Chelsea vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Það er stórleikur framundan kl. 19:45 á miðvikudaginn en þá mætir Everton liði Chelsea á Stamford Bridge. Það er ekki mikið að frétta úr meiðsladeildinni annað en það að líklega er Baines klár í leikinn en hann rétt missti af derby leiknum um helgina vegna minniháttar hnjámeiðsla. Howard þarf einhverja daga í viðbót og Osman, Hibbert og Pienaar eru einnig frá. Naismith og Besic sem einhverjir töldu að væru meiddir eftir leikinn um helgina eru sagðir heilir.

Líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, Besic, McCarthy, Mirallas, Naismith, Lukaku. Hjá Chelsea eru eftirtaldir frá: Diego Costa (í banni — takk Liverpool!) en Cesc Fabregas og Filipe Luis eru meiddir.

Þetta verður mjög erfiður útileikur á móti liði í blússandi formi með þónokkurt forskot í efsta sæti deildar og ég held að mjög ásættanleg útkoma væri að Everton haldi hreinu í leiknum, sem þeir hafa jú gert í síðustu þremur leikjum. Það er þó ekki hlaupið að því, sérstaklega með Eden Hazard í því formi sem hann er í: 13 mörk og 7 stoðsendingar í 24 leikjum, þakka þér fyrir.

Af ungliðunum er það að frétta að U18 ára lið Everton tók Newcastle U18 í nefið á dögunum og sigruðu 5-1. Nathan Holland skoraði þrennu en Harry Charsley og Calum Dyson bættu við marki hvor.

Einnig framlengdi Ben McLaughlin lán sitt hjá Telford fram að lokum tímabils og Matthew Pennington framlengdi sömuleiðis hjá Coventry.

13 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    loksins leikur sem ég hef ekki nokkrar áhyggjur af 🙂 Við vinnum þennan leik og ekkert kjaftæði. 🙂 COYB !!!!!!!!!!!!!!!!!!! Tölur þegar nær dregur 🙂

  2. Orri skrifar:

    Ég hef oft verið afslapaður fyrir leiki okkar manna,en aldrei betur stefndur en fyrir þennan leik.

  3. Gestur skrifar:

    Skrýtið hvernig Martinez þarf alltaf að skipta Mirallas útaf, okkar besti sóknarmaður og hann fær aldrei að spila nema 60mín. og var Lennon ekki fenginn til að vera á hinum kantinum með honum. Og að tefla fram Barry , McCarthy og Besic, það er of mikið varnarsinnað lið og allur sóknaleikur dettur niður. Það væri gaman að sjá Barry á bekknum og Lennon eða Barkley inn í staðinn, þá held ég að það sé hægt að byggja upp hraðar sóknir. Svo er Everton með Atsu sem var að gera góða hluti og hlýtur að koma eitthvað við sögu þegar hann kemur til baka. Leikir við Chelsea hafa oft verið skemmtilegir og vonandi verður þessi það líka.
    Áfram Everton

    • Orri skrifar:

      Ég sá að Atsu var kjörinn besti maðurinn á Afríkuleikunum.

  4. Diddi skrifar:

    Atsu þarf nú reyndar ekki að vera góður til þess. Ég horfði á úrslitaleikinn og held að flestir þessa ágætu manna ættu að halda áfram að flýja undan ljónum heldur en að reyna að spila taktískan fótbolta 🙂

  5. Halli skrifar:

    Það verður gaman að sjá í hvað uppstillingu Roberto Martinez fer núna þegar Atsu er kominn til baka og Tim Howard leikfær hvað halda menn með það er Howard að fara að labba inní byrjunarliðið eða á Robles að halda sætinu? Ég væri til í að sjá liðið svona.

    Robles

    Coleman Stones Jags Baines

    MaCarthy Besic

    Lennon Barkley Mirallas

    Lukaku

    Við eigum að mæta óhræddir til leiks spiluðum ágætis sóknarbolta á þá síðast og skoruðum 3 mörk við tölum ekkert um varnarleik í þessu tilviki. Spilum til sigurs ég spái 1-2 Mirallas og Lukaku með mörkin

  6. Teddi skrifar:

    Er bjartsýnn á þetta og segi 1-1.
    Hazard og Lukaku með mörkin.

    • Orri skrifar:

      Sæll Teddi.Þetta kalla ég nú ekki bjartsýni.

      • Teddi skrifar:

        Sitt sýnist hverjum, mest til gamans gert.
        Hvernig spáir þú?

        • Orri skrifar:

          Ég spái því að við vinnum leikinn 2-1.Ég held að nú sé þetta loksins að smella hjá okkur.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Teddi er allavega bjartsýnni en ég, við töpum 2-0.

  8. Diddi skrifar:

    1 – 3 sigur í kvöld 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8806