Southampton – Everton 0-3

Mynd: Everton FC.

Everton mætti á St. Mary’s í dag, völlur sem hefur reynst okkar mönnum erfiður gegnum tíðina, tveir sigrar á um 20 árum eða svo, fyrir leikinn í dag.

Uppstillingin: Howard, Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, McCarthy, Barry, Barkley, Cleverley, Kone, Lukaku.

Ég missti því miður af fyrri hálfleiknum 🙁 þannig að ég lýsi eftir umsögn um hann frá einhverjum sem sá hann. Miðað við það sem ég hef heyrt var hálfleikurinn mun meira í ætt við seinni hálfleik í Watford leikinn en þann fyrri.

Everton leyfði Southampton að vera mun meira með boltann í seinni hálfleik, 65% vs. 35% sagði tölfræðin þegar langt var liðið á leikinn. Greinilegt var þó að Koeman las yfir sínum mönnum í hálfleik og breytti uppstillingunni, settu mikla pressu á Everton en þeir áttu þó erfitt með að skapa sér teljandi færi, allavega framan af. Eitt fengu þeir þegar boltinn barst óvart til sóknarmanns þeirra sem tók skot í fyrsta en beint á Howard. Pelle fékk svo frían skalla á 66. mínútu úr horni en setti hann hátt yfir. Ekki þeirra dagur. Southampton reyndu einnig fast skot af mjög löngu færi á 78. mínútu en Howard varði í horn og þá var Naismith skipt inn á fyrir Kone á.

Everton liðið sátt við að leyfa Southampton að pressa á sterka vörnina, bíða færis og beita svo skyndisóknum á þá, þangað til undir lokin að Barkley tók málin í sínar hendur. Nett samspil inni í teig milli Coleman og Lukaku setti Coleman í færi en hann gaf á Barkley í betra færi á vinstri helming vítateigsins. Barkley tók skrefið til hægri til að losa sig við varnarmann og þrumaði í hliðarnetið. 0-3. Game over.

Southampton áttu engin svör. Deulofeu og Browning komu inn á fyrir Lukaku og Galloway á 89. mínútu en fleiri urðu færin ekki.

Everton upp í annað sæti tímabundið, enda aðeins um annan leik umferðarinnar að ræða.

Einkunnir Sky Sports: Howard (7), Coleman (7), Stones (7), Jagielka (7), Galloway (7), Barry (6), Cleverley (6), McCarthy (6), Barkley (8), Kone (7), Lukaku (9).

41 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Stórkostlegur leikur Everton. Barkley og Lukaku frábærir besti leikur Barkley í langan tíma. Allir leikmenn Everton að spila vel vörnin mun betri núna en á móti Watford. Kone mun betri en ég bjóst við allavega í fyrri hálfleik.

  2. Finnur skrifar:

    Margt áhugavert sem kemur fram hér:
    http://www.mbl.is/sport/enski/2015/08/15/lukaku_skoradi_tvo_og_setti_met/

    Til dæmis er Lukaku orðinn markahæsti Belginn í sögu Úrvalsdeildarinnar en hann var að taka framúr Benteke. Barkley skor­aði og lagði upp mark í sama deild­ar­leik í sitt fyrsta skipti og Evert­on varð fyrsta fé­lagið (fyr­ir utan Manchester City) sem skor­ar þrjú mörk gegn Sout­hampt­on frá því í byrj­un síðasta tíma­bils.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Everton var að spila fantavel í þessum leik. Lukaku var monster í fremstu línu, Kone var svakalega flottur í þessum leik Barkley var funheitur (brenndi þó af flottu færi, en bætti upp fyrir það með marki) en hann átti mark og stoðsendingu og skoraði einnig í seinasta leik. Vörnin flott, Howard varði mjög vel þegar á þurfti að halda og miðjan flott og þar má ekki gleyma Barry sem virðist super fitt ólíkt frammistöðu á seinustu leiktíð.

