full screen background image

Chelsea – Everton 3-3

Mynd: Everton FC.

Everton liðið mætti á Stanford Bridge í dag, höfðu í fullu tré við Chelsea liðið og ef ekki hefði verið fyrir mistök línuvarðar á síðustu sekúndum leiksins hefðu þeir loksins náð að kveða niður Svíagrýluna á Stamford Bridge sem hefur verið að há liðinu allt of lengi.

Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Ovideo, Barry, Besic, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku. Varamenn: Robles, Mori, Osman, Pienaar, Deulofeu, Kone.

Liðin skiptu með sér boltanum nokkuð jafnt allan leikinn, Chelsea með meiri pressu en Everton klárlega hættulegri í sínum aðgerðum og með mun fleiri tilraunir að marki í fyrri hálfleik (5 á móti einni).

Lítið að gerast fyrsta korterið þangað til Willain átti eina skot Chelsea sem rataði á mark í fyrri hálfleik (á 15. mínútu) þegar hann komst óvaldaður inn í teig hægra megin en skotið of auðvelt fyrir Howard.

Everton svaraði strax með marki frá Mirallas sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Stuttu síðar fékk Everton svo skyndisókn þar sem Barkley tók skotið inni í teig utarlega en skotið var blokkerað. Boltinn barst þó til Oviedo fyrir framan teig og í raun hefði hann átt að skora þar sem markvörður Chelsea var illa staðsettur en skotið frá Oviedo framhjá.

Mirallas var einnig ekki langt frá því að skora, fékk sendingu fram völlinn, tók snúning á miðjumann Chelsea og skildi hann eftir eiginlega hálf niðurlægðan og brunaði sjálfur í sókn. Tók skotið fast rétt utan teigs og boltinn stefndi í hornið niðri hægra megin en Cortious varði glæsilega í horn. Chelsea aftur að sleppa með skrekkinn.

0-0 í hálfleik.

Everton hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og uppskáru mark, sjálfsmark frá Terry á 48. mínútu. Lukaku hélt boltanum vel utan við teig í aðdragandanum, sendi á Baines upp vinstra megin inn í teig, og hann gaf fyrir. Þar hreinsaði Terry í vinstri löppina á sér og sparkaði svo í eigið mark. Hefði reyndar verið Everton mark þó hann hefði ekki verið þar því Lukaku var fyrir aftan hann, tilbúinn að pota inn. Gildir einu því staðan var orðin 0-1 fyrir Everton.

Örstuttu síðar átti Barkley skot í stöng úr þröngu færi vinstra megin. Aftur skall hurð nærri hælum hjá Chelsea. En á 54. mínútu kom annað mark. Aftur var Baines með fyrirgjöfina, lága út í teig og Mirallas tók við fyrirgjöfinni, tók snúning inni í teig, sem skildi varnarmann eftir og þrumaði inn. 0-2 Everton en ekki má gleyma að nefna framlag Barkley sem átti flott hlaup upp miðjuna með boltann þegar sóknin leit út fyrir að vera að fjara út.

Howard átti svo vörslu dagsins þegar Diego Costa reyndi hælspyrnu sem fór í boga yfir Howard, leit út fyrir að vera óverjandi en með einhverjum ótrúlegum hætti náði Howard að teygja sig í boltann og slá hann út í teiginn.

En það sem fylgdi á eftir var arfaslakur tveggja mínútuna kafli sem hófst með því að Costa minnkaði muninn á 64. mínútu. Ekkert að gerast, svo kom löng sending fram frá varnarmanni Chelsea og misskilningur milli Jagielka og Howard olli því að þeir rákust hvor á annan og Costa naut góðs af því; komst einn inn fyrir og setti boltann í autt netið. Staðan 1-2 fyrir Everton. Og Chelsea menn gengu á lagið og höfðu aldeilis heppnina með sér aftur aðeins tveimur mínútum síðar þegar þeir tóku skotið utan teigs og boltinn breytti stefnu af varnarmanni Everton og fór í netið á nærstöng þegar Howard var (réttilega) búinn að kasta sér til að verja á fjærstöng.

Og ólánið hélt svo áfram þegar Oviedeo fór meiddur út af á 71. mínútu. Fékk spark í löppina eftir hreinsun en í hans stað kom Mori sem tók stöðu miðvarðar og Stones fór þar með í hægri bakvörð.

Hættulegt færi Chelsea fylgdi í kjölfarið en þá vantaði mann í skotið eftir fyrirgjöf og hinum megin komst Mirallas einn inn fyrir vörnina eftir flotta sendingu gegnum varnarlínuna en hann lét Courtois verja frá sér. Hefði átt að gera betur þar.

Pienaar og Deulofeu komu svo inn á fyrir Barkley og Lennon á 80. mínútu.

