Everton – Southampton 1-0

Mynd: Everton FC.

Everton mættu spræku og léttleikandi liði Southampton á Goodison í dag og sóttu þrjú stig af harðfylgi. Southampton með sterkt lið og engin tilviljun að þeir hafa verið viðloðnir toppinn lengi vel enda með sterkt og skemmtilegt lið. 1-0 sigur niðurstaðan og fyrirliðinn okkar með markið. Þriðji sigur Everton í deild í röð og nú er bara spurning hversu mörg sæti við náum að klifra upp áður en tímabili lýkur.

Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Osman, Barkley, Lennon, Kone. Varamenn: Robles, Mirallas, Naismith, Besic, Pienaar, Garbutt, Alcaraz.

Southampton byrjuðu leikinn af krafti og ákveðni með flottu samspili frá upphafi en það var Everton liðið sem náði fyrsta skot að marki – Osman með skot framhjá fjærstöng eftir góðan undirbúning frá Lennon.

Pelle átti glæsilegt færi á 5. mínútu, náði að skófla boltanum upp í loft úr fyrirgjöf og boltinn næstum yfir línu en Howard með acrobatic one-handed save rétt áður en boltinn fór yfir línu. líklega markvarsla vikunnar.

McCarthy var næstum búinn að spila sig frían á móti markverði þegar hann fékk boltann frá Kone og í einni snertingu lék á varnarmann og komst upp að marki en annar varnarmaður náði að blokkera skotið.

Hornið varð að öðru horni og úr því skoraði Jagielka fyrir miðju marki. Stutt sending frá endalínu fyrir mark og Jagielka potar inn. 1-0 Everton.

Southampton áttu glæsilega aukaspyrnu rétt utan teigs, yfir veginn en hárfínt framhjá stöng. Þeir áttu svo skot af löngu færi (eiginlega langt utan af velli) með mikilli sveigju og virtist ætla í vinstra hornið en stefndi svo í það hægra en Howard varði með annarri hendi (aftur) á 26. mínútu.

Osman var næstum búinn að skora með skalla eftir frábæra sendingu frá Kone (aftur eftir góðan undirbúning frá Lennon) en varnarmaður skallaði rétt framhjá eigin marki í horn.

1-0 í hálfleik. Southampton kannski örlítið sterkari í leiknum en Everton að nýta sín færi mun betur.

Lítið að segja um seinni hálfleik. Engin teljandi færi litu dagsins ljós. Besic og Naismith komu inn á fyrir Kone og Barkley á 70. mínútu og Naismith var varla búinn vera inn á í 10 sekúndur þegar hann var búinn að koma sér í færi og ekki langt frá því að fiska víti. 🙂 Maður hélt að þá myndi lifna yfir leiknum en heldur dró af liðunum miðað við fyrri hálfleikinn.

Southampton juku samt pressuna eftir því sem á leið og Koeman gerði nokkrar sóknarsinnaðar skiptingar til að freista þess að jafna leikin. Southampton voru nokkuð sterkari í seinni en Everton vörðust vel og hleyptu Southampton ekki inn í leikinn aftur. 1-0 sigur staðreynd og kannski heldur hart fyrir Southampton að fá ekkert úr leiknum, en ef þeir ætla að vinna þurfa þeir að skapa sér almennileg færi og nýta þau og það var ekki uppi á teningnum í seinni hálfleik.

Einkunnir Sky Sports: Howard 8, Baines 7, Jagielka 8, Stones 7, Coleman 7, McCarthy 6, Barry 7, Lennon 7, Barkley 7, Osman 7, Kone 6. Varamenn: Naismith 6, Besic 6. Fjórir hjá Southampton fengu 7, allir aðrir voru með 6.

24 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    3-0

  2. Gunni D skrifar:

    Jæja,þetta hafðist.

  3. Diddi skrifar:

    þrír sigrar í röð í deildinni og það telur alveg þokkalega 🙂

  4. Gunnþór skrifar:

    Þetta hafðist þrjú góð stig í hús ekki fallegt.

  5. Einar skrifar:

    Nauðsynlegur „vinnusigur“, hefðu mátt vera fleiri á leiktíðinni. En gaman að sjá fyrirliðann Jagielka sópa boltanum í markið.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Snilld að sigra í dag og þriðji í röð og héldum hreinu. Howard bjargaði okkur i dag með tveimur stórbrotnum vörslum. Ekki hægt að kvarta strákar og þá tel ég Ingvar og Gunnþór með. Hræddur um að við náum 5 í röð. Svo brillerum við á næstu leiktíð.

