Southampton – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Finnur og Halli Örn skiptu þessari skýrslu bróðurlega á milli sín, Finnur tók fyrri hálfleik og Halli þann seinni.

Uppstillingin komin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, Besic, Barkley, Naismith, Eto’o, Lukaku. Varamenn: Robles, Garbutt, Alcaraz, Stones, Pienaar, McGeady, Kone.

Lítið að gera hjá markvörðunum fyrsta hálftímann. Everton meira með boltann; mjög „patient and comfortable“ eins og þulurinn enski tönnlaðist á í sífellu, en hann vildi meina að Southampton væru hálf nervous eftir fimm töp í röð.

Fyrsta færi leiksins kom á 10. mínútu þegar Pelle fékk fyrirgjöf frá hægri (frá Clyne), stökk upp og skallaði en boltinn yfir markið. Barkley átti svo skot á markið af löngu færi stuttu síðar, sem reyndist eina skotið sem rataði á mark hjá báðum liðum í fyrri hálfleik (!).

Southampton áttu að fá víti á 35. mínútu þegar Jagielka ætlaði að hreinsa en Shane Long á undan í boltann og Jagielka sparkaði í staðinn í Shane Long. Dómarinn dæmdi hins vegar horn en réttlætinu var fullnægt sekúndum síðar því Southampton skoruðu úr horninu. Lukaku með sjálfsmark — átti ekki von á að boltinn bærist til sín og skallaði í netið. 1-0 fyrir Southampton. Þriðja sjálfsmark Everton á St. Mary’s í tveimur leikjum. Andvarp.

Eto’o átti nokkri síðar skalla úr erfiðu færi en yfir og til hægri og þar við sat í hálfleik.

Steindauður fyrri hálfleikur, nánast ekkert að gerast. Everton með eitt skot á rammann í fyrri hálfleik en ekkert mark. Southampton með ekkert skot á rammann í fyrri hálfleik en eitt mark.

Gefum Halla orðið fyrir seinni hálfleik:

Þar sem Finnur var upptekin eftir kl 4 í dag þá fékk hann mig til að skrifa um seinni hálfleikinn í dag.

Eftir þann fyrri þá var ég hóflega bjartsýnn fyrir seinni hálfleikinn það reyndar truflaði mig töluvert að við skildum vera búnir að skora 3 sjálfsmörk í röð gegn þeim.

Það að vera 1-0 undir og þurfa að koma til baka er ekkert flókið fyrir Evertonliðið sem hafði fyrir þennan leik einungis einu sinni mistekist að skora á útivelli svo að þetta leit ágætlega út. Southamptonliðið er gríðarlega sterkt varnarlega og kom það í ljós þegar leið á leikinn að okkar menn höfðu hvorki hraða né hugmyndarflug til að ráða við varnarleik heimamanna.

Leikurinn var hægur og lítið að gerast, ein aukaspyrna sem Barkley vann rétt fyrir utan teig og tók hann spyrnuna sjálfur en lúðraði boltanum beint í vegginn. Þarna var spuning um Lukaku eða Baines sem spyrnumenn en það er einfalt að vera vitur eftir á. Á 65. mín þá kemur Bertrand með sendingu fyrir og yfir til hægri þar sem Clyne sendir aftur inn og Long skallar boltann fyrir fætur Pelle sem klárar færið sitt. Eftir þetta er lítið að gerast í leiknum sem mér fannst kannski eðlilega leiðinlegur á að horfa og það er svo á 82 mín Yoshida klárar leikinn með 3 markinu. Lukaku fékk svo besta færi Everton í leiknum í uppbótartíma en Foster sá við honum.

Það sem ég skil ekki er að lið sem er undir í leik og menn ekki líklegir til að breyta því skuli ekki nota varamannaskiptingar. Ég hefði viljað sjá Kone og McGeady koma inn í þennan leik og sjá hvort þeir hefðu breytt gangi leiksins — í það minnsta var þetta ekki að ganga upp hjá þeim sem spiluðu. Við dveljum ekkert lengur við þetta tap heldur setjum hökuna upp og tökum næsta leik.

Sky Sport höfðu ekki fyrir því að gefa út einkunnir fyrir þennan leik. Kannski ágætt; hefði bara eyðilagt jólastemninguna. 😉

28 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég á ekki orð!!

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Getur mannfíflið ekki gert skiptingu eða er ekkert á bekknum??

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Nú er nóg komið!! Burt með Martinez!!

  4. Ari S skrifar:

    Barry, Distin og Howard mega fara frá félaginu gefins ef einhver vill þá. Spurning um að selja Baines og Coleman í janúar.

    Þeir eru dragbítar á liðið okkar.

  5. Ari S skrifar:

    Ég meinti að Barry, Distin og Howard eru dragbítar en ekki Baines og Coleman.