Lukaku reyndi skot á mark eftir stoðsendingu frá Deulofeu stuttu síðar en boltinn fór í haus á varnarmanni Chelsea og þaðan í horn. Deulofeu tók hornið, fékk hann aftur eftir hreinsun og sendi algjörlega frábæra sendingu á fjærstöng. Mori og Lukaku báðir mættir þar og Mori skoraði. 2-3 fyrir Everton í uppbótartíma og allt leit út fyrir að Everton næði langþráðum sigri á Stamford Bridge.

Chelsea menn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna og áttu skot stuttu síðar sem (aftur) breytti stefnu af varnarmanni og fór rétt framhjá.

Uppbótartíminn átti að vera sjö mínútur en dómarinn bætti við mínútu vegna marks Everton og nokkrum sekúndum áður en sá tími rann út tókst rangstæðum Terry að pota inn á síðustu sekúndum leiksins. Fullkomlega ósanngjarnt jafntefli því niðurstaða — Everton betra liðið í leiknum en tapaði þremur stigum á rangstöðumarki á síðustu sekúndunni. Maður trúði ekki eigin augum.

Einkunnir Sky Sports: Howard (6), Baines (8), Jagielka (7), Stones (6), Oviedo (6), Barry (7), Besic (6), Mirallas (8), Barkley (7), Lennon (6), Lukaku (6). Varamenn: Deulofeu (7), Pienaar (6), Funes Mori (7).

35 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Gaman að sjá svona breytingar, Lennon, Mirallas og Oviedo inn og við ekkert lakari fyrir vikið. Kannski bara sterkari? Ég hef ekki séð nema síðustu mínútur í fyrri hálfleiknum (það er hálfleilkur þegar þetta er skrifað) og það flottasta fannst mér þegar Mirallas sneri einn leikmann Chelsea af sér rétt fyrir utan vítateig og átti gott skot að marki. Hefði verið frábært fyrir hann að setja eitt þarna í þessu glæsilega „múvi“

  Áfram Everton við tökum þetta í seinni hálfleiknum!

 2. Gestur skrifar:

  Vörnin alveg arfa slök núna í seinni hálfleik, ég held að það þurfi ekkert að semja við Oviedo , hann er alltaf meiddur

 3. Einar Gunnar skrifar:

  Ég ætla ekkert að segja í bili, „over and out!“.

 4. Gunni D skrifar:

  Þarna voru menn sofandi að bíða eftir lokaflautinu.97:55 og rangstaða. Síðasta markið átti aldrei að standa.

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Rændir af dómara einu sinni enn ?

 6. Teddi skrifar:

  Á næsta video-fundi verður farið yfir fagnaðarlæti í lok leikjanna gegn Bournemouth og Chelsea, fyrst heimskir áhorfendur og svo blóðheitur S-Ameríkani.

  Extra f&#$#$g pirrandi að Terry skori síðasta markið.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Ég vil ekki kenna Mora um þetta þrátt fyrir að hafa tekið langan tíma í að fagna.
   Það hafði ekkert með það að gera að Terry var kolrangstæður þegar hann skoraði.

  • Ari S skrifar:

   Þetta var skemmtilegasta momentið í leiknum.

   Mori var virkilega flottur þarna í fagninu og stimplaði sig vel í Everton fjölskylduna með þessu fagni. Flott að fagna með áhorfendunum og gefa þeim gleðistundina.

   Ég hefði alveg viljað vera sá sem að fékk hárbandið hjá honum hehe. 🙂

   Við megum ekki taka þessi tvö „fögn“ gegn Bournemouth og núna Chelsea og gera eitthvað ljótt úr þeim þó að menn hafi fagnað of snemma. kær kveðja, Ari. 🙂

   Vonandi verður mitt innlegg lesið upp á næsta video-fundi Teddi 😉

 7. Diddi skrifar:

  okkur veitti nú ekki af sigri í þessum leik og höfðum alveg unnið fyrir þremur stigum og vorum hreinlega rændir þeim. Liðið flott en samt svolítið brothættir 🙂

  • Ari S skrifar:

   Diddi segir:
   16/01/2016 kl. 17:51
   okkur veitti nú ekki af sigri í þessum leik og höfðum alveg unnið fyrir þremur stigum og vorum hreinlega rændir þeim. Liðið flott en samt svolítið brothættir 🙂

   LIKE

   • Diddi skrifar:

    Ari S segir:
    Diddi segir:
    16/01/2016 kl. 17:51
    okkur veitti nú ekki af sigri í þessum leik og höfðum alveg unnið fyrir þremur stigum og vorum hreinlega rændir þeim. Liðið flott en samt svolítið brothættir 🙂

    LIKE BIG LÆK 🙂

 8. Ari S skrifar:

  Nú verða allir (sérstaklega leikmenn og þjálfari) að gleyma þessum LÆK ég meina LEIK en þó læra af honum og snúa sér að því að vinna Swansea í næsta leik og Manchester City þar á eftir.

