Everton vs. Leicester

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur Everton er deildarleikur gegn Leicester á heimavelli á morgun (kl. 14:05). Það verður fróðlegt að sjá hvernig Martinez stillir upp liðinu í ljósi þess að aðalliðið spilaði á fimmtudaginn í Europa League gegn Young Boys (sælla minninga) en þarf að klára dæmið á fimmtudaginn gegn þeim.

Ovideo meiddist gegn Young Boys og verður metinn fyrir leik en á móti kemur að Leighton Baines ætti að vera orðinn heill. McGeady, Osman og Pienaar koma til með að missa af leiknum og Barry sömuleiðis en hann verður í banni. Lennon og Kone eru til taks ef á þarf að halda.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, McCarthy, Barkley, Besic, Mirallas, Naismith, Lukaku.

Leicester eru án markvarðarins Kasper Schmeichel og sóknarmannsinns Chris Wood sem báðir eru meiddir.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton U18 tóku litla bróður í kennslustund í deildinni í dag þegar þeir unnu Liverpool U18 5-0 og var munurinn minni en leikmenn Everton áttu í raun skilið miðað við frammistöðuna. Harry Charsley, Jack Bainbridge, Liam Walsh og Calum Dyson (tvisvar) skoruðu mörk Everton í leiknum. Framtíðin er björt, eins og við höfum komið inn á áður.

En nú er komið að Leicester á morgun, og er leikurinn í beinni á Ölveri, eins og venjulega.

9 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég óttast að þetta klúðrist í tap eða jafntefli. Það er eitthvað svo týpískt Everton að skíta upp á bak eftir að hafa átt svona góðan leik eins og á fimmtudaginn.

    • Diddi skrifar:

      jinxari í húð og hár, stend með þér félagi. EEEEEEEEN ætlar þú ekki að koma á árshátíðina 🙂

    • Diddi skrifar:

      Ég segi nú bara: Aumingja vesalings Leicester, en svona er þetta bara. Vona að þeir taki þessu af karlmennsku. Núllum markahlutfallið hjá okkur í dag 🙂 KOMA SVOOOOOO!!!!!!!

  3. þorri skrifar:

    Ingvar Bæring ertu ekki Everton maður. þeir segja ekki svona. Við styðjum okkar menn. Því miður kemst ég ekki á ölver að horfa á okkar menn. Er veikur en ætla að fylgjast með honum heima. ég trúi ekki öðru en okkar menn taki öll stiginn sem eru í boði í dag. ég held að martínes geri enga breytingu á liðinu frá því á móti Young Boys. ég segi 4-0 og Lukaku verði með 2 og Naismith 1 og Barkley 1 og Koma svo ÁFRAM EVERTON.

  4. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8912

  5. þorri skrifar:

    leikurinn fer að byrja ÁFRAM EVERTON

  6. Teddi skrifar:

    @Þorri

    Menn hljóta að mega spá eins og þeir vilja, sama hvort þeir eru að halda fram raunsæi, reyna að jinx-a úrslitin eða eru ekki nógu duglegir að taka lyfin sín!

    Spái 1-1 af því að liðið er oftar en ekki með drulluna uppá mjóbak eftir Evrópuleiki.

  7. þorri skrifar:

    EVERTON er að spila ágætlega en vörnin hjá Leicester er mjög erfið vonandi kemur þetta í seinni hálfleik