Everton – Leicester 2-3

Mynd: Everton FC.

Meistari Elvar sá um skýrsluna í dag. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið…

Everton átti heimaleik gegn liðinu í efsta sæti í dag en í upphafi leiktíðar hafa ekki margir spáð því að Leicester væri í þeirri stöðu.

Það var gríðarleg rigning frá fyrstu mínútu á Goodison en byrjunarlið Everton eins og búast mátti við:

Howard, Baines, Stones, Funes Mori, Coleman, Barry, Cleverley, Barkley, Deulofeu, Kone og Lukaku. Á bekknum voru Robles, Gibson, Mirallas, Lennon, Besic, Osman, Galloway.

Everton klárlega sterkara liðið í fyrri hálfleik en eins og svo oft áður náðu andstæðingarnir að skora fyrsta markið og það var á 27. mínútu þar sem Funes Mori braut á Okazaki og dæmd vítaspyrna þar sem Mahrez skoraði úr víti. Þarna var Everton búnir að vera 67% með boltann með 2 skot framhjá en Leicester með 1 skot framhjá. Skömmu síðar eða á 32 mínútu átti Everton stórsókn þar sem Barkley átti tvö flott skot sem var fyrst varið af Schmeichel í marki Leicester og síðan varið af línu af leikmanni Leicester en boltinn fór til Lukaku sem klísrtraði boltanum í markmöskvana og þar með búinn að skora í 7 leikjum í deildinni í röð og nálgast óðum met Vardy hjá Leicester sem náði á dögunum að skora í 11 leikjum í röð sem er met í ensku Úrvalsdeildinni.

Everton heilt yfir betra í fyrri hálfleik og Deulofeu áberandi að reyna að senda á Lukaku eins og hann hefur gert svo vel í vetur en Lukaku ekki nýtt færin til fulls. Kone komst amk tvisvar í ágæta stöðu í fyrri hálfleik en var að hangsa of mikið í bæði skiptin og möguleikarnir fóru forgörðum.  Kannski spurning að gefa Mirallas séns í seinni hálfleik í stað Kone og hefði Mirallas jafnvel mátt byrja þennan leik að margra mati. Barkley að líta vel út og Cleverley virðist bara dekka fjarveru McCarthy ansi vel.

Maður veit ekki alveg hvernig á að fjalla um seinni hálfleik. Everton áfram meira með boltann en gegn gangi leiksins þá fær Leicester annað víti dæmt og nú á 65. mínútu þar sem Howard fer aðeins of seint út á móti Vardy og víti dæmt og Howard fær gult. Mahrez skorar og kemur Leicester í 1-2. Mótlætið hélt áfram þar sem Everton tekur innkast frá eigin vallarhelming og Coleman sendir stuttan bolta á Cleverley sem sendir til baka á Coleman sem ætlar að skjóta boltanum fram en hann fer greinilega í hendina á Leicester manni  en ekkert dæmt og boltinn berst þar til Vardy sem sendir á Okazaki sem skorar á 69. mínútu og kemur gestunum í 1-3, klárlega klaufaskapur að henda ekki boltanum beint fram úr innkastinu og Everton því í slæmri stöðu. Kone skipt útaf, eins og maður var að vonast til (og helst frá byrjun) þar sem Mirallas kemur inn á og Lennon kemur inná líka í stað Deulofeu.

Á 89. mínútu sendir Barkley fallega hælsendingu á Mirallas sem skorar og minnkar muninn í 2-3. Skömmu síðar komast Leicester í gott færi en Howard ver og líklega fjórða skot þeirra á mark en fyrri 3 á rammann rötuðu inn. Everton börðust fram á seinustu mínútu en höfðu ekki erindi sem erfiði og Leicester vann því leikinn 2-3 og styrktu stöðu sína í efsta sæti.

Fyrsta tap Everton síðan þeir töpuðu gegn Arsenal þann 24. október. Líklega 2 tilköll Everton til vítaspyrnu í þessum leik en dómarinn ekki á sama máli þó Leicester hefðu fengið tvær vítaspyrnur. Jákvætt þó að Lukaku var hér að skora í sínum 7 leik í röð í deildinni (8. leik í röð í öllum keppnum) og Mirallas setur mark sem vonandi eykur líkurnar á því að hann fái að spila meira í næstu leikjum.Niðurstaðan samt sú að Everton tapaði í dag fyrir efsta liði deildarinnar og Everton því áfram í 10. sæti, þrátt fyrir það að vera með 7 mörk í plús og eru reyndar enn bara 6 stigum frá meistaradeildarsæti sem er mjög áhugavert.

