Everton – Newcastle 3-0

Mynd: Everton FC.

Everton tóku á móti Newcastle á Goodison í leik sem reyndist frábær endir á flottri árshátíðarhelgi klúbbsins fyrir norðan! 3-0 lokastaðan og hefði hæglega getað verið stærra ef Krul í markinu hefði ekki bjargað þeim nokkrum sinnum í leiknum.

Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Alcaraz, Coleman, McCarthy, Gibson, Lennon, Osman, Kone, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Naismith, Besic, Atsu, Barkley, Stones, Garbutt.

Það voru Newcastle menn sem byrjuðu af krafti og sköpuðu fljótt glundroða í vörn Everton. Þeir áttu í einni sókninni á 2. mínútu mörg skot að marki sem alltaf voru blokkeruð en ekki nógu langt frá marki. Í þriðju tilraun á mark vildu Newcastle menn víti þegar boltinn fór í hendina á McCarthy í skoti en Newcastle maðurinn í salnum sagði að það hefði verið hart að dæma víti þar, þar sem höndin var við líkamann. Þulurinn sammála í endursýningu.

Lukaku átti skot af löngu á 4. mínútu en beint á markvörð og endurtók leikinn á 6. mínútu, bara utar. Greinilega að stilla miðið.

Jagielka var fyrsti maðurinn til að komast aftur fyrir vörn Newcastle á 14. mínútu, vinstra megin eftir flott samspil, og hann komst upp að endalínu og sendi fyrir mark en sendingin á Newcastle mann.

Og þetta setti tóninn fyrir það sem á eftir kom. Tvisvar komust Everton inn fyrir vörnina hægra megin, Kone (að mig minnir) fyrst en svo McCarthy (eftir stungu frá Lennon) en markvörður komst inn í sendingu fyrir mark þar sem Kone var í dauðafæri.

Og Everton hélt áfram að opna vörn Newcastle. Í þetta skiptið Gibson sem setti Kone einan inn fyrir aftan vörnina, hlaupið hjá Kone flott en hann hársbreidd frá því að ná til knattarins og komast einn á móti markverði.

Það kom þó ekki að sök því McCarthy var búinn að koma Everton yfir á 20. mínútu. Lukaku hélt boltanum vel með varnarmann í bakinu, sendi til hliðar á McCarthy sem kom á hlaupinu og fór með boltann nær teig — hlóð í þrumufleyg framhjá Krul í marki Newcastle, sem var eiginlega lagstur áður en skotið kom. 1-0 Everton.

Everton komust í dauðafæri alveg undir lok hálfleiks og hefðu átt að vera tveimur mörkum yfir. Kone skallaði að marki og boltinn trillaði samsíða línu ekki langt frá marki og Lukaku hársbreidd frá því að pota inn en þeir náðu að hreinsa.

1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum. Aaron Lennon stal boltanum tvisvar af leikmanni Newcastle (ekki sama manni þó) í sömu sókninni, í seinna skiptið á 54. mínútu og þá klippti Newcastle maðurinn Lennon niður inni í teig. Ekkert annað en víti. Lukaku öruggur í vítinu. 2-0.

Colloccini gerði svo út um leikinn fyrir Newcastle þegar hann fór í tveggja fóta tæklingu á Lennon í miðri skyndisókn Everton. Beint rautt spjald og aukaspyrna. Baines ekki langt frá því að skora úr aukaspyrnunni, boltinn breytti um stefnu í veggnum en Krul náði að verja.

Áfram lítið að gerast hjá Howard í marki Everton þangað til á 65. mínútu þegar sóknarmaður Newcastle fékk flotta stungusendingu inn fyrir vörnina en Howard vel á verði, hljóp út og kæfði það í fæðingu áður en sóknarmaður náði til boltans.

Baines lagði upp bolta fyrir Kone rétt utan teigs með stuttri sendingu á 68. mínútu en fast skot hans beint á markvörð sem sló boltann frá.

Barkley inn á fyrir Lukaku á 73. mínútu. Líklega verið að hugsa um Evrópuleikinn á fimmtudaginn.

Krul bjargaði Newcastle frábærlega tvisvar — annars vegar skot frá Osman og hins vegar dauðafæri frá McCarthy eftir að Lennon hafði sett hann á auðan sjó inni í teig.

Besta færi Newcastle í leiknum kom svo á 78. mínútu þegar Sissoko tók skotið utan teigs. Howard kastaði sér á boltann og varði með útréttri hendi framhjá stönginni. Og þeir virtust vera að eflast því Alacarz þurfti að taka á honum stóra sínum til að forða marki þegar sóknarmaður var kominn upp að marki vinstra megin og var að hlaða í skot.

Atsu kom inn á fyrir Lennon á 85. mínútu. Lennon búinn að vera mjög góður í leiknum, leggja upp færi og skóp vítið. Og hafði afgerandi áhrif á leikinn líka með rauða spjaldi Colloccini.

Besic kom inn á fyrir McCarthy á 86. mínútu. McCarthy einnig búinn að vera mjög góður, óheppinn að skora ekki allavega tvö mörk og duglegur að brjóta niður sóknir andstæðingana.