    • Ari S skrifar:

      Ef við náum 5 í röð þá náum við 6. leiknum líka 😉

      Kv. Ari bjartsýni.

  7. Ari S skrifar:

    Mikilvægur sigur og mikilvæg stig í höfn. Nei það er ekki hægt að kvarta yfir þessu. Við vorum að keppa við spútnik lið undanfarinna tveggja ára og vörnin stóð sig vel með Howard og Jagielka báða í fantaformi.

  8. Ari G skrifar:

    Loksins eru Everton farnir að spila fótbolta kominn tími til. Frábær vörn og heimsklassa markvarsla einu sinni hjá Howard ótrúlegt hjá honum. Howard og Jagielka bestu menn Everton annars var frekar jafnræði með leikmönnun Everton. Barkley er að nálgast sitt besta form.

  9. Orri skrifar:

    Það er stutt í 8 sætið sem verður okkar hlutskipti í vor.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Nei það er ekki hægt að kvarta yfir þremur stigum eða þremur sigrum í röð í deildinni. Vonandi að liðið haldi áfram á þessari braut.

    Hins vegar er hægt að kvarta yfir því að liðið er búið að sóa meirihluta tímabilsins í að spila einhvern leiðinlegan og árangurslausan tiki taka fótbolta sem virkar ekki lengur, allavega ekki á Englandi.
    Það er líka hægt að kvarta yfir því að peningum skuli hafa verið sóað í menn eins og Kone, McGeady, Alcaraz og Barry.
    Það er líka hægt að kvarta yfir undirbúningnum, eða öllu heldur skorti á undirbúning, fyrir tímabilið. Ég hef áður sagt að mér fannst liðið koma skelfilega illa undirbúið til leiks í ágúst síðastliðnum eftir tilviljanakennt og illa skipulagt undirbúningstímabil þar sem liðið vann ekki einn einasta leik, ekki einu sinni gegn Tranmere.
    Að ekki sé minnst á að menn höfðu ekki úthald í 90 mínútur eins og greinilega sást í leiknum gegn Arsenal í ágúst.

    Ég verð því miður að segja að ég drullukvíði fyrir sumrinu. Ég óttast það verði hægara sagt en gert að halda mönnum eins og Lukaku, Barkley, Coleman, Stones, Mccarthy og Mirallas.
    Þar fyrir utan treysti ég Martinez ekki sérlega vel til að versla leikmenn. Jú hann gerði góð kaup í Mccarthy og Lukaku og Deulofeu var líka góður og Besič virðist ágætur en aðrir hafa verið algjört flop nema kannski Robles.
    Sérstaklega hefur McGeady valdið mér vonbrigðum og átti ég þó ekki von á miklu frá honum.

    Martinez sagði um daginn að allir leikmenn liðsins væru að spila fyrir framtíð sína hjá félaginu. Vonandi á það líka við um hann og hans fólk.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Nú er ég ánægður með þig,þegar að bjartsýnin færist yfir þig.

    • Elvar Örn skrifar:

      Alveg sammála Ingvari um preseason, svakaleg vonbrigði. Árinu á undan kepptum við við hvert stórliðið á eftir öðru og gerðum vel. Líklega besta Pre season sem ég hef séð Everton eiga og frammistaðan í fyrra eftir því frábær. Seinasta Pre season líklega það versta sem ég hef séð til fjölda ára og áttum hrikalega erfitt uppdráttar í byrjun leiktíðin sem reyndar hefur verið þetta season í hnotskurn.

      Held að nokkrir menn fari frá okkur í sumar sem er besta mál. Aðal vandamálið á þessari leiktið er samt annað og meira en bara Pre season tel ég, meira um það þegar ég er ekki að skrifa í símanum.

  11. Finnur skrifar:

    Jagielka í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/0/football/32192980

  12. Diddi skrifar:

    hvernig ætli Steini púlari hafi það ??

  13. Steini skrifar:

    Ég var bara upptekinn við að horfa á liðið mitt komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar 😀

    • Diddi skrifar:

      ekki 7. apríl Steini minn 🙂

    • Ari S skrifar:

      Steinni minn, (það er eins og þú sér litli bróðir okkar :))innilega til hamingju með þennann frábæra árangur.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Ölver á laugardaginn? Verð í borginni og stefni á að mæta. Hef upplifað tap í þrjú síðustu skipti mín á Ölver sem er ekki í boði í þetta skiptið. Sé vonandi sem flesta.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.