Everton – Man City 2-1 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Baines, Mori, Stones, Coleman, Barry, Besic, Cleverley, Barkley, Deulofeu, Lukaku.

Bæði lið nánast á fullum styrk, nema varamarkverðir beggja liða í markinu. Og maður verður að játa að það kom ekki bara City mönnunum í salnum á óvart að sjá að Silva, Aguero, Toure og Jarlinn af Brúnei byrjuðu allir inn á. Þeir (eins og maður sjálfur) áttu von á að einhverjir af þeim myndu hvíla.

Fyrstu mínúturnar voru Everton erfiðar því City menn voru mun meira með boltann án þess þó að skapa sér nein færi. Þetta snerist við næstu 10 — og engin færi hinum megin heldur. Lukaku reyndar með eitt hálffæri en annars allt í járnum. Greinilegt var að brúnin á City mönnunum í salnum þyngdist eftir því sem leið á, Everton liðið tók völdin á vellinum og sóknin þyngdist.

Ekkert að gerast hjá báðum liðum þó fyrr en allt í einu að tvö mörk frá Everton litu dagsins ljós. Stones skoraði á 35. mínútu með föstu skoti eftir að boltinn barst til hans eftir aukaspyrnu og Lukaku setti líka mark á 40. mínútu — eiginlega alveg eins markið hans gegn Stoke. En bæði mörkin réttilega dæmd af vegna rangstöðu.

City menn áttu færi undir lokin en Everton liðið varðist vel og fengu stuttu síðar horn sem þeir skoruðu úr. Boltinn barst beint til Barkley utarlega við jaðar teigs og hann átti flott fast skot á mark, sem var vel varið. Boltinn fór hins vegar beint til miðvarðar okkar, Funes Mori, sem þrumaði í netið. Staðan 1-0, rétt fyrir hálfleik.

Bæði lið gerðu breytingu í hálfleik. Osman kom inn fyrir Cleverley og Mangala út af hjá City fyrir einhvern annan varnarmann.

Leikurinn aftur í járnum í seinni hálfleik en Everton liðið hélt yfirhöndinni. Barkley stal boltann af aftasta manni á 64. mínútu og komst í upplagt færi einn gegn markverði en sá varði glæsilega í horn. Lítið um aðra möguleika fyrir Barkley í þeirri sókn, Lukaku á hlaupinu en dekkaður af varnarmanni. Mirallas kom svo inn á fyrir Deulofeu á 67. mínútu.

Robles þurfti að taka á stóra sínum til að verja í horn eftir hættulegt langskot frá De Bruyne — boltinn lágt niðri og alveg út við stöngina hægra megin. City menn ekki langt frá því að jafna þar án þess að hafa skapað sér mikið af færum þangað til. Þeir fengu þó skyndisókn á 75. mínútu þar sem þeir komust þrír á móti tveimur og Navas jafnaði, sem var eiginlega gegn gangi leiksins. Staðan orðin 1-1 og ekki bætti úr skák að Lukaku var farinn að haltra.

En Lukaku lét það ekki aftra sér og svaraði bara strax og markið var einfalt og öruggt. Barry með fyrirgjöf utan af velli vinstra megin, beint á kollinn á Lukaku inni í teig sem skallaði auðveldlega inn. Öllu verra var að Lukaku haltraði svo út af á 82. mínútu, en vonandi reynist það ekkert alvarlegt.

City menn vildu víti stuttu síðar – sá ekki endursýninguna en heyrðist þulurinn segja að þeir hefðu haft eitthvað til sinna mála.

Undir lokin fór maður svo að naga neglurnar all verulega þegar Coleman haltraði út af á 88. mínútu og Everton því manni færri það sem eftir lifði leiks (búið að skipta þremur leikmönnum inn á: Osman, Mirallas og Kone). Barry fór þá í miðvörðinn og Stones í hægri bakvörð.

