Everton – West Ham 2-3

Mynd: Everton FC.

Everton með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi en rautt spjald á Mirallas setti strik í reikninginn og vendipunkturinn í leiknum var þegar Lukaku mistókst að koma Everton í 3-0 fyrst úr víti og svo dauðafæri stuttu síðar.

Uppstillingin: Robles, Stones, Mori, Jagielka, Coleman, Oviedo, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku. Fimm varnarmenn inn á, þar af þrír miðverðir og Martinez ákvað að prófa Stones í djúpum miðverði í stað Barry. Bekkurinn: Howard, Baines, Barry, Besic, Osman, Deulofeu, Niasse.

Everton byrjaði líflega. McCarthy átti glæsilegt skot rétt utan teigs á 4. mínútu, fast og sveigði í loftinu og markvörður West Ham þurfti að hafa sig allan við að verja í horn.

Stones hefði með réttu átt að fá víti þegar hann var rifinn niður í teig upp úr horni þegar boltinn nálgaðist hann. Það kom þó ekki að sök því Lukaku skoraði stuttu seinna, Oviedo var með boltann á vinstri kanti, sá pláss opnast fyrir Lukaku upp við teig, sendi á hann og móttakan hjá Lukaku, sem eiginlega skóflaði boltanum inn fyrir vörnina, var frábær — tók á sprettinn og skaut stöngina inn. Lukaku þar með að skora 18. markið sitt á tímabilinu og búinn að skora 8. leikinn í röð á móti West Ham sem er félagsmet.

Leikurinn breyttist töluvert þegar Mirallas fékk rautt spjald á 34. mínútu. Hann hafði fengið gult fyrir dýfu í fyrri hálfleik og tók nokkrar glórulausar tæklingar í kjölfarið, greinilega búinn að gleyma spjaldinu. Síðasta tæklingin hans endaði með öðru gulu spjaldi og hann fór því í sturtu snemma.

West Ham fengu eitt almennilegt dauðafæri í fyrri hálfleik í kjölfarið en það kom á 41. mínútu, sending inn í teig og skot upp við mark en Robles gerði sig breiðan og varði glæsilega.

1-0 í hálfleik.

Bæði lið gerðu breytingu í hálfleik, Besic kom inn á (fyrir Stones) og Andy Carroll inn á fyrir þá (fyrir einhvern).

Það var athyglisvert að sjá hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, því það var ekki eins og það hefði áhrif á Everton að vera manni færri. Bættu bara í, stjórnuðu leiknum og skoruðu aftur á 54. mínútu. Þríhyrningur milli Lukaku og Lennon utan við teig og sá síðarnefndi kom á hlaupinu og tók boltann á lærið og náði þannig að komast á sprettinum inn fyrir vörnina. Einn upp við mark renndi hann boltanum framhjá markverði. 2-0 fyrir Everton.

Þetta leit svo ennþá betur út þegar Besic sólaði sig í gegnum vörnina á 65. mínútu og var felldur. Manni sýndist brotið reyndar vera fyrir utan teig en dómari dæmdi víti. Vítið frá Lukaku var eins og beint af æfingasvæði Liverpool — arfaslakt, ekki nógu langt til vinstri, ekki nógu fast (stoppaði í miðju hlaupinu) og beint í fangið á markverði. Þar hefði Everton átt að vera búið að klára leikinn en mistókst það. Og ekki bara einu sinni heldur tvisvar því stuttu síðar fékk Lukaku annað tækifæri en aftur brást honum bogalistin. Komst einn inn fyrir vörn West Ham og reyndi í algjöru dauðafæri að renna boltanum framhjá markverði en setti boltann í staðinn í fæturna á honum. West Ham menn hefðu ekki getað kvartað þó staðan væri 5-0 á þessum tímapunkti en í staðinn var þetta bara spurning um að halda tveggja marka forystu.

Martinez skipti því Niasse inn á fyrir Lennon á 74. mínútu, sem er með skrýtnari skiptingum sem maður hefur upplifað. Lennon búinn að vera frábær en kannski þreyttur. Deulofeu hefði þó verið eðlilegra eða bara að setja Barry inn á og þétta. Óreyndur sóknarmaður fyrir eldheitan kantmann var ekki það sem maður átti von á. En, maður kvartaði svo sem ekki mikið, enda Everton með undirtökin algjörlega, líklegri til að bæta við og ekki mikið að gerast í sóknarleik West Ham fram að því.

En það tekur á þolið að vera manni færri í klukkutíma og West Ham menn gengu á lagið. Ekki löngu síðar var Antonio búinn að minnka muninn fyrir West Ham. Markið var einfalt — fyrirgjöf frá vinstri inn í teig, þar sem Antonio stökk hæst og skallaði inn.  Staðan allt í einu orðin 2-1 og spenna komin í leikinn.

Sakho jafnaði svo fyrir þá á 81. mínútu. Aftur fyrirgjöf og aftur stökk West Ham maður hæst og skallaði inn. Maður trúði eiginlega ekki eigin augum, Everton virtist vera að landa sigri með auðveldum hætti, þrátt fyrir að vera manni færri enda höfðu þeir stjórnað leiknum leiknum fram að því.

Lukaku var svo skipt út af fyrir Barry á 89. mínútu en hann náði ekki að koma í veg fyrir sigurmark West Ham og hver annar en Payet að verki þar, í uppbótartíma náttúrulega. 2-3 fyrir West Ham.

Gríðarlega mikilvægur leikur um næstu helgi þegar Chelsea menn koma í heimsókn. Vonandi að leikmenn svari fyrir þann leik þar.