Einkunnir Sky Sports: Howard (5), Baines (5), Funes Mori (5), Stones (6), Coleman (6), Barry (6), Cleverley (6), Kone (5), Barkley (7), Deulofeu (6), Lukaku (7). Varamenn: Mirallas (7), Lennon (6).

Næsti leikur Everton verður gegn Newcastle á útivelli annan í jólum.

28 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Það er sama ruglið í síðara hálfleik hjá Everton, geta ekki blautann

 2. Gunnþór skrifar:

  Hvað er í gangi með þetta blessaða Everton lið,þeir geta ekki unnið leik orðið þeir eru að lenda á síðu 2 eftir þessa helgi það er klárt.

  • Elvar Örn skrifar:

   Erum reyndar í 10 sæti ennþá (efri hluti deildarinnar) en dapurt að ná ekki meira útúr þessum leik. Ekki sammála að Everton hafi verið eins daprir í seinni hálfleik og í seinustu leikjum en svakalegt að fá á sig tvö mörk í þeim síðari. Sigur hefði komið okkur í 3 stigum frá meistaradeildarsæti og í 7 sæti að mig minnir en þó eiga 3 lið fyrir ofan okkur eftir að spila. Fannst rigningin vera langt frá því að hjálpa okkur í þessum leik og við fengum líklega um 12 hornspyrnur sem ekkert kom útúr þar sem í flestum tilvikum voru sendingarnar of stuttar eða of nærri markmanni. Svakalega pirrandi niðurstaða, kræst.

 3. Gestur skrifar:

  Nú væri gaman að fá góða jólagjöf, reka Martinez fyrir jól, hann á það alveg skilið

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Monk var rekinn frá Swansea eftir tap gegn Leicester, Mourinho var rekinn frá Chelsea eftir tap gegn Leicester.
  Getur maður leyft sér að vona…..

  Þetta var ömurlegt.
  Þetta Leicester lið er ekkert sérstakt og þeir voru ekki að gera eitt né neitt í þessum leik en samt töpum við fyrir þeim.

 5. Gestur skrifar:

  Everton er bara ekkert betra um þessar mundir

 6. Ari S skrifar:

  Gestur, ertu Liverpool stuðningsmaður…? vá maður þessi innlegg frá þér hingað inn…. mjög þroskuð.

 7. Gestur skrifar:

  Vá Ari þú er ekki allt í lagi

 8. Gestur skrifar:

  Ari, þér finnst væntalega Everton vera á frábæru skriði

 9. Gunnþór skrifar:

  Ari S þú manst að það er skoðunarfrelsi á þessari síðu,Ég er ekkert hissa þó menn velti upp ýmsum hlutum hér því þetta er ekki ásættanleg frammistaða sem liðið hefur sýnt nú í haust,svona einn og einn leikur er í lagi en í heildinna er þetta ekki í lagi.Svo að lokum það að kalla aðra Liverpool stuðningsmann er mjög ljótt og ég myndi að meiri segja ekki segja þetta við minn versta óvin.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Það virðist því miður vera lenska hjá sumum að kalla þá sem ekki eru ánægðir með frammistöðuna hjá okkar mönnum neikvæða eða það sem verra er Liverpool stuðningsmann.
   Þetta er auðvitað bara barnalegt.
   Þegar frammistaðan er jafn léleg og hún hefur verið þá er ekkert hægt að vera brosandi og jákvæður happy clapper.

 10. Andri Gíslason skrifar:

  Höldum okkur rólegum. Auðvitað er dapurt að horfa á töfluna samanborið við spilamennsku liðins. Nokkuð ljóst að við höfum alla burði til að vera berjast um 1 til 5 í stað 5 til 10. Það sem skapar þessa vangetu er of mikill hreyfanleiki á varnarskipulagi, þá aðallega á 2 djúpu mönnunum. Ef Martinez myndi hafa kunnáttu til að skapa varnarskipulag sem heldur værum við í mjög góðum málum. Ef ekki þá þarf að ráða slíkan mann! Eitt hljótum við að geta verið sammála um og það er vænlegra að tapa stigum og leikjum þar sem við erum knattspyrnulega mjög frambærilegt lið en að vera getulausir frammá við og vonast til að halda jöfnu eða grísa einu inn. Bjartir tímar framundan þegar þessi blessaði hreyfanleiki hættir að vera svona mikill. COYB!!!

  • Gunnþór skrifar:

   Það er eitthvað því að mínu mati erum við með nokkra af bestu miðjumönnum í deildinni til að spila þessar stöður, varnarlega þar að segja.