En, það var eins og leikmenn Everton gæfu bara hver og einn aðeins meira í leikinn því þeir tóku bara tiki-taka á þetta og sendu boltann sín á milli út um allan völl og gáfu City mönnum engin færi á að komast í boltann.

Fjórum mínútum bætt við en Everton landaði sigrinum 2-1. Verðskuldað og hefði jafnvel getað verið stærra.

Þó ber að taka fram að þetta er aðeins hálfleikur því seinni leikurinn er eftir á firnasterkum heimavelli City. Útivallarmarkið í kvöld gæti reynst dýrt því ef leikurinn fer 1-0 fyrir City þá verður framlengt (samanlagt 2-2) og Everton verður að skora því útivallarmarkið telur tvöfalt ef jafnt er eftir framlengingu.

Sky Sports gefa ekki út einkunnir fyrir bikarleikina. Hvert er ykkar mat á frammistöðu leikmanna?

24 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Vel gert það er broddur í Everton liðinu í þessum fyrri hálfleik

  2. Ari S skrifar:

    2-1 🙂

  3. Gunnþór skrifar:

    Flottur sigur hefði verið flott að halda hreinu djöfull er besic góður .

    • Ari S skrifar:

      Muhamed Bešić er snillingur, núna erum við sko sammála Gunnþór minn 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Sammála með Besice, en……ekki góð staðsetning hjá honum í markinu hann hefði klárlega átt að fylgja J.Navas, en samt sem áður flottur leikur hjá honum.

      • Gunnþór skrifar:

        Ari minn við erum alltaf sammála 🙂

  4. Ari S skrifar:

    Þetta er einhver besti leikur sem ég hef séð til okkar manna. Margir hafa talað um að við eigum fjórar STÓR-stjörnur í þeim Stones, Barkley, Deulofeu og Lukaku… það bættis ein við í kvöld sem ber nafnið Muhamed Bešić. Hann hélt Yaya Touré í skefjum í leiknum… 🙂

    Frábær leikur hjá allflestum ef ekki öllum Everton leikmönnunum. eitthvað fannst mér samt Cleverley ósýnilegur í fyrri hálfleik, (getur verið vitleysa hjá mér.) hefur sennilega verið með flensu.

    Og síðustu tvær mínúturnar þegar okkar menn héldur boltanum var hreinlega bara alger snilld… þettavar virkilega glæsilegur sigur en þetta er samt bara fyrri leikurinn. En svo sannarlega tími til að gleðjast!

    kær kveðja, Ari.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég sá ekki leikinn en miðað við það sem ég hef lesið þá var þetta verðskuldaður sigur.
    Ég held að til að klára dæmið þá verðum við að skora, og við verðum að skora fyrst á Etihad vellinum, þá fer City líklega að pressa meira sem gefur okkur færi á skyndisóknum sem við ættum að geta nýtt okkur þeas ef Kone verður hvergi nærri.

    • Ari S skrifar:

      Við vitum að þetta eru tveir leikir. Við skulum samt ekki tala eins og við höfum tapað í kvöld. Njótum stundarinnar og njótum sigursins þangað til sá seinni er 🙂

      • Finnur skrifar:

        Ekkert að þessu innleggi frá Ingvari. Það væri frábært að klára þetta með einu marki á þá því þá erum við með þetta í hendi okkar. Þetta verður taugatrekkjandi samt og ekkert gefið.

  6. Ari G skrifar:

    Flottur seinni hálfleikur sé ekkert í fyrri bilun hjá stöð2sport. Við eigum fleiri en 4 stjörnur. Ég er sammála með Barkley, Lukaku,Deuloveu,Stones. Ég mundi bæta 2 við Jagielka og MaCarthy. Hef alltaf hrifist af Besic vill henta Cleverly og Barry út og hafa MaCarthy og Besic saman mín skoðun. Getum við ekki selt Kone fáum kannski 3-5 millur fyrir hann sem væri fínn peningur og halda Naismith.