Einkunnir Sky Sports: Robles (6), Oviedo (5), Mori (6), Jagielka (6), Coleman (6), Stones (6), McCarthy (7), Mirallas (4), Barkley (6), Lennon (7), Lukaku (7). Varamenn: Besic (6), Niasse (5), Barry (5).

106 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Drullaðu þér burt Martinez!!!!!

  2. Diddi skrifar:

    kom af jarðarför móðurbróður míns þegar 75 mín voru búnar af leiknum og við 2-0 yfir, kveikti á og fór á aðra jarðarför 🙂 Þrír miðverðir í hóp láta einn vinna skallaeinvígi, er það allt í lagi 🙂

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    15 mínútur eftir, 2-0 yfir, manni færri og hvað gerir helvítis fíflið??? Setur annan sóknarmann inn á. Allir aðrir hefðu sett varnarmann eða varnarmiðjumann inn á og lokað sjoppunni. En ekki þetta helvítis heimska djöfulsins fífl.
    Everton mun ALDREI komast á meðal þeirra bestu, eða vinna nokkurn skapaðan hlut á meðan þessi fæðingarhálfviti er við stjórn.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Ingvar, þú ert fæðingarhálfviti. Góðir fyrsti 65 mín. Áttum að komst tvívegis í 3-0. Mjög skrítnar skiptingar og ömurleg úrslit.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ó er það èg sem er fæðingarhálfviti? Var það ég sem ákvað að gera breytingar á liðinu? Var það ég sem ákvað þessar skrítnu skiptingar eins og þú kallar þær sjálfur?
      Nei það var ekki ég það var Martinez.
      Hann ER ekki hæfur til að stjórna Everton, hann hefur aldrei verið það og verður aldrei. Það er mín skoðun að hann sé fæðingarhálfviti og ég hef fullan rétt á að láta þá skoðun í ljós.

  5. Gunnþór skrifar:

    Þetta er alveg rétt hjá Ingvari,EKKI EÐLILEGT AÐ VERA UM MIÐJA DEILD ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ.ÆTLA SVO EKKI AÐ TJÁ MIG MEIRA ÞAR SEM ÉG ER ENÞÁ BRJÁLAÐUR.

  6. Diddi skrifar:

    við verðum Englandsdmeistarar á næsta tímabili undir stjórn Martinez, verið bara rólegir, þetta er allt hluti af planinu okkar 🙂

  7. Ari G skrifar:

    Svakalega eru sumir hér orðljótir. Mér líkar ekki hvernig sumir aðdáendur tala um stjórann okkar. Ég er ekki stoltur að hafa svona aðdáendur. Allt í lagi að sumir vilja að stjórinn fari það er eðlilegt en kalla hann fæðingarhálfvita er Ingvari til skammar og hann ætti að leita sér að öðru félagi til að halda með. Martinez má fara í sumar sama er mér. Stjórinn fann Mora Ingvar efast um að þú hefðir fundið hann ef þú hefðir stjórnað Everton. Everton hefur spilað skemmtilegan fótbolta en vörnin hefur alveg klikkað í vetur það er Veikleiki Martinez að kunna að verjast.

    • Diddi skrifar:

      liðið hefur aðeins tapað einum útileik í vetur, það er styrkleikamerki en á móti kemur að heimaleikjaformið hefur ekki verið uppá marga fiska, ég treysti Martinez til að laga þetta 🙂 Mér finnst ekkert að því að menn láti gamminn geysa hér og er ánægður með innlegg Ingvars vinar míns og finnst þau öll eiga rétt á sér, vona bara að ég fái að hitta hann áður en langt um líður, ábyggilega skemmtilegur karakter 🙂 í alvöru 🙂

  8. Finnur skrifar:

    Samhryggist þér, Diddi. Leiðinlegt að ekki var hægt að hanga á forystunni en það hefur verið Akkílesarhæll liðsins á tímabilinu. Martinez er búinn að setja saman sterkasta hópinn sem við höfum séð frá því liðið varð Englandsmeistari síðast (og jafnvel lengra) og liðið að spila jákvæðasta og skemmtilegasta sóknarboltann sem ég hef nokkurn tímann upplifað Everton spila. Það vantaði herslumuninn í dag — ef vítið (eða dauðafærið) hefði fallið með okkur væri andinn hér allt annar. Þetta er alltaf spurning að finna rétta jafnvægið milli varnar og sóknar og við erum klárlega með hópinn í verkefnið þegar það jafnvægi finnst.

  9. Ari S skrifar:

    Ég samhryggist þér Diddi með móðurbróður þinn.

    Ég lagði mig í dag og ætlaði að horfa á leikinn en svaf yfir mig og vaknaði ekki fyrr an að síðari hálfleikurinn var að byrja. Ég var búinn að horfa á í nokkrar mínútur þegar ég komst að því að Everton var einum leikmanni færri og sá að Mirallas hafði verið rekinn útaf eftir að hafa nælt sér í tvö gul. Veit ekki hvernig þau gulu komu til en ljóst er að Mirallas er alls ekki að standa sig hjá félaginu okkar. Hann hefur of oft brugðist liðinu og það gerðist líka í dag. Fyrir stuttu var það „trend“ hérna á everton.is spjallinu okkar að allir vildu fá Mirallas inná… hann er ekki ógu góður fyrir Everton, seljum hann í sumar.

    Stones skipt út fyrir Besic og Besic stóð sig vel. Lennon skipt út af fyrir Niasse sem var frekar óskiljanleg skipting því að Lennon hefur verið duglegur að verjast í öllum leikjum sínum með liðinu fyrir utan náttúrulega hvað hann er góður sóknarmaður. Við megum alls ekki skammast út í nýja leikmanninn Niasse þó að skiptingin hafi verið óskijanleg. Kannski er Lennon meiddur? Þetta er ömurlegur dagur hjá Everton en áfram Martinez, þú lærir af þessu!