   • Andri Gíslason skrifar:

    Sammála um að ekki skortir getuna. Alltof mikil áhersla á sóknina á kostnað stöðugleika liðsins. Eitthvað sem Martinez verður að fara fá hjálp við, þetta er nú ekki fyrsta rodeoið hans.

    • Ari S skrifar:

     Það er ekki víst að það ség hægt að velja annað á kostnað hins. Vörnin er ekki endilega léleg eða slæm vegna þess hversu sóknin er góð. Mesta gagnrýni hérna á leikmenn Everton hefur komið á sóknarmenn (Kone) þó að sóknin sé að standa sig nokkuð vel og þá sérstaklega Lukaku.

     Ég væri tilí að leyfa Naismith að spreyta sig og hvíla Kone, ekki vegna þes að mér finnst Kone hafa verið slakur eða lélegur heldur vegna þess að liðið hefur gott af breytingum.

     Kær kveðja,

     Ari.

     ps. segi eins og nafni verðum jákvæð… og gleðileg jól.

     • Finnur skrifar:

      > Ég væri tilí að leyfa Naismith að spreyta sig og hvíla Kone

      Það kom í ljós á dögunum að Naismith var meiddur og náði því ekki þessum leik. Hann á víst að vera heill fyrir leikinn á morgun.

 11. Orri skrifar:

  Ekki eru þeir bláklæddu að gleðja mann þessa dagana.Aftu á móti er leiðinlegt að það skulu vera þeir rauðklæddu sem halda uppi smá gleði hjá manni.

 12. Finnur skrifar:

  Monday Night Football (Sky Sports) tóku saman lið tímabilsins (fyrri hluta) og þar má finna Ross nokkurn Barkley…
  http://www.skysports.com/football/news/11671/10107384/jamie-carragher-and-thierry-henry-pick-their-premier-league-team-of-the-season-so-far

 13. Finnur skrifar:

  Og Daily Mail bentu á það að Barry er einn af þremur vinnusömustu leikmönnum Úrvalsdeildarinnar sem hafa náð að hlaupa 200 km eða meira:
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-3369186/The-Premier-League-s-hardest-working-stars-named-Andrew-Surman-Gareth-Barry-Matt-Ritchie-break-200km-barrier.html?ITO=1490&ns_mchannel=rss&ns_campaign=1490
  (Hinir tveir leika báðir með Bournemouth).

 14. Ari G skrifar:

  Finnst Everton spila skemmtilegan fótbolta sama hver segir hér. Einhverjir vilja kannski fá Moyes aftur ekki ég allavega. Ég er allavega mjög sáttur með skemmtanagildi fótboltans hjá Everton. Vonandi fáum við Jagielka sem fyrst þá vonandi lagast varnarleikurinn. Auðvitað er ég ekki ánægður með 10 sætið en það er mjög stutt í 4 sætið. Hættum neikvæðni þetta á eftir að lagast.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Þetta er það sem er kallað bullshit.
   Gengur trúlega illa að selja half season ticket.

   • Finnur skrifar:

    Ég hef aldrei skilið þessa söguskýringu. Ég gæti kannski skilið að fólk myndi reyna að hlaupa til og kaupa *hlutabréf* í klúbbnum (ef þau væru til sölu á opnum markaði, veit ekki) með það fyrir augum að reyna að hagnast á mögulegri yfirtöku. En ég sé ekki að *orðrómur* um yfirtöku á klúbbnum sem gerist kannski mögulega einhvern tímann í framtíðinni muni hafa afgerandi skammtímaáhrif á miðasöluna.

    En svo er náttúrulega ekki fótur fyrir þessari fullyrðingu að miðasalan gangi illa, því hún hefur einfaldlega gengið vonum framar. Hún hefur í raun gengið svo vel að ég, sem kaupi reglulega miða fyrir félagsmenn, er farinn að finna fyrir því að ársmiðafjöldinn er farinn að hafa veruleg áhrif á úrval sæta hjá okkur sem ekki erum með ársmiða.

    Svo er heldur ekki flókið að einfaldlega gúggla hvort þetta sé yfir höfuð rétt. Hið rétta í málinu er að það var sett met í fyrra ársmiðasölu og það met var jafnað í ár:
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/everton-season-ticket-sales-match-9393590

  • Finnur skrifar:

   Nú er þetta komið á BBC líka…
   http://www.bbc.com/sport/0/football/35167102

   Hmmm… Mögulega er eitthvað til í þessu…

  • Ari S skrifar:

   Þetta er hvorugt Diddi minn, ef þú hefur verið stuðningsmaður Everton lengur en tvævetur þá veistu að það er ekkert öruggt í þessu dæmi.

   Það var rétt hjá þér að sitja hjá.

   Kær kveðja, Ari.

%d bloggers like this: