Everton vs. Chelsea

Mynd: Everton FC.

Landsleikjahlé er nú á enda og við tekur alvaran aftur en fyrsti leikur helgarinnar er stórleikur, þegar Everton tekur á móti Chelsea í hádegisleik á Goodison Park. Það helsta í fréttum síðan síðast eru náttúrulega landsliðsmál en þrettán leikmenn úr aðalliði Everton voru kallaðir til landsliða sinna fyrir leikina á EM sem fram fóru á dögunum — og væntanlega hefur ekki farið framhjá neinum (til hamingju Íslendingar!). Jagielka, Stones og Barkley voru með landsliði Englands og skoraði Barkley sitt fyrsta landsliðsmark í 6-0 sigri þeirra gegn San Marino. Barkley og Stones léku svo einnig hluta leiksins gegn Sviss í 2-0 sigri Englendinga. Galloway var í U21 árs hópnum en gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Mirallas og Lukaku fóru til liðs við Belga sem mættu okkar manni Besic með Bosníu-Herzegovinu en Belgar unnu þann leik 3-1. Lukaku og Besic léku þann leik en Mirallas hvíldi. Bosníumenn mættu einnig Andorra og sigruðu 3-0 en Besic var rekinn af velli í þeim leik eftir 63 mínútur. Írski landsliðsmaðurinn Coleman hvíldi í 4-0 sigri þeirra gegn Gíbraltar en McCarthy og McGeady tóku þátt í þeim leik. Coleman og McCarthy léku svo báðir allan leikinn gegn Georgíu í 1-0 sigri. Naismith lék með Skotum gegn Georgíu (1-0 tap á útivelli) en Naismith skoraði mark sem dæmt var af vegna brots. Hann var svo á bekknum í tapleik þeirra gegn Þýskalandi (3-2). Deulofeu lék með Spáni U21 í 2-0 sigri þeirra gegn Eistlandi og skoraði Deulofeu mark og lagði upp annað. Eldheitur greinilega. Að auki var hópur af ungliðum Everton með sínum landsliðum.

Nokkrir vináttuleikir voru leiknir líka en Howard var á bekknum í vináttuleik USA gegn Perú (2-1 sigur) og Brasilíu og Funes Mori lék vináttuleiki með Argentínu gegn Bólivíu (7-0 sigur) og gegn Mexíkó (2-2 jafntefli).

En þá að næsta leik, við Chelsea. Frekari fréttir bárust af meiðslum Cleverley en hann mun vera frá í 6-8 vikur eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Tottenham. Úr herbúðum Chelsea bárust þau tíðindi líka að markvörður þeirra, Thibaut Courtois, þurfi að fara í aðgerð og missi því af þessum leik og verði nokkuð lengi frá en Asmir Begovic kemur til með að leysa hann af. Einnig er Oscar hjá þeim meiddur. Brendan Galloway and Bryan Oviedo verða metnir á leikdag, en eins og við vitum er Everton einna mestu breiddina í stöðu vinstri bakvarðar en allir eru þeir meiddir (Baines, Oviedo, Galloway og Garbutt). Ef hvorki Oviedo né Galloway verða heilir mun Ramiro Funes Mori mögulega verða kastað í djúpu laugina á morgun.

Líkleg uppstilling: Howard, Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Deulofeu, Barkley, Lukaku.

Klúbburinn rifjaði upp nokkra skemmtilega heimaleiki við Chelsea, til dæmis 2-1 sigur árið 2010 (vídeó),
1-0 sigur árið 2011, manni færri (vídeó) og 2-0 sigur árið 2012 (vídeó).

Af ungliðunum er það að frétta að nýi sóknarmaður Everton, Leandro Rodriguez, spilaði sinn fyrsta leik með U21 árs liði Everton gegn Preston U21 og skoraði þar sitt fyrsta mark í 3-0 sigri (sjá vídeó) í Lancashire Senior Cup. Hin mörkin gerðu Conor Grant og Liam Walsh. Þar á undan sigrðuðu Everton U21 Tottenham U21 sannfærandi í Premier League International Cup, 4-1 (sjá vídeo), með mörkum frá David Henen, Conor McAleny og tveimur frá Sam Byrne.

U18 ára liðið hélt áfram sigurgöngu sinni með 3-0 sigri á Stoke U18. Antony Evans skoraði eitt í þeim leik og Delial Brewster tvö (sjá vídeó).

En, Chelsea eru næstir á Goodison Park. Hver er ykkar spá? Leikurinn verður í beinni á Ölveri. Sjáumst!

12 Athugasemdir

  1. þorri skrifar:

    eigum við ekki að segja að við vinnum leikinn,3-1 lukaku.mírallas
    og barkley.sjáumst við svo ekki í hádeiginu

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vonandi verður þetta ekki endurtekning á leiknum í fyrra.
    Held því miður að við töpum 0-2. Vörnin er ennþá hriplek hjá okkur og Howard getur ekki alltaf átt stórleik.

    • Gunni D skrifar:

      Það alveg lekur af þér bjartsýnin eins og vanalega. Chelsea eru eitthvað brothættir núna,svo að ég ætla að spá okkar mönnum sigri.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Ég er óendanlega ánægður með þig og þínar spár,meðan þú spáir svona verðum við á sigurbraut.Til hamingju með sigurinn.

  3. Finnur skrifar:

    Einhvern veginn grunar mig jafntefli. 1-1 eða 4-4, get ekki ákveðið mig. 🙂

  4. Georg skrifar:

    Þetta verður gríðarlega áhugaverður leikur. Chelsea liðið hefur byrjað illa í deildinni og þurfa nauðsynlega 3 stig. Á móti eru Mourinho og hans sveinar í Chelsea ekki á toppi vinsældarlista hjá Evertonmönnum eftir Stones ævintýrið. Sé fram á mikinn baráttuleik. Ég segi 2-1 sigur, Lukaku með sigurmarkið í uppbótartíma.

  5. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9872

  6. Gunni D skrifar:

    NAISMITH!!!!!!!!!!

  7. Gunni D skrifar:

    NAISMITH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  8. Gunni D skrifar:

    Þetta er nú meira ógeðið þessi costa.

  9. Einar Gunnar skrifar:

    Yess!!

  10. Eiríkur skrifar:

    Því líkur leikur og frábær Steven Naismith 🙂 🙂