Gluggavaktin

Mynd: Everton FC.

Tökum stöðuna á leikmannamálum svona rétt fyrir lok félagaskiptagluggans en liðin í ensku deildinni hafa frest til að afgreiða skráningu á félagaskiptum fram til kvöldsins í kvöld (31. ágúst) kl. 22:00. Félagaskiptagluggarnir í öðrum deildum en þeirri ensku loka reyndar á mismunandi tímum, en Þjóðverðar loka sínum klukkan 16:00, Ítalir kl. 21:00 og Skotar kl. 23:00. Það hefur þó eingöngu áhrif ef ensku liðin vilja selja leikmenn þangað (t.d. Aiden McGeady og Oumar Niasse, sem búist er við að verði látnir fara) — ensku liðin geta eftir sem áður keypt frá þeim deildum þangað til enski glugginn lokar.

Stóru kaupin á tímabilinu voru náttúrulega baksviðs í sumar þegar Everton réð fyrst Ronald Koeman sem knattspyrnustjóra og svo Steve Walsh sem yfirmann knattspyrnumála. En Everton er einnig þegar búið að kaupa fjóra leikmenn í þessum glugga fyrir um það bil 40-50M punda, sem allir hafa náð að fóta sig vel með aðalliðinu: Fyrstan ber að nefna Maarten Stekelenburg (á 1M punda) hefur staðið sig framar vonum, tekið markvarðarstöðun af Joel Robles með frábærri frammistöðu undanfarið. Gæti jafnvel gert það að verkum að Koeman þurfi ekki þrjá markverði á launaskrá eins og hann hélt fram í upphafi, sem væri algjörlega frábært og ekki skemmir fyrir að kaupverðið var aðeins 1M punda! En þrátt fyrir það virðist hinn 26 ára Idrissa Gana Gueye (á 7.2M frá Aston Villa), sem hefur komið mjög sterkur inn í fyrstu leikjunum sem djúpur miðjumaður, vera ennþá betri kaup en hans helsta hlutverk er að brjóta niður sóknir andstæðinganna og hefur hann sinnt því verkefni með sóma. Ashley Williams (32ja ára á 9-12M) er kannski ekki hugsaður til lengri framtíðar sem miðvörður Everton en vörnin virkar strax mun traustari með hann við hlið Jagielka (í stað Stones) — eins og sést kannski á báðum síðustu tveimur leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu: tvisvar hefur Everton haldið hreinu og unnið leikinn — og Williams var hársbreidd frá því að skora líka gegn Stoke. Yannick Bolasie (22-30M) hefur komið sterkur inn á kantinum líka og væri nú þegar kominn með ágætan fjölda af stoðsendingum ef samherjar hans væru búnir að læra aðeins betur inn á hann.

Af nýlegum fréttum að dæma eru fleiri leikmenn á leiðinni til Everton og það verður fróðlegt að sjá hverjir verða fyrir valinu. Koeman gaf tóninn um daginn og sagði að við mættum eiga von á fleiri kaupum og er talið að í forgangi sé að styrkja framlínuna, fá hægri bakvörð til að veita Coleman samkeppni og bæta jafnvel við einum miðverði og markverði, eða svo. Nokkrir hafa verið nefndir í því samhengi, þó erfitt sé að meta hvað er rétt í þessu (sbr. Joe Hart farsann, sem Everton var sagt hafa boðið í en kom í ljós að ekki var áhugi fyrir honum).

En í stöðu hægri bakvarðar hefur Cuco Martina hjá Southampton helst verið nefndur en Southampton sagðir þurfa að finna einhvern til að leysa hann af til að af því gæti orðið. Sama gildir um Lamina Kone hjá Sunderland sem hefur oft verið nefndur fyrir miðvarðarstöðuna en David Moyes er harður í horn að taka í samningamálum, eins og við ættum að þekkja. Ekki hefur mikið farið fyrir því hvaða markverði Everton hefur áhuga á en nokkrir framherjar hafa verið nefndir. Sá sem þykir líklegastur núna er Yacine Brahimi hjá Porto en hann er 26 ára kantmaður/framsækinn miðjumaður sem hefur skorað 7 mörk í 28 leikjum fyrir alsírska landsliðið og 14 mörk í 61 leik með Porto. Áður hefur framherjinn Manolo Gabbiadini hjá Napoli einnig verið nefndur en er talinn ólíklegri.

