Everton – Southampton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Oviedo, Funes Mori, Stones, Coleman, Besic, Gibson, Osman (fyrirliði), Mirallas, Deulofeu, Kone. Varamenn: Howard, Barkley, Pienaar, Connolly (miðjumaður), Davies (miðjumaður), Niasse, Lukaku.

Athyglisverð uppstilling, svo ekki sé meira sagt, enda hálfgert varalið inni á velli. Bekkurinn athyglisverður líka þar sem ekki einn varnarmann þar að finna, ef frá er talinn kjúklingurinn Connolly — sem ku geta spilað þar þó hann sé að upplagi miðjumaður.

Það er annars ekki mikið að frétta af fyrri hálfleiknum. Mirallas átti tvö skot sem bæði voru blokkeruð og Kone átti hjólhestaspyrnu upp við mark Southampton, en hitti ekki boltann.  Southampton menn annars líklegri til að skora, sérstaklega þegar leið á og áttu meðal annars skot á mark úr aukaspyrnu sem Robles þurfti að slá aftur fyrir mark og skalla í stöng eftir horn í uppbótartíma. Að öðru leyti fengu þeir betri færi í hálfleiknum en nýttu ekki.

0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur ekki ósvipaður þeim fyrri, Southampton sterkari í leiknum og byrjuðu líflega þegar Tadic átti skot í slá á 50. mínútu. Kollurinn á Gibson bjargaði þar Everton þar sem hann lyfti boltanum lítillega.

Connolly kom svo inn á fyrir Coleman á 54. mínútu, Coleman líklega meiddur á lærvöðva en hægri bakvörðurinn er sú staða sem er einna þunnskipuðust hjá Everton. Barkley kom svo inn á fyrir Deulofeu á 64. mínútu.

Það dró til tíðinda á 68. mínútu þegar Connolly vann horn og boltinn sendur beint á skallann á Funes Mori. Varnarmaður Southampton átti arfaslaka hreinsun sem fór beint aftur til Mori sem þrumaði í markið með viðkomu í varnarmanni Southampton sem varð til þess að boltinn lyftist nokkuð og fór yfir markvörð. 1-0 fyrir Everton og nokkuð gegn gangi leiksins.

En Southampton jöfnuðu á 76. mínútu eftir darraðadans í vítateig Everton. Smá heppnisstimpill á því marki því boltinn fór í legginn á Funes Mori og þaðan í hnéð á Southampton manni og datt fyrir Mané beint fyrir framan markið og hann þrumaði inn.

Í sannleika sagt var þetta ekki minna en Southampton áttu skilið, enda verið betri í leiknum. Þeir fengu svo dauðafæri skömmu síðar en varnarmaður Everton náði að komast inn í stoðsendinguna og hreinsa.

Gibson fór svo út af fyrir Davies á 82. mínútu og báðir kjúklingarnir þar með komnir inn á en fleira markvert gerðist ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Robles (6), Oviedo (6), Funes Mori (7), Stones (6), Coleman (6), Gibson (6), Besic (5), Mirallas (6), Osman (6), Deulofeu (5), Kone (4). Varamenn: Barkley (5), Connolly (5), Davies (n/a).

44 Athugasemdir

  1. Eirikur skrifar:

    Þetta fer ekki 0-0 enn veit ekki með sigur okkar manna.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Phenomenal!!!

  3. Eirikur skrifar:

    Hvað með nýja manninn?
    Var þetta ekki leikur fyrir hann?
    Hann var keyptur í janúar og nú er komið miður apríl.

