Bournemouth vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á næst deildarleik við Bournemouth á útivelli kl. 14:00 á laugardaginn en það verður ágætis tækifæri til að svara fyrir tapið í deildarbikarnum um daginn.

Bournemouth menn hafa farið rólega af stað á tímabilinu; eru stigi frá fallsæti eftir einn sigur og eitt jafntefli og töpuðu í deildarbikarnum að auki. Þeir koma þó ferskir til leiks á laugardaginn því allir byrjunarleikmenn þeirra í deild hvíldu í bikarleiknum (rúmur helmingur hjá Everton).

Darron Gibson, James McCarthy, Matthew Pennington og Muhamed Besic eru meiddir en Koeman var vongóður um að Lukaku væri búinn að jafna sig af támeiðslunum frá síðasta deildarleik. Ef við gerum ráð fyrir því er líkleg uppstilling sú sama og byrjaði síðasta deildarleik: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Barry, Gueye, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku.

Ykkar spá fyrir leikinn?

6 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  Nú eru hveitibrauðsdagarnir liðnir og alvaran byrjar!!! Töpum næstu þremur leikjum ?

 2. þorri skrifar:

  Heyrðu kallinn minn. Diddi ertu ekki everton maður? Svona segja ekki stuðningsmenn okkar manna. Þetta á ekki að heyrast. Auðvitað vinnum við leikinn á móti Bournemouth ekki spurning. Ég vil ekki heyra svona neikvæðni. KOMA SVO ÁFRAM EVERTON

 3. Georg skrifar:

  Held að þessi kalda vatnsgusa úr Norwich leiknum ætti að tryggja það að menn verði á tánum í þessum leik.

  Það virtist muna um hrygginn í liðinu okkar gegn Norwich, þá Jagielka, Barry og Lukaku, ásamt því að vera með Mirallas og Bolasie á bekknum. Ljóst er að menn eins og Cleverley, Funes Mori, Valencia , Lennon og Delulofeu gerðu ekki nóg til að ýta einhverjum öðrum á bekkinn.

  Svo framlega sem að Lukaku verður heill þá tel ég líklegast að við verðum með sama byrjunarlið og gegn Middlesbrough

  Ég spái leiknum 0-2 fyrir okkur

 4. Gunnþór skrifar:

  Hef pínu vonda tilfinningu fyrir þessum leik vonandi òþarfa áhyggjur.

 5. albert skrifar:

  Getur maður séð leikinn einhversstaðar á netinu?

%d bloggers like this: