Newcastle – Everton 3-2

Mynd: Everton FC.

Nokkuð var spáð í uppstillinguna sem birtist klukkutíma fyrir leik, sérstaklega þar sem bæði Baines og Garbutt voru í liðinu, sem við höfum ekki séð mikið af, enda báðir vinstri bakverðir að upplagi.

Baines hélt þó stöðu sinni í vinstri bakverði, með Distin og Alcaraz sér við hlið (fyrir framan Robles í markinu), Coleman í hægri bakverði. Barry og McCarthy á miðjunni, Garbutt á vinstri kanti, McGeady á þeim hægri. Eto’o fyrir aftan Kone frammi, sem kom inn í liðið í stað Lukaku.

Og Kone þakkaði fyrir sig með marki strax á 4. mínútu. Sóknin hófst á McGeady sem sendi algjörlega frábæra sendingu upp hægri kant á Coleman sem hljóp í autt svæði fyrir aftan vinstri bakvörð Newcastle. Coleman átti magnaða fyrirgjöf í fyrstu snertingu inn í teig sem Kone afgreiddi snyrtilega í netið. 0-1 fyrir Everton og Kone kominn með sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Næstu mínúturnar hljómaði School of Science um leikvang Newcastle og maður fékk nú bara gæsahúð.

Eftir markið leyfðu Everton Newcastle að hafa boltann meira og minna og voru sáttir við að bíða færis á skyndisókn.

Newcastle héldu stífri pressu á Everton en sköpuðu ekki mikið. Þeir hafa víst ekki skorað fyrsta hálftímann í neinum deildarleik á tímabilinu. Þeir fengu reyndar eitt frábært tækifæri til þess upp úr nánast engu þegar Cisse var vel staðsettur og vann skallaeinvígi vel úti á velli sem setti allt í einu sóknarmann Newcastle einan á móti markverði en fyrsta snertingin afleit og Robles náði að slá boltann í horn (sem ekkert kom úr).

Úr einni skyndisókninni héldum við að Coleman væri að fara að setja boltann í netið þegar Eto’o virtist ná að setja hann inn fyrir vörnina en Coleman hætti við og steig skrefið til hliðar með boltann og skaut. Hann hefði sett boltann í hliðarnetið innanvert ef markvörður hefði ekki náð að slengja fingri í boltanum og breyta um stefnu framhjá stönginni. Skipti þó litlu því Coleman var dæmdur rangstæður, seint og síðar meir.

Þulirnir vildu meina að Cisse hefði átt að fá rautt á 28. mínútu þegar hann gaf Coleman olnbogaskot ekki einu sinni eða tvisvar heldur ÞRISVAR í röð inni í teig (í horni sem þeir tóku) en dómarinn, Craig Pawson, sá það ekki (eða ákvað að dæma ekkert) — og það reyndist okkar mönnum örlagaríkt. Því í staðinn skoraði — að sjálfsögðu — Cisse aðeins um 5 mínútum síðar. Horn þeirra var tekið stutt út á völl og síðan sent á fjærstöng, boltinn barst svo fyrir markið aftur þar sem Cisse þrumaði inn. Staðan 1-1.

Það er farið að verða pínu þreytandi að missa stig á svona dómarafeila tvo leiki í röð. Til að bæta gráu ofan á svart bentu þulirnir á að Cisse hefði auk þess verið líklega einnig verið rangstæður í aðdragandanum. Cisse fær líklega bann eftir á fyrir olnbogaskotið — sem skiptir svo engu máli því hann verður hvort eð er í Afríkubikarnum með landsliðinu þá.

McGeady fékk fínt skotfæri hægra megin út í teig á 43. mínútu en náði ekki að stýra boltanum nógu vel — boltinn yfir samskeytin og til vinstri. Og Newcastle fengu í blálokin frábært tækifæri til að komast yfir þegar JanMaat skaut á opið mark en skotið blokkerað af Distin. Við önduðum bara léttar!
Barkley inn á fyrir McCarthy í hálfleik.

Newcastle voru næstum komnir yfir strax á 49. mínútu þegar boltinn breytti stefnu upp við markið og virtist ætla að leka inn en Robles vel á verði og kastaði sér niður og varði meistaralega í horn. Það breytti þó litlu því Newcastle komust yfir mínútu síðar. Everton vann boltann í vörninni og McGeady var ekki nógu fljótur að losa sig við boltann. Newcastle maður setti á hann pressu og sendingin slæm, beint á Newcastle mann. Þremur sendingum síðar var boltinn kominn í netið. Skot af löngu færi gegnum kolfið á Coleman sem Robles átti engan séns í. 2-1 fyrir Newcastle.

