Everton mætir Dynamo Kiev í 16 liða úrslitum

Mynd: Everton FC.

Dregið verður í Europa League pottinum á hádegi á eftir en þetta eru mögulegir mótherjar Everton, sem ég raðaði eftir styrkleikastuðli UEFA en hann mælir gengi liðsins í Evrópukeppni síðustu fimm tímabil. Þess má geta að Everton er í 74. sæti þess lista með 27.935 stig, sem skýrist mestmegnis af því að liðið hefur ekki mikið verið í Evrópukeppni hingað til. Þessi samantekt er svolítið hraðsoðin og ég vona að ég hafi ekki gert mistök þegar ég hripaði þetta niður. Látið vita ef þið sjáið eitthvað sem má laga.

16. sæti: Zenit – 85.933 stig – Zenit er með bestan árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár (16. sæti), af liðunum sem eftir eru í pottinum. Þeir eru um þessar mundir efstir í rússnesku Úrvalsdeildinni með sjö stiga forskot á liðið í öðru sæti. Duttu út úr Champions League í riðlakeppninni í ár en í fyrra komust þeir í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni en töpuðu samanlagt 5-4 fyrir Borussia Dortmund.

22. sæti: Inter Milan – 76.068 stig – sitja í 8. sæti ítölsku Serie A. Komust í Europa League með því að leggja Stjörnuna að velli í umspili, samanlagt 9-0, eins og þekkt er. Fóru taplausir í gegnum Europa League riðilinn sinn (3 sigrar, þrjú jafntefli).

23. sæti: Napoli – 74.068 stig – eru í 3. sæti ítölsku Serie A. Komust í umspil í Meistaradeildinni fyrir tímabilið en töpuðu fyrir Atletico Bilbao og fóru því í Europa League. Duttu út úr Meistaradeildinni í riðlakeppninni í fyrra og komust þá í 16 liða úrslit í Europa League.

25. sæti: Ajax – 64.129 stig – Í öðru sæti hollensku Eredivisie deildarinnar (14 stigum á eftir PSV). Lentu í ár í riðli með Barcelona og PSG í Meistaradeildinni og enduðu í þriðja sæti. Sama sagan árið á undan (nema þá lentu þeir í riðli með Barcelona og Inter Milan) og duttu út í 32ja liða úrslitum Europa League.

26. sæti: Sevilla – 63.385 stig – Unnu Europa League í fyrra. Sitja núna í 5. sæti í spænsku La Liga deildinni sem er þar sem þeir enduðu í fyrra og rétt misstu því af Meistaradeildinni. Unnu ekki sinn Europa League riðil í ár.

28. sæti: Dynamo Kiev – 60.533 stig – Duttu út fyrir Ludogorets í 32ja liða úrslitum Europa League í fyrra og einnig árið þar áður (gegn Benfica).

30. sæti: Villarreal – 57.885 stig – Sitja í 6. sæti í spænsku La Liga deildinni en hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppnum síðastliðin tvö ár.

46. sæti: Roma – 41.568 stig – Eru í 2. sæti ítölsku Serie A, og tóku þátt í Meistaradeildinni (lentu í þriðja sæti í erfiðum riðli með Bayern, Man City og CSKA Moskvu). Tóku ekki þátt í Evrópukeppni árið þar á undan.

51. sæti: Dnipro Dnipropetrovsk – 40.533 stig – Duttu út í 32ja liða úrslitum í fyrra (gegn Tottenham) og í 32ja liða úrslitum árið á undan (gegn Zenit).

53. sæti: Fiorentina – 40.068 stig – Eru í 5. sæti ítölsku Serie A. Duttu út í 16 liða úrslitum í fyrra (gegn Juventus) og tóku ekki þátt árið á undan.

57. sæti: Besiktas – 36.520 stig – Í öðru sæti tyrknesku Super Lig deildarinnar (einu stigi á eftir Galatasaray). Töpuðu umspilsleik fyrir Meistaradeildina gegn Feyenoord. Unnu sinn Europa League riðil í ár. Áttu að taka þátt í Europa League í fyrra en vegna fjárhagsvandræða bannaði UEFA þeim það.