    Southampton hafa verið erfiðir heim að sækja og voru með næst bestu vörnina í fyrra og því flott hjá Everton að vinna þá á útivelli með þremur mörkum gegn engu. Erum í öðru sæti í deildinni í augnablikinu 🙂

    Ef Ingvar kvartar yfir þessum leik þá…….nei ég veit það er ekki hægt að kvarta yfir þessum leik.

    Var einhver að spila illa hjá okkur,,,enginn kemur upp í hugann amk.

    Auðvelt prógramm framundan, not, en gerum það besta úr því.

    Takk fyrir heimsóknina Halli, alltaf gaman að fá svona meistara í heimsókn til að horfa á okkar ástkæra lið spila.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég kvarta ekki enda missti ég af öllu fjörinu rétt náði að sjá uppbótartímann
      Frekar svekktur verð ég að segja.

  4. Eiríkur skrifar:

    Flottur sigur hjá okkar mönnum, og héldum hreinu 🙂
    Það eina sem ég var óhress með var hvað við vorum slappir í hornspyrnum þeirra. Allaveg fjórir fríir skallar, og Barkley var ekki alveg með þetta í dekningu og pressu á boltan í hornum.
    Enn frábært leikur hjá Lukaku og liðinu.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Sammála þér Eiríkur varðandi hornspyrnur þeirra, við vorum ekki að verjast þeim vel og alls ekki að dekka sterkustu mennina þeirra en fátt annað sem var dapurt af okkar hálfu og góður leikur og góð byrjun hjá okkur.

    • Ari S skrifar:

      Fatta ykkur tvo ekki. Fengum við á okkur mörk eftir hornspyrnur þeirra? Skoruðum við ekki mark eftir hornspyrnu þeirra?

      • Ari S skrifar:

        En ég verð að taka það fram að ég sá ekki allann leikinn og þetta er alls ekki illa meint 😉

        • Georg skrifar:

          Ari þú verður að horfa á leikinn til að skilja þessi comment. Ég held að það segi sig sjálft 🙂

          Jú eitt markið okkar kom upp úr því að þeir eiga hornspyrnu og við vinnum boltann og brunum upp og skorum. Það sem við erum að koma inn á er að þeir voru að vinna of marga skallabolta inn í okkar teig og hefði getað komið mark upp úr því, þó það hafi ekki komið í þessum leik. Ég horfði á alla pre-season leikina og núna fyrstu 2 leikina og þetta er helsti veikleiki liðsins í varnarleiknum að mínu mat, það er að verjast hornspyrnum og föstum leikatriðum. Það er eitthvað sem þarf að bæta. Þó það hafi ekki komið mark úr því í leiknum þá hefur þetta verið eitthvað sem við höfum ekki verið að höndla nógu vel. Við vorum að fá nokkur mörk á okkur upp úr föstum leikatriðum í pre-season.

          Varnarleikurinn okkar í opnum leik var gríðarlega öflugur og sóknarleikurinn frábær á laugardag, en ef þú hefði horft á leikinn þá sérð þú að þeir voru að vinna óþarflega marga skallabolta inn í teig úr föstum leikatriðum, svipað og maður hefur séð í pre-season.

          Eins og ég hef sagt þá er ég viss um að Martinez eigi eftir að fara vel yfir þessi föstu leikatriði og hvernig við erum að dekka okkar mótherja.

