Norwich vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Laugardagsleikur Everton er við Norwich á þeirra heimavelli en þetta er upphafsleikur umferðarinnar sem hefst kl. 12:45. Þetta er fyrri *deildar*leikur Everton við Norwich á tímabilinu en liðin mættust í lok október í deildarbikarnum og fór Everton með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Everton hefur aðeins tapað einum leik á útivelli í síðustu 11 leikjum en jafntefli hafa verið okkar mesti hausverkur undanfarið, en það hefur reynst niðurstaðan í 40% af þeim 10 leikjum á útivelli sem eru búnir á tímabilinu.

Nýliðar Norwich hafa hafa stoppað stutt í Úrvalsdeildinni undanfarin ár og eru í fallbaráttunni í ár, eins og yfirleitt er gert ráð fyrir með nýliða. Tölfræði Everton er sæmileg gegn þeim, Everton hefur aðeins tapað einum leik gegn Norwich á þessari öld (í samtals 10 leikjum), en óþægilega margir (helmingur leikja) hafa hins vegar endað með jafntefli. Everton hefur þó unnið fjóra af þeim (eða 40% leikja) og með sigri getur Everton komist upp í 6. sæti með 25 stig.

James McCarthy er metinn tæpur fyrir leikinn en meiðslalistinn hefur ekki breyst undanfarið þannig að sömu menn eru klárir og áður. Líkleg uppstilling: Howard, Galloway/Baines, Mori, Stones, Coleman, Barry, Cleverley/McCarthy, Kone, Barkley, Deulofeu, Lukaku.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Lukaku er í miklu formi þessa dagana, kominn með 50 mörk í 100 leikjum og hefur nú skorað í 6 leikjum í röð (samtals sjö mörk). Klúbburinn tók sig til og setti saman vídeó í nokkrum pörtum af mörkunum 50, en fyrsta hlutinn er kominn í loftið (sjá vídeó).

Einnig má geta þess að Brendan Galloway skrifaði undir samning til ársins 2020 en hann hefur í fjarveru hins öfluga vinstri bakvarðar, Leighton Baines, náð að heilla fólk á tímabilinu með frammistöðu sinni.

Þrjú lið eiga tvo fulltrúa í liði tímabilsins hingað til, að mati EA Sports, en það eru Everton (Barkley og Lukaku), Arsenal, Tottenham og Leicester. West Ham, Crystal Palace og Man City eiga hvert um sig einn leikmann.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 gerði 1-1 jafntefli við Reading U21 en mark Everton skoraði Callum Connolly. Eins og fram hefur komið unnu þeir Liverpool U21 í síðasta leik þar á undan, eins og sjá má hér:

Framtíðin er björt.

En, Norwich menn næstir og er leikurinn í beinni á Ölveri!

17 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Fínn formáli fyrir leik, líkar svona hnitmiðað „warm up“.
    Þessi leikur verður veisla, 2-4 og Barkley með þrennu.

    Lifið heil.

  2. Einar G skrifar:

    Ég er bjartsýnn en ég við að Martinez hvíli Kone núna.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Sammála Einari G með að hvíla Kone aðeins og mig dauðlangar að sjá Mirallas byrja leikinn á vinstri kanti og Deulofeu og Mirallas geta skipt um kant í smá tíma líka.

    Galloway er búinn að koma svakalega á óvart og flottur strákur þar á ferð. Hinsvegar fannst mér, þegar Baines kom inná seinast, ég sjá hvað það er sem gerir Baines að besta vinstri bakverði deildarinnar. Hann er svakalega hættulegur framá við sem gefur fremstu mönnum meira svigrúm. Frábært spil líka sem fer í gegnum hann og varnarlega er hann mjög solid. Ég vil því klárlega sjá Baines meira og jafnvel bara byrja leikinn í dag.

