Arsenal vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Áður en við fjöllum um Arsenal leikinn er rétt að minna á Íslendingaferðina í desember en lokafrestur til að skrá sig er eftir tæpa viku.

Það er risastórt verkefni fyrir höndum á laugardaginn kl. 16:30 þegar Everton mætir á Emirates leikvanginn til að eigast við Arsenal á þeirra heimavelli. Arsenal er liðið sem toppar formtöfluna í ensku Úrvalsdeildinni þegar síðustu 6 leikir eru skoðaðir og hafa varla slegið feilpúst undanfarið, þar með talið gegn Bayern Munchen sem þeir unnu í meistaradeildinni í miðri viku. Þeir urðu að vinna þann leik til að vera ekki í bullandi hættu á að detta út áður en til útsláttakeppni kæmi og spurning hversu mikil orka fór í þann leik hjá þeim. Það verður fróðlegt að sjá og ágætt að hugsa til þess að Everton hefur gengið ágætlega á útivelli með fjóra sigra í 6 leikjum frá upphafi tímabils. Það kemur þó ekki til með að spila stóra rullu um helgina og verður líklega erfiðasti leikurinn hingað til.

Áfram halda áfram að berast góðar fréttur úr meiðsladeildinni en Oviedo lék í 90 mínútur með U21 árs liðinu, Cleverly í 60 mínútur og Pienaar í 45. Mirallas er jafnframt laus úr banni og Hibbert ekki langt undan. Líkleg uppstilling: Howard, Galloway, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Deulofeu, Lennon, Barkley, Lukaku. Hjá Arsenal eru Aaron Ramsey, David Ospina, Jack Wilshere, Tomas Rosicky og Danny Welbeck fjarverandi.

Í öðrum fréttum er það helst að…

  • Brendan Galloway var valinn leikmaður septembermánaðar.
  • Everton U21 tapaði 0-1 fyrir Schalke U21 í Premier League International Cup þar sem Oviedo, Pienaar og Cleverley komu við sögu, eins og áður sagði. Næsti leikur þeirra er gegn Porto U21 á heimavelli og….
  • Everton U18 liðið vann Newcastle U18 3-1 (sjá vídeó) með mörkum frá Delial Brewster, Beni Baningime og Callum Lees.

6 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    0 – 3 ?

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef menn rífa sig upp og gefa allt í leikinn þá getum við alveg unnið. En ef menn ætla að halda áfram í ruglinu eins og í síðasta leik þá fer illa.
    Ég held að þetta verði hrikalega erfitt og við töpum 2-0 en það verða ekki sanngjörn úrslit.

  3. Teddi skrifar:

    Þetta fer 0-1 fyrir Everton, Barkley með markið.
    Hjálpar okkur að Bellerin fær tvö gul (hraðasektir) fyrir 60’mín.

  4. Gestur skrifar:

    4-1 fyrir Arsenal

  5. þorri skrifar:

    sælir félagar kemst því miður ekki niður í ölver að horfa. Dálítið smeykur fyrir þessum leik. Vonandi tekst okkur að spila okkar leik og vinnum. Og vonandi getur hann stilt okkar besta liði. Við erum svo sem nokku segir á útivelli. Við skulum vona það besta góða skemtun á ölveri. ÁFRAM EVERTON megi betra liðið vinna.

  6. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=10082