    Ingvar slakaðu á, þú þarft ekkert að vera svona orðljótur þó að þú sért svekktur og vondur út í Martinez. Athugaðu eitt að það er ekkert víst að við fáum betri framkvæmdarstjóra þó að hann fari. Og hann er ennþá bara ungur og lærir helling af sínum mistökum, það er ég viss um.

    Eitt enn, ég er ánægður með McCarthy sem mér finnst hafa verið að koma til í síðustu leikjum…

    Áfram EVERTON og MARTINEZ og Farhad Moshiri og Bill Kenwright!

    • Diddi skrifar:

      ég hef oft haldið fram hér að Mirallas sé heimskur og eigingjarn, kannski það sé að opnast fyrir mönnum, misskiljið ekki, hann er góður fótboltamaður en hausinn er ekki í lagi, forskrúfaður 🙂

  10. Gunnþór skrifar:

    Diddi við erum að gera allt of mikið af jafnteflum sem er sama og tap í stigasőfnun.mín tilfinning er sú að martinez sé ekki að ná útúr mönnum sem hann þarf til að ná árangri. Hann má eiga það að hann spilar flottan fótbolta en það er bara ekki nóg liðið er alltof opið varnalega með alla þessa getu varnalega og menn eru ekki með 100 prósent fókus þegar þeir eru að verjast sem er búið að sýna sig í alltof mörgum töpuðum návigum bæði í lofti og á jörðu þannig að annað hvort erum við að ofmeta leikmenn okkar sem ég tel ekki vera eða þjálfarinn ekki að ná útúr mönnum eins og hann á að gera. Eitt að lokum hugleðið aðeins munin á meistara bilic og okkar manni þar sem ég vill meina að okkar maður sé með töluvert sterkara lið.

    • Diddi skrifar:

      West ham átti aldrei séns í þessum leik og þetta tap okkar hefur ekkert með Bilic að gera að mínu mati,

  11. Ari G skrifar:

    ég hef engar áhyggjur þótt Everton hafi tapað í gær. Ein jákvaða við það að þá verður gert eitthvað í málunum og varnarleikurinn tekinn í gegn næsta tímabil. Er mjög bjartsýnn fyrst það mjög góðar fréttir að fá nýjan eigenda inn Everton það skiptir Everton mun meira máli en heimskulegt tap Everton á móti West Ham. Veit ekki hvort Martinez eigi að halda áfram en þá þurfa menn að koma með uppástungur hver eigi að taka við af honum. Allavega vill ég að hann klári tímabilið. Bikarinn er eftir og erfiðast andstæðingurinn þar núna Chelsea næst vonandi vinnst hann tel það hjálpi Everton að Chelsea eigi erfiðan leik í meistaradeildinni.

  12. þorri skrifar:

    Kæru félagar.Það var gaman að vera með ykkur á ölveri í gær.Leikurinn hjá okkar mönnum var mjög góður og skemtilegur að horfa á.Þó að Martínes hafi klikkað á skipingum á leikmönum þá má ekki bauna svona hrikalega á hann.Ingvar það má gagnrína leikina en ekki vera svona orðljótur.Ég held að Martínes eigi eftir að læra af sínum mistökum.verjum svolítið jákvæðir ÁFRAM EVERTON

  13. Gunnþór skrifar:

    Diddi það sem ég á við er að bilic er vinner þar liggur munurinn ekki hvort liðið er meira með boltann.

    • Diddi skrifar:

      West ham var tæplega 60% með boltann og Bilic er enginn winner, hann var búinn að drullutapa þessu og ef dómarinn hefði staðið sig í nokkrum atvikum hefði þetta aldrei skeð, horfðu á vítið, við höfum oft séð þau endurtekin þegar markvörður er kominn 2 metra af línunni og þrír úr liði mótherjanna eru komnir inní teig þegar Lukaku spyrnir. Mörg smá atriði sem koma þarna og hefur ekkert með Bilic að gera, hann var hundleiðinlegur leikmaður og er bara eins tímabils undur hjá West ham…….vonandi 🙂

  14. Gunnþór skrifar:

    Diddi hann er klókur.

  15. Gunnþór skrifar:

    Jú Diddi minn Það á að takast á hérna þetta er ekki halelúja síða.

  16. Gestur skrifar:

    Martinez burt og það í hvelli, er ekki hæfur að stjórna Everton.

  17. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég skal viðurkenna það að ég var óvenju orðljótur í gær.
    Kannski hefði ég átt að bíða með að tjá mig þar til ég væri hættur að titra af bræði.
    En ég gat ekki á mér setið lengur. Allt síðasta tímabil og allt þetta tímabil er ég búinn að vanda mig við að halda mig á mottunni og vanda mitt orðaval, en þetta klúður í gær var dropinn sem fyllti mælinn.
    Ég biðst afsökunar ef orðaval mitt hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum, það var ekki ætlunin.

    Ari G. Þessi gamla tugga um að ef maður er ekki ánægður þá eigi maður bara að finna sér annað lið að halda með er bara bull og þú veist það.
    Það virkar ekki þannig og hvort þú ert stoltur af mér sem stuðningsmanni Everton er mér nákvæmlega sama um. Hvort að ég hefði fundið Mori eða ekki veit ég ekkert um en ég hefði aldrei sóað peningum í Kone, McGeady, Alcaraz og Robles. Robles hefur þó verið skástur af þessum fjórum.