    Síðan styttist í Janúar gluggann og ég væri svo til í að fá Yarmolenko (æi nenni ekki að tékka stafsetinguna) en svo er spurning hverjir megi yfirgefa Everton. Ég vil vanalegast halda í sem flesta menn og klárlega er ekki Janúar rétti tíminn til að losa sig við marga menn en hér koma nokkur nöfn sem gætu jafvel farið á árinu 2016.
    Hibbert, love him en klárlega komin tími á kallinn.
    Osman, love him en mun lítið sem ekkert fá að spila.
    Besic, já ég bara hef ekki séð hans potential ennþá, veit að hann verður ekki seldur en hann hefur ekkert sýnt fram til þessa.
    Aiden McGeady, finnst hann hafa sýnt glimpses of spectacular en bara ekki komist í gang. Hann er líka svakalega aftarlega í goggunar-röðinni þegar kemur að kantmanni.
    Gareth Barry, ekki fyrr en næsta sumar, en hann hefur verið frábær í vetur samt sem áður, held bara að aldurinn hamli getu hans næsta vetur, kannski tími til að selja hann í janúar glugganum að ári.
    Steven Pienaar, sama hér, tel við vera búin að sjá það besta af Pienaar og tími hans hjá Everton búinn.
    Nokkrir eru að dansa á línunni eins og Gibbson og Naismith en ég vil halda í báða enn um sinn.
    Fyrir hálfu ári þá var Kone off fyrir mér og Howard á línunni en báðir komið vel til baka að mínu mati.

    Æi bara svona pælingar og kannski kominn tími til að koma Everton á næsta level með því að hreinsa aðeins til. Grunnurinn í dag er sá besti sem Everton hefur haft síðan fyrir um 29 árum þegar Everton var Englandsmeistari, já mér finnst þeir það góðir.

    Norwich á útivelli framundan og uppstillingin kemur eftir fáeinar mínútur, verður gaman að sjá hvort við náum ekki að hrista af okkur þetta jafnteflis rugl. Höfum bara tapað einum útileik í sienustu ellefu en við erum bara að gera alltof mörg jafntefli og oftar en ekki gegn gangi leiksins.

    Er það svo bara ég eða virkar Everton hópurinn einkar samheldinn um þessar mundir og mér finnst leikgleðin gríðarlega áberandi, ekki síst með komu Deulofeu sem er reyndar frábær í öllum viðtölum verð ég að segja. Finnst innkoma Deulofeu og Kone og endurkoma Barkley hafa blásið nýju lífi í Lukaku bæði leikgleði og gæðum. Well, over and out.

  4. Gestur skrifar:

    Þar sem nóvember var taplaus þrátt fyrir lélega spilamensku á köflum vanmetur Everton andstæðingana sína í dag og tapa 3-1. Martinez heldur ig við byrjunarlið sitt en tekur Kone út og setur NaiSmith inn til að friða hann. Notar svo eina skiptingu í leiknum, tekur Barry út og setur Gibson inn á 75.mín.

  5. Diddi skrifar:

    Baines er inni fyrir Galloway og McCarthy kemur líka inn. Ég spái 0-4 fyrir mína menn, Ari S, er það að vera neikvæður ?????

    • Diddi skrifar:

      McCarthy var í uppstillingunni fyrst en hefur svo verið dreginn til baka í stað Cleverly

    • Ari S skrifar:

      Nei, en ég gef þér séns þar til eftir leikinn… þú hefur enn möguleika.

  6. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=10280

  7. Gestur skrifar:

    Kann þessi Lukaku ekki að gefa boltann?

    • Ari S skrifar:

      hahaha góður, nei hann kann bara að skora…

      • Gestur skrifar:

        Þá ætti hann að gera aðeins meira af því miða við færin sem hann fær.

        • Ari S skrifar:

          Já þú meinar, og skora minna?

          • Ari S skrifar:

            Gefa meira og skora minna átti ég við?

          • Gestur skrifar:

            Hann hefði allavega geta gefið boltann tvisvar á menn í betri stöðu.

          • Ari S skrifar:

            Sendu Martinez póst og láttu hann vita af þessu.

            Við megum samt ekki gera alltof miklar kröfur til hans þar sem hann er að spila frábæra leiki þessa dagana og skorar mikið.

          • Ari S skrifar:

            Til Lukaku meina ég. Kær kveðja, Ari.

  8. Gestur skrifar:

    Þetta er ekki Everton sæmandi. Seinni hálfleikur núna og miklu fleiru er gjldþrot hjá Everton , hálfsleiksræða stjórans hlítur að vera arfaslök og alls ekki til að halda mönnum á tánum. Að setja Gibson inná fyrir Barkley, ertu ekki að grínast og handa þessum Kone inná allan leikinn.
    Kone hlítur að vita eitthvað um stjórann sem má ekki fréttast. Vonbrigði aftur og þegar maður les komment á toffee, þá eru suðningsmenn ekki sáttir með Martinez og skiljanlega. Hann er búinn að slökkva alveg á Mirallas og hlítur að vera ánægður með það. Naismith er að fara eftir áramótin á miklu minna en var boði í hann á loka dagi gluggans. Martinez er alveg í ruglinu.