          • Ari S skrifar:

            Já en……. við fengum ekki á okkur mark. Bara það sem ég meina 😉

  6. albert gunnlaugsson skrifar:

    Kone! Ótrúleg umskipti á manninum! Fannst hann alltaf vera „of seinn“ fyrir enska, en nún er hann bara flottur! allavega í þessum leik. Held að þessi sigur sé mjög góður fyrir sjálfstrausti hjá strákunum. Nú halda okkur enginn bönd! 🙂 🙂 🙂

  7. albert gunnlaugsson skrifar:

    E.S.
    Þvílíkt flottur búningur. Alltaf verið „bara blár“, en þessar skyrtur munu verða hit! Allavega ætla ég að panta svona bol!
    Er ekki kominn tími á ferð út á leik?
    Þessi leikur kveikti algjörlega í mér 🙂

  8. Finnur skrifar:

    Greining Executioner’s Bong á leiknum: https://theexecutionersbong.wordpress.com/2015/08/16/tactical-deconstruction-southampton-0-3-everton/

    Hvað Íslendingaferð varðar þá er meiningin er að standa fyrir tveimur ferðum, einni fyrir áramót og einni í haust. Tökum ábendingum fagnandi, til dæmis ef nokkrir að norðan ná að smala saman hóp á ákveðinn leik. Þá skoðum við það að gera að formlegri ferð.

  9. Finnur skrifar:

    Vel upp alinn, þessi drengur (Lukaku)… 🙂
    http://www.evertonfc.com/news/2015/08/15/rom-saints-fan-gesture

  10. Georg skrifar:

    Að halda hreinu og skora 3 mörk á útivelli gegn Southampton eru frábær úrslit. Það var gaman að sjá okkur loksins sprengja upp liðin með hröðum sóknum eins og við gerðum svo oft fyrir 2 árum. Lykill að svona sóknum eru Barkley og Lukaku, þar sem fáir geta átt við þeirra hraða, styrk og ákefð þegar þeir eru upp á sitt besta.

    Það er eins og við séum komnir með nýja leikmann í Arouna Kone. Kone er nú kominn með 1 mark og 2 stoðsendingar í 2 leikjum sem er frábær tölfræði, en það er ekki bara sú tölfræði sem hefur heillað mann, heldur hvernig hann er að halda boltanum og spila honum. Eftir að hafa farið í gegnum gríðarlega erfið meiðsli og komið til baka bæði í lélegu formi og sjálfstraustið í molum, þá hafa þessir 2 leikir snúið við sjálfstraustinu við og virðist hann vera að komast í frábært leikform. Martinez var einn af fáum sem hafði ennþá trú á Kone og hann spilaði honum mikið á undirbúningtímabilinu. Þegar Kone var skipt inn á í síðasta leik gegn Watford þá var púað á hann (eða Martinez fyrir að setja hann inná frekar en t.d. Naismith), en þegar hann kom af velli í leiknum í gær fyrir Naismith á 80 mín þá var þvílíkur fögnuður í stuðningsmönnum Everton. Þannig að Kone hefur unnið stuðningsmenn á sitt band og sjálfstraustið ætti að vera í botni núna sem er frábært fyrir hann og okkur.

    Ótrúlega flottur leikur í heild og gaman að hugsa til þess að við vorum án Baines, Mirallas og Deulofeu. Sem eru 3 leikmenn sem eiga eftir að gera okkur ennþá hætturlegri sóknarlega. Langt í endurkomu Baines en Mirallas og Deulofeu ættu að vera komnir í betra stand fyrir næsta leik, voru báðir á bekknum og Deulofeu kom inná undir restina.

    Sammála Eirík með hornin, hvernig við vörðumst þeim, þetta er einn af þeim punktum sem ég tók út sem neikvæða úr undirbúningstímabilinu þar sem ég tel okkur þurfa að gera betur í því hvernig við verjumst hornum og föstum leikatriðum. Það er of algengt að okkar andstæðingar séu að vinna skallaboltann inn í okkar teig. Ég vona að Martinez fari að vinna úr þessu með liðinu og hef ég fulla trú á því.

    Albert ég er sammála þér með búninginn, hann er að koma mjög vel út og kom eiginlega betur út á vellinum en þegar maður sá hann kynntann.

    Ég og Elvar erum svolítið volgir fyrir því að fara á Everton-Liverpool, sem er 4 okt.