Og talandi um framherja þá var Shani Tarashaj lánaður til Eintracht Frankfurt til loka tímabils.

Hér er svo listi yfir það sem vitað er um félagaskipti á þessari stundu (gamli listinn er hér):

kl. 09:35  NSNO voru að tengja Everton við sóknarmanninn Troy Deeney hjá Watford (15 mörk í 43 leikjum).
kl. 09:41  Hér er svo grein um það hvernig félagaskipti virka fyrir þau ykkar sem eru forvitin.
kl. 10:39  Sky Sports segja að Crystal Palace hafi áhuga á James McCarthy en Everton segi að hann sé ekki til sölu. Leicester höfðu einnig áhuga á kaupum (hafnað) en Celtic vildu fá hann að láni.
kl. 10:51  Moussa Sissoko orðaður við Everton (skv. Sky Sports). Tottenham taldir líklegri en sagðir ekki til í að borga uppsett verð hjá Newcastle.
kl. 10:53  Nei, svo flettir maður neðar og þar stendur (á sömu síðu) að Everton hafi ekki gert tilboð í Sissoko.
kl. 11:06  Vinny O’Connor, fréttamaður hjá Sky Sports, sagði að það væri busy dagur framundan hjá Everton og nokkrir samningar væru í undirbúningi. Fyrst nefndi hann framherjann Manolo Gabbiadini en minntist svo einnig á miðjumanninn Yacine Brahimi. Sjáum hvað setur.
kl. 11:19  Nei, sko — a blast from the past… Steven Naismith mögulega að endurnýja kynni sín við David Moyes hjá Sunderland. Stóð mig að því að hugsa… oh, af hverju getur hann ekki verið miðvörður! 😉
kl. 11:25  Jim White hjá Sky Sports birti þetta á Twitter um Everton áðan: „They’re working on a number of deals but Everton majority shareholder Farhad Moshiri tells me it’s an ‘insane’ window.“
kl. 11:28  Stuart James hjá Guardian segir að Everton séu að kaupa Dominic Calvert-Lewin, 19 ára framherja, af Sheffield United en hann var að komast í enska U20 ára landsliðið. Sky einnig með sömu frétt.
kl. 11:34  Nýtt nafn að poppa upp í slúðrinu um Everton: Kamil Grosicki hjá franska liðinu Rennes. 28 ára kantmaður.
kl. 11:37  Skemmtilegar pælingar um umskiptin frá síðasta tímabili hér.
kl. 11:39  Phil McNulty hjá BBC sagði: „Everton had interest in Bony without him being top priority – fact he is at Stoke may indicate Koeman is closing in on target higher up list“.
kl. 12:26  Hér eru Fleiri skemmtilegar pælingar um umskiptin, í þetta sinn frá Guardian.
kl. 13:09  Gæti þetta verið staðfesting á 34M punda kaupum Everton á Yacine Brahimi??
kl. 13:13  Skv. slúðrinu hefur tilboði Everton í vinstri bakvörð Ludogorets, Natanael Pimienta, verið hafnað.