Mirallas inn fyrir McGeady á 60. mínútu.

Baines skóp tvö færi með stuttu millibili, fyrsts þegar hann losaði sig við Tiote vel á vinstri kanti og komst inn í teig. Sendi fyrir en Eto’o skaut hátt yfir. Illa farið með ágætis færi á 63. mínútu. Þremur mínútum síðar átti hann frábæra sendingu á Kone sem náði ekki að stýra boltanum í netið.

Í millitíðinni klippti Cisse niður Baines að aftan frá á 64. mínútu en slapp við spjald — líklega gult, en samt. Maðurinn ónæmur fyrir spjöldum greinilega.

Newcastle fengu svo þriðja markið á silfurfati þegar Barkley ætlaði að hindra sendingu inn í teig en fyrsta snertingin hræðileg, lagði boltann fyrir Coleback einan á móti Robles og Coleback í engum vandræðum. 3-1 Newcastle á 66. mínútu.

Lukaku inn á fyrir Kone á 71. mínútu og við það eiginlega pökkuðu Newcastle menn í vörn.

Baines tókst loksins að ná stoðsendingu í leiknum þegar hann boltinn barst til hans óvænt. Hann sá Mirallas á hlaupinu og sendi frábæra stungusendingu fram völl. Mirallas ekki í vandræðum með að afgreiða hann í netið einn á móti markverði. 3-2 fyrir Newcastle, enn tími til að jafna.

Newcastle hefðu getað bætt við undir lokin. Fengu frábært færi sem Distin henti sér fyrir. Distin búinn að eiga frábæran leik í vörninni. Svo skutu þeir í innanverða stöngina rétt undir lokin.

En ekki komu fleiri mörk, 3-2 lokastaðan.

Tvö klassamörk frá Everton í leiknum en á heildina litið heldur hugmyndasnauður leikur hjá Everton og vantar greinilega allt sjálfstraust í liðið eftir röð tapleikja.

Einkunnir Sky Sports: Robles 6, Baines 7, Alcaraz 5, Distin 6, Coleman 8, Garbutt 6, McCarthy 5, Barry 6, McGeady 6, Eto’o 5, Kone 6. Varamenn: Lukaku 6, Mirallas 7, Barkley 5. Rúmlega hálft lið Newcastle með sexur, fjórir með 7 og einn með 8.

49 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Er Martinez ađ fara ì 442 međ Baines á kantinum ?

  2. Ari S skrifar:

    Hann talaði líka um það í fyrra að Baines gæti gert það sama og Lahm hefur gert hjá Þýskalandi. Þ.e. skellt sér a miðjuna. Fróðlegt verður að sjá hvort að það sé málið í dag 🙂

  3. Ari S skrifar:

    …En það gerist varla á meðan að Barry og McCarthy eru báðir í liðinu líka…

  4. Diddi skrifar:

    Við þurfum að leyfa Newcastle að hafa boltann svona 65% og sækja svo hratt á þá, það eru meðulin sem liðin nota á okkur svo það er allt í lagi að breyta því, við höfum oftar unnið lið sem eru meira með boltann en við. (held ég ) 🙂

  5. Ari S skrifar:

    Arouna Kone!!!!!!! 0-1 á 4. mínútu.

  6. Diddi skrifar:

    KONE !!!!!!!!

  7. Diddi skrifar:

    gremjulegt þegar menn sem eiga ekki að vera inná skora gegn okkur 🙂

  8. þorri skrifar:

    er að horfa á leikinn skemtilegur á að horfa en vornin er ekkert að skána. Svo treisti ég ekki þessum markmanni okkar. Hann átti að verja þetta.En vonandi kemur þetta í seinnihálfleik.ÁFRAM EVERTON

  9. Gunnþór skrifar:

    Það er voðalega skrítin holling og tempo á þessu Everton liði er ekki alveg að fatta hvað er í gangi,þetta er hálf lélegt eitthvað.

  10. Diddi skrifar:

    ÞORRI!!!!! hvernig í andsk…… færðu það út að markvörðurinn hafi átt að verja þetta ????