  11. Finnur skrifar:

    Fyrsti sigur Everton á útivelli gegn Southampton í 13 ár, gott að losna við þá grýlu.

    Fyrir tímabilið taldi ég líklegt að Everton myndi vera með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, því ég átti von á hefðbundnu tapi á St. Mary’s (og jafnvel færri stig, því ég óttaðist líka upphafsleikinn, sem er okkar mönnum yfirleitt erfiður).

    Sáttur við fjögur stig á þessum tímapunkti.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Er Alex Song á leiðinni til Everton? Gæti gerst.

  13. Georg skrifar:

    Það hefur verið svolítið í fréttum að við séum að reyna að fá Alex Song frá Barcelona. Þetta er leikmaður sem getur spilað á miðjunni, sem varnasinnaður miðjumaður og sem miðvörður. Leikmaður sem getur leyst margar stöður. Talað um 3.5m punda sem er ekki mikill pengingur í dag. Hann er 27 ára gamall svo hann er á besta aldri og með mikla reynslu.

    Annar spennandi leikmaður sem er orðaður við okkur er Andriy Yarmolenko, örfættur kantmaður sem getur spilað á vinstri kant, hægri kant og fyrir aftan framherja. Spilar með Dynamo Kiev og muna menn eflaust eftir honum í fyrra þegar hann var allt í öllu gegn okkur, sérstaklega í seinni leiknum í Úkraínu. Hann er á besta aldri 25 ára gamall. Hann er búinn að spila 267 leiki fyrir Kiev, skorað 98 mörk og 68 stoðsendingar. Þetta verður að teljast mjög góð tölfræði. Mjög spennandi leikmaður.

    Einnig hefur Funes Mori svolítið verðið orðaður við okkur, en hann er 24 ára gamall argentínumaður sem spilar með River Plate. Örfættur miðvörður sem getur einnig leyst af í vinstri bakverði. Talað um hann sem cover fyrir Stones og Jagielka.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Kaupum þessa þrjá og málið er dautt.

  15. Finnur skrifar:

    Barkley og Lukaku í liði vikunnar að mati BBC:
    http://m.bbc.com/sport/football/33954348

  16. Gestur skrifar:

    Frábær úrslit, sá ekki leikinn

  17. Gunnþór skrifar:

    Frábær leikur hjá okkar mönnum,leikgleðin var miklu meiri en t.d.í fyrra,menn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera ólíkt í fyrra fannst mér menn vera frekar pirraðir út í hvorn annan sem var alls ekki í þessum leik.Þannig að þetta lítur vel út, en það verður stór prófraun á liðið næsta sunnudag.

  18. Orri skrifar:

    Sá ekki leikinn en ég yfir mig hrifinn af okkar mönnum eftir leikinn.Frábært að Lukaku skildi setja 2 og að Barkley sé koma til baka.

  19. Ólafur már skrifar:

    Sælir ég sá ekki leikinn en the Saints hafa alltaf verið erfiðir en geggjaður sigur en ég segi að við tökum city þótt það verði erfitt áfram bláir

  20. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Chelski virðist ekki ætla að gefast upp. Ég er ansi hræddur um að Stones verði seldur.
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2015/08/chelsea-return-30m-stones-bid/

  21. Gestur skrifar:

    Það gæti orðið erfið barátta að halda Stones

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég verð mjög hissa ef við höldum honum, það væri algjörlega út úr karakter stjórnar Everton að selja ekki.

      • Ari S skrifar:

        Með hvaða liði haldið þið tveir Gestur og Ingvar? Neikvæðnin að fara með ykkur.

        bara jóke 😉

      • Gestur skrifar:

        Það er kannski byrjað að þessum millum sem koma fyrir Stones

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Ég held að Stones verði seldur því miður. Ég held líka, af fenginni reynslu, að enginn verði keyptur fyrr en salan á Stones er gengin í gegn. Ef þetta reynist rétt hjá mér þá vona ég að það verði síðasta hálmstráið fyrir BK og félaga.

