Afmælisgrillveisla kl 17:00 á laugardaginn!

Mynd: FBÞ.

Við í stjórn kíktum í dag á aðstæður í Guðmundarlundi — þar sem við komum til með að halda upp á 20 ára afmælisgrillveislu Everton klúbbsins á Íslandi og ekki annað hægt að segja en að okkur hafi litist vel á. Staðurinn sem við tókum frá er gróðri vaxinn lundur sem ætti að gefa gott skjól frá vindum en ef veðrið er eitthvað að stríða okkur þá höfum við einnig aðgang að „gamla bústaðnum“ eins og hann er kallaður.


IMG_20150514_150334

Bústaðurinn — með grilli fyrir framan og fleiri bekkjum til hægri (utan myndar).

IMG_20150514_150443

Bak við bústaðinn er leiksvæði (og annað grill).

IMG_20150514_150150

Afmælisgestir hafa aðgang að öllum lundinum.

IMG_20150514_145559

… og þar er að finna ekki bara eitt annað leiksvæði fyrir börnin…

IMG_20150514_145713

… með aðstöðu fyrir börn á öllum aldri …

IMG_20150514_145938

… heldur einnig róluvöll.

Við hvetjum allt Everton fólk sem vettlingi getur valdið — sem og fjölskyldur — til að mæta og fagna með okkur. Það hlýtur að skína á okkur á þessum degi en þar sem allra veðra er von á Íslandi er rétt að hvetja alla gesti til að hafa skjólföt til vara í skottinu, ef á þarf að halda — sérstaklega fyrir börnin sem vilja örugglega frekar vera á leikvellinum en í eða við bústaðinn.

Guðmundarlundur er á hæðinni fyrir ofan hesthúsin sunnan við Kórahverfið, nánar tiltekið hér:

Stærra kort má sjá hér.

Það væri gott að heyra frá ykkur varðandi mætingu svo við getum áætlað hversu mikið þarf að kaupa inn. Hamborgarar, pylsur og drykkir verða í boði klúbbsins.

13 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Stjórnin mætir öll. Ég ætla að mæta með mín börn þrjú og Haraldur Örn mætir með sína fjölskyldu. Þorri, Ólafur Alejandro, Ari S og Einar Gunnar hafa lýst áhuga á að mæta líka. Aðrir mega gjarnan láta í sér heyra – líka þau ykkar sem eru að hugsa um að mæta en ekki ákveðin.

  2. Halli skrifar:

    Við komum til með að bjóða upp á grillaðar pylsur, hamborgara, gos og svala. Það er okkar stjórnarmanna von að sem flestir láti sjá sig.

  3. Óðinn skrifar:

    mæti bæðir á leik á Ölver svo grillið á eftir

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég myndi gjarnan vilja koma en er upptekinn við annað.
    Góða skemmtun bara 🙂

  5. Diddi skrifar:

    flott framtak hjá ykkur, hefði svo sannarlega viljað mæta en fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur 🙂 væri líka skemmtilegra fyrir ykkur ef ég myndi mæta 🙂

  6. Albert skrifar:

    Mæti með 3 gesti kl ? Efti leik?

  7. halli skrifar:

    Takk fyrir gòđa stund og mikla skemmtun ì þessa í afmælisgrillveislu og vonaði eitthvað sem er komið til að vera

  8. ólafur már skrifar:

    takk fyrir mig allir sem komu á Ölver að horfa á leikinn í dag og einnig í grillveisluna að fagna 20 ára afmæli klúbbsins á íslandi vonandi verður þetta árlegur viðburður

  9. Finnur skrifar:

    Takk sömuleiðis! Þetta var vel heppnað og gaman að fá að fagna þessum tímamótum með ykkur. Þrátt fyrir spá um afar slakt veður fengum við að njóta sól og blíðu. Mörg tilefni til að fagna í dag. 🙂

  10. Tryggvi Már skrifar:

    Gaman að sjá að veislan var haldin uppi í „garði“ hjá afa Guðmundi og leiðinlegt að geta ekki komið – man stofnfundinn eins og hann hafi verið í gær og það er sæl minning – hef annars margan kakóbollan sopið í gamla húsinu… hann afi gamli var reyndar enginn fótboltaaðdáandi en all nokkur tré voru þó gróðursett af mér, hörðum Everton manni 😉

  11. þorri skrifar:

    Gaman að heyra Tryggvi Már að þú sért tengdur Guðmundarlundi. Og þar af auki Harður Everton maður. vonandi verður þetta að ári liðnu. Og segjum EVERTON ERU BESTIR er það ekki. Og þessi klúbbur er flottur og skemmtilegur og bestur. Kv Þorri numer 150 í þessum klubb og er líka harður EVERTON maður

  12. þorri skrifar:

    Sællir og góðir félagar. Hafið þið séð nýju búningana hjá Everton. Það eru myndir af nokkrum okkar leikmönnum okkar að finna á Everton vefnum sem sést á facebokinni. Mér líst vel á hann. Hann er flottur verð að þjóta í vinnuna bæó góða helgi