kl. 13:15  Þessi FC Porto reikningur sem vísað var í (kl. 13:09) er víst ekki official FC Porto reikningurinn, eins og leit út fyrir í fyrstu. Enn beðið staðfestingar.
kl. 14:24  Skv. slúðrinu hafnaði Vålerenga tilboði Everton í 18 ára miðjumann sinn, Sander Berge, en tilboðið var sagt vera rúmar 3.6M punda.
kl. 16:00  Skv. Sky Sports er Everton í viðræðum við Newcastle um kaup á Moussa Sissoko. Newcastle vill 30M punda fyrir hann, að sögn, og er tilbúið að sætta sig við að dreifa greiðslunum.
kl. 16:34  Skv. NSNO staðfesti umbi Sander Berge, miðjumannsins unga hjá Vålerenga, að tilboð hefði borist í hann frá Everton.
kl. 16:39  Nú segir Sky Sports að Everton sé í viðræðum við Crystal Palace, Sunderland og West Brom um sölu lán á James McCarthy. Kannski það tengist Sissoko eitthvað…
kl. 17:19  Nú segir slúðrið að Everton sé að reyna að fá Enner Valencia að láni frá West Ham með það fyrir augum að kaupa hann á 14.5M punda.
kl. 17:22  Sky Sports segja nú að kaupin á Dominic Calvert-Lewin séu að ganga í gegn en að kaupverðið sé nær 1M en 1.5M punda.
kl. 19:12  Skv. Sky Sports er Moussa Sissoko mættur í læknisskoðun.
kl. 20:20  Komið á BBC: þau birtu frétt núna áðan um að tilboði Everton í Sissoko hefði verið tekið.
kl. 20:22  Aiden McGeady virðist vera á leiðinni til Preston að láni, skv. Toffeeweb.
kl. 20:40  Preston búnir að staðfesta lánið á McGeady. Everton einnig.
kl. 20:50  Everton klúbburinn hefur staðfest kaup á Dominic Calvert-Lewin. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning og fer beint í Everton U23. Unsworth, stjóri þeirra, er kátur með kaupin.
kl. 21:00  Aðeins klukkutími eftir. Mun eitthvað gerast í lokin?
kl. 21:04  Á meðan við bíðum frekari fregna er hér grein um Dr. Peter Vint, manninn sem er að reyna að beita íþróttatölfræði til að láta akademíu Everton skara fram úr á heimsvísu.
kl. 21:07  Sky Sports segja að Tottenham sé búið að jafna boð Everton í Sissoko og svo virðist vera sem hann sé að semja við Tottenham.
kl. 21:30  Aðeins 30 mínútur eftir af glugganum.
kl. 21:55  Skv. Sky Sports er lánið á Enner Valencia gengið í gegn.
kl. 21:56  Everton staðfesti lánið rétt í þessu. Lánssamningurinn er með kaupklausu, sem sögð er vera 14M punda.
kl. 22:00  Nú er bara beðið staðfestingar á þeim kaupum sem búið var að senda inn áður en glugginn lokast.

