Steve Walsh kynntur sem yfirmaður knattspyrnumála

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti núna áðan ráðningu Steve Walsh í stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Everton. Steve Walsh var í stöðu aðstoðarstjóra Leicester sem og yfirmaður njósnarateymis Leicester en honum hefur verið eignaður heiðurinn af því að uppgötva Gianfranco Zola, Didier Drogba, Michael Essien og nú nýverið N’Golo Kante (3M punda), Ryhad Mahrez (400þ pund!) og Jamie Vardy (1M punda), sem áttu risastóran þátt í Englandsmeistaratitli Leicester á nýafstöðnu tímabili.

Bill Kenwright sagði við þetta tilefni: „It’s great news to welcome Steve to our new era at Everton Football Club. His track record, particularly at Leicester City, is already the stuff of football folklore, and both myself and Farhad, having spent time with Steve, are convinced he is exactly the right fit for our Club and our new manager, Ronald Koeman.“

Það var greinilegt á því sem Walsh sagði sjálfur við ráðninguna að Fahrad Moshiri hefur náð að sannfæra hann um að framtíðin væri björt fyrir félagið: „I’m proud and privileged to become Director of Football at such a fantastic and historic club. With a new manager and a new major shareholder, it feels very much like a new era here at Everton and that potential is what is most exciting. I know the Club well, my roots are in the north west and my brother, Mickey, was an Everton player in the Bob Latchford era and always proud of that fact. I also did my initial teacher training at Liverpool Hope University many years ago. I’m genuinely excited to be here at the Club and very much looking forward to getting down to work.“

Starf yfirmanns knattspyrnumála er svolítið nýr vinkill á þetta, hvað Everton varðar, en þetta fyrirkomulag hefur ekki verið reynt áður þar en er algengt hjá klúbbum á meginlandi Evrópu þó það sé útfært nokkuð mismunandi eftir því hvaða klúbbur á í hlut. Ein útfærslan er þetta tengiliður knattspyrnustjórans (Koeman í þessu tilfelli) við stjórn klúbbsins þar sem þessi tengiliður sér jafnframt um þau málefni utan vallar sem annars myndu lenda á knattspyrnustjóranum. Það gefur knattspyrnustjóranum þar með aukinn tíma til að sinna þjálfun leikmanna og að einblína á ná árangri inni á velli. Eitt af því sem oft er á höndum yfirmanns knattspyrnumála er ábyrgð á njósnanetinu og kaupum leikmanna og má leiða að því líkum að Walsh hafi verið ráðinn í það hlutverk þegar litið er á framgang hans hjá Leicester.

En hvaða mann hefur Steve Walsh að geyma? Honum hefur verið lýst sem hógværum, geðþekkum og vinsælum manni. Hann er 63 ára Íri og þykir bæði rólegur og kátur og er sérstaklega natinn við tölfræðina í vinnu sína á greiningu leikmanna, eins og Liverpool Echo gátu í samantekt sinni á honum:

„The former Chelsea scout is thorough in his research, checking on a player’s character, background and habits as well as his abilities on the pitch and a common trait of the players he championed at Leicester was that they had faced adversity in their careers. Walsh is known to value a player’s character highly and most of the Foxes’ title winning squad had been rejected or overlooked at some point and forced to rebuild. Even before Walsh scouts a player in person, he and his team will have watched hours and hours of footage, planning months, and transfer windows, ahead.“

Walsh hefur störf þegar í stað og með því er vonandi að nú komist skriður á leikmannakaupin hjá Everton.

Uppfært: Pat Murphy fréttaritari BBC hafði þetta um málið að segja:

„Arguably, Walsh became the most important figure in Leicester’s football department because he kept delivering unpolished gems from his countless scouting missions without breaking the bank. Although he signed a new and improved contract only in May, he has been tempted away by what he sees as a career promotion and the vision of Everton’s majority shareholder Farhad Moshiri. The London-based Iranian businessman has ambitious plans for Everton, with money seemingly not an issue. Landing first Koeman as manager and now Walsh within a month is a double coup. Leicester will be seeking full compensation for the loss of Walsh but just as in the pursuit of Koeman, money is no longer a thorny problem at Everton.“

11 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    51 ára?

    • Finnur skrifar:

      63ja er hann víst. 🙂 Það var einhver með þetta vitlaust og fréttamiðlarnir ýmsir hafa étið það upp. Hjálpaði örugglega ekki að aldur hans er ekki tilgreindur í Wikipedia færslunni hans.

  2. Finnur skrifar:

    Til gamans má geta þess að Sir Alex Ferguson lét hafa eftir sér í mars á þessu ári að Steve Walsh væri „The Premier League’s most influential person“:
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-3490016/Sir-Alex-Ferguson-says-Leicester-City-win-Premier-League-three-games-spare-thanks-work-Steve-Walsh.html

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Flott mál að það sé búið að klára þetta.
    Vonandi geta menn þá snúið sér að því að kaupa nokkra GÓÐA leikmenn til félagsins. Það er ekki langt í fyrsta leik í deildinni og ég skal viðurkenna fyrir mitt leyti að ég er orðinn pínulítið óþolinmóður.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Þarna erum við að tala saman,ég vill fara sjá eitthvað gerast.

      • Ari S skrifar:

        Rólegir Ingvar og Orri hehe 😉 Góðir hlutir gerast hægt. Draumurinn minn er að fá William Carvalho til Everton. Vonandi gerist það.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Skil þetta bara eftir hér:

    http://toffeeweb.com/season/16-17/rumour-mill/33098.html

  5. Elvar Örn skrifar:

    Það yrðu þá kannski beinar útsendingar kl 15 á laugardögum af Everton hjá Stöð 2 Sport :

    http://www.telegraph.co.uk/football/2016/07/21/everton-line-up-a-25-million-bid-for-gylfi-sigurdsson/

  6. Ari G skrifar:

    Hvað finnst mönnum hér að kaupa Gylfa finnst frekar mikið að borga 25 millur fyrir hann en hann er þess virði. Everton þarf að reikna með að Lukaku og Stones verði seldir vonandi ekki minna en 100 millur fyrir báða þá hefur Everton vonandi 200 millur til að kaupa aðra leikmenn í staðinn. Mér er sama um Stones en sakna Lukaku en fullt að góðum leikmönnum til. Treysti alveg á Steve Walsh finnst þetta frábær hugmynd að ráða hann. Hann veit örugglega af fullt af ódýrum gullmolum sem hægt er að kaupa efast samt um að hann samþykki að Lukaku verði seldur en annað með Stones fyrst hann vill fara mundi bíða með Lukaku í 1 ár ef hægt er.

  7. þorri skrifar:

    Eru menn ekki ánægðir að fá Gylfa til okkar. eru það ekk bara talsverðar líkur á því að hann komi til okkar .

  8. Ari S skrifar:

    AriG ég reikna ekki með því að Lukaku verði seldur. Það hefur ekkert ennþá komið fram sem bendir til þess. Sérstaklega eftir að Koeman kom til liðsins.

    Annars hvað varðar Gylfa þá myndi hann styrkja liðið vel og ég yrði í skýjunum með þau kaup. Í sambandi við 25 milljónir punda þá eru þetta ekki okkar peningar og verðbólgan á leikmönnum er stöðugt að hækka… sérstaklega hjá þeim sem að stóðu sig mjög vel á Evrópumótinu í sumar. eins og til dæmis Gylfi.