  11. Diddi skrifar:

    Mirallas hlýtur að fara að koma inná fyrir hinn heimska McGeady, hann er betri en hann fótbrotinn 🙂

    • Diddi skrifar:

      Tékk

    • Finnur skrifar:

      Minni á að McGeady skóp markið sem Kone skoraði á 4. mínútu…

      • Diddi skrifar:

        hann er samt ótrúlega heimskur fótboltamaður 🙂

      • Diddi skrifar:

        hann skóp nefnilega líka markið sem kom þeim yfir 🙁

      • Steini skrifar:

        Hans 6 stoðsending fyrir Everton í 36 leikjum. Vandræðaleg tölfræði fyrir kantmann.

        • Finnur skrifar:

          Er ekki Balotelli í þínu liði, kallinn minn? Minnir það eitthvað…

          • Diddi skrifar:

            bætir ekki bölið að benda á eitthvað annað 🙂

          • Steini skrifar:

            já það hefur ekki margt gengið heldur hjá mínum mönnum. Eini bjarti punkturinn á þessu seasoni er að fylgjast með Everton mönnum detta í fallbaráttuna.
            Endum þetta á orðum Martinez við Bill Kenwright í byrjun síðasta tímabils „I will get you into the Champions League“

  12. Einar G skrifar:

    60 mínútur og jólasteikin farin að segja til sín hjá okkar mönnum. Koma svo spýta í lófana og taka þetta..

  13. Ari S skrifar:

    Mirallas með mark á 83. mín enn smá von að ná stigi… 🙂

  14. Diddi skrifar:

    JÆJA 🙂

  15. Gunnþór skrifar:

    við erum að detta í fallbaráttu,virðumst ekk getað unnið leik.

  16. Einar G skrifar:

    1984 byrjaði ég að halda með Everton, þetta er alveg búin að vera 30 ára erfið ganga á köflum, en núna er mér öllum lokið. Okkur vantar breiðari hóp….. Menn samt stóðu sig ágætlega á köflum Baines þarf samt að finna hraðann sinn aftur eða við þurfum nýjan í hans stað. Hann hefur hæfileikana og getuna en bara virðist ekki hafa hraðann. En samt sem áður nýtt ár framundan og bjartari tímar er það ekki 😉 Gleðilegt nýtt ár félagar…

  17. Gestur skrifar:

    Þetta Everton lið er alveg ferlega lélegt, Martinez virðist ekki geta kennt liðinu að verjast. Botn barátta framundan,
    ég held að Martinez sé á sínum síðustu leikjum ef þetta á að vera frammistaðan. Og svo er næst að tapa fyri Hull á nýársdag.

  18. Ari G skrifar:

    Ég biðst afsökunar á hræðilegri spilamennsku Everton. Hvar er vörnin? Everton allt í einu með lélegustu vörn allra liða í ensku skil þetta ekki. Núna verður Martinez héldur betur að bretta upp ermarnar þetta gengur ekki svona lengur. Ég er orðlaus og vill núna fara að hreinsa til og losa okkur við nokkra leikmenn strax og byggja upp nýtt lið með nýjum ungum leikmönnum annars endar þetta með skelfingu. Vill gefa Martinez sjens fram á næsta sumar allavega og sjá svo til.

  19. Diddi skrifar:

    Aumingja Hull, ég er strax farinn að kenna í brjósti um þá. Þeir fá daskið á nýjársdag…….heldur betur 🙂

  20. Ari S skrifar:

    Við vinnum þá 5-0 🙂

  21. Georg skrifar:

    Alls ekki nógu góð frammistaða. Byrjaði heldur betur vel en það varði skammt. Svekkjandi samt að Cissi hefði átt að fá rautt stuttu áður en hann skoraði. Mark 2 skrifa ég á McGeady, hann hreinlegs gaf boltann bara á Newcastle á vesta stað og 3 markið var skítaóheppni sem okkar menn hafa of oft gert.

    10 mörk í deildinni vegna mistaka okkar manna er ótrúleg tölfræði. Flott mark hjá Mirallas eftir mjög flotta sendingu Baines.

    Fyrir mèr þá á að henda Barry a bekkinn, hann virðist allt of þungur og hægur, Besic á að fá að spila a kostnað Barry. McGeady er miklu betri fótboltamaður en hann hefur verið að sýna, hann virkar alltaf stressaður í öllum aðgerðum. Hann þarf að fara rífa sig í gang. Okkar eini séns á meistaradeildarsæti er að vinna evrópudeildina.