Enn gæti eitthvað óvænt bæst við (uppfærum fréttina ef svo reynist) en ef ekki þá er þetta afraksturinn. Everton fékk 6 nýja leikmenn til liðs við sig í sumar:

Maarten Stekelenburg (markvörð)
Ashley Williams (miðvörð)
Idrissa Gana Gueye (djúpan miðjumann)
Yannick Bolasie (kantmann)
Enner Valencia (sóknarmann — að láni)
Dominic Calvert-Lewin (ungliða)

 

31 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Það verður rólegt hjá Everton í dag.

  2. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

    Kannski eitthvað að gerast hérna?
    http://evertonalerts.com/2016/08/30/rumour-brahimi-set-for-everton-medical-after-fee-agreed/

  3. Einar Gunnar skrifar:

    Bara ekkert klúður takk 😉

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Á ekki von á neinu í dag nema kannski þessum gutta frá Sheffield United.

  5. Diddi skrifar:

    nú stefnir allt í að þetta verði tvenn „panic“ kaup vegna þess að þeir hafa ekki drullast til að geta gengið frá kaupum á aðalskotmörkunum. Þá höfum við ekki einu sinni eytt peningunum sem við fengum fyrir Stones. Enner Valencia og Sissoko eru fáránleg kaup, Sissoko gat ekki neitt í fyrra og drullaðist til að leggja sig pínu fram í sumar (bara örvæntingafull tilraun til að komast frá newcastle) ég myndi frekar kaupa Guðna Ágústsson og Sighvat Björgvinsson en þessa tvo 🙂

  6. RobertE skrifar:

    Er ekki hægt að skella í einhvern klassa leikmann í stað Sissoko sem féll á seinustu leiktíð, væri frekar til í Balotelli ef sá drengur nennti að hreyfa sig eitthvað. Er heldur ekkert alltof hrifinn af Valencia, stóð sig sæmilega með West Ham en ekkert meira en það. Hvernig væri að bjóða bara í þennan Kone aftur og klára þann deal.

    • Finnur skrifar:

      Bíddu… Féll ekki Idrissa Gueye með Villa á síðustu leiktíð? Hann er búinn að vera einn besti, ef ekki besti leikmaður Everton í undanförnum leikjum. Just sayin’. 🙂 Dæmum ekki leikmennina út frá því að hafa ekki haft nægilega sterka menn í kringum sig (til að halda sér uppi).

      Lán á Valencia er ekkert endilega slæmur kostur ef ekki tekst að ná inn öðrum sóknarmanni. Ég veit það væru ansi margir sem myndu líta á hann sem uppfærslu á Kone.

      Fyrir utan það að það er ekkert endilega víst að þessar sögusagnir séu réttar.

      Og nei. Aldrei Balotelli. Þó við fengjum hann gefins myndi ég ekki einu sinni vilja vita af honum í klefanum. Algjörlega rotið epli, að mínu mati. (hrollur)

      • Finnur skrifar:

        Eða eins og Jamie Carragher orðaði það þegar kom að Balotelli:
        „Balotelli on a free is still paying over the odds by Nice.“

        • Diddi skrifar:

          Idrissa var áberandi góður síðasta tímabil en það var Sissoko ekki, enda telja fróðir menn að við höfum sloppið vel að tottenham kom á síðustu stundu 🙂

  7. Gunnþór skrifar:

    Sammála Finn list vel á sissoko og vængarann frá porto ef þetta fer í gegn þá verð ég Hamingjusamur maður Diddi minn ertu ekki hress.

    • Diddi skrifar:

      jú þakka þér Gunnþór, ánægður með að Sissoko fór til spurs

  8. Gunnþór skrifar:

    Tottenham búnir að massa tilboð everton í sissoko og þetta er í hanns höndum þessa stundina.

    • Finnur skrifar:

      Er Guðni Ágústsson ekki enn á lausu? 🙂

      Nú veit ég lítið um hvernig Sissoko stóð sig með Newcastle en ég fylgdist með Twitter og þar hafa viðbrögð Newcastle stuðningsmanna komið mér nokkuð á óvart, verð ég að viðurkenna. Þeir áttu mjög erfitt með að trúa því að söluverðið væri 30M og þegar Tottenham jöfnuðu boðið og Everton (að sögn) hættu við voru viðbrögðin oft svona:
      https://twitter.com/shaundinning/status/771097382503215105

      Mín skoðun á Sissoko myndaðist á EM þar sem hann spilaði mjög vel í þeim leikjum sem ég fylgdist með. Mig langaði því eiginlega pínu að sjá hann í Everton treyju, þó kaupverðið hafi verið ansi hátt.

      En Champions League heillar leikmenn alltaf og því kannski ekki skrýtið að hann skyldi velja svona en eins og BBC bentu réttilega á:
      Spurs already have Victor Wanyama, Eric Dier, Mousa Dembele, Dele Alli, Christian Eriksen and Tom Carroll in the centre of midfield. So if they sign Moussa Sissoko for £30m, where will he play? Who will start, and where?

      Hvað um það — það eru fleiri fiskar í sjónum… (yppir öxlum).

  9. Elvar Örn skrifar:

    Enner Valencia en enginn Sissoko, dræmt er það.