    Ari S. Það er rétt hjá þér að ég þurfti ekki að vera svona orðljótur og hefði ég beðið með að tjá mig hefði ég KANNSKI ekki verið það.
    Þú segir að Martinez sé enn ungur og muni læra af mistökum sínum.
    Því miður er það ekki þannig því hann er búinn að gera sömu mistökin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur, leik eftir leik eftir leik. Bæði þetta tímabil og það síðasta.
    Það er líka enginn efi í mínum huga að ef Martinez yrði rekinn eða segði af sér að sá sem tæki við myndi gera betur. Það er mín skoðun, og ég er langt frá því að vera einn um hana, að Martinez sé VERSTI framkvæmdastjóri sem Everton hefur haft.

    Diddi! Ég vona líka að við eigum eftir að hittast, maður hittir aldrei of oft aðra Everton menn.
    Samhryggist þér vegna frænda þíns.

    Ég skal í framtíðinni halda áfram að vanda orðaval mitt þegar ég tjái mig hérna en komi það fyrir aftur að ég missi mig svona þá vitið þið af hverju.

    Áfram Everton!!!

    • Diddi skrifar:

      Takk 🙂

    • Finnur skrifar:

      > Það er mín skoðun, ég er langt frá því að vera einn um hana, að Martinez sé VERSTI
      > framkvæmdastjóri sem Everton hefur haft.

      Æ, Ingar minn, stundum sprengirðu krúttskalann…

      Mike Walker. Þú ættir að vera nógu gamall til að muna eftir honum. Rekinn eftir minna en eitt tímabil. Vann 6 leiki samtals (17% sinna leikja).
      Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Everton_F.C._managers

      En það sem er kannski athyglisverðara, og ég var ekki búinn að átta mig á, er að vefsíðan hér að ofan (sem var uppfærð í síðasta mánuði), sýnir að ef frá eru talin gullaldarárin undir Harry Catterick og Howard Kendall (fyrsti kafli hans af þremur) þá er Roberto Martinez með *besta* sigurhlutfall nokkurs stjóra Everton (sem hafa stjórnað fleiri en 7 leikjum) frá því Will Cuff tók við Everton árið 1901.

      44.5% sigurhlutfall hjá Martinez er aðeins 2% lægra en hjá Harry Catterick sem vann ensku deildina tvisvar og FA einu sinni.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Og Walker var náttúrulega með jafn góðann hóp af leikmönnum eins og Martinez eða hvað??
        Og hvað meinarðu með krúttskalann?

        • Ari S skrifar:

          Ingvar krúttsprengja, af hverju heldur þú að Martinez sé með þennann góða hóp af leikmönnum? Komu þeir bara til hans og báðu um að fá að vera í Everton, Komu hin liðin til Martinez og vildu losna við þessa leikmenn?

          Það sem ég á við og er stóra spurningin, á hann ekki neinn þátt í því að þessir leikmenn mynda svona góðan hóp eins og þú heldur fram?

          kær kveðja, Ari

  18. Ari G skrifar:

    Ingvar hljóp á mig að segja þér að vinna nýtt lið biðst afsökunar á því. Mér líkar ekki að fólk er með skítkast en þú sást af þér og það ber að virða. Þú ert örugglega sannur Evertonmaður og verður það vonandi sem lengst. En ég er samt ekki sammála þér að Martinez sé versti stjórinn hann er ekki svo lélegur. Everton spilar skemmtilegan fótbolta það ber að virða. Mirallas braut heimskulega af sér og Lukaku tók lélega vítaspyrnu annars hefði Everton unnið leikinn. Finnst ekki sanngjarn að skella allri skuldinni á Martinez leikmennirnir bera líka sína ábyrgð. En varnarleikinn þarf að laga kannski væri gott að fá Moyes sem aðstoðarstjóra til að laga varnarleikinn.

  19. Helgi Hlynur skrifar:

    Þetta var fínn leikur, í 70 mínútur en úrslitin ömurleg. EN liðið er skemmtilegt í vetur og það hefur Evrtonliðið EKKI alltaf verið. Ég hef haldið með Everton í u.þ.b. 40 ár og á löngum tímum hefur maður ekki getað ættlast til meira af liðinu en að það nái 38 stigum og sleppi með það við fall. Nú er maður fyrir hverjum leik þó margir tapist þá eigum við þó allavega oftast séns og erum búnir að tapa ótrúlega mörgum stigum úr leikjum sem við höfum dómínerað. Persónulega vil ég mikið frekar vera neðan við miðja deild með frábært lið, 12 mörk í plús að spla glimrandi bolta en að merja 1-0 sigra með hundleiðilegum varnarbolta og vera að glefsa í evrópusæti. Ef menn þola ekki að hala með liði um miðja deild , afhverju halda menn þá með Everton? 😉 ÁFRAM MARTINEZ.

    • Ari S skrifar:

      Vel skrifað Helgi Hlynur…

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Og hvað heldur þú að liðið verði lengi frábært ef það endar alltaf fyrir neðan miðja deild Helgi?
      Hvernig á að halda mönnum eins og Lukaku, Barklay, Stones og fleirum hjá félaginu ef það endar alltaf fyrir neðan miðja deild? Hve lengi myndu þeir sætta sig við það?
      Ekki lengi held ég.

  20. Gunnþór skrifar:

    Ingvar þú þarft ekki að afsaka eitt eða neitt hérna á síðunni. Mín skoðun er sú að þeir sem eru ánægðir með martinez og stöðu liðsins í deildinni séu í verri málum en þú. Diddi? Hvernig væri að sýna smá metnað og taka simeone fyrir næsta tímabil og poppa þetta svolítið upp.

