Opinn þráður um leikmannaskipti

Mynd: Everton FC.

Upphaflega var þetta frétt um fyrirhuguð kaup á Ashley Williams (eins og kommentin hér að neðan kannski gefa til kynna), en svo hrúguðust inn fréttir af frekari yfirvofandi kaupum þannig að við breytum þessu bara í opinn þráð um leikmannaskipti… Tekið skal fram að klúbburinn hefur ekki staðfest neitt af þessu (nema annað sé tekið fram) þannig að við tökum þessu öllu með fyrirvara þangað til. Ef eitthvað breytist bætist við fréttina neðst.

Þetta er sem sagt vitað í augnablikinu:

Ashley Williams: Uppfært 10. ágúst: Keyptur!

Lamina Kone: Sky Sports sögðu frá því að franski miðvörðurinn Lamina Kone (27 ára) hjá Sunderland væri mögulega á leið til Everton. Slúðrið sagði að Moyes, okkar fyrrverandi og núverandi stjóri þeirra, vildi í staðinn fá fyrirliðann Jagielka yfir til Sunderland sem hluta af pakkanum en að Everton hefði sagt nei. Hvort það er rétt kemur líklega í ljós en NSNO greindu frá því að Kone væri allavega mættur í læknisskoðun.

Yannick Bolasie: Uppfært 15. ágúst: Keyptur!

Wilfried Bony: Everton hafa einnig verið sterklega orðaðir við Wilfried Bony í dag (27 ára sóknarmaður City sem er frá Fílabeinsströndinni) en hann er ekki partur af hópnum sem City skráðu til leiks í Meistaradeildinni og ku vera falur fyrir 25M punda.

Hakim Ziech: Og ef þetta hér að ofan er ekki nóg þá er rétt að geta þess að sögusagnir um áhuga Everton á Ziech komnar á flug aftur en hann er framsækinn miðjumaður sem var besti maður FC Twente á síðasta tímabili.

Uppfærum þessa frétt þegar meira er vitað… Maður þorir varla að líta af fréttum í kvöld. 🙂

Uppfærslur:

09.08.16 20:50 Það er ekki víst að neitt frekar gerist í kvöld en við getum alveg eins farið yfir helstu fréttir af ungliðunum á meðan við bíðum…
– Everton U23 mættu Dundalk U23 á útivelli á dögunum og töpuðu naumlega, 3-2, en mörk Everton skoruðu Calum Dyson og Nathan Broadhead. Þeir mæta næst Oldham annað kvöld í úrslitum Lancashire Senior Cup bikarkeppninnar, eftir að hafa unnið fyrri tvær keppnir sínar á tímabilinu (Liverpool Senior Cup og Supercup NI).
– Tveir ungliðar voru jafnframt lánaðir til annarra liða: Conor Grant (sem skoraði mjög skemmtilegt mark á dögunun — sjá vídeó) fór að láni út tímabilið til Ipswich í ensku B deildinni og markvörðurinn Russell Griffiths fór til Cheltenham að láni til áramóta.
09.08.16 21:30 Skv. frétt á NSNO er Ashley Williams búinn að klára læknisskoðun og, að eigin sögn, búinn að skrifa undir.
09.08.16 22:40 Líklega ekkert að fara að gerast í kvöld… en rétt að minnast á að skv. frétt á Toffeeweb eru Everton og West Ham að skoða 24 ára kantmann hjá Lyon, Rachid Ghezzal.
09.08.16 00:07 Jú, það passar. Ekkert að gerast í kvöld. 🙂 Tökum stöðuna í fyrramálið…

10.08.16 11:34 Skv. BBC eru Sunderland að kaupa tvo varnarmenn frá United. Ætli það sé til að geta klárað sölu á Lamina Kone til Everton?
10.08.16 15:26 Skv. þessu á NSNO er Bony falur fyrir 15M punda og skv. Sky hafa Palace menn áhuga á að fá Niasse að láni.

11.08.16 15:04 Haft var eftir Koeman að hann vildi 3-4 leikmenn í viðbót.

13.08.2016 22:22 Líkurnar á að Bolasie komi til Everton hafa líklega aukist eitthvað núna.

14.08.2016 11:35 Sky Sports segja að Bolasie sé mættur í læknisskoðun.

15.08.2016 11:13 Enn nálgast Bolasie, að sögn Sky Sports.
15.08.2016 15:11 Þá er kaupin á Yannick Bolasie frágengin!

19.08.2016 15:09 Mikið hefur verið rætt um miðvörðinn Lamina Kone og markvörðinn Joe Hart í tengslum við Everton. Nú kemst kannski skriður á þau mál því Lamina Kone var að hafna samningstilboði Sunderland annars vegar og hins vegar sagði Pep Guardiola að Joe Hart væri frjálst að fara ef hann biður um sölu.