    Vonandi verður næsta ár betra en byrjun þessarar leiktíðar í deildinni. Verðum að vinna Hull til að fá eitthvað sjálgstraust í liðið. Það hjálpaði ekkert í dag að vera án Jagielka, Howard og Stones.

  22. Ari S skrifar:

    Við söknuðum Howard bara ekkert í dag…

  23. Halli skrifar:

    Ekki sá ég leikinn í dag er því ekki dómbær á frammistöðuna. En einn sigur og eitt jafntefli í sex deildarleikjum í desember er ekki góð frammistaða og er langt undir væntingum okkar stuðningsmanna liðsins. Þegar maður horfir á lið eins og Burnley geta komið til baka úr 2-0 stöðu á útivelli gegn Man C og náð í jafntefli þá spyr maður sig hvort allir okkar leikmenn séu að spila 100 prósent fyrir klúbbinn. Nú er þessu ári lokið og nú er bara að berja sig saman og fara að vinna leiki. Áfram Everton

  24. Teddi skrifar:

    .

  25. Gunnþór skrifar:

    Það er málið sem ég held finnst of margir vera að spila undir getu og ekki vera nógu einbeittir eins og í marki 2 og 3 bara skortur á enbeitingu og ekkert annað.Finnst misheppnaðar sendingar vera í hámarki sem og eins lélegar móttökur á bolta vera miklar sem býður uppá aukatæklingar og þar að leiðandi meiri hætta á meiðslum.

    • Orri skrifar:

      Sæll Gunnþór.Þetta er akkúrat það sem ég vill meina,menn að leika lágnt undir getu áhugaleysið í hámarki vera dúlla með bolta þegar að anstæðingurinn missir hann og tapa honum svo fyrir þetta dúll.Svo þetta að losa sig ekki við boltansóla 1 eða 2 og reyna svo meira en hvað þá tapaður bolti.Það er bara einhver doði yfir liðinu sem ég alavega vona að verði á bak og burt 1 Janúar á móti Hullí Gúllí.

  26. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja!!

  27. Diddi skrifar:

    það breytir náttúrulega engu fyrir okkur en Cisse var dæmdur í þriggja leikja bann í dag vegna árásarinnar á Coleman, GREMJULEGT 🙂

  28. Halldór Sig skrifar:

    Vill benda á að Martines náði frábærum árangri í fyrra. En núna erum við í Efrópukepni og leikmenn sem voru að spila vel í fyrra eru að spila undir getu núna. Þar vill ég nefna t.d. Barry en hann var mjög góður á síðasta tímabili en hann er eingan veginn sami maðurinn núna. Ég vill meina að við höfum ekki nægilega breidd og gæði til að ráða við þennan pakka.

    • Ari S skrifar:

      Rétt Halldór, en menn hafa flestallir staðið sig vel í Evrópuleikjunum. Þeir hafa ekki úthald í svona marga leiki sem verður til þess að þeir reyna meira á sig í Evrópukeppninni því að hver mínúta skiptir meira máli þar eða virðist gera það fyrir leikmennina… ?

    • Gestur skrifar:

      En það þarf ekki nema einn tapleik til að Everton detti út úr þeirri keppni. Eins og Everton er að spila núna verður sú keppni mjög erfið

  29. Ari S skrifar:

    Það er alveg magnað að af þessum 42 póstum hérna fyrir neðan umsögnina frá leik Newcastle United og Everton þá talar enginn okkar um það hversu frábært það er fyrir Arouna Kone að skora mark.

    Mark sem er hans fyrsta mark fyrir félagið (held ég) og var bara mjög flott eftir góðan undirbúning. Þetta hefur verið alger þrautaganga fyrir hann síðan hann var keyptur til Everton frá Wigan Athletic. Búið að gera óspart grín að honum (ekki hérna samt) og hans meiðslum.

    Hann var afskrifaður af nánast öllum stuðningsmönnum Everton og eigum við ekki bara að segja að endurkoma hans fari saman við endurkomu Everton og nú förum við að vinna leiki?

    Hvað segið þið um það, eigum við ekki að láta Kone fá smá kredit fyrir glæsilegt mark sem hann skoraði í síðasta leik. Það er allavega hægt að hæla honum smá fyrir það og bjóða hann velkominn til baka 🙂

    Við ættum að skammast okkur fyrir að gleyma okkur í vælinu og gleyma Kone…

    kær kveðja,

    Ari

    • Georg skrifar:

      Þetta er rétt hjá þér Ari, ég held að vonbrigði manna hafi séð til þess að gleyma Kone, var einmitt að hugsa um þetta. Kone fannst mér standa sig líka vel í evrópuleiknum gegn Krasnodar, hann hélt boltanum vel og skilaði honum vel frá sér og var mjög öflugur miðað við hversu lengi hann hefur verið frá, hann gerði líka mjög vel í þessu marki gegn Newcastle. Hann er óvenju „sharp“ miðað við hversu lengi hann hefur verið frá.

