Swansea vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Þegar lið manns vinnur ríkjandi meistara með nokkuð auðveldum hætti verður óhjákvæmilega allt of langt í næsta leik. Sá leikur verður þó á laugardaginn kl. 14:00 þegar Everton mætir Gylfa og félögum í Swansea en þeir eru jafnir okkar mönnum að stigum (með lakari markahlutfall) en bæði lið geta með sigri jafnað Leicester (já Leicester!) í öðru sæti Úrvalsdeildarinnar.

Martinez sagði á fréttamannafundi að Besic og Coleman verði að öllum líkindum tilbúnir fyrir annaðhvort Swansea eða Reading leikinn. Að öðru leyti er um engin önnur meiðsli að ræða frá Chelsea leiknum en Coleman væri líklegri en Oviedo (sá síðarnefndi líklegur til að ná Reading leiknum). Martinez sagði jafnframt að Gibson væri orðinn heill og vantaði aðeins… umm… leikskerpu — ef það er orð? (e. match fitness).

Það er ómögulegt að spá fyrir um uppstillingu þar sem leikið verður í miðri viku í deildarbikar þannig að við látum það bara vera æfingu fyrir lesendur (endilega stillið upp ykkar tillögu í kommentakerfinu).

Í öðrum fréttum er það helst að Howard var valinn leikmaður ágústmánaðar og Darron Gibson var valinn í 40 manna hóp írska landsliðsins (ásamt McCarthy, Coleman og McGeady), sem verður — í tilfelli Gibson — að teljast afar gott merki eftir löng meiðsli.

Einnig er verið að setja upp nýjan samning við Brendan Galloway en þessi 19 ára óttalausi ungliði í vinstri bakverði hefur staðið sig algjörlega frábærlega í vörninni í fjarveru sér eldri manna á borð við Baines og Oviedo (og náttúrulega Garbutt).

Af ungliðunum er það annars að frétta að U21 árs liðið gerði 1-1 jafntefli við Sunderland U21 en mark Everton skoraði Leandro Rodriguez og hann því nú búinn að skora tvö mörk í röð með U21 árs liðinu frá því hann var keyptur til félagsins, rétt fyrir lok félagaskiptaglugga. Vel gert og ágætis byrjun á hans ferli með Everton.

U18 ára liðið hélt einnig áfram óslitinni sigurgöngu sinni með 1-2 sigri á Wolves U18 á útivelli eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik (sjá vídeó). Mörk Everton skoruðu Michael Donohue og Jack Bainbridge.

En, nú er komið að Swansea á laugardaginn og leikurinn verður sýndur í beinni á Ölveri kl. 14:00. Ekki missa af honum!

12 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Skemmtilegar minningar úr þessum leik…
    http://www.evertonfc.com/evertontv/archive/2015/09/15/swansea-12-everton-201314

    Ég ætla annars aftur að spá jafntefli. Það hafði greinilega góð áhrif í Chelsea sigrinum! 😉

  2. Teddi skrifar:

    Verður erfitt að toppa síðustu helgi.
    Spái þessu 0-0.

  3. Gestur skrifar:

    menn yfirspenntir og tapa 2-0.

  4. Ari G skrifar:

    Tillaga um uppstillingu. Howard- Vörn: Browning-Galloway- Stones- Jagielka. Miðja. Barry,MaCarthy,Mirallas, Barkley, Naismith. Sókn Lukaku. Vill samt spila 4-4-2 mín skoðun en ég virði uppsetningu Martinez. Svo geta Lennon, Kone og Deulofeu komið inná í seinni hálfleik.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Þið svartsýnu andskotar. Þetta fer 0-2 fyrir Everton. Langar að fara að sjá aðeins af Deulofeu og auðvitað Mirallas líka. Verður áhugavert að sjá hlutverk Naismith í þessum leik.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta fer allt eftir því hvernig okkar menn verða stemmdir. Ef þeir mæta jafn ákveðnir og í síðasta leik þá gætum við alveg tekið 3 stig á morgun. En þar sem stöðugleiki er ekki okkar aðalsmerki, og sú staðreynd að Swansea engir aumingjar þá held ég að þetta verði mjög erfitt. Spái 1-1.

  7. Diddi skrifar:

    Spái 1-3, það er stemming í hópnum hjá okkur og ekkert kjaftæði.

    • Elvar Örn skrifar:

      Ánægður með bjartýnina hjá þér Diddi. Það er líka áhugavert að í seinustu 10 leikum hefur Everton bara tapað 1 sinni fyrir Swansea og það var í capital one bikarnum. Ekkert annað tap og í raun hefur Everton ekki tapað fyrir Swansea (að undarskildum fyrrnefndum leik) amk ef skoðað er aftur til 1930.
      Ég lagði undir seinustu helgi að Everton myndi vinna og geri það aftur núna. Það virðist bara vera bæði frábær andi í liðinu og mikill drifkraftur.

  8. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9887