  Já það eru ár og dagar síðan við hefðum verið fullkomlega sátt við jafntefli á útivelli gegn sterkum liðum eins og Manchester City og Chelsea en núna eru allir „brjálaðir“ hehe. ÞAÐ ER í rauninni jákvætt.

  Kær kveðja, jákvæði klúbburinn…

  ÁFRAM EVERTON!

 9. Finnur skrifar:

  Ég þurfti oft um helgina að stoppa sjálfan mig í að kommenta á þennan leik. Stundum er best að segja ekki neitt og ég ætla þar að halda uppteknum hætti.

  En þetta er fín grein frá Peter Reid — mjög sammála honum. Þetta blessaða lið okkar verður að fara að læra að drepa svona leiki, þó það þýði að fótboltinn sem verði þá í boði sé ekki jafn skemmtilegur. Það er eitt að Everton bjóði upp á mesta skemmtanagildi fyrir hlutlausa áhorfendur með mörkum báðum megin vallar en samt. Aðalatriðið verður að vera að vinna leiki.

  En á hinn bóginn má heldur ekki gleyma því að liðið hans Moyes var komið á endastöð og hann viðurkenndi það sjálfur að það hefði þurft nokkuð átak til að yngja hópinn upp en það er nú í forgangi og mjög margir leikmenn hjá okkur sem lofa mjög góðu fyrir bæði nærframtíð sem og til lengri tíma litið.

  Í lokin er rétt að geta þess að Baines og Mirallas eru í liði vikunnar að mati BBC:
  http://www.bbc.com/sport/0/football/35339614

 10. Georg skrifar:

  Agalega er maður búinn að vera pirraður eftir þennan leik og er í raun ennþá pirraður yfir þessu.

  Við áttum algjörlega skilið að taka öll 3 stigin en því miður fyrir okkur þá þurfti í raun dómaraskandal til þess að Chealsea næði að jafna í uppbótartíma, þó það hafi verið klúður hjá okkur að missa 0-2 leik niður í 2-2.

  Jákvætt úr leiknum: Skora 3 mörk á Stanford Bridge, Mirallas frábæra og virðist vera að komast í leikform, Baines með 2 stoðsendingarnar og virðist vera allur að koma til eftir meiðslin. Vorum mjög öflugir framanaf og gerðum vel að komast í 0-2. Sýndum frábæran karakter með því að skora þetta mark í uppbótartíma sem átti að vera sigurmarkið.

  Neikvætt: Hvernig við bregðumst við þegar við erum 0-2 yfir að þeir skulu jafna á 2 mínútna kafla er óásætttanlegt, það var eins og menn hefðu bara slökkt á sér. Einnig fannst mér menn bakka allt of mikið eftir að við skoruðum 3 markið og leyfðum þeim bara að sækja í lokin, sem skilaði þeim marki í rúmlegum uppbótartíma sem var þar að auki kolólöglegt.

  Nú erum við í síðustu 3 leikjum búnir að spila gegn ,Tottenham heima, Man City úti og Chelsea úti, við töpuðum engum þeirra en maður er samt mjög pirraður að hafa ekki allavega fengið 5 stig þarna sem við áttum skilið.

  Við erum í ár eitt besta sóknarlið deildarinnar og erum búnir að skora 39 mörk í deildinni, einungis Man City er með fleiri mörk (43) en við höfum tapað allt of mörgum stigum vegna lélegs varnarleiks. Held að allir sem horfa á Evertonleiki sem eru óháðir aðilar segja að skemmtilegustu leikirnir séu með Everton þar sem það er skorað mikið af mörkum í nær öllum leikjum.

  Nú er kominn tími á að komast á run og vinna leiki. Við ættum klárlega að geta unnið okkur upp töfluna miðað við næstu leiki: Newcastle heima, Stoke úti, WBA heima, Liverpool úti, Aston Villa úti, West Ham heima og Sunderland úti.