21.08.2016 Sky segja að Everton sé að reyna að kaupa Yacine Brahimi frá Porto en hann er 26 ára og hefur skorað 21 mörk í 77 leikjum.

22.08.2016 Skv. Daily Star er komið formlegt tilboð frá Everton í Joe Hart.

23.08.2016 17:54 Skv. fréttamiðlum er City tilbúið að lána Joe Hart en vilja fá 7M punda fyrir eitt tímabil — og að lánsliðið greiði allan launakostnaðinn (vel yfir 100þ pund á viku). Sé ekki að það gangi.
23.08.2016 17:55 Skv. BBC er Everton að skoða Lucas Perez Martinez, 15M punda frá Deportivo.

24.08.2016 13:06 Skv. BBC verður Lamina Kone ekki seldur þar sem David Moyes treystir sér ekki til að finna mann til að leysa hann af.

25.08.2016 11:25 Skv. BBC er snuðra hlaupin á þráðinn varðandi kaup á Lucas Perez Martinez en Arsenal eru sagðir hafa blandað sér í baráttuna um hann.
25.08.2016 18:17 Skv. Sky er Koeman á höttunum eftir Cuco Martina hjá Southampton, til að veita Coleman samkeppni í hægri bakverðinum.

26.08.2016 12:26 Skv. DailyStar hefur Everton nú snúið sér að ítalska landsliðs-sóknarmanninn Manolo Gabbiadini hjá Napoli, í stað Lucaz Perez Martinez sem Arsenal eru sagðir við það að kaupa. Segja að Gabbiadini kosti 30M punda.
26.08.2016 12:28 Skv. Daily Echo gætu kaupin á hægri bakverðinum, Cuco Martina, hjá Southampton verið í hættu eftir að annar hægri bakvörður þeirra, Jeremy Pied, meiddist.

29.08.2016 09:37 Skv. Sky Sports er Everton í viðræðum við Napoli um kaupa á framherjanum Manolo Gabbiadini.
29.08.2016 11:32 Félagaskiptaglugginn lokast rétt fyrir miðnætti núna á miðvikudagskvöld (kl. 22:00 að íslenskum tíma). Þetta verður spennandi!
29.08.2016 13:18 Skv. því sem Koeman sagði í fyrradag þá megum við brátt eiga von á fleiri nýjum andlitum í hópnum.

30.08.2016 09:36 Toffeeweb birtu samantekt um ýmsar pælingar varðandi möguleg kaup á Manolo Gabbiadini.

46 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef satt er þá finnst mér Williams mjög góð skammtíma lausn.
    Hann er grjótharður no nonsense varnarmaður og leiðtogi á vellinum. Sáttur.

    • Elvar Örn skrifar:

      Algerlega sammála þér Ingvar. Kemur strax inn með reynslu í enska boltanum, sterkur og leiðtogi er hann klárlega.
      Ekki oft sem maður er sammála Stan Collymore en hann segir að Williams sé uppfærsla frá Stones, held ég sé sammála því á þessu stigi málsins.
      Held að Koeman viti alveg hvað hann vilji hvað varnarmenn varðar og er alveg klár á því að vörnin verði mun betri en í fyrra.

      Spurning hvort að Lamina Kone komi einnig og enn vil ég sjá heismklassa markmann hjá Everton. Ætti að kosta um 15-25 mills en mun klárlega skila sér. Stekelenburg hefur samt sem áður komið mér verulega á óvart, virkar mikið öruggari í öllum aðgerðum en Robles.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Lamina Kone er mættur á Merseyside (í dag þriðjudag) skv. Sky. Það er bara allt að gerast. Væri gaman að sjá Williams og Kone í Everton treyju í dag.
    http://www.skysports.com/football/news/11671/10528952/lamine-kone-negotiations-continue-over-move-from-sunderland-to-everton

    • RobertE skrifar:

      Vona svo innilega að þessi Kone sé betri en Koné sem er nú þegar í Everton.

  3. RobertE skrifar:

    Veit ekki sko, er ekki að nenna að fá 31 árs varnarmann sem er einum meiðslum frá því að hætta, afhverju ekki að finna einhvern 25 ára sem er grjótharður. En 47.5 kúlur geta gert sitt.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Hvað segja menn um Wilfried Bony? Gæti verið áhugaverð viðbót. Skv. áreiðanlegum hollenskum miðli þá eru samningaviðræður í gangi um kaup Everton á kappanum fyrir um 25 milljónir punda. Þess má geta að Bony er ekki í 25 manna hópi City svo hann er klárlega á leiðinni út.
    http://www.mcfcwatch.com/2016/08/09/everton-in-advanced-talks-with-manchester-city-for-wilfried-bony/?

