Afrakstur félagaskiptagluggans

Mynd: Everton FC.

Þá er ljóst hver afraksturinn er: Enskur landsliðsmaður að láni (Aaron Lennon frá Tottenham), Eto’o seldur til Sampdoria (þar sem hann kann að hafa spilað sinn síðasta leik nú þegar, eins undarlegt og það kann að hljóma), einn ungliði seldur (Matt Kennedy) fyrir ótilgreinda upphæð og tveir farnir að láni um sinn. Miðað við það sem ég hef heyrt var meiri áhugi stuðningsmanna á að fá sterkan og hraðan kantmann á móti Mirallas (og halda Mirallas!) en að finna eftirmann Eto’o, sem hafði hvort eð er ekki verið notaður sérstaklega mikið undanfarið. Svo virðist sem Martinez hafi verið sammála, því hann fékk til sín Aaron Lennon, sem við ættum að þekkja vel.

Hann er 27 ára, fljótur og brögðóttur hægri kantmaður (sjá vídeó hér og hér) og er með heilmikla reynslu úr Úrvalsdeildinni: 267 leiki. Byrjaði ferilinn með Leeds en þegar þeir féllu niður í B deildina var hann seldur til Tottenham á 1M punda í júlí 2005 þar sem hann hefur verið síðan. Lennon hefur leikið með ensku unglingalandsliðunum (U17, U19, U21) og árið 2006 var hann kallaður til liðs við aðalliðið enska en með þeim hefur han leikið 20 og einn leik.

Hann verður hjá Everton út tímabilið en kæmi mér alls ekkert á óvart þó Everton hafi tryggt sér kauprétt á honum við lok lánssamnings. Lennon er, eins og er, samningsbundinn Tottenham til ársins 2016 — líklega sumars, þannig að kaupverð myndi verða í lægri kantinum. Lennon er gjaldgengur í derby leikinn um helgina en ekki í Evrópudeildina þar sem hann hefur þegar leikið Evrópudeildarleik með Tottenham á tímabilinu.

Lennon sagði í viðtali: „I’m really looking forward to seizing this opportunity at a club with such a history and with such great potential, too. The manager wants to play exciting, attacking football and I’m determined to make a big contribution over the remaining games.“

Orðrómur var einnig uppi um að Tim Cahill væri á leið aftur til Everton en þó hann hefði játað að hafa talað við Kenwright og Moyes (hjá Real Sociedad) þá ákvað hann að fara til Kína. Og ég hefði satt best að segja verið nokkuð hissa ef hann hefði komið aftur.

En á heildina litið — hvað segir fólk um þetta? Ánægð með afraksturinn?

6 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Ég held að við getum verið nokkuð sátt við þessi viðskipti.

  2. Ari G skrifar:

    Alveg sáttur með Lennon. Verst að geta ekki notað hann í Evrópudeildinni þá notum við hann meira í deildinni og náum vonandi 8 sætinu í vor og vinna UEFA-CUP þá væri ég sáttur.

  3. Ingi skrifar:

    Ágætis gluggi sko, fínt að losna við Eto´o. Grunar að hann sé of stór fyrir klefann. Lennon er win win dæmi, á láni og með möguleika á að kaupa hann ef hann stendur sig.

  4. Finnur skrifar:

    Mér líst vel á þetta. Maður er alltaf smeykur við að missa einhvern lykilmann. Hefði ekki gott fyrir sálina að missa til dæmis Mirallas og enginn kantmaður kæmi inn. Tottenham menn sem ég hef heyrt í segja eftirsjá í Lennon og Martinez sagði að það kæmi til greina að leyfa honum að spila derby leikinn. Væri ekki leiðinlegt fyrir hann að stimpla sig almennilega í þann leik.

  5. þorri skrifar:

    sælir félagar mér líst vel á hann Ari Lennon er viss um að hann eigi eftir að nýtast okkur vel. ég vona að þið eigið eftir að skemmta ykkur vel á ölveri á laugardaginn. Því þá verð ég á Goodison Park að fagna sigri okkar manna.

  6. Finnur skrifar:

    Góða skemmtun! 🙂