    • Diddi skrifar:

      ég vil frekar tapa öðrum hverjum leik 3-4 og gera 11 4-4 jafntefli en að fá einhvern varnarsinnaðan skíthæl til að stjórna EVERTON takk fyrir 🙂

      • Gunnþór skrifar:

        Þarna greinir okkur á allan tímann 1-0 sigra og titla heldur en þetta helvítis miðjumoð takk fyrir .

  21. Gunnþór skrifar:

    Diddi þú veist að góð vörn vinnur titla.

  22. Ari S skrifar:

    Gunnþór hvað vann Moyes marga titla með Everton?

  23. Gunnþór skrifar:

    Ari moyes spilaði bara á stirkleika liðsins og gerði það mjög vel miðað við manskap þá, með öðrum orðum var hann ekki með manskap Til að berjast um titla þó hann hafi verið miklu nær því en martinez.

  24. Gestur skrifar:

    Ég skil ekki hvernig menn geta verið ánægðir með gengi liðsins.
    Að liðið spili skemmtilegan fótbolta kafnar bara í lélegum úrslitum endalaust. Liðið er í 12 sæti núna og er bara búið að vinna 4 sigra á heimavelli í 15 tilraunum. Að halda því fram endalaust að liðið sé svo gott að þetta sé allt í lagi að vera þarna á seinna spjaldinu er mjög pirrandi og það að ef ég held með Everton á ég að sætta mig mig við að liðið sé um miðja deild. Nei takk, ég hef mettnað og ég vill að Everton hafi það líka. Enn og aftur segi ég, Martinez hefur ekki getu til að stjórna Everton lengur og hann verður að fara burt.

    • Diddi skrifar:

      Gestur, það er verið að byggja upp frábært lið og ég vil frekar halda góðum stjóra en að hafa 12 stjóra á næstu 12 árum eins og Newcastle og fleiri lið hafa haft. Martinez er graður og vill meira og meira og er stundum heldur gráðugur, en eins og ég hef sagt þá er hann líka að læra. Gefum honum séns. Hann er rétti maðurinn 🙂

      • Gestur skrifar:

        Mörg lið hafa líka haft kjark til að breyta um stjóra með mjög góðum árangri. Það er alltaf verið að byggja upp lið og Martinez hefur fengið mestan pening til þess. En hann virðist bara ekki koma liðinu upp fyrir 10 sæti.

        • Finnur skrifar:

          Þessi „mestan pening“ fullyrðing er svolítið sérkennileg hvenig sem litið er á hana. Fjárhagslega erum við að tala um epli og appelsínur (allt aðrar aðstæður nú) og það er bara einn annar maður til að bera saman við því varla erum við að fara að bera saman eyðslu nú við það sem gerðist fyrir tíma Moyes? Það þarf að fara langleiðina aftur á síðustu öld til þess…

          En látum það liggja á milli hluta því við vitum það alveg að Martinez hefur ekki fengið fúlgur fjár til að kaupa nýja leikmenn. Jú, jú, hann fékk smá auka innspýtingu til að kaupa Lukaku, sem er eðlilegt; nýir stjórar fá yfirleitt smá budget til að vinna úr en það má ekki gleyma því að hann þurfti að selja fjóra leikmenn til að fjármagna stóran hluta af sínum kaupum (Fellaini, Anichebe, Jelavic og Naismith). Bara þessir fjórir voru leikmenn upp á 42M punda (skv. soccerbase punktur com) sem þarf að finna aðra leikmenn í staðinn fyrir.

          • Gestur skrifar:

            Á þessum 3 tímabilum hefur Martinez keypt leikmenn fyrir 97,7m punda og selt fyrir 50m punda. Fyrir þetta tímabil er eyðslan 27.7m punda og það hefur sismikið komið út úr þessum kaupum.
            Dealofeu var keyptur á 4,3m byrjaði ágætlega en fór svo að væla og gat aldrei spilað 90mín og hefur verið á bekknum síðan fyrir jól.
            Mori á 9,5m komið sterkur inn en það hefur ekki dugað vörnin eins og gata sigti. Lennon 4,5m er að spila sig inní liðið núna og hefur verið ágætur en getur dottið niður. Niasse á 13,5m eru mjög skrítin kaup, hann var ekki í formi þegar hann kom og nú er 7.mars og bara 9 leikir eftir og hann hefur komið inná í tveimur deildarleikjum og ekki virkað. Vonandi verður sprækur á næstu leiktíð. Cleverley kom svo frítt og hefur verið upp og ofan kannski verið spilað úr stöðu. Martinez hefur fengið að versla aðeins og ætti að vera hærri á töflunni. Til samanburðar hefur Leicester eytt 49.8m á þremur tímabilum.

          • Finnur skrifar:

            Sérkennilegt að bera þetta saman við Leicester. Ég held að ekkert lið á Englandi standist þann samanburð.

          • Gestur skrifar:

            Ég get alveg tekið fleiri lið til samanburðar á þremur tímabilum West Ham 79.450m punda Tottenham eru í plús 25.400m punda og Stoke sem eru fyrir ofan Everton 23.550m og Arsenal 111.100m punda.

          • Diddi skrifar:

            manutd er búið að kaupa leikmenn fyrir 250-300 millj. punda á þessu tímabili Gestur, samkv. því ættu þeir að vera deild ofar en Everton. Hættu nú að berja hausnum við steininn og slakaðu á og njóttu þess sem er eftir af tímabilinu 🙂

        • Orri skrifar:

          Sæll Gestur.Hvaða lið hafa bætt stöðu sína til mikila muna við að skipta um stjóra þegar er aðeins 2 mánuðir eru eftir af tímabilinu ??????????????