  5. Elvar Örn skrifar:

    Nokkrir miðlar vilja meina að Everton hafi hækkað tilboð sitt úr 18 í 25 milljónir punda í Yannick Bolasie leikmann Crystal Palace og að tilboðið hafi verið samþykkt.
    Ekki séð þetta hjá áreiðanlegum miðlum eins og með Williams og Kone en kemur allt í ljós.
    Held að Everton sé komið í gírinn í leikmannakaupum,,,loksins.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Góður leikmaður en 25 milljónir fyrir hann finnst mér of mikið.

  6. Orri skrifar:

    Verðum við ekki bara að gleðjast yfir því að það er loksins eitthvað farið að gerast í leikmannakaupum.

    • Elvar Örn skrifar:

      Klárlega, en versta er að það er ekkert af þessu staðfest. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að við nælum okkur í tvo leikmenn fyrir helgi. Bjartsýnn.is

  7. Finnur skrifar:

    Ég horfi mestmegnis bara á leiki Everton þannig að mín sýn er kannski svolítið einhliða og/eða bjöguð en af þeim mótherjum sem ég hef séð þá voru nokkrir varnarmenn — og Ashley Williams var þar á meðal — sem áttu, að því er virtist, alltaf stórleik á móti Everton.

    Hér, til dæmis, stóð hann upp úr með 9 í einkunn í leik þar sem Everton lá í sókn (á heimvelli Swansea) enda var Williams yfirleitt alltaf réttur maður á réttum stað:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/archive/2015/09/19/swansea-city-0-0-everton-5-minute-highlights

    Lengri útdráttur hér (ef einhver vill):
    http://www.evertonfc.com/evertontv/archive/2015/09/19/swansea-city-0-0-everton-20-minute-highlights

  8. Elvar Örn skrifar:

    Skv Sky er Everton búið að næla í Williams og samningur við Bolasie nánast frágenginn. Það er eins og kaup á Lamine Kone sé On hold í augnablikinu.
    Merkilegt að Sky segir að Everton sé við það að kaupa Wilfried Bony frá city fyrir 15 milljónir en þegar grannt er skoðað þá eru þeir að vitna í frétt frá The Sun sem er mjög óvanalegt af Sky.
    Bara 3 daga í að tímabilið byrjar og við erum með verri hóp en í lok seinustu leiktíðar. En þetta mun breytast, klár á því.

  9. Diddi skrifar:

    vona að Wenger kaupi Bony, hann skoraði mikið fyrir Swansea en ef skoðuð er statistic fyrir hann hjá Man City þá og borin saman við okkar Kone þá kemur Kone betur út (ótrúlegt en satt). Hef aldrei haft mætur á Bony og vil hann því alls ekki.

    • Diddi skrifar:

      einnig finnst mér algjört brálæði að borga upp undir 30 milljónir fyrir Bolasie 🙂

  10. Elvar Örn skrifar:

    Williams skrifar undir í dag og kostar víst 9 en ekki 12 mills.
    Bolasie fer víst í Medical í dag, verðið virðist vera komið í 30 milli núna , crazy.

    • Elvar Örn skrifar:

      Nýjasta nýtt er að tilboð Everton í dag hljómi uppá 20 mills en ekki 30 sem er ekkert svo klikkað.

      • Finnur skrifar:

        Þetta er alveg ný taktík… með því að lækka alltaf hvert tilboð í leikmanninn ertu að gefa til kynna hann sé að hríðfalla í verði með hverri mínútu sem líður. Söluliðið verður þá að stökkva á tilboðið áður en leikmaðurinn verður algjörlega verðlaus.

  11. þorri skrifar:

    Sælir kæru félagar eru menn klárir fyirir leikinn á laugardaginn.Ég get ekki beðið og hlakkar mikið til er hann á ölveri veit einhver það

  12. Ari S skrifar:

    Nýjasta nýtt er að Ronald Koeman segir að leikmenn hafi fengið of langt sumarfrí og séu alls ekki í eins góðu formi og hann hefði viljað. Aðeins um 70% form að hans mati.

    Hann er með þessu að gefa Roberto Martinez slæma einkunn og segir að leikmenn gamla liðs síns Southampton muni verða betur á sig þegar tímabilið byrjar.

    Þeir komu um það bil viku tíu dögum fyrr til æfinga.

    kær kveðja,

    Ari

    • Elvar Örn skrifar:

      Hann var flottur í þessu viðtali fyrir leikinn.