 11. Diddi skrifar:

  samkv. Sky, þá kemur Byram ekki til okkar. Breakingnews kl 21

  • Diddi skrifar:

   ástæðan sögð vera sú að westham gat lofað honum meiri spilatíma, hann yrði jú alltaf í bullandi samkeppni við Coleman hjá okkur 🙂

 12. Gestur skrifar:

  Alltaf sama sagan, það er sagt of mikið og missa af góðum mönnum

 13. Diddi skrifar:

  jæja, þá er Naismith farinn, sé hálfpartinn eftir honum eins og staðan er, allavega fannst mér hann alltaf leggja sig fram og það er meira en hægt er að segja um marga þessa oflaunuðu tattóveruðu gæja. Vonandi er planið að fá Yarmolenko í skarðið en ég held að hann telji sig of stóran leikmann fyrir okkur… óttast það 🙂

  • Elvar Örn skrifar:

   Ég hélt líka að Lukaku væri of stór leikmaður fyrir okkur að kaupa og sama með Deulofeu, þ.e. hann væri það mikið efni og í besta liði í heimi og hann kæmi aldrei til Everton. En raunin var önnur og hver veit nema Yarmolenko komi til Everton, væri meira en til í það.
   Lítur út fyrir að Sam Byram komi ekki til okkar en við skulum sjá hvernig það endar. Yarmolenko er samt sem áður efst á mínum óskalista nú í Janúar, fer ekki fram á annað 🙂

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   8,5 milljónir er talað um að sé upphæðin sem við fengum fyrir hann sem er fínt fyrir 29 ára gamlan leikmann. Hefði samt frekar viljað halda honum og losna við drasl eins og Kone og McGeady.

 14. Georg skrifar:

  Ég held að það hafi verið best fyrir alla aðila að Naismith hafi verið seldur, Naismith hefur einingir komið við sögu í 1 af síðustu 13 deildarleikjum þegar hann spilaði 26 mínútur. Hann féll eflaust aftar í goggunarröðina þegar Pienaar kom til baka. Ég tel okkur vera að fá flott verð fyrir leikmann sem kemst varla í hópinn þessa dagana.

  Með því sögu þá væri ég mjög sáttur að fá Yarmolenko í hans stað.

 15. Georg skrifar:

  Talað er um að ástæða þess að Sam Byram kjósi frekar West Ham er sú að honum er lofað stærra hlutverki þar en hjá Everton. Talið er að Martinez hafi ekki viljað lofa honum einhverju sem hann gæti staðið við.

  Ég var sjálfur að sjá hann sem meira cover en starter

 16. Ari S skrifar:

  Ég hef svolítið verið að hugsa um Byram… alltaf þegar sagt er frá því að hann hafi valið West Ham framyfir okkurþá er vitnað í eiganda West Ham… er búið að ganga frá þessum kaupum hans á Byram?

  • Finnur skrifar:

   Nei, líklega ekki frágengið — allavega ekki tilkynnt. Everton ætti samt ekki að vera í verri aðstöðu en West Ham með að geta lofað honum sæti í byrjunarliðinu í næstu leikjum, en alltaf spurning með framhaldið. Athyglisvert að sjá ungliða krefjast stöðu í byrjunarliðinu — sérstaklega þar sem hann hefur aldrei leikið í efstu deild, mér vitanlega. Nú þekki ég ekki stöðuna á hægri bakvörðum hjá West Ham, kannski eru þeir í verri aðstöðu þar en Everton en við erum með fínan hægri bakvörð sem væri gott að fá gott að frá framtíðarmann (sem backup til skemmri tíma litið).

 17. Ari G skrifar:

  Auðvitað á Byram að koma til okkar. Væri alveg til að selja Coleman ef gott verð fæst fyrir hann lágmark 15 millur til að lokka Byram til Everton.

  • Finnur skrifar:

   Coleman kæmist ekki einu sinni í gegnum læknisskoðun og 15M er allt of hátt verð fyrir Byram. 🙂

   • Finnur skrifar:

    Og Coleman færi ekki á því verði meiddur til annars liðs — ef þú meintir það.

    • Ari S skrifar:

     Hugsanleg pæling hjá nafna að selja hann í sumar þegar hann er heill. En bara ef Byram kemur.

 18. Georg skrifar:

  Byram farinn til West Ham. Þetta sagði hann ástæðu þess að hann hafi valið þá fram yfir Everton:

  “I spoke to the manager and he is one of the main reasons which attracted me to West Ham.

  “My uncle and my cousin are big West Ham fans and have bought their tickets for the new stadium. My uncle was down here yesterday getting a shirt with my name on the back!

  “It’s nice to have them down here and they’ll help me settle so I’m looking forward to seeing them.

  “I’m also really looking forward to seeing the new stadium in person. That was another big part in me wanting to come here.

  Hann hafði fjölskyldutengsl inn í klúbbinn sem virðist hafa haft mikil áhrif, hinvegar efast ég um að hann myndi gefa það út í viðtali að hann hafi valið West Ham fram yfir Everton vegna þess að Martinez hafi ekki getað lofað honum „first team football“. Svo snýst þetta líka oft um hvað menn eru að fá í laun.

 19. Teddi skrifar:

  Fair enough, skiljanlegt val en svekkjandi þegar hann sér Everton spila Evrópuleiki í haust.

%d bloggers like this: