Félagaskiptaglugginn

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld kl. 23:00 og miðað við það sem maður hefur heyrt undanfarna daga þá stefnir ekki í neinar breytingar á liði Everton á lokasprettinum. Geri ráð fyrir mjög rólegum glugga en aldrei að vita. Látið vita ef þið heyrið eitthvað.

16:41 Veðbankar settu Everton í efsta sæti yfir líklega kaupendur á Aaron Lennon hjá Tottenham.
16:45 NSNO síðan birti frétt um að Distin væri líklegur til að fara í glugganum en að Mirallas væri ekki á leiðinni frá liðinu.
19:49 Enskir veðbankar eru hættir að taka við veðmálum varðandi Aaron Lennon; telja hann á leið frá Tottenham og miklar líkur á að hann fari til Everton. Sjáum hvað setur.
20:18 Sky Sport segja að Aaron Lennon hafi sagt nei við fjóra klúbba og skrifað undir hjá Everton. Ekkert staðfest enn.
20:48 Var að horfa á hálf súrrealískt vídeó af Distin… á leið… tja… eitthvert áðan í svarta jeppanum sínum… með myndatökumann í bílnum hjá sér. Mjög undarlegt allt saman — en ætli þetta merki ekki að hann sé á leið frá félaginu?
21:10 Missti af þessari frétt fyrr í kvöld en þar kom fram að Everton væru að reyna að fá miðvörðinn Winston Reid (26 ára) í skiptum fyrir Distin (37 ára) en báðir eru með lausan samning í sumar.
21:26 Ekki átti ég von á því fyrr í dag að ég myndi vera að ýta á Refresh takkann í sífellu fram eftir kvöldi á hinum og þessum vefsíðum. Átti von á frekar rólegu kvöldi — en það er víst með þennan félagaskiptaglugga eins og aðra… 🙂
22:00 Rétt um klukkutími eftir. Ekkert staðfest, allt sögusagnir enn sem komið er. Cahill með lausan samning frá New York Bulls — kannski sjáum við hann aftur í Úrvalsdeildinni áður en langt um líður…?
22:32 Sky News segja að Aaron Lennon sé búinn að skrifa undir og að það sé staðfest. Sjáum hvað klúbburinn segir.
22:32 BBC einnig með frétt að Lennon sé búinn að skrifa undir. Báðir fréttamiðlar tala um lán til loka tímabils. Spurning hvort það sé kaupréttur í lokin?
23:01 Glugginn er lokaður og klúbburinn hefur staðfest að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon (27 ára hægri kantmaður) er kominn til okkar að láni. Hann er gjaldgengur í derby leikinn um næstu helgi, ef á þarf að halda. Martinez sagði við þetta tækifæri: „Aaron will be a really important asset to our squad and he will represent a real boost in terms of attacking options from now to the end of the season. His pace and trickery will fit in well at Goodison.“
23:02 Ekki víst hvort þetta sé allt búið þar sem stundum koma tilkynningar eftir lok gluggans. Tvö vídeó af Aaron Lennon sem fundust við lauslega leit: hér og hér. Hvað finnst ykkur um þetta? Var ekki einhver að kvarta undan skorti á hraða í sókninni? 🙂
23:05 Sky News tilkynnti að ungliðinn Conor McAleny sé farinn á láni til Cardiff til loka tímabils og (ef ég skil rétt) Matthew Kennedy að skrifa undir framlengingu til 2018.
23:09 Klúbburinn staðfesti að þrír ungliðar hefðu farið í glugganum: Matthew Kennedy var seldur til Cardiff City (kaupverð ekki gefið upp) og Conor McAleny fór að láni (til sama liðs). Conor Grant fór einnig á láni til skoska liðsins Motherwell.
23:35 Tim Cahill sagði að von væri á yfirlýsingu frá honum á hverri stundu. Á síður von á að sjá hann aftur í Everton treyju en hann er með lausan samning, þannig að það er aldrei að vita. Munið að láta í ykkur heyra í kommentakerfinu ef þið fréttið eitthvað…

9 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    væri ekki fínt að fá Aaron Lennon?

  2. Elvar Örn skrifar:

    Aaron Lennon virðist vera á leiðinni skv þessu amk
    http://www.grandoldteam.com/2015/02/02/lennon-talks-concluded/
    Mjög sáttur við það.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Kemur frá BBC svo þetta er nokkuð líklegt

  4. Halldór Sig skrifar:

    Komið á fotbolti.net með Lennon. Svo er það líka í fréttum að Tim Cahill sé hættur hjá Red Bull?

  5. Holmar skrifar:

    Eitthvað slúður í áströlskum fjölmiðlum um að Cahill sé á leið til Everton. Sennilega óumflýjanlegt að það yrði slúðrað um það og því erfitt að leggja mat á trúverðugleika þessara frétta.

    http://www.sportal.com.au/football/news/cahill-set-for-everton-return/1tlu4nir5utxk17zfjr6umlya4

  6. Ari S skrifar:

    Það væri snilld að fá Cahill allavega til loka tímabilsins. Ef ekki væri bara fyrir að peppa mannskapinn upp. Hann gæti það og svo myndi hann líklegast skora gegn Liverpool.

  7. Diddi skrifar:

    Done deal segja þeir á sporting life um Aron Lennon til okkar 🙂

  8. Georg skrifar:

    Þá er það staðfest. Lennon kominn að láni. Ég er sáttur með þetta. Okkur vantaði klárlega meiri breidd á kantana. http://www.evertonfc.com/news/2015/02/02/lennon-arrives-on-loan

    • Diddi skrifar:

      Sammála Georg, akkúrat maðurinn til að ballensera við Mirallas. Verða flottir á köntunum. Spái því að McGeady þurfi að sitja á bekknum 🙂