Leeds vs. Everton (og helstu fréttir)

Mynd: Everton FC.

Síðasti undirbúningsleikur Everton á tímabilinu er á eftir gegn Leeds, kl. 14:00 að íslenskum tíma en þá er nákvæmlega vika í fyrsta leik tímabilsins, gegn Watford á útivelli. Hægt er að sjá leikinn í beinni (eða upptöku af honum) hér.

Nokkrir leikmenn eru á meiðslalistanum, eins og fram kom í viðtali við Martinez, þar á meðal Mo Besic, sem missir af fyrsta leik tímabilsins, Aiden McGeady og Darron Gibson, sem missa af öllum leikjum ágústmánaðar, og Tony Hibbert, sem meiddist á hné gegn Arsenal á dögunum en hann verður frá eitthvað lengur en hinir. Meiðsli Lukaku, eftir leikinn gegn Dundee, reyndust ekki alvarleg, að sögn Martinez.

Í öðrum fréttum er það helst að…

– sóknarmaðurinn ungi, Chris Long, var seldur til Burnley fyrir ótilgreinda upphæð.
– hinn 19 ára Gethin Jones, landsliðsmaður velska U21 liðsins, skrifaði undir tveggja ára samning við Everton.
– þriðji búningur Everton á tímabilinu var kynntur.
– Everton U21, sem höfðu unnið 6 leiki í röð á undirbúningstímabilinu, töpuðu sínum fyrsta leik, gegn Tranmere U21 3-1. Mark Everton skoraði Tom Davies.
– Everton voru sagðir hafa neitað öðru tilboði frá Chelsea í Stones, í þetta skiptið upp á 25M punda — þrátt fyrir að Mourinho hafi sagt að hann sé ekki lengur að skoða þau kaup. Martin Keown, fyrrum leikmaður Everton lét hafa það eftir sér að Stones ætti ekki að flytja sig um set; ætti að halda áfram að þróa sinn leikstíl undir Roberto Martinez. Naismith var sömu skoðunar en Distin, reitti ýmsa til reiði þegar hann lét hafa eftir sér að hann væri ekki sömu skoðunar.
– U18 ára lið Everton gerði 1-1 jafntefli við Schalke í fyrsta leik Þýskalandsferðar þeirra.

Uppstillingin fyrir Leeds leikinn er ekki komin, en verður birt hér þegar hún er ljós. Rétt um klukkutími í leik.

Comments are closed.