Norwich – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Baines, Mori, Stones, Coleman, Barry (fyrirliði), Cleverley, Kone, Barkley, Deulofeu, Lukaku. Varamenn: Robles, Gibson, Mirallas, Lennon, Naismith, Osman, Galloway.

Stones meiddist í upphitun fyrir leikinn og fékk aðhlynningu sjúkraþjálfara og um tíma var óvíst hvort hann gæti spilað leikinn en hann var samt í byrjunarliðinu.

Leikir við Norwich hafa í mínum huga yfirleitt verið hálf leiðinlegir og endað með jafntefli, en þessi leikur kom skemmtilega á óvart. Fyrri hálfleikur sérstaklega góður af hálfu Everton. Norwich komu reyndar á óvart til að byrja með með flottu spili, krafti og beittum sendingum og það leit út fyrir framan af að þeir ætluðu að reynast hættulegur andstæðingur. Everton þó klárlega hættulegri í sínum sóknartilburðum og Norwich að gera mikið af slæmum mistökum.

Mark Everton kom á 15. mínútu og hverjir að verki aðrir en Deolufeo og Lukaku. Markið kom upp úr horni frá Baines. Norwich hreinsuðu tvisvar en í bæði skipti beint á Everton leikmann og í seinna skiptið endaði boltinn hjá Deulofeu á kantinum, sem leit upp, fann Lukaku og sendi hárfína sendingu fyrir mark, beint á kollinn á Lukaku sem skallaði inn. 1-0 Everton.

Lukaku þar með orðinn fyrsti leikmaður Everton í 40 ár sem nær að skora í 7 leikjum í röð en Bob Latchford var sá síðasti. Lukaku þar með kominn með 28 mörk á dagatalsárinu 2015 og lítur ekki út fyrir að vera hættur.

Sjálfstraust Norwich virtist gufa upp við mótlætið og Everton herti þumalskrúfuna. Markvörður Norwich, Rudd, reddaði þeim á 19. mínútu þegar Lukaku sá hlaup hjá Kone og sendi stungusendingu inn fyrir vörnina, en Rudd varði skotið glæsilega og hélt Norwich áfram inni í leiknum.

Lukaku missti marks í algjöru dauðafæri á 30. mínútu þegar Cleverley gaf frábæra sendingu fyrir af hægri kanti en Lukaku hitti ekki á mark. Var reyndar (ranglega) dæmdur rangstæður þannig að markið hefði ekki staðið.

Coleman átti svo flotta fyrirgjöf fra hægri sem Lukaku hefði átt að klára en náði ekki að sparka í boltann sem barst til Baines. Sá tók sig til og átti flott skot sem breytti um stefnu af varnarmanni og í stöngina.

Nokkru síðar stal Kone boltanum af aftasta varnarmanni og komst i dauðafæri en aftur hljóp markvörður Norwich út og náði að verja á síðustu stundu.

Þulurinn átti svo komment dagsins þegar hann sagði að Norwich menn yrðu að fara að gera eitthvað því þetta væri að breytast í æfingu fyrir Everton og að svo lítið væri að gera hinum megin vallar að Howard gæti fengið sér sæti aftan við markið.

Staðan þó aðeins 0-1 í hálfleik en Everton hefði átt að vera löngu búið að gera út um leikinn með nokkrum mörkum; hefðu getað skorað 5-6 mörk í fyrri hálfleik. Vonandi kemur það ekki í bakið á mönnum, hugsaði maður.

Norwich með eina skiptingu í hálfleik Bennett inn á fyrir Liverpool lánsmanninn Andre Wisdom, Everton með óbreytt lið.

Viðsnúningurinn sem átti sér stað í seinni hálfleik var ótrúlegur en við höfum séð þetta alltof oft áður: Everton dóminerar í fyrri hálfleik en í staðinn fyrir að klára leikinn fá þeir á sig aulamark mark í seinni og leikurinn fjarar út. Miklu meira hungur og meiri einbeiting frá Norwich í seinni hálfleik og það var eins og leikmenn Everton litu svo á að þeir væru að vinna 5-0 því það var ekkert að gerast miðað við fyrri hálfleik. Deulofeu hætti að fúnkera, Lukaku týndist algjörlega og hungrið einfaldlega vantaði. Norwich klárlega betra liðið í seinni hálfleik.

