Watford – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstilling: Robles, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Lennon, Barkley, Deulofeu, Lukaku. Varamenn: Howard, Oviedo, Funes Mori, Mirallas, Cleverley, Kone, Niasse.

Bæði lið voru mistæk frá byrjun, mikið um feilsendingar og líklega skortur á sjálfstrausti. Watford nokkuð mikið að brjóta af sér en Everton aðeins beittari í sóknaraðgerðum. Það voru Watford sem áttu fyrsta skotið, at löngu færi á 15. mínútu en Robles gerði vel og varði í horn.

Everton svöruðu stuttu síðar með skyndisókn og skoti frá Deulofeu við vítateigslínu en vel varið í horn hjá Gomez í marki Watford.

Hlutirnir voru ekki að virka hjá Everton upp við vítateig Watford. Everton oft að reyna að koma boltanum á Deulofeu á hægri kanti en hann mest í að leika á sjálfan sig.

Lítið að gerast í leiknum þangað til tvö mörk komu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Það fyrra frá Everton þegar McCarthy stal boltanum af miðverði Watford (sem hefði átt að hreinsa en var að gaufa með boltann við jaður vítateigsins). McCarthy nýtti tækifærið vel og þrumaði boltanum inn. Staðan 0-1 fyrir Everton.

Watford jöfnuðu svo úr horni örskömmu síðar. Boltinn kom á fjærstöng frá vinstri, Watford maður stökk hæst og skallaði fyrir. Ætlaði að taka lágan bolta fyrir mark Everton en boltinn í Coleman, breytti stefnu og fór upp í þaknetið. Óheppnisstimpill á því marki en þau telja líka. 1-1 í hálfleik.

Útsendingin reyndist brigðul í seinni hálfleik, vonandi ekkert stórvægilegt sem ég missti af.

En Lennon átti tvö skot á mark snemma í fyrri hálfleik og Lukaku var hársbreidd frá því að ná til frákastsins og pota inn en markvörður Watford náði að slá boltann frá á síðustu stundu.

Lukaku setti Deulofeu inn fyrir hægra megin á 60. mínútu en Deulofeu náði ekki að launa honum greiðann þegar upp við mark var komið, né láta reyna almennilega á markvörð Watford.

Cleverley kom inn á fyrir Barkley og stuttu síðar átti Lennon skot af löngu færi eftir flotta hælspyrnu frá Lukaku fyrir framan teig en fast og lágt skot Lennon í vinstra hornið vel varið aftur fyrir endalínu (horn).

Mirallas kom inn á fyrir Deulofeu á 77. mínútu og hann fékk aukaspyrnu stuttu síðar sem fann Lukaku en sá skaut yfir. Lukaku fékk svo óvænt frían skalla inn í teig eftir fyrirgjöf frá hægri en skallinn of laus til að ógna marki Watford.

Jagielka þurfti að fara út af fyrir Mori á 90. mínútu, líklega lítillega meiddur.

Aðeins lifnaði yfir sóknarleik Watford í uppbótartíma, en þeir áttu skot af löngu færi sem breytti stefnu og hefði endað í netinu við stöngina ef Robles hefðu ekki náð að verja glæsilega í horn. Það hefði verið svo dæmigert fyrir tímabilið í heild sinni að fá á sig suckerpunch mark í lokin en inn fór boltinn ekki í þetta skiptið. 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Robles (7), Baines (7), Jagielka (7), Stones (7), Coleman (6), McCarthy (8), Barry (7), Lennon (7), Barkley (6), Deulofeu (5), Lukaku (6). Varamenn: Mirallas (7), Cleverley (6), Funes Mori (6). Watford á svipuðu róli, fyrir utan markvörð þeirra sem fékk 9 og var valinn maður leiksins.

28 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Coleman, Lukaku og McCarthy með mörkin 🙂

  2. Diddi skrifar:

    ha, ha 🙂

  3. Gunnþór skrifar:

    Við förum að nálgast fallbaráttu.sá ekki leikinn hvernig var þetta.