          • Ari S skrifar:

            Mér finnst það barnalegt að bera saman tölur það er eins og þetta sé eitthvað Excel skjal sem þú vitnar í Gestur? Hvað eiga þessar tölur að segja okkur?

          • Gestur skrifar:

            Ekki hef ég það alveg á kantinum hvaða lið hafa skipt um stjóra þegar akkúrat 2 mánuðir eru eftir. Þar eru aðallega lið í fallbaráttu og hjá liðum sem hafa valdið vonbrigðum og þar hlítur Everton að vera. Martinez sagði að evrópusæti væri markmið þetta tímabil en hann er nú ansi langt frá því.

          • Finnur skrifar:

            Þetta er akkúrat vandamálið þegar kemur að því að rýna í tölurnar. Við vitum voða lítið um verðið í flestum tilfellum. Allir, nema klúbburinn náttúrulega — sem er eini aðilinn sem veit hvað allir kostuðu, eru að giska á verðið þegar kaupverðið er ekki gefið upp þannig að þú færð jafn margar tölur og vefsíðurnar eru margar (nema þær api vitleysuna hver upp eftir öðrum).

          • Ari S skrifar:

            Ekki langt frá því ef við vinnum bikarinn.

          • Ari S skrifar:

            Góður Finnur.

          • Gestur skrifar:

            Þessar tölur segja okkur að Martinez hefur verið að versla og Everton ætti að vera hærra á töflunni.

          • Gestur skrifar:

            Það væri það eina sem gæti bjargað Martinez að vinna bikarinn.

          • Orri skrifar:

            Sæll Gestur.Ég held að Everton undir stjórn Martinez eigi eftir að gleðja þig vonandi í nokkuð mörg ár,ég vona það fyrir okkur öll sem styjum Everton.

        • Ari S skrifar:

          Þetta er blekking Gestur. Þegar lið skipta um stjóra þá ná liðin oftar en ekki góðum úrslitumstrax íbyrjun en síðan fjarar út… mér þætti gaman ef þú gætir rökstutt þína fullyrðingu aðeins betur og þá meina ég þessa fullyrðingu hérna:

          „Mörg lið hafa líka haft kjark til að breyta um stjóra með mjög góðum árangri.“

  25. Gunnþór skrifar:

    Það á að láta hann klára tímabilið það er hvort sem er búið að klúðra því en martinez virðist ekki koma liðinnu ofar en tíunda sæti þannig að breitinga er þörf nema menn vilji og séu sáttir við að vera um miðja deild.

    • Diddi skrifar:

      ég er handviss um að Martinez gerir frábæra hluti á næsta tímabili, þetta fer í reynslubankann hjá þessum mönnum og ég hlakka til leikmannamarkaðarins í sumar og er fullur bjartsýni á frábært gengi á næsta tímabili. Ef það fer ekki eins og ég hef væntingar um þá, og ég endurtek ef !!!!!!! Þá fara að læðast að mér efasemdir en aðeins þá 🙂

      • Orri skrifar:

        Sæll Diddi.Þetta er bara að ég held rétt hjá þér,það er bjart útlit hjá okkur næsta tímabil,þar held ég að Martinez sé lykilmaður í því plani.

    • Ari S skrifar:

      Ég hef ákveðið að leyfa þér að klára tímabilið með Everton Gunnþór minn. Sjáum til í sumar hvað Martinez gerir… og þegar Ibrahimovich og Yarmolenko verða komnir til okkar… og já Neymar líka…. þá verðum við í góðum málum. Engin ástæða til að kveðja hann strax 🙂

      Og haha má ég bæta við… að engin af þessum þremur eru vararmenn, bara sókn…armenn!

      Yahooooo….

  26. Ingvar Bæringsson skrifar:

    http://www.dailypost.co.uk/sport/football/football-news/worrying-parallels-between-everton-fcs-11010730

    Miðað við það sem hér er skrifað er ekki svo mikill munur á Martinez og Mike Walker. Það er ekki gæfulegt.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Það ekki allt satt sem skrifað erum.

      • Ari S skrifar:

        Ég er sammála Orra, það er ekki alltaf allt rétt og satt sem skrifað er um Everton þó það komi að utan. David Prentice er alveg svakalega virutr og góður blaðamaður og hann er Everton aðdándi skilst mér en hann hefur ekki alltaf rétt fyrir sér… komon hann vinnur viða ð skrifa fréttir og stundum búa þær til…

        TIL DÆMIS FINNST MÉR EKKERT LÍKT MEÐ WALKER OG MARTINEZ…

  27. Elvar Örn skrifar:

    Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt kaup Farhad Moshiri á stórum hluta í Everton (49.9% að sögn), svo þetta er officially komið í gegn:
    http://www.evertonfc.com/news/2016/03/08/investment-update

    • Ari S skrifar:

      Já þetta eru glæsilegar fréttir, það verður gaman þegar við kaupum Neymar í sumar…

  28. Ari S skrifar:

    http://www.managerstats.co.uk/clubs/everton/

    All Everton Managers

    Manager From Until Hons Games per Honour W D L Total Win%
    Howard Kendall 1981 1987 7 46.71 177 76 74 327 54.13
    Dick Molyneux 1889 1901 1 386.00 194 64 128 386 50.26
    Steve Burtenshaw (caretaker) 1977 1977 0 n/a 4 2 2 8 50.00
    William C Cuff 1901 1918 2 288.50 275 110 192 577 47.66
    Harry Catterick 1961 1973 5 119.40 278 157 162 597 46.57
    Roberto Martinez 2013 Now 0 n/a 59 37 37 133 44.36
    Theo Kelly 1936 1948 1 235.00 101 42 92 235 42.98
    David Moyes 2002 2013 0 n/a 218 139 161 518 42.08
    Colin Harvey 1987 1990 1 169.00 71 52 46 169 42.01
    Johnny Carey 1958 1961 0 n/a 51 21 50 122 41.80
    W E Barclay 1888 1889 0 n/a 9 2 11 22 40.91
    Gordon Lee 1977 1981 0 n/a 95 73 70 238 39.92
    Joe Royle 1994 1997 2 59.00 47 36 35 118 39.83

  29. Ari S skrifar:

    Walter Smith 1998 2002 0 n/a 53 50 65 168 31.55

  30. Einar Gunnar skrifar:

    The Telegraph hefur ekki verið talið einhvert götublað fram að þessu. Fyrirsögnin er: „Everton players losing faith in Roberto Martinez ahead of crucial FA Cup tie“.
    Síðar segir: „Moshiri will wait until the summer before deciding whether any major personnel changes are needed at Everton.
    But the billionaire investor is determined to push the club forwards and Martinez needs to convince his new boss and his players that he remains the best man for the job – starting in the FA Cup this weekend.“

    http://www.telegraph.co.uk/football/2016/03/08/everton-players-losing-faith-in-robert-martinez-ahead-of-crucial/

  31. Elvar Örn skrifar:

    Strákar, þessi þráður er kominn með 72 comment sem er bara magnað verð ég að segja. En why ohh why eru menn ekki eins mikið að ræða frammistöðuna þegar við sigrum?
    Væri amk til í að sjá meira af commentum þegar Everton vinnur leiki.

    Ég horfði á þennan leik aftur, þ.e. fyrstu 75 mínúturnar og það er eiginlega lyginni líkast að hann hafi endað með 2-3 tapi. Fram að þessum tíma vorum við frábærir í vörn sem sókn og ég tók sérstaklega eftir því hve vel vörnin var að standa sig eða allt þar til við fengum fyrsta markið á okkur.

    Fengum auðvitað tvö gullin tækifæri sem Lukaku náði ekki að klára (víti og síðar einn á móti markverði) en auðvitað á 2-0 að halda þegar 12 mínútur eru eftir.

    Mér er slétt sama þó menn séu með skítkast útí hinn og þennan, hvort sem það er útí leikmenn eða Martinez. Ég hinsvegar gef mér auðvitað leyfi á að gagnrýna líka og ekki síst þá sem eru að gagnrýna hér (hef lúmskt gaman af því).

    Ég tel auðvitað snar-galið að losa sig við Martinez og þá sérstaklega núna. Hvað sem verður í sumar kemur bara í ljós. Þetta er nokkuð einfalt fyrir mér, á meðan Martinez er stjóri þá styð ég kallinn, ekki þó nema hann sé með algerlega allt niðrum sig sem hann er ekki. Sjáldan hefur Everton spilað skemmtilegri bolta og t.a.m. hefur liðið ávallt verið veikt sóknarlega en er nú komið með 51 mark eða bara 1 marki minna en Leicester og M.City (og á leik til góða minnir mig). Markatalan er 12 í plús en erum samt fyrir neðan miðju sem meikar bara ekki sens.

    Komumst í undanúrslit deildabikars (ömurlegt að komast ekki í úrslitaleikinn gegn Red Shite). Erum einnig komnir í 8 liða úrslit FA bikars og spurning hvort við komumst ekki bara lengra þar. Væri nú alveg til að bjarga vetrinum.

    Þó liðið sé líklega á svipuðum slóðum og í fyrra þá er liðið að spila svo miklu betur að það er engu lagi líkt. Þarf ekki liðið bara að fá sér sterkan varnarþjálfara til að hjálpa Martinez?

    Well, nóg í bili. Tökum Chelsea um helgina og hirðum þessa FA dollu.

    • Gunni D skrifar:

      Talandi um varnarþjálfara, þá dettur mér strax í hug gömul Evertonhetja að nafni Dave Watson. Einhver mesti varnarjaxl sem Everton hefur átt og fyrirliði í mörg ár. Hann hefur eitthað fengist við þjálfun og þjálfaði m.a. Tranmer Rovers. Árangur kanski ekkert sérstakur. En hann kunni að verjast sem leikmaður.

  32. Gunnþór skrifar:

    Elvar það er ekki nóg að spila flottan fótbolta það verður að ná hagstæðum úrslitum um það snýst fótbolti að ná í f….. 3 stig.Af hverju er galið að henda stjóranum núna þetta getur ekki versnað það er klárt.Svo er bara finna arftaka sem fyrst hvort sem hann byrjar fljótlega eða strax í vor og fara að undirbúa næsta tímabil.

    • Elvar Örn skrifar:

      Gunnþór, þú ert nú meiri rugludallurinn, ég sagði ekki að það væri nóg að spila flottan fótbolta og tapa en það er djöfulli gremjulegt að vera á sama stað og í fyrra þrátt fyrir að spila svona mikið mikið betur en þá.

      Ég held að það sé alger óþarfi að skipta um stjóra núna og í raun ekki gott fyrir hópinn en klárlega gætu næstu leikir ráðið því hvort skipt verði um stjóra í lok leiktíðar eða ekki. Sjáum hvað setur elsku Gunnþór minn.

      Ef ég og Georg förum á ferðina í næsta mánuði að sjá Everton-Bournmouth þá er eins gott að þú drullist með okkur, annað væri stríðsyfirlýsing.