Norwich menn jöfnuðu strax í byrjun seinni hálfleiks eftir hornspyrnu. Howard varði að hluta til skot en boltinn að rúlla yfir línuna. Barkley bjargaði á línu en Norwich náðu að böðla boltanum rétt inn fyrir línu. Staðan 1-1 og þeir hefðu getað skorað aftur á 58. mín.

Everton átti fá svör og Deulofeu var skipt út af á 68. mínútu fyrir Mirallas. Stuðningsmenn hafa kallað eftir Mirallas nokkuð lengi en það var nokkuð augljóst af hverju hann er ekki í náðinni. Hann gerði lítið sem ekkert og sú skipting var næstum búin að valda því að Everton tapaði leiknum því Mirallas sleppti dekkun (á Jerome) sem fékk algjört dauðafæri inni í teig en skaut yfir markið með ótrúlegum hætti. Þar slapp Everton aldeilis með skrekkinn.

Gibson kom inn á fyrir Barkley á 75. mínútu og við þá skiptingu var Cleverley færður framar (í holuna).

Everton fékk eitt frábært færi til að vinna leikinn undir lokin. Kone sá Barry í færi inni í teig og sendi á hann, Barry tók snúninginn og náði skoti sem markvörður kom út á móti og varði gæsilega.

Fleira markvert gerðist hins vegar ekki og leiknum lauk með jafntefli. Tvö stig töpuð klárlega í dag.

Einkunnir Sky Sports: Howard (6), Baines (6), Mori (6), Stones (6), Coleman (6), Barry (7), Cleverley (7), Kone (6), Barkley (6), Deulofeu (6), Lukaku (7). Varamenn: Gibson (6), Mirallas (6). Norwich menn með svipaðar einkunnir, fyrir utan markvörð þeirra, Rudd, sem var maður leiksins með 8.

23 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Nú fær Kone að kenna á því… hérna.

  2. Diddi skrifar:

    ég segi bara að ef við vinnum ekki þennan leik þá geta stuðningsmenn Everton á þessum leik hent jólasveinahúfunum því þá er enginn Guð til 🙂

  3. Diddi skrifar:

    ætlaði líka að bæta við að Norwich þyrfti líklega ekki nema 1 – 2 hornspyrnur til að jafna og bæta svo við. Vörnin í hornspyrnum er algjör hörmung 🙂

  4. Diddi skrifar:

    ég er hættur að horfa á þetta helvíti 🙁

  5. Gestur skrifar:

    Þetta er ömuleg spilamennska í seinni hálfleik.

    • Ari S skrifar:

      Gestur hvernig var fyrri hálfleikur? Ég missti af honum.

      • Gestur skrifar:

        Ég er ekki þannig að ef liðið spilar góðan bolta í fyrri hálfleik þá er allt í lagi að þeir séu lélegir í seinni.

        • Ari S skrifar:

          Í alvöru ég missti af fyrri hálfleik vildi athuga hvernig þeir hefðu verið.. veit ekki neitt hef ekki lesið neitt…

          • Finnur skrifar:

            Það kemur fram hér að ofan. Fyrri hálfleikur var svo góður að maður átti von á fleiri en einu marki Everton, því Norwich voru hræðilegir í fyrri hálfleik. En svo bara hysjuðu þeir upp um sig buxurnar á meðan okkar menn tóku fótinn af bensíngjöfinni og slökuðu á.

          • Gestur skrifar:

            Það var leiðinlegt fyrir þig að hafa ekki séð fyrri hálfleik vegna þess að Everton var að spila mjög þokkalegan fótbolta, miklu betri en gátu ekki nýtt sér það.
            Lukaku óð í færum en nýtti bara eitt en hefði geta skapað eitt eða tvö. Spilið flæddi vel og allir að taka þátt svo var farið í hálfleik og þar er sögð einhversaga sem er rannsöknur efni vegna að hún er svo léleg að menn eru hálf skelkaðir eftir.

          • Ari S skrifar:

            Takk báðir tveir 🙂

  6. þorri skrifar:

    Enn eitt jafnteflið.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Fáránlega góður fyrri hálfleikur og fáránlega dapur seinni hálfleikur. Enn eitt óverðskuldað jafntefli hjá Everton. Erum ib6 sæti í augnablikinu en agalegt að gera 3 jafntefli í röð gegn slakari liðum.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var nú meiri hörmungin þessi seinni hálfleikur. Ég hef ekkert út á fyrri hálfleik að setja og í rauninni hefði þetta átt að vera búið í hálfleik svo miklir voru yfirburðir okkar manna. Argasta óheppni að skora ekki fleiri mörk í honum. Hvað var sagt inni í klefa í hálfleik veit ég ekki en menn mættu í seinni hálfleik eins og við værum 6 mörkum yfir og það er ekki í fyrsta skiptið sem það gerist og örugglega ekki það síðasta. Svo fáum við auðvitað á okkur mark eftir fast leikatriði og ekki er það neitt nýtt heldur og ég er farinn að halda að það sé eitthvað sem við megum bara búast við í hvert skipti sem andstæðingar okkar fá horn eða aukaspyrnu. Það væri alveg eins hægt að gefa þeim víti fjandinn hafi það.
    Og það virðist ekki neitt vera gert til að laga þetta þó svo að Martinez hafi sagt eftir leikinn gegn Bornmouth að þetta þyrfti að laga.
    Ég hef enga trú á að þetta lagist meðan Martinez er við stjórnvölinn hjá okkur því hann gerir ekkert til að laga þetta.
    Það hefur reyndar verið haft eftir honum að honum finnist mörk eftir föst leikatriði ekki eiga að telja, amk ekki jafn mikið og mörk sem skoruð eru með boltann í leik. Þetta er náttúrulega fáránlegt ef satt er.

  9. þorri skrifar:

    góður fyrri hálfleikur en vantaði mörkin. Seinni hálfleikur alveg skelfilegur. Þrjú jafntefli í röð er forkastanlegt. Vonandi fer þetta að lagast og við vorum að eiga tvö góða hálfleika. En verum bjartsýnir og stöndum með okkar mönnum.

  10. Ari G skrifar:

    Hef aldrei séð annað eins eins og í fyrri leikleik Everton hefði átt að vera 3-5 yfir í hálfleik. Svo hætti Everton að spila seinni hálfleikinn alveg eins og leikurinn gegn Bournemouth. Hef engar áhyggjur af Everton spilamennskan hefur stórlagast hlýtur að fara að falla með okkur. Spánverjinn er stórkostlegur leikmaður hrein unun að horfa á takta hans þótt hann reyni of mikið einn þá er frábær skemmtun að horfa á hann spila. Kone heillar mig ekki vill setja hann á bekkinn næst og svo má hætta að spila með 2 varnarsinnaða miðjumenn á móti veikari liðunum. Hvar er Naismith er hann veikur spyr bara?

  11. Finnur skrifar:

    Baines í liði vikunnar að mati BBC :
    http://m.bbc.com/sport/football/35089466

  12. Elvar Örn skrifar:

    Gaman að sjá þetta Finnur og áhugavert það sem þar stendur og er í takt við eigin upplifun.

    Everton should have won this 1-1 draw against Norwich by a street. I don’t think I’ve seen a Premier League team this season take such a first-half battering as Norwich did.

    Nevertheless there are signs the Toffees are starting to look like they did when Roberto Martinez first arrived at Goodison Park and so is Leighton Baines.

  13. Orri skrifar:

    Eru menn ekki farnir að hlakka næsta leiks hjá okkar mönnum. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum, og hef fulla trú á mínum mönnum.

  14. Teddi skrifar:

    Miðað við markasúpurnar síðustu vikur ætti þetta að verða mjög skemmtilegur leikur gegn Leicester.

  15. þorri skrifar:

    mig hlakkar mikið til. En ég get senilega ekki séð þann leik vonandi kannski seinna. Þrátt fyrir þessi jafntefli þá hef ég fulla trú á okkar mönnum og tekið þessa Leicester menn. Bara að ná góðu leik og ekki vanmeta þá og þá getur allt gerst eru ekki annars allir kátir. Jólin á næsta leiti. ÁFRAM EVERTON.