62. sæti: Club Brugge – 35.200 stig – Í efsta sæti belgísku Pro deildinni (einu stigi á undan Anderlecht). Unnu sinn Europa League riðil í ár en í fyrra duttu þeir út í umspilsleik (gegn Śląsk Wrocław). Árið þar áður komust þeir í riðlakeppni Europa League en lentu í neðsta sæti.

76. sæti: Dinamo Moscow – 26.433 stig – Í þriðja sæti rússnesku Úrvalsdeildarinnar (9 stig í Zenit sem eru í efsta sæti en eiga leik til góða). Tóku ekki þátt í Europa League í fyrra en duttu út eftir umspilsleik gegn Stuttgart um sæti í Europa League árið þar áður.

77. sæti: Wolfsburg – 25.425 stig – Þessa þekkjum við vel. Eru í öðru sæti í þýsku Bundesligunni og Everton mætti þeim í riðlakeppninni og vann sannfærandi, heima og heiman. Tóku ekki þátt í Europa League í fyrra og heldur ekki þar áður.

85. sæti: Torino – 24.068 stig – Í 10. sæti ítölsku Serie A. Tóku ekki þátt í Europa League í fyrra né árið þar áður.

Everton getur mætt hvaða liði sem er af þessum lista og ræður slembilukka einnig því hvort fyrri leikurinn er heima eða úti.

Dregið verður eftir um klukkutíma! Uppfærum þessa frétt þegar meira er vitað. Kíkið við!

Uppfært 11:41: UEFA ákvað af öryggisástæðum að lið frá Rússlandi geti ekki mætt liði frá Úkraínu í þessari umferð.

Það sem framundan er svo, fyrir þau lið sem ná að komast áfram í keppninni:

Fjórðungsúrslit í Europa League: Dregið 20. mars, leikið 16. & 23. apríl.
Undanúrslit: Dregið 24. apríl, leikið 7. & 14. maí.
Úrslit: Miðvikudaginn 27. maí, National Stadium Warsaw.

Uppfært 12:00 Drátturinn:

Everton (ENG) – Dynamo Kiev (ÚKR)
Dnipro (UKR) – Ajax (HOL)
Zenit (RÚS) – Torino (ÍTA)
Wolfsburg (ÞÝS) – Inter Milan (ÍTA)
Villareal (SPÁ) – Sevilla (SPÁ)
Napoli (ÍTA) – Dinamo Moskva (RÚS)
Club Brugge (BEL) – Besiktas (TYR)
Fiorentina (ÍTA) – Roma (ÍTA)

Þá er það ljóst: Everton mætir Dynamo Kiev á heimavelli og heldur síðan til Úkraínu til að spila útileikinn.

Hvað finnst mönnum um þetta?

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvenær er spilað?

  2. Finnur skrifar:

    12. og 19. mars (heima og heiman).

  3. Halli skrifar:

    Það er reyndar spurning hvar lið Dynamo spilar heimaleiki sína ég held að þeir séu bannaðir heima

  4. Elvar Örn skrifar:

    Hverjir ætla að mæta snemma á árshátíðina á Akureyri (fimmtudag) og ná þessum svakalega leik?

    Annars, hverjir eru búnir að melda sig á árshátíðina?

  5. Gunnþór skrifar:

    Hvet alla Everton menn og konur að mæta á árshátíðinna sem haldin verður á Akureyri þann 14 mars,ALLIR AÐ MÆTA.

  6. Georg skrifar:

    Ég er bara nokkuð sáttur með þennan drátt í heildina. Við eigum góða möguleika að komast áfram. Svo mætast nokkur sterk lið innbyrgðis t.d. Wolfsburg-Inter, Fiorentina-Roma og Villareal-Sevilla. Svo það fækkar verulega í stærri liðinum í keppninni eftir þessa umferð.