      Áhugaverður leikur um helgina þar sem við mætum Chelsea því ef við vinnum þann leik, þá skiljanlega komumst við í undanúrslit FA bikars en eins og margir vita þá fer hann fram á Wembley sem er klárlega mikilvægt fyrir okkar ungu leikmenn að upplifa.

  33. Gestur skrifar:

    Sammála þér, ef úrslitin er ekki góð er ekki hægt að hafa gaman af leiknum. Það er farið að hitna undir Martinez líka í innsta hring og þetta á bara eftir að versna.

  34. Ari S skrifar:

    Einar Gunnar kæri vinur, þegar svona fáránlegar fullyrðingar koma fram algerlega án rökstuðnings (enn hefur enginn leikmaður komið fram og sagt þetta) þá tel ég þetta vera hugrenningar blaðamanns og ýkjur.

    Menn ráða því auðvitað sjálfir hvort að þeir trúi svona fáránlegum fullyrðingum en þangað til að annað kemur í ljós og ekkert hefur bent til þess að þetta sér rétt…. þá segi ég hér og nú… þetta er bull! Athugaðu eitt að blaðamenn eða fréttamenn sem segja svona vita ekkert meira en ég og þú oft á tíðum… 🙂

    kær kveðja, Ari

    ps. ég ætla ekki að „klikka“ á linkinn sem þú sendir, það er svo langt síðan ég hætti að laáa fréttamenn mata mig á spádómum sínum og taka því sem heilögum sannleik. Ég hef iðkað það hérna á Ísland meðal annars, í nokkur ár.

    • Diddi skrifar:

      ég segi sama og Ari S, ég er búinn að fylgjast nógu lengi með boltanum til að láta ekki einhverja blaðasnápa mata mig á einhverjum lygum 🙂

      • Orri skrifar:

        Sæll Diddi.Ég er sammála ykkur maður á ekki að láta einhverja blaðasnápa rugla sig alveg í ríminu.En það er mér alveg skaðlaust að menni trúi öllu sem í þá er logið.

  35. Ari S skrifar:

    … og annað…. auðvitað bíður Moshiri til sumars með að taka ákvarðanir, við þurfum ekkert að vitna í blaðamann með það.

    kveðja

  36. Gunnþór skrifar:

    Ari minn ertu ekki rólegur annars.

    • Ari S skrifar:

      Jú af hverju ætti ég ekki að vera það Gunnþór minn?

      • Ari S skrifar:

        Ert þú annars ekki eini maðurinn sem sagðist hafa verið bjálaður eftir síðasta leik? Segi svona hehe 😉

  37. Ari G skrifar:

    Við eigum að sætta okkur við Martinez fram á næsta sumar. NýjI eigandinn á að ráða þessu hvað hann gerir og vill eyða miklum peningum í nýja leikmenn. Meðan enginn hér kemur með lausnir hver á að taka við Martinez þá á hann að vera áfram í vetur. Óheppnin hefur elt Everton í allan vetur og klaufaskapur í vörninni. Hættum að gagnrýna Martinez nema að koma lausnir til að leysa vanda Everton. Gagnrýni er sanngjörn en spilamennska Everton lagast ekkert þótt vilji reka stjórann og koma með engar lausnir í staðinn.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ari.Ég er sammála þér við eigum að hætta að hugsa um að reka Martinez,við eigum styðja hann miklu frekar.

      • Ari S skrifar:

        Hjartanlega sammála ykkur báðum. En gleymum því ekki að ennþá getur nýji eigandinn ekki rekið Martinez einn og sér þó hann hafi mikil áhrif… 49.9 munið…….

  38. Gestur skrifar:

    Þið eruð alltof góðir og tryggir….

    • Ari S skrifar:

      Og þið eruð alltof æstir og neikvæðir….

      chillout 😉

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Ég vil nú frekar meina að þetta sé raunsæi en ekki neikvæðni ☺

  39. Elvar Örn skrifar:

    Ansans, Costa og Hazard meiddust í kvöld og gætu misst af FA cup leiknum gegn Everton á laugardaginn. Væri bara besta mál.

  40. Elvar Örn skrifar:

    Ætlum við ekki að ná 100 commentum hér áður en ný frétt kemur inn?

  41. Ari S skrifar:

    Ég var einmitt að hugsa það sama í gær 🙂

  42. Gunnþór skrifar:

    ÁFRAM EVERTON .Veit ekki um ykkur en mig er farið að langa að vinna titla.

    • Orri skrifar:

      Það er einn í boði fyrir okkur.Verður hann ekki okkar í vor.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Það er óskandi, eini gallinn við það er að þá heldur Martinez líklega starfinu ?
        Ég hef reyndar, merkilegt nokk, séð nokkur komment á Toffeeweb þar sem menn vonast eftir tapi á laugardaginn og að Martinez verði þá rekinn. Ég verð að segja að þrátt fyrir að vilja losna við hann þá vil ég frekar bikar
        enda þoli ég ekki að tapa.

        • Ari S skrifar:

          Ingvar, er eitthvað meira að marka hlutina ef þeir eru sagðir á Toffeeweb?

          Að menn óski þess að liðið tapi á laugardaginn til þess að Martinez verði rekinn er klikkun.

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Ég var ekki að segja að það væri meira að marka það sem þar er skrifað, ég sagði bara að ég hefði lesið þessi komment þar.

        • Orri skrifar:

          Sæll Ingvar.Nú vonum við bara að Everton klári þetta bikardæmi svo við verðum öll glöð með okkar lið.Ég trúi því að það séu bjartir tímar framundan hjá okkur.