  4. Diddi skrifar:

    hver hefur þjálfað Chelsea í vetur?? Einhver amatör líklega vegna þess að þeir eru bara 3 stigum ofar en Everton. En það er svo sem hægt að líta fram hjá gengi þeirra vegna þess að þeir hafa ekki haft úr miklum peningum að moða eða hvað??? Nei heyrðu, Morinho byrjaði…..já og svo tók einhver Hiddink við, en hann er náttúrulega óreyndur í þessum bransa !!! Viljið þið fá þessa tvo frábæru menn til að taka við af okkar manni??? Ég held enn að við eigum að sýna Martinez þolinmæði, hann á eftir að sýna okkur það og sanna að þolinmæði er dyggggggggggð 🙂

  5. Gunnþór skrifar:

    Diddi hann er búinn að missa klefann og þá á hann ekki sér viðreisnarvon,þessi tímabundna ráðning hiddink er eitt besta dæmið um það hvernig lið geta breyst með því að skipta um stjóra til batnaðar. Chelsea liðið var í eða við fallsæti þegar hann tók við.móri var búin að missa klefann á brúnni og því þőrf á breitingum þar á bæ.

    • Diddi skrifar:

      það eru bara svona óþolinmóðir gæjar eins og þú Gunnþór með alltof háan blóðþrýsting sem vilja Martinez í burtu, komdu með eitt nafn til að leysa hann af eða þegiðu annars 🙂

      • Gunnþór skrifar:

        Þetta hefur ekkert með persónu martinez að gera hann er næs gæi og flottur karl en ég vill everton aðeins það besta og þá þurfum við breytingar um það er ekki deilt ,er það nokkuð diddi minn?

        • Diddi skrifar:

          eins og ég segi þá held ég mig við það að Martinez sé rétti maðurinn fyrir okkur…..Punktur 🙂

  6. Gunnþór skrifar:

    Hann er búinn að vera með liðið í að verða þrjú ár og liðið fer bara aftur, það er fullt af mönnum til að stýra everton liðinnu til þess að fara að vinna titla skal ég nefna bara einn núna td Ronald komandi,hann er spennandi kostur.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef maður endurraðar stöfunum í nafninu hans Oumar Niasse þá fær maður our main ass. Gæti útskýrt af hverju hann fær aðallega að sitja á bekknum.

    • Diddi skrifar:

      vantar E ið hjá þér Ingvar, Rumania ESSO er líka hægt og þá skýrir það engan veginn setu hans á bekknum 🙂

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Það gæti líka verið að hann sé svo skelfilega lélegur knattspyrnumaður að Martinez vill helst hafa bara á bekknum og láta hann spila sem allra minnst svo enginn fatti það að hann er það sem kallað er panic buy.

  8. matti skrifar:

    er allveg a baðum áttum með martinez, howard kendall var næstum þvi rekin ari aður enn hann vann sinn fyrsta bikar
    enn hvað er hægt að seigja andleysi everton er rosalegt og hrein skelfing að horfa og leikmenn augljoslega ekki með martinez i liði

  9. Finnur skrifar:

    Funes Mori í liði vikunnar að mati BBC:
    http://m.bbc.com/sport/football/36068840

  10. Ari S skrifar:

    Úr því sem komið er skulum við standa við bakið á liðinu og stjóranum. Allavega þangað til þáttöku okkar í FA bikarnum lýkur hvort semþað verður með sigri í keppninni eða fyrr. Við verðum að taka okkur pásu í rifrildi um stjórann okkar og standa við bakið á honum í bikarnum, standa saman!. Sjáum svo til í sumar, þá geta menn gagnrýnt og gagnrýnt eins og þeir vilja… jafnvel ganga með potta og pönnur fyrir utan heimili hans og mótmæla… (al a Austurvöllur, Ísland)

    Þangað til… áfram Everton, áfram Martinez!

    kær kveðja, Ari S.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég stend alltaf við bakið á liðinu, það gegnir allt öðru máli með Martinez.

  11. Ari S skrifar:

    … og að égt tali nú ekki um leikinn á miðvikudaginn næsta.. VIÐ VERÐUM AÐ STANDA SAMAN Í ÞESSARI VIKU OG NÆSTU HELGI. Gífurlega mikilvægir leikir framundann…

    Ég hef ákveðið að taka ákvörðun um það hvort ég vil Martinez áfram eða ekki… eftir þessa tvo leiki. Sjáum hvernig þeir fara… 🙂

    Ég legg allt mitt álit á honum undir í þessum tveimur leikjum.

