Goodison Park í apríl! Skráðu þig fyrir lok dags!

Mynd: Everton FC.

Það fer hver að verða síðastur að bóka sig í Íslendingaferðina í lok apríl en við gáfum frest til kvöldsins í kvöld til að panta hjá Vita Sport. Þetta er eina skipulagða Íslendingaferðin á vegum klúbbsins á tímabilinu og tækifæri fyrir ykkur til að upplifa frábæra ferð í góðra vina hópi. Við höfum alltaf tekið vel á móti þeim sem eru að fara í fyrsta skipti og líka leyft fólki að taka með sér gesti þó gestirnir hafi ekki áhuga á fótbolta eða styðji önnur lið.

Það er nefnilega mjög margt að sækja í Liverpool borg en hótelgistingin er nálægt miðbænum þar sem Bítlasafnið og risastóran verslunarkjarna er að finna. Við komum örugglega til með að kíkja líka á brasilíska steikhúsið fræga, Jamie Oliver veitingastaðinn, Cavern Club, þar sem Bítlarnir gerðu garðinn frægan, og náttúrulega kanna pöbbamenninguna vel.

Þannig að… endilega nýtið tækifærið og skráið ykkur fyrir lok dagsins í dag (miðvikudag 23. mars). Allar nánari upplýsingar hér!

15 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Var að klára greiðsluna í dag. Verður magnað.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Ég heyrði í Vita ferðum í dag og ef einhvern langar með þótt fresturinn sé runnin út þá er enn SÉNS að komast með, það er bara ekki 100%. Hún sagði að best væri að hafa bara samband sem allra fyrst.

  3. Finnur skrifar:

    Hann er þó ekki langur sá frestur því innan tíðar hefst forsala á miðum og við þurfum að vera eins snemma í því ferli og mögulegt er svo við getum fengið góð sæti saman í sömu stúku. Þannig að… Ekki bíða með að panta hjá Vita.

  4. Eiríkur skrifar:

    Þetta á ekki að koma neinum á óvart.
    Stigasöfnun hefur ekki gengið sem skildi.
    Enginn Everton maður í byrjunarliði Englands í dag 🙁
    Martines virðist ágætis náungi enn með þennan hóp af leikmönnum þá ættum við að vera ofar í töflunni.
    Vonandi að nýtt blóð í eigendahópnum skili okkur einhverju .
    Enn við erum í bullandi séns í bikarnum og það yrði nú gott búst fyrir klúbbinn..

    • Elvar Örn skrifar:

      Eiríkur, ég sé ekki hvað það skipti máli fyrir nokkurn mann að Everton maður sé ekki í byrjunarliði Englands í vináttuleik. Tel það ekki segja neitt reyndar, bara eðlilegt að hann prufi ýmsa menn í ýmsar stöður. Fáum nú vonandi að sjá amk Barkley koma inná, ég ætla amk að horfa á leikinn.
      Hinsvegar er ég alveg jafn mikið að vona og þú að nýja blóðið í eigandahópnum skili einhverju og bikarinn úhhhh hvað það myndi breyta öllu að vinna hann (dolla í hús og evrópudeild á næsta ári), eigum 25% séns á því.

  5. Gunnþór skrifar:

    Hann er búinn að missa klefann og það fyrir löngu það sést langar leiðir,meira að segja til íslands.Að vera með einn markahæsta leikmann deildarinnar og vera ekki á betri stað í deild segir allt sem segja þarf.GLEÐILEGA PÁSKA,með von um betri árángur í nánari framtíð.

    • Elvar Örn skrifar:

      Mér finnst þú Gunnþór alger kelling að rífa bara kjaft hægri vinstri. Drullast bara til að hringja í Vita ferðir strax eftir páska og komdu með í Everton ferðina, það vantar bara þig til að loka hringnum.

    • Ari S skrifar:

      Þú veist það bara ekkert Gunnþór minn, missa klefann kjaftæði.

      Gleðilega Páska og skelltu þér með drengjunum!!! 🙂

  6. Gunnþór skrifar:

    Mig langar alveg hrikalega en var að koma af goodison fyrir stuttu þanng að ég verð að sitja hjá núna.

  7. ólafur már skrifar:

    shitt hvað mig langar með í ferðina en ég verð að koma með ykkur í haust skandall að missa af þessu en áfram bláir

  8. Elvar Örn skrifar:

    Stones, Jagielka og Barkley byrja allir leikinn gegn Hollandi sem hefst klukkan 19:00. Gaman að því.

  9. Gunnþór skrifar:

    Hvernig voru þeir að standa sig? Sá ekki leikinn.

    • Diddi skrifar:

      Jagielka var svolítið lengi í gang 🙂 fannst mér allavega

  10. Elvar Örn skrifar:

    Enn bætist í hópinn. Haraldur Anton (bróðir) og Haraldur Huginn (stjúpi) verða með okkur Georg (og felögum) á pöllunum. Þetta verður svakalegt.