      Kone er í raun eins og nýr leikmaður fyrir okkur þar sem hann hefur vart spilað fyrir okkur alvöru leiki síðan hann kom. Að mínu mati eins og ég hef sagt hér á spjallinu áður þá fannst mér Kone alltaf besti leikmaður Wigan gegn okkur.

      Annað í fréttur er að Howard verður frá næstu 5-6 vikurnar vegna meisla í kálfa. Núna verður Robles í markinu og hingað til hefur hann verið að gera of mikið af klaufamistökum þegar hann hefur verið að spila. Ég vona að hann nái að rífa það úr sér þar sem maður hefur séð að hann er alveg hörku markmaður einn á einn en stundum er hann að gera byrjendamistök og les fyrirgjafir og annað vitlaust. Ég held bara að vörnin treysti Howard betur fyrir aftan sig enda lætur hann alltaf heyra vel í sér í leikjum og skammar menn hiklaust ef eitthvað er ekki eins og hann vill, Robles verður að bæta þessu í sinn leik til að hjálpa vörninni.

      Svona til að bæta við, þá voru Alcaraz og Distin alls ekki að vinna nógu vel saman í þessum leik. Það er svosem eðlilegt að tveir leikmenn sem hafa nánast aldrei spilað saman lesi ekki hvorn annan strax en þeir voru að gera of mikið af grundvallarmisstökum miðað við hversu leikreyndir þeir eru. Það er algjör synd að Jagielka og Stones hafi meiðst, hefði viljað sjá það fá smá „run“ af leikjum saman.

      Fyrir mér er algjörlega forgangsatriði að fara koma vörninni í lag þar sem að við erum að fá á okkur 1-3 mörk í öllum leikjum og náum varla að halda hreinu, erum búnir að fá á okkur 31 mark á móti 39 allt tímabilið í fyrra, erum búnir að fá á okkur næstflestu mörkin í deildinni. Síðustu ár höfum við alltaf verið mjög sterkir varnarlega. Við erum í 7 sæti yfir skoruð mörk. Við erum líka búnir að tapa jafn mörgum leikjum og allt síðasta tímabil eða 8 leikjum.

      Ég veit að menn eru farnir að gagnrýna Martínez enda er það alltaf það fyrsta sem er gert í svona. En það má ekki gleyma því að í fyrra náðum við okkar mesta stigafjölda í úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili. Finnst klikkun að menn séu farnir að vilja hann burt. Liðið okkar á svo helling inni og nánast allir að spila undir pari. Fótbolti snýst mjög mikið um sjálfstraust og sést það á mjög mörgum leikmönnum að sjálfstraustið er lítið.

      Ég ætla að vona að við vinnum Hull á nýársdag, því það gætu fylgt góð úrslit í kjölfarið. Menn mega ekki missa trúna þó að maður sé alveg hrikalega pirraður þessa dagana. Ég held að menn muni fyrirgefa Martínez ef við vinnum FA Cup eða Evrópudeildina, þó við myndum ekki lenda ofar en 8 sætið.

  30. Diddi skrifar:

    Sammála þér Georg að öllu leyti 🙂

  31. Ari S skrifar:

    Joel Robles á skráða 3 leiki með Everton. Hann hefur aldrei veirð valinn sem fyrsti markmaður fyrr nema í hálfgerðum aukaleikjum, deildarbikar eða álíka leikjum sem skipta minna máli. Ég trúi því að eftir að honum hefur verið sýnt traust þá mun geta hans aukast og hann fær meira sjálfstraust.

    Tim Howard hefur verið hræðilegur og engann veginn staðið undir væntingum sem maður hafði til hans eftir HM í sumar.

    AF þessum rúmlega 30 mörkum sem við höfum fengið á okkur á þessu tímabili á Howard sök á að minnsta kosti 10 mörkum.

    Kannski verður þetta hálfgert öskubuskuævintýri hjá Robles, kannski mun hann blómstra í markinu hver veit?

    kær kveðja og gleðilegt ár kæru félagar 🙂

    Ari