Newcastle vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næstir á dagskrá eru Newcastle menn á útivelli kl. 16:15 í lokaleik bæði umferðarinnar og ársins hjá Everton. Við eigum góðar minningar af síðustu ferð á þennan völl þegar Everton afgreiddi Newcastle auðveldlega 0-3 þar sem sérstaklega gladdi okkur glæsimark frá Barkley.

Það er þó þyngra yfir stuðningsmönnum nú enda árangur Everton úr síðustu sjö leikjum (frá útisigrinum gegn Wolfsburg) ekki beysinn, einn sigur gegn QPR, 1-1 jafntefli gegn Hull og fimm töp. Newcastle virtust nýlega ætla að fara að blanda sér í baráttuna um fjórða sætið með röð góðra úrslita en lentu svo á einhverjum þröskuldi og hafa tapað síðustu fjórum í öllum keppnum með markatöluna 2-12. Á móti kemur þó að þeir hafa aðeins tapað einum af síðustu fimm heimaleikjum sínum — og unnið hina fjóra, þmt. Chelsea.

Everton hafa unnið Newcastle fjórum sinnum í síðustu fimm tilraunum en sú fimmta endaði með jafntefli. 13 mörk hjá Everton litu dagsins ljós í þeim leikjum.

Það er erfitt að meta hver uppstillingin verður sökum meiðsla en fjórir leikmenn eru tæpir eftir að hafa lent í Stoke hakkavélinni í síðasta leik. Jagielka, Stones, Howard og Mirallas náðu sér í meiðsli í þeim leik, óvíst hversu mikil þó en að auki er Naismith í banni. Atsu er á langtímalegunni en Osman, Gibson og Hibbert eru einnig sagðir tæpir. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Alcaraz, Distin, Coleman, Barry, McCarthy, Pienaar, Eto’o, Barkley, Lukaku.

Hjá Newcastle eru markvörðurinn Tim Krul og Rob Eiliott meiddir og Mehdi Abeid og Siem de Jong tæpir.

11 Athugasemdir

  1. Einar G skrifar:

    Úff, en er ekki rétt að vera bara bjartsýnn 😉

  2. Elvar Örn skrifar:

    Þetta verður svo léttur leikur að annað eins hefur ekki sést. Bara 8 meiddir hjá Everton sá ég einhvers staðar. Lofa því að Kone mun skora og Everton vinnur þetta sannfærandi. Nú er komið að turning point.

  3. Ari S skrifar:

    Jú, verum bjartsýnir. Þetta kemur í dag 🙂 Bešić skorar sitt fyrsta mark fyrir (eftir stoðsendingu frá Kone) Everton og við vinnum þetta 1-0.

  4. Gestur skrifar:

    Með þessa uppstillingu verður þeta erfitt. Kannski sést í gamla takta hjá Baines og Pienaar og fyrirgjöf á Lukaku 0-1. Colmann með sendingu á Barkley og 0-2 í hálfleik en Newcastle skorar 3 í seinni þannig 3-2

  5. Halli skrifar:

    Við sigrum í lokaleik ársins og lokum þar með fínu ári 2014. Eto’o og Baines setja boltann í dag í 1-2 sigri.

  6. Diddi skrifar:

    sammála Elvari, auðveld 3 stig í dag 🙂

  7. Orri skrifar:

    Ég er nokkuð ánægður hvað menn eru vel stefndir fyrir leikinn í dag.Ég er bara alveg klár á 3 stigum í dag,1-4 fyrir Everton og málið dautt.

  8. Ari S skrifar:

    Uppstillingin er komin… 🙂

    Everton XI (to face Newcastle): Joel, Coleman, Distin, Alcaraz, Garbutt, Baines, Barry (C), McCarthy, McGeady, Eto’o, Kone.

    Everton substitutes: Griffiths, Oviedo, Lukaku, Mirallas, Besic, Barkley, Browning.

    Gaman að sjá að Arouna Kone fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik. Vonandi ganga hlutirnir upp hjá honum…

    Áfram Everton!

  9. Finnur skrifar:

    Ari rétt á undan mér með fréttirnar… 🙂
    http://everton.is/?p=8571

  10. Ari S skrifar:

    Sry, það var óvart. Égvar bara svo spenntur þegar ég sá Kone þarna og Garbutt. 🙂

  11. Finnur skrifar:

    Nei, allt í góðu. 🙂