  22. Elvar Örn skrifar:

    Það eru svo gríðarlega margir sem hafa komið á óvart í upphafi leiktíðar.

    Lukaku er miklu betur undirbúinn og hann segir það sjálfur að hann sé í allt öðru og betra formi nú, bæði líkamlega og andlega, en í fyrra.

    Barkley er búinn að vera svakalega flottur og virðist hafa hrist af sér skrekkinn sem var í honum á seinustu leiktíð.

    Barry, já ótrúlegt en satt þá lítur hann bæði léttari og er að koma frábærlega út hjá okkur á miðjunni.

    Kone, líklega mesta surprice-ið þar sem hann er búinn að vera lélegur hjá okkur frá því hann kom (hvað eru það 2 ár) og átti slakt undirbúningstímabil, en boy ohh boy hvað hann hefur verið flottur í þessum tveimur leikjum.

    Mirallas hefur litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu og var frá í seinasta leik vegna ökkla-hnjasks sem hann hlaut í fyrsta leik. Gaman að fá hann inn aftur næstu helgi gegn City og svakalega bíð ég spenntur eftir að sjá Deulofeu í bláu teyjunni aftur.

    Man City hafa litið best út allra liða verð ég að segja þessa fyrstu tvo leiki í deildinni svo ég tel okkur eiga gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum. Það er þó mjög áhugavert að rifja upp frammistöðu okkar gegn City seinustu árin en þar höfum við unnið mun fleiri leiki en þeir sem er áhugavert í ljósi þess hve sterkt lið þeir hafa haft seinustu árin. Þar sem við erum á heimavelli og eftir góða frammistöði gegn Southampton þá spái ég 2-0 sigri Everton (já óþægilega bjartsýnn).

    Síðan er leikur í miðri næstu viku í deildar bikarnum gegn Barnsley á útivelli og algert must að hanga inni í þessum bikarkeppnum þar sem við erum ekki að spila í Evrópu þetta árið.

    Hvað segið þið, erum við ekki að fara á Goodison í vetur að sjá leik, ég og Georg erum til, hvað með gamla gengið? Baddi, Halli2, Gunnþór, Finnur, Ari, Diddi, Addi, feðgarnir og allir hinir? Væri gaman að fara á heimaleik Everton gegn Liverpool í byrjun október, ha?

    • Finnur skrifar:

      Hvaða feðga ertu annars að vísa í? Þeir eru svo margir sem koma til greina…. Eyþór og Róbert, Róbert og Naismith, ég og Bjarki, Baddi og Trausti, – og ég gæti haldið áfram… 🙂

  23. Finnur skrifar:

    Það væri ansi sterkt ef þú nærð að safna liði, held það verði erfitt að segja nei við því. 🙂 Hvaða leikir koma til greina ykkar vegna – er það bara derby leikurinn – eða?

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Við eigum man udt 17 október. Ég væri alveg til í að eyða afmælisdeginum á Goodison.

      • Eiríkur skrifar:

        Mér finnst af þeim leikjum sem eru fyrir Jól að þá séu það annað hvort Liverpool eða ManU sem koma til greina. Það virðist vera betra verð á flugi í kringum 4 okt.

  24. Finnur skrifar:

    Slúðrið segir nú að Everton sé búið að ná samkomulagi við River Plate um að borga 5M punda fyrir argentínska landsliðs-miðvörðinn Ramiro Funes Mori…
    https://www.nsno.co.uk/everton-news/2015/08/everton-agree-fee-mori/

  25. Elvar Örn skrifar:

    Allt bendir til þess að Everton sé við það að landa Andriy Yarmolenko, það væri svaaaaakalegt.

  26. Finnur skrifar:

    Já, það væri nú eitthvað… http://m.bbc.com/sport/football/34012486