  6. þorri skrifar:

    Þetta er ekki Martines að kenna. Þeir voru bara hrikalega lélegir. En er hinsvegar sammála því að hann hefði mátt gera breitingu á liðinu.Byrjar ekki vel jólaleikirnir hjá okkur.Vonandi fer að ganga betur en þetta var hörmung hjá okkur

  7. Elvar Örn skrifar:

    Barkley eina ljósið dag. Barry arfaslakur og aðrir langt undir pari. Skil hreint ekki af hverju Martinez gerði ekki skiptingu kringum 65-70 mínúturnar, Kone, Pienaar og McGeady? Engin skipting í 3-0 tapi er bara kjánalegt.

    • Ari S skrifar:

      Spurning um að hlífa mönnum andlega (varamönnum) þegar byrjunarliðsmennirnir voru svona slakir. Þ.e. láta þá bara klára þetta fyrst þeir þurftu að vera svona lélegir… þetta er ekkert endilega mín skoðun bara ágiskun 😉

  8. Ari G skrifar:

    Skil ekki að hafa Barry og Besic saman í liðinu tómt rugl. Vildi spila með sama liði og á móti QPR eina með vængmenn sem er greinilega vandamál þegar Mirallas er meiddur. Sammála vill losna við Barry hefur aldrei heillað mig mikið. Núna er Besic miklu betri. Finnst ósanngjarnt að gagnrýna Distin allt liðið var að spila illa og svo kemur Stones inn aftur í stað Distin bráðum. Vill hafa áfram Martinez hann hefur verið óheppinn með meiðsli en hann verður samt að skipta meira inná. MaCarthy kmur inn aftur þá lagast vörnin mikið með Stones líka. Þurfum að kaupa vængmann í janúarglugganum skila Atsu væri spennandi að fá James Millner ef það er hægt til að spila á móti Mirallas.

    • Ari S skrifar:

      Nafni, Bešić er búinn að vera besti maður liðsins í undanförnum leikjum. Þetta er einfalt, burtu með Barry!

  9. Elvar Örn skrifar:

    Ekki sammála Ara með Howard og Distin en klárlega er samt Distin að fara að spila minna. Spái að Stones komi inn í seinni hluta leiktíðar.

    • Ari S skrifar:

      Þetta er svolítið flókið með Howard þegar við eigum ekki betri mann í staðnn. En það er klárt að Howard er langt frá því að vera eins góður og hannvar á síðasta tímabili… og hann er margar mílur frá þvía ð ná þeirri getu sem hann sýndi í sumar…….

      Kannski er það bókin sem er að fara með hann til andskotans?

  10. Gestur skrifar:

    Þetta var skelfilegur leikur og frammistaða hjá Everton.

  11. Orri skrifar:

    Kanski sem betur fer sá ég ekki leikinn.Ég er bara í hálfgerðu þunglyndi eftir þessi ósköp.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Heppinn þú Orri, ég sá bara seinni hálfleik og er brjálaður.

      • Orri skrifar:

        Sæll Ingvar.Ég velti bara vöngum yfir stöðu okkar góða klúbbs.Ég held að lykilmennirnir verði að hisja upp um sig buxurnar í næstu leikjum,ef ekki eiga þeir bara að leita sér af rólegri 4 tíma vinnu.

        • Ari S skrifar:

          Við vinnum næstu þrjá leiki… 🙂 Segi og skrifa!

          • Orri skrifar:

            Góðan dag Ari.Ég hef fulla trú á að menn láti þennan leik sér að kenningu verða,og komi dýrvitlausir í næstu leiki.Við verðum að vona það.

    • Ari S skrifar:

      Þá er fokið í flest skjól… Orri minn láttu ekki deigann síga kæri vinur. Við vinnum næstu þrjá leiki…….

      kær kveðja,

      Ari

  12. Ari G skrifar:

    Nafni vill hafa Basic áfram finnst Barry flækjast fyrir þarna með honum þú hefur misskilið mig.

    • Ari S skrifar:

      Nei ég var bara að reyna að vera sammála þér..og undirstrika það sem þú sagðir… 🙂

      Asnalega orðað hjá mér afsakaðu það 🙂

  13. Ari G skrifar:

    Næsti leikur er við Stoke vill spila 4-4-2 Howard, Baines, Coleman(Browning), Stones(distin),Jagielka,MaCarthy(Besic),Barkley,Naismith,Lukaku,Mirallas,Gready(Pieneer) svona vill ég hafa liðið í næstu leikjum veikleiki samt vængmaður á móti Mirallas kannski væri hægt að prófa Garbutt og Baines saman Baines sem vængmaður. Þurfum alvöru vængmann samt forgangur og alvöru varamarkvörð.

  14. Orri skrifar:

    Ekki gátu rauðu ruguhestarnir glatt mann í dag,ég var að vona að töpuðu.En kanski eru þetta bestu úrslitin fyrir okkur úr því sem komið er.

  15. Gestur skrifar:

    Vondu fréttirnar eru þær