  10. Robert E skrifar:

    Valencia er betri en enginn, feginn að Tottenham bauð í Sissoko, ekki 30m punda virði

  11. Gestur skrifar:

    Ansi var þetta rýrt

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja það virðist vera að Valencia sé allt og sumt. Þokkalegur leikmaður, allavega betri en Kone en ég held að Lukaku hafi ekki miklar áhyggjur af samkeppni við hann.
    Ég er þokkalega sáttur við þau kaup sem Everton hefur gert í þessum glugga en ég hefði viljað sjá annan sóknarmann (betri en Valencia) miðjumann til að keppa við Barklay eða leysa hann af, en mest af öllu hefði ég viljað sjá Everton kaupa leikmann sem virkilega hefði sagt „risinn er vaknaður“. Marquee signing eins og Bretarnir kalla það. Einhvern eins og Mata, Isco, eða einhvern í þeim gæðaflokki. Svona eins og þegar Man city keypti Robinho hér um árið.
    Eins finnst mér það grautfúlt að Niasse og Kone skuli enn vera á launaskrá hjá klúbbnum.

    • Diddi skrifar:

      sammála þér Ingvar í einu og öllu

      • Finnur skrifar:

        Já, maður bjóst við að þetta myndi enda betur á síðasta degi þó maður sé bara nokkuð sáttur við þau kaup sem þegar hafa klárast, eins og Ingvar segir.

  13. Diddi skrifar:

    „Everton annoyed Sissoko „went missing“ earlier tonight. Not as annoyed as #NUFC were when he „went missing“ for whole of last season though.“ þetta Tíst segir eiginlega allt 🙂

  14. Finnur skrifar:

    Paul Merson hjá Sky Sports gefur Everton B+ í einkunn fyrir gluggann en hann vill meina að aðeins City, United og Chelsea hafi verslað betur í sumar:
    http://www.skysports.com/football/news/15205/10559733/paul-mersons-club-by-club-transfer-window-grades

  15. Gestur skrifar:

    Það er ennþá sama sagan, það er ekki eytt meira en selt er fyrir þó að okkur hafi verið sagt annað. Glugginn var ágætur en samt viljað að Everton hefði byrjað fyrr. Afhverju að vera að bíða fram á síðasta dag til að kaupa? Set spuningarmerki við hann Enner.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég hefði gjarnan vilja sjá Everton eyða meiri pening í leikmenn og fyrr en við megum auðvitað ekki heldur gleyma því að það kostaði sitt að reka Martinez og hans lið og ekki kom Koeman og hans teymi frítt frá Southampton. Svo kostaði Walsh einhverjar 5 milljónir punda þannig að það er vissulega búið að eyða peningum, en það hefði gjarnan mátt byrja fyrr á leikmannakaupum.

      • Finnur skrifar:

        Mikið rétt, Ingvar.

        Ég fór í kjölfarið að hugsa hvaðan þessi tala kemur — þessi 100M punda sem nefnd var að Koeman hefði verið lofað? Ég minnist þess ekki að hafa séð þetta koma frá neinum tengdum félaginu; bara séð þetta í blöðunum. Væri gaman ef einhver gæti bent á hvaðan þessi tala kemur því ég held að svona upplýsingar séu yfirleitt ekki opinberar (ef sölulið fréttir af því hversu þykkt veski kaupanda er þá virðist verðið hækka um leið).

  16. Ari S skrifar:

    Við viljum ekki mann sem getur ekki svarað í símann þegar
    Koeman hringir og sagt honum að hann vilji ekki koma. Segi eins og Ingvar við sluppum vel þarna.

    Glugginn var góður fyrir okkur.

  17. Finnur skrifar:

    Ágætis grein um gluggann á Toffeeweb:
    http://toffeeweb.com/season/16-17/comment/editorial/33453.html

  18. Georg skrifar:

    [ þessu kommenti var breytt í sér færslu: http://everton.is/2016/09/01/afrakstur-felagaskiptagluggans-3/ ]

  19. Finnur skrifar:

    Komið, takk.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.