  7. Finnur skrifar:

    Sky Sports gáfu út lista yfir 10 bestu ungliðana (U21) í ensku deildinni og Everton á þrjá (!) þeirra (Deulofeu, Galloway og Stones):
    http://www.skysports.com/football/news/11671/10119513/top-10-premier-league-youngsters-who-are-the-young-stats-stars

    Það væri fróðlegt að sjá hvernig þessi listi liti út ef Lukaku og Barkley hefðu ekki náð 22ja ára aldri. Það er ekki að ástæðulausu sem Martinez talar um golden generation.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Smá bjartsýniskast, en getur stjórnin reddað miðum á Wembley ef af verður????

    • Finnur skrifar:

      Það er mjög góð spurning. Það verður líklega einhver goggunarröð (x margir miðar á heima/útileiki keyptir á tímabilinu). Og svo er þetta nú bara hálfleikur. 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Get ekki hætt að lesa um þennan leik. 🙂

    Sky Sports völdu Barry mann leiksins í kvöld enda var hann flottur á miðjunni, átti stoðsendingu sem gaf mark og 90% sendinga hans rötuðu rétta leið. En það var úr nægu að velja, að mínu mati, til dæmis var Besic mjög flottur í kvöld en hans framlag er flott, beint eftir meiðsli og virðist koma með drifkraftinn á miðjuna sem smitar greinilega út frá sér. Langar líka (eins og Ara G) að sjá hann og McCarthy saman á miðjunni en við þurfum að bíða eitthvað aðeins lengur eftir því.

  10. Gestur skrifar:

    Flott að klára þetta, leist ekki á blikuna þegar Navas skoraði. Vonandi er Lukaku ekki mikið meiddur en hlítur að fá hvíld á laugardaginn. Baines að finna sig aðeins og Coleman var fanta góður, vona að hann verði heill eftir viku.

  11. Finnur skrifar:

    Uppfærsla: Martinez segir að meiðsli Lukaku séu ekki alvarleg:
    http://www.skysports.com/football/news/11671/10121202/romelu-lukaku-injury-not-serious-but-seamus-coleman-out

    Seamus Coleman, aftur á móti, verður frá í nokkrar vikur. Eitthvað segir mér því að við gætum séð Lennon í hægri bakverði í næsta leik — því mig minnir að Hibbert og Browning séu báðir frá. Svo er spurning hvað gerist þegar Jagielka kemur aftur — hvort Stones fari þá í hægri bakvörðinn… Ýmsir möguleikar í stöðunni… 🙂

    • Gunni D skrifar:

      Jagielka á bekknum í kvöld. Geðveik frammistaða hjá liðinu í kvöld.Bjart framundan hjá liðinu.

    • Ari S skrifar:

      Eða kaupa Byrjum frá Leeds. Hann er frábær og myndi passa í hópinn.

    • Gestur skrifar:

      Að setja Stones í bakvörð gæti verið spennandi,

  12. Ari S skrifar:

    Átti að sjálfsögðu að vera Byram, Sam Byram.

  13. albert gunnlaugsson skrifar:

    Sammála…Besic mjög flottur og einbeittur að vinna sér sæti í byrjunarliðinu! Deulofeu eitthvað að missa flugið. Annaðhvort hinir búnir að lesa hann, eða að hann er svona huglaus! Hinir gera í því að snerta hann og hann þarf ekki meira til að detta/dæva og svo heyrir maður öskrin í honum alla leið í mækana á hliðarlínunum!
    Alltaf verið hrifin af Barkley, en hann hefði mátt gefa meira á hina við markið, en ekki alltaf að reyna að skora sjálfur! Cone er of seinn fyrir fyrir ensku deildina, en samt skárri í vetur en í fyrra! Barry ótrúlega góður miðað við að vera orðinn 34 ára! Gaman að sjá hvernig Leicester City Football Club hefur gengið í vetur!