    • Elvar Örn skrifar:

      Fannst Everton eilítið betra liðið en samt bara alls ekki góðir. Sendingarnar heilt yfir skelfilegar og meira að segja Deulofeu átti í basli með að senda boltann fyrir. Það var helst Mirallas sem kom inná þegar rúmar 10 mínútur voru eftir sem stórbætti sóknarleikinn og hann átti margar fínar sendingar.

      Watford áttu tvö mjög góð skot alveg uppvið stöng sem Robles varði frábærlega en Gomes var nú að verja annsi marga bolta frá okkur og nokkra mjög vel.

      Okkar mark flott framtak hjá McCarthy en þeirra mark var skítamark þar sem boltinn fer í hnakkann á Coleman og nánast í skeitin, þvílík óheppni.

      Það er illilega farið að hitna undir Martinez og staða liðsins í dag, 14 sæti, verður ekki einu sinni réttlætt með FA bikarsigri (þó ég svo innilega vona að við fáum dolluna).

      Tel líklegt að Jagielka verði frá í 3 vikur þar sem hann virtist togna lítillega aftan í læri svo Funes Mori og Stones verða líklega í öftustu línu í næstu leikjum. Fannst Stones heilt yfir góður í dag en hann átti aldrei að senda boltann til Robles sem gaf horn, því Stones gat léttilega sent boltann bara í innkast. En hann er ungur og þetta fer af honum þessi vitleysa.

      Vil sjá Mirallas spila miklu miklu meira. Langar líka að sjá Deulofeu fyrir aftan Lukaku (eða jafnvel Mirallas) og um að gera að gefa Niasse smá spil-tíma þar sem við höfum engu að keppa í deildinni þannig séð. Já og henda Dowell inná í einn leik finnst mér líka fyrst við erum byrjaðir enda nokkuð þétt törn framundan svo um að gera að nota breiddina (bekkurinn aldrei verið jafn sterkur hjá okkur).

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er svo hissa!! Everton fékk eitt heilt stig. Phenomenal!!!!

  5. Ari G skrifar:

    Ég er búinn að fá nóg af spilamennsku Everton í deildinni leika mjög illa. Af hverju var Niasse keyptur til að sitja á bekknum ég spyr? Held að það sé kominn tími á breytingar skipta spilamennsku á milli fleiri leikmanna í deildinni. Markvörðurinn var bestur hjá Everton og vörnin flott nema í markinu. Núna þurfa eigendur Everton að fara að leita eftir nýjum stjóra í sumar.

  6. matti skrifar:

    ættla vera ogeðslega brattur og spá að móri taki við og fær 150mills til að versla 🙂 meistarar a næsta ári dreymdi fyrir þessu i nótt 🙂 🙂

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það var verið að orða Bielsa við Everton í dag. Það væntanlega bara kjaftæði en ef svo er ekki, hvernig litist ykkur á það?
    Ég held að hann yrði fínn, allavega betri en Martinez.

    • Diddi skrifar:

      já Ingvar, ég er ekki hissa á því þó að þú sért að míga á þig vegna þessa Bielsa ??? Maður þarf nú ekki annað en að renna yfir smá hluta af afrekaskránni hjá honum til að heillast 🙂 puh 🙂 Segðu mér, hvað hefur hann á ferilskránni sem fær þig til að láta þér detta það í hug að hann sé rétti maðurinn, gaui kóngur er með fleiri titla 🙂 Má ég þá frekar biðja um Moyes

      • Finnur skrifar:

        Þeir sem vilja Martinez burt eru flestir svo djúpir sokknir að þeir líta á alla kosti sem betri en Martinez.

        Ég hef leitt þetta Bielsa tal hjá mér hingað til, enda nenni ég ekki þessum vangaveltum bresku pressunnar. En nú þegar ég skoða málið örlítið nánar sé ég að afrekaskráin er ekki bara léleg; hann er stjóri sem er yfirleitt kominn til annars liðs eftir tvö ár. Er það akkúrat það sem liðið og klúbbinn þarf í augnablikinu?

