leicester myndu ná að jafna en Lukaku var á öðru máli.“ Ég er líka á öðru máli. Ég hafði það aldrei á tilfinningunni að Leicester City myndi jafna.

    🙂 kær kveðja, Ari.

  10. Gunnþór skrifar:

    Ari minn þú kemur vel undan jólunum ☺fórstu í kirkju eins og Diddi.

  11. Ari S skrifar:

  12. Elvar Örn skrifar:

    Fínasti sigur í dag. Fannst Everton mjög rólegt amk fyrstu 30 mínúturnar en klárlega flott að vinna 2-0 á heimavelli ríkjandi Englandsmeistara, bara annar tapleikur þeirra á heimavelli það sem af er leiktíð.

    Var svartsýnn með 3ja manna vörn en hún kom lygilega vel út verð ég að segja, lítil sem engin ógn frá Leicester og líklegt að þessi uppstilling verði notuð aftur. Barasta magnað að halda hreinu og Robles var með mjög góð úthlaup í nokkur skipti í þessum leik.

    Nokkur léttir að Barkley kom flottur inn í leikinn en Davies kom einnig flott inn. Okkar slakasti maður var Lennon og vil ég að Deulofeu fái meiri séns, finnst hann alveg eiga það jafn mikið skilið og Lennon. Er hræddur um að Deulofeu vilji fara ef hann fær ekki að taka meiri þátt.

    Lukaku enn og aftur að drulla yfir kjánana hér sem vilja hann í burtu, flott hjá honum, hehe.

    Þá er það leikur úti gegn Hull 30 des kl 20 og enn og aftur er Everton leikur ekki sýndur beint á 365 viðbjóðnum.
    Nú er ekkert annað hægt að gera en að kaupa sér aðgang á netinu fyrir margfalt minni upphæð og samt nær maður öllum leikjum. Náði t.d. fínum gæðum í dag í gegnum svona áksriftadæmi á netinu.

    Horfði á Hull í dag sem vor mjög öflugir fram að 70 mínútu þegar þeir fengu dæmt á sig víti og þá fór allt í rugl hjá þeim. Um að gera að ná að skora snemma gegn þeim þá brotna þeir.

  13. Gestur skrifar:

    Sá ekki leikinn og get ekki tekið þátt í gagnrýni, hvorki uppbyggilegri eða niðurrifi. En góð úrslit fyrir Everton og nokkrir póstar teknir úr liðinu og settir á bekkinn. Ég fór meiri segja í Everton bolinn og hann hefur ekki alltaf fært sigur, var í honum líka á móti Liverpool. Hafið það sem allta best.

  14. Gunnþór skrifar:

    Hvernig líst mönnum á januargluggann og mennina sem eru orðaðir við liðið og meira að segja nánast búið að staðfesta einn.

    • Ari S skrifar:

      Ég var ánægður að sjá talað um þessa Manchester United kalla en samt er ég frekar skeptískur á að fá has beens frá þeim, aftur og aftur. Held það hafi ekki einn einasti af þeim staðið undir væntingum. Kannski einna helst Neville en hann var samt aldrei nein stjarna. annars treysti ég Koeman og félögum til að sjá um þetta 😉

  15. Gestur skrifar:

    Ég veit ekki, það er verið að tala um að Lookman eigi að komi inn fyrir Bolasie en Lookman er bara 19 ára og á sínu fyrsta ári hjá Charlton. Frekar kaup fyrir næsta ár. Berahino hefur ekki fengið að taka mikin þátt hjá WBA en hann kann að skora og er ekki nema 23ára og á að fara ódýrt. Það hefur engin þorað að kaupa hann útaf þessu jójói alltaf í gluggunum.

    • Ari S skrifar:

      Bull, við eigum nóg af efnilegum guttum. Þurfum tilbúna góða leikmenn. Leikmenn sem hættir eru að vera efnilegir. Gestur við þurfum ekki að vera að eltast við ruslið frá öðrum liðum lengur.

      Horfðu til himins en ekki niður á jörðina.

      • Gestur skrifar:

        Lastu ekki kommentið mitt eða ertu bara hérna til að rífa kjaft við alla.

        • Ari S skrifar:

          Rólegur, ég má hafa mitt álit… 🙂 Er það ekki eiinmitt þú sem ert að rífa kjaft við alla… eða kannski mest sjálfan þig þegar þú ert í fýlu?

          Mér finnst þú með eindæmum neikvæður rétt eins og Gunnþór stundum líka. Þið sjáið BARA það neikvæða hjá liðinu að mér finnst og gleymið stundum því jákvæða.

          En við þurfum ekki að fá efnilega gutta til lilðsins, við þurfum góða tilbúna leikmenn. Það er það eina sem ég vildi sagt hafa.

          • Gestur skrifar:

            Everton á að kaupa góða leikmenn og nota ungu leikmenninna til að filla uppí. Við erum svo sammála alltaf.

          • Gunnþór skrifar:

            Ari minn eðlilega er maður ekki að hæla liðinu þegar það spilar illa því maður veit hvað það getur á góðum degi og mér finnst þeir dagar of fáir síðastliðna tólf mánuði eða svo það er bara mitt álit. En hef fulla trú á koeman að hann losi sig við slatta af leikmönnum og fái fleiri inn í staðinn.

  16. Gunnþór skrifar:

    Þetta eru báðir framtiðarmenn berahino búinn að vera í gíslingu hjá wba og hinn gríðarlegt efni ódýrir báðir þannig að þetta eru spennandi kostur ef af verður.

    • Gunnþór skrifar:

      Svo er will hughes hjá derby nefndur einnig líklegur.

      • GunniD skrifar:

        Hausinn á Berahino er ekki og verður aldrei í lagi. Vil ekki sjá svona vitleysingja í okkar treyju.

    • Ari S skrifar:

      Ég er á móti því að VIÐ séum að hugsa eina og eigandi félagsins… hvað kemur okkur við hvað leikmenn kosta…? Hvort þeir séu ódýrir eða ekki? Ekki taka þessu illa elsku Gunnþór minn, þessu er ekki beint gegn þér 🙂

  17. Ari S skrifar:

    Það er talað um að Edinson Cavani sé að fara frá PSG. Ég vil hann.a Og William Carvalho líka. Vil þá báða. Nýr völlur tilkynntur 4. janúar og til þess að undirstrika það þá verða þessir tveir keyptir. Upp með veskið Moshiri!

    Þetta er sennilega fjarlægur möguleiki en samt getur enginn sagt að þetta sé EKKI möguleiki…

    • Gestur skrifar:

      Þú talar nú bara í hringi

      • Ari S skrifar:

        Og þú ert alltaf í fýlu, sérð bara neikvæðu hlutina en aldrei þá jákvæðu en samt vorkenni ég þér ekki neitt. Þú ræður þessu sjálfur 🙂

        • Gestur skrifar:

          Veit ekki alveg með þessa fýlu, sem þú talar stöðugt um. Ég er góður og tala víst jákvætt um Everton. Ég er sammála þér að Moshiri þarf að taka upp veskið.

  18. Gunnþór skrifar:

    Gaman að sjá álit annara hvar er Diddi?hvað segja menn um Balloteli nú er hann orðaður við liðið.

    • GunniD skrifar:

      Hann er gjörsamlega hauslaus!!!

      • Ari S skrifar:

        Hver, Diddi?

      • Gestur skrifar:

        Nei ég held að Everton ætti að forðast hann.

      • Diddi skrifar:

        Balotelli verður því miður alltaf hauslaus, en Berahino er ég ekki sammála um. Hversu oft höfum við ekki séð svoleiðis dæmi, það kemur flott tilboð í hann en wba hafnar því. Væntanlega er umboðsmaður að hræra í honum, gleymum því ekki að drengurinn var bara 20 ára og að dæma hann greyið útfrá þessu finnst mér ekki sanngjarnt, þetta er strákur sem hefur sýnt það að hann kann að skora og ég er alveg til í hann. Pulis hefur haldið sig við að vera í fýlu við hann og það er ekkert slæmt fyrir okkur 🙂 Varðandi endalausa kaupáráttu okkar á manutd mönnum þá held ég að Depay og Schneiderlin séu af þeim gæðastaðli að þeir gætu bætt okkar lið og er það held ég í fyrsta sinn sem menn kæmu þaðan og myndu bæta okkur. Við höfum verið orðaðir við Will Hughes áður, (Moyes minnir mig) og ég hef fylgst með honum þess vegna, held að hann sé ekki endilega að fara að koma inn í liðið núna en hugsanlega framtíðarleikmaður, væri samt til í reyndari leikmann eins og Ever Banega. Við höfum verið orðaðir við hann alveg frá því á dögum Moyes og ég var að vona að hann léki í treyjunni okkar áður en hann fer á elliheimili 🙂

        • Gunnþór skrifar:

          Þarna er ég hjartanlega sammála þér í einu og öllu Diddi.

        • Gestur skrifar:

          Berahino er 23.ára og gæti alveg komið til og ég tel alveg þess virði að prófa hann. Þessir manutd menn gætu líkað styrkt Everton eins og margir. Og svo er Sneijder eitthvað að spá að hreyfa sig. Væri til í hann.

        • Ari S skrifar:

          Rétt hjá þér Diddi, Berahino var bara 20 ára þegar fíaskóið um hann var. Veit ekkert um hann í dag, hvort hann hafi þessa snerpu og sé eins góður og hann var þegar hann skoraði 15-20 mörk eitt tímabilið. Ég er sammála þér með Ever Banega og hef óskað þess í mörg ár að fá hann til Everton. Tók eftir honum (eins og sennilega margir aðrir) fyrir mörgum árum vegna þessa fallega nafns sem hann ber og hef alla tíð viljað fá hann til Everton.

  19. Finnur skrifar:

    BBC: „Everton – with Walsh a key figure – are embarking on a policy of recruiting emerging young talent as well as established players.“
    http://m.bbc.com/sport/football/38449936

    Skv. þessari frétt er Walsh að klára kaup á Ademola Lookman, 19 ára kantara og Schneiderlin.

    • Diddi skrifar:

      tveir fínir vinir mínir, húsvískir fótboltamenn, voru á leik með Charlton í vetur og sögðu að þessi drengur hefði verið hörmulegur, mundu eftir einni þokkalegri hornspyrnu hjá honum en þá var það upptalið. Dómur þeirra: skelfileg kaup 🙂 þangað til ég sé eitthvað annað þá held ég að þetta sé enn einn litli sambóinn sem ætti að vera þokkalega góður í að flýja undan ljónum en kann ekkert í fótbolta. Vonum samt að hann hafi verið skelþunnur í þessum leik og sé hættur að drekka 🙂

      • Gunnþór skrifar:

        Hann er bara 19 ára Diddi minn.

        • Diddi skrifar:

          já það sést ótrúlega vel þegar þú ert nítján hvort þú getur eitthvað í fótbolta Gunnþór, hvað svo verður úr þér er svo allt annar handleggur…… t.d. finnst mér Deulefeu vera að fjara út og verða ekki að neinu, hefur reyndar alltaf fundist leiðinlegt við hann hvað hann hendir sér niður og öskrar á dómarann til að fá aukaspyrnur. jú, jú stundum er hann felldur en ekki nálægt því eins oft og hann meinar. Menn uppskera svolítið eins og þeir sá í þessu sem fleiru 🙂

          • Orri skrifar:

            Diddi Hann hafdi godar fyrirmyndir I ad lata sig detta.

          • Diddi skrifar:

            já í spænsku áttu við Orri 🙂

          • Orri skrifar:

            Eimmitt a Spani .

          • Gunnþór skrifar:

            Held að menn séu að gambla með að kaupa unga leikmenn og geta notað þá eða selt þá fyrir upphæðir seinna.svona eins og stóru liðin eru að gera.

  20. GunniD skrifar:

    Okkur vantar varnarmenn, miðverði.Helst tvo og einn markmann að auki.

  21. Gunnþór skrifar:

    Okkur vantar aðalega skapandi flinka og fljóta sóknarþenkjandi miðjumenn og markmann .

  22. Eiríkur skrifar:

    Selja Barkley á 30 mills til Tottenham og fá Gylfa fyrir 15 🙂