      Skv. því ætlar hann að ná í amk 3-4 nýja leikmenn áður en glugginn lokar og þar af 1 varnarmann og 1 sóknarmann amk.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Já og Georg bró var að benda á það að Lamine Kone hefur formlega farið fram á að vera seldur frá Sunderland. Hann er klárlega á leiðinni til Everton.
    https://www.grandoldteam.com/2016/08/11/everton-target-hands-transfer-request/

    • Ari S skrifar:

      Ég er ánægður með þessar fréttir og ég var einmitt að hugsa um það áðann þegar ég las þetta hvort að Moyes væri á bak við þetta og væri að reyna að ýta Lamina Kone til Everton hehe 😉

      ???

  14. Diddi skrifar:

    sami grautur í sömu skál hjá okkar mönnum, seljum leikmann og þá er allt í einu hægt að fara að kaupa…… allt loforð um fé til leikmannakaupa virðist vera orðin tóm. Kæmi ekki á óvart að Lukaku yrði seldur fyrir lok þessa glugga miðað við síðustu orð Koeman um það 🙁

    • Ari S skrifar:

      Mér er alveg skííítsama um peningana sem þeir eyða.

      John Stones er farinn og betri maður kominn í staðinn (Ashley Williams).

      Leon Osman er farinn og betri maður kominn í staðinn (Idrissa Gueye).

      Tony Hibbert er farinn og Mason Holgate er strax orðnin betri hægri bakvörður.

      Steven Pienaar er farinn og Yannick Bolasie er betri en hann (vonandi kemur hann)

      Liðið í heil er miklu betur mannað núna. Og auk þess erum við með betri þjálfara virðist vera.

      Kommon félagar hvað viljið þið meira ???

  15. RobertE skrifar:

    Bolasie á leiðinni fyrir 25-30 millur, þar fór peningurinn fyrir Stones.

  16. Trausti skrifar:

    Er ekki mæting á Ölver!?

  17. Ari S skrifar:

    https://en.wikipedia.org/wiki/Yaya_Tour%C3%A9

    Yaya Toure er á lausu, hvernig lýst mönnum á að fá hann og Hart frá Manchester City?

    • Finnur skrifar:

      Hart er leikmaður sem ég hef horft til lengi. Heyrði að Everton væri að bíða eftir allavega fyrsta leik til að sjá hvort hann yrði settur á bekkinn því Guard Pepsicola fílar víst betur varamarkvörðinn og væri að auki með annan í sigtinu þannig að Hart yrði brátt nr 3. Það væru sterk kaup að mínu mati.

      Toure vissi ég ekki að væri á lausu, væri alveg til í að prófa að sjá hann í liðinu…

  18. RobertE skrifar:

    Búið að staðfesta kaupin á Bolasie, veit samt ekki kaupverðið.

  19. Ari S skrifar:

    Hæ öll, kannski á þetta ekki heima hérna en mikið er gaman að lesa þessa grein. kv. Ari.

    http://royalbluemersey.sbnation.com/2016/8/17/12514820/farhad-moshiri-everton-transfer-latest

    • Finnur skrifar:

      Jú, þetta á akkúrat heima nákvæmlega hérna. Takk fyrir lesninguna — mjög skemmtileg! 🙂

    • Eiríkur skrifar:

      Gaman að lesa þetta, takk fyrir að pósta þessu Ari.
      Framtíðinn virðist vera ögn bjartari 🙂 enn það sem boðið hefur verið upp á undanfainn ár.

  20. Ari S skrifar:

    🙂

  21. Ari S skrifar:

    Lukaku var að gefa það út að hann vildi vera áfram hjá félaginu. Þetta er kærkomin yfirlýsing.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-striker-lukaku-tells-koeman-11776272

    • Eiríkur skrifar:

      Algjörleg frábærar fréttir. Þetta sínir að það er eitthvað í gangi hjá klúbnum 🙂

  22. Gestur skrifar:

    Mér sýnist eins og sumum hér, að það eigi ekki að eyða meira en fékkst fyrir Stone. Ég ætla að vona að það sé ekki rétt og Lukaku fá einhvern með sér frammi fyrst að það er búið að plata hann til að vera áfram.

    • Ari S skrifar:

      Mér sýnist eins og sumum hérna að þegar ég horfi á dagatalið (25. ágúst núna), séu 6 dagar þangað til að félagaskiptaglugginn lokast. Það getur ennþá margt gerst Gestur 🙂

    • Ari S skrifar:

      Hvað áttu annars við með að segja að það sé búið að plata hann til að vera áfram? Ertu til í að útskýra það nánar hvað þú ert með í huga þar? kær kveðja, Ari.

  23. Eiríkur skrifar:

    Held að það þurfi ekki að plata neinn til að vera í Everton, spurning um hitt lið í borginni okkar bláu:-)

  24. Finnur skrifar:

    Þetta er þolinmæðisverkefni…
    http://toffeeweb.com/season/16-17/news/33406.html