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Og þér finnst Martinez vera að standa sig frábærlega eða hvað Finnur???
          Við húkum í fjórtánda sæti með besta leikmannahóp sem við höfum haft síðan 1987 svo já, ég er viss um að það væru allir kostir betri en Martinez.

          • Finnur skrifar:

            Ég minnist þess ekki að hafa haldið því fram að Martinez sé að standa sig frábærlega og veit vel hversu góður núverandi hópur er. Ég er samt greinilega ekki nógu blindaður af hatri til að halda því fram að allir kostir séu betri en Martinez. Það er töluvert af stjórum þarna úti sem eru klárlega rangur valkostur fyrir Everton. Af öllum þeim fjölmörgu knattspyrnustjórum í heiminum þá dreymir örugglega bróðurpart þeirra um starf í Úrvalsdeildinni ensku þó aðeins lítið brot þeirra eigi heima þar. Ég þekki Biesla ekki nógu vel en mig grunar að hann sé einn af þeim.

            Eða eins og þú orðaðir þetta: „Líklega kjaftæði“, og búið að bera þetta til baka þannig að… af hverju erum við að ræða þetta?

      • Finnur skrifar:

        Samkvæmt Wikipediu er hann líka með rauðan þráð í gegnum sinn feril — ákveðna leikaðferð (3-3-3-1) sem hann vill alltaf að liðin sín spila. Mér finnst það ekki gæfumerki, sérstaklega ef titlana vantar. Hentar sú leikaðferð Everton? Ég veit ekki; Er alls ekki viss. Betra væri ef stjórar geta fundið þá leikaðferð sem hentar þeim leikmannahópi sem þeir hafa yfir að ráða í stað þess að reyna að þvinga leikmenn í stöður sem henta illa í þeim tilgangi að falla að „leikstíl stjórans“ (sbr. Van Gaal).

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Ég er ekkert að míga á mig yfir honum Diddi, og ef þú hefur ekki tekið eftir því þá sagði ég líka að þetta væri líklega kjaftæði.
        Hvað hefur hann gert? Hann gerði Argentínu að olympíumeisturum 2004 og sama ár varð Argentína í öðru sæti í Copa America. Hann kom Chile á HM 2010 þar sem hann kom þeim í 16 liða úrslit. Hann kom Athletic Bilbao í úrslit í Evrópudeildinni 2011. Hann er þekktur fyrir að ná öllu sem hægt er úr sínum leikmönnum og er sagður leggja svo mikla vinnu í að undirbúa sín lið fyrir hvern leik að það jaðrar við þráhyggju. Hann á það líka til að stika út velli í útileikjum áður en hann ákveður hverjir spila.
        Svo má líka geta þess að Pep Guardiola hefur sagt að hann sé knattspyrnusnillingur og álítur hann besta þjálfara í heimi.
        En hvað veit hann svosem?

  8. Eiríkur skrifar:

    31 leikur 39 stig með þennan mannskap!
    Ef að það er eitthvað sem að stjórnin er sátt við þá er eitthvað mikið að. Aðeins þrjú neðstu liðin hafa unnið færri leiki enn við.
    Ætla rétt að vona að þeir hafi metnað í FA cup, ekki var að sjá að menn legðu mikið á sig í dag fyrir sigur. Horfði svo á Leicester spila við Sunderland í dag, þar er game plan og vilji.

  9. Teddi skrifar:

    Everton vinnur C.Palace, heyrðuð það fyrst hér!

    Bæjó.

  10. Gunnþór skrifar:

    Vildi að þú hefðir rétt fyrir þér ,held bara að ástandið sé það slæmt að við verðum í strőggli það sem eftir er af tímabilinu. Segji en og aftur vonandi hef ég rangt fyrir mér.

    • Finnur skrifar:

      Hljómar eins og Ingvar sé farinn að kommenta fyrir þig? 🙂

  11. Gunnþór skrifar:

    Já það getur verið erfitt að sætta sig við staðreyndir Finnur minn.?