Afmælisgrillveisla í Guðmundarlundi

Mynd: Frederic Poirot (CC BY-NC-ND 2.0).

Stuðningsmannaklúbbur Everton á Íslandi á merkisafmæli á morgun, 6. maí, en þá eru liðin 20 ár frá stofnun.

Klúbburinn ætlar að halda upp á afmælið laugardaginn 16. maí kl. 17:00 í Guðmundarlundi í Kópavogi og bjóða öllu Everton-fólki sem og fjölskyldum þeirra í grillveislu. Boðið verður upp á ókeypis gos, pylsur og hamborgara.

Guðmundarlund má finna á korti hér að neðan, en við verðum við gamla bústaðinn svokallaða. Auk grillaðstöðu er þar jafnframt að finna leiksvæði sem við hvetjum barnafólkið til að nýta sér.

Veislan hefst klukkan 17:00 og vonumst við eftir að sjá ykkur sem flest að fagna með okkur!

Stærra kort má sjá hér.

7 Athugasemdir

  1. þorri skrifar:

    Ég ætla að reyna að koma. Vonandi að þeir sem koma skemmti sér vel á laugardeginum og spjalli um framtíðina hjá EVERTON. Okkar lið.

  2. Ari S skrifar:

    Má koma á hestum þangað? Eða er það hægt?

  3. Finnur skrifar:

    Ég skal spyrja (og veit um allavega tvö sem væru sérlega áhugasöm að fá að sjá hestinn). 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Svar frá umsjónarmanni: „Rétt hjá hliðinu inn á svæðið var sett slá þar sem hægt er að binda hesta við. Viljum síður að þeir séu lengi inn á svæðinu sjálfu.“

  5. Finnur skrifar:

    Ari, við kíktum á aðstæður í dag og þetta lítur vel út. Grillsvæðið er eiginlega alveg við bílastæðið og þar er trégirðing sem hægt er að binda hestinn við. Hesthúsin eru þarna rétt fyrir neðan þannig að það ætti að vera allt fullt af stígum fyrir hestana til að komast til og frá.

  6. Einar skrifar:

    Frábært framtak!

    En er leyfilegt að koma með hund, hefði líklega ekkert á móti pylsu heldur 😉

  7. Finnur skrifar:

    Skv. skilti er _lausaganga_ hunda bönnuð í Guðmundarlundi og því ætti að vera í lagi að koma með hund, svo lengi sem honum er ekki sleppt lausum. Pylsurnar ættu aftur á móti ekki að vera neitt vandamál. 🙂