Tottenham vs Everton

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur er gegn Tottenham á morgun en þeir hafa byrjað tímabilið rólega og bíða enn síns fyrsta sigurs þar sem þeir hafa gert tvö jafntefli (gegn Leicester og Stoke) og tapað einum (United). Það þýðir væntanlega aukna pressu á okkar menn að standa sig vel og koma í veg fyrir að fyrsti sigurleikur þeirra verði á White Hart Lane á morgun.

Af meiðsladeildinni er það að frétta að Baines, Gibson, Hibbert og Pienaar eru frá og nýja leikmanninum okkar, Leandro Rodriguez, verður ekki hent í djúpu laugina strax. Líkleg uppstilling: Howard, Oviedo, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Mirallas, Kone, Lukaku. Hjá Tottenham er Christian Eriksen frá og Andros Townsend tæpur. Ólíklegt þykir jafnframt að nýliðar þeirra, Clinton Njie og Heung-Min Son, taki þátt.

Klúbburinn rifjaði af þessu tilefni upp skemmtilega nýlega leiki á útivelli gegn Tottenham, til dæmis 0-2 sigur í ágúst 2006 (sjá vídeó) og 1-3 sigur 14. ágúst 2007 (sjá vídeó).

Stóru fréttirnar (síðan bikarleikurinn átti sér stað — fyrir utan kaupin á Rodriguez) eru þær að Bill Kenwright sendi mjög skýr skilaboð til Chelsea og annarra um að Stones væri ekki til sölu, sem vonandi eru lokaorðin í því máli.

Af ungliðunum er það svo að frétta að Mason Holgate og markvörðurinn Russell Griffiths voru kallaðir til liðs við enska U20 ára liðið sem mætir Tékkum U20 og Jonjoe Kenny og Callum Connolly voru kallaðir til liðs við U19 ára liðið.

En, þá er komið að Tottenham á morgun. Leikurinn er í beinni á Ölveri. Sjáumst!

4 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég spái að uppstillingin verði svona: Howard; Oviedo,Stones,Jag,Coleman; Mirallas,McCarthy,Barry,Cleverley; Barkley; Lukaku. Ég væri til í að swappa Cleverley fyrir Deulofeu í þessari uppstillingu.

    • Diddi skrifar:

      sú breyting kemur seinna í leiknum og vonandi ekki of seint, mín spá er að Tottenham vinni 2-1 en djöfull væri nú gaman að sjá okkur taka þetta, ég byggi þetta á því að við höfum átt í mesta basli með að verjast í hornspyrnum og Kane kemur þar sterkur inn og skorar sín fyrstu mörk í vetur. Helvítis 🙂

  2. þorri skrifar:

    Eru menn ekki kátir í dag. Ég held að þessi strákur eigi bara eftir að verða góður hjá okkur í framtíðinni.Ef Everton spilar eins og á móti Manciti þá vinnum við þennana leik 1-3 fyrir okkur. Mér er alveg samma hverjir skora bara að við vinnum Hittumst á ölveri á eftir allir sem einn og styðjum okkar menn og okkar félag

  3. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9785