Baines setti Kone óvænt inn fyrir vörn Newcastle með því að pota boltanum fram. Kone vann einvígi við varnarmann Newcastle og komst vinstra megin framhjá Krul í markinu en færið orðið allt of þröngt og Krul náði að komast til baka og loka á hann.

Atsu fékk (óþreyttur) að hlaupa að vild á vinstri bakvörð Newcastle og í annarri eða þriðju tilraun komst hann í virkilega flotta skyndisókn með Barkley sér til stuðnings. Sendi frábæra sendingu fram fyrir vörnina á Barkley sem tók boltann framhjá markverði og setti hann í netið. 3-0 game over.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Alcaraz 7, Jagielka 7, Coleman 6, McCarthy 7, Gibson 6, Lennon 7, Osman 6, Kone 6, Lukaku 7. Varamenn: Besic 5, Atsu 6, Barkley 7. Newcastle menn sáu aldrei til sólar, og fengu 5 á línuna, fyrir utan tvær sexur og einn fjarka (Colloccini).

11 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Vel gert stjórnarmenn og aðrir sunnanmenn,hvet alla norðanmenn til að koma með unga Everton aðdáendur í krakkakeilu og hittast og hafa gaman saman.

  2. Ari G skrifar:

    Flottur leikur hjá Everton. MaCarthy frábær, besti leikur Lennons. Kone heillaði mig ekki samt góð barátta hjá honum en Naismith miklu betri samt gott að hvíla hann fyrir leikinn mikilvæga. Gibson góður gott að losna við Barry. Er Barkley loksins vaknaður vonandi. Vörnin góð Alcaraz loksins góður.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vá ég trúi þessu varla. Við unnum leik í deildinni eftir Evrópuleik. Held að það hafi ekki gerst fyrr á þessu tímabili.
    Annars var þetta engin sérstök frammistaða hjá okkar mönnum og betra lið hefði eflaust tekið af okkur stig í dag. En Newcastle er sem betur fer ekki mjög gott lið og þess vegna komumst við upp með þetta í dag.
    Skemmtileg tilbreyting að fagna sigri í deildarleik, ég gæti alveg hugsað mér að upplifa það aftur jafnvel á þessu tímabili.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Þú átt eftir að upplifa marga sigurleiki í vetur.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Haha ég vona svo sannarlega að það sé rétt hjá þér.

        • Orri skrifar:

          Sæll aftur Ingvar.Við skulu alavega vona að svo verði.Mér fannst liðið spila vel í gær það var allt annað að sjá til þeirra en í leiknum á móti Stoke.

    • Finnur skrifar:

      Það hefur reyndar gerst tvisvar áður að við höfum unnið deildarleik eftir Evrópuleik. Í fyrra skiptið var það 3-1 útisigur á Burnley (eftir leik við Lille) og í seinna skiptið 3-1 heimasigur á QPR (eftir leik við Krasnodar). Og nú er þriðji sigurleikurinn kominn.

      Ég á erfitt með að sjá hvað þarf til að menn séu ánægðir með frammistöðuna, það er eiginlega sama hvar tekið er niður í leiknum: Þriggja marka sigur, héldum hreinu, meira með boltann, gáfum afar fá færi á okkur en opnuðum vörn Newcastle hvað eftir annað. 9 skot af 15 rötuðu á rammann og 5-0 hefði verið eðlilegri úrslit, miðað við færin sem við fengum — ef Krul hefði ekki bjargað þeim oft í leiknum. Ég sé varla að hægt sé að biðja um meira…

    • Gestur skrifar:

      Ég er sammála að þetta var engin svaka frammistaða, frá byrjun og fram að hálfleik voru Newcastle líklegir að skora. Samspil var ekki gott á köflum og við að missa boltann oft en það slapp í þetta skiptið. Vítaspyrnudómurinn var annsi hliðhollur okkur og rauða spjaldið var frekar strangur dómur. En sem betur fer féll flest allt með Everton í þessum leik og maður stóð glaður úppúr sófanum.

  4. Teddi skrifar:

    Jey…

  5. þorri skrifar:

    Sællir félagar þetta var nokkuð góður leikur af því sem ég sá.Hluta af fyrrihálfleik og allan seinnihálfleik.mér fanst þeir allir standa sig mjög vel og varamennirnir líka.Kærr komin stig í húss.

  6. Halli skrifar:

    Ég vil byrja á að þakka öllum sem komu eitthvað að árshátíðinni hjá okkur fyrir norðan kærlega fyrir helgina. Mitt mat er að þetta tókst gríðarlega vel og heyri ég ekki annað en almenna ánægju með helgina. Ég held að þetta sé einn af 3 bestu leikjum liðsins í deildinni í vetur það eru allt heimaleikir hinir 2 eru á móti QPR og Aston Villa nú er bara að byggja ofan á þetta safna liði og vinna inn stig í deildinni og klára þessa evrópukeppni. On the road to Poland.