    Áfram EVERTON!

  12. þorri skrifar:

    Sælir félagar.Ari S flott og vel skrifað um okkar mann á brúni.og er mjög sammála með það sem þú skrifaðir.

  13. Gestur skrifar:

    Stjórinn alveg búinn

  14. Elvar Örn skrifar:

    Sko það sem þarf að gerast er þetta:
    Næsti leikur er gegn Liverpool eftir 2 daga og bara má ekki tapast (stoltið maður) en djöfulli er mikil jafnteflis lykt af þeim leik,en vil sigur einu sinni á Andfíld.
    Undanúrslit FA um næstu helgi gegn Fellaini og co, verður að vinnast og komast í úrslitaleik.
    Bournmout leikurinn verður að vinnast þar sem Everton klúbburinn á Íslandi er með ferð á þann leik (og Me is going).
    Úrslitaleikur FA,,, vinnst og við fáum dolluna.
    Er skítsama um aðra leiki ef þetta gengur eftir, díll?

    • Gestur skrifar:

      Þú ert að tala um fjóra sigurleiki og þrjá þeirra í röð. Everton hefur einu sinni tekist það á þessari leiktíð. Auðvitað á Everton að vinna alla leiki en Martinez getur bara ekki komið sínum mönnum í þann gír.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Spurning hvort að þeir séu svo mikið hans menn lengur.

        • Ari S skrifar:

          Neikvæði klu´´ubburinn setur met í neikvæðni… rétt fyrir bikarleikinn… hvernig er þetta hægt???

  15. Elvar Örn skrifar:

    Æi þið Svartsýnis Pésar.
    Sko það er bannað að tapa fyrir Liverpool sagði ég. Jafntefli er ansi líklegt.
    Sko, við getum gert jafntefli gegn Man Utd en vinnum í framlengingu eða vítaspyrnu.
    Svo burstum við Bournemouth vegna stuðnings öskur Íslendinga.
    Jújú ólíklegt að vinna 3 í röð (en ég fór ekki fram á það) en allt er hægt í fótbolta.

    Klárum sísonið og þá er hægt að ákveða framhaldið með stjórann og liðið.

    • Gunnþór skrifar:

      Gamli sisonið er löngu búið.

      • Ari S skrifar:

        Ok Gunnþór, þá byrjar nýtt á Miðvikudaginn 😉

        Þarna náði ég þér hehe 🙂 🙂 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Gunnþór minn (minn hljómar svo dominerandi), ertu að segja mér að sísonið sé það mikið búið að þér finnist OK að tapa gegn Liverpool og detta bara út úr FA bikarnum gegn United? Eða er kannski ennþá snefill af Everton hjarta í þér sem mun fagna og gleðjast innilega ef þessir leikir vinnast.

        Og hættu að kalla mig Gamli, það munar bara tveimur helvítis árum á okkur (æi ég er enn reiður að þú farir ekki með í ferðina haugurinn þinn).

        Diddi, nennirðu að hjálpa mér að drulla aðeins yfir Gunnþór, plís.

        • Diddi skrifar:

          Gunnþór aumingi, Gunnþór aumingi, Gunnþór aumingi, er þetta nóg Elvar 🙂

  16. Elvar Örn skrifar:

    Kieran Dowell tryggði Everton U21 sigur gegn Man City 1-0. Er að segja ykkur það, hann á að fá séns með aðalliðinu í þessum seinustu leikjum tímabilsins.

  17. Gunnþór skrifar:

    Þið eruð langflottastir.

    • Ari S skrifar:

      Þú ert samt bestur, það er nýtt tímabil að byrja á miðvikudaginn manstu?

  18. Gunnþór skrifar:

    Diddi minn er að horfa á newcastle liðið sem er með sama mannskap en nýjan stjóra og þetta er allt annað lið sem ég er að horfa á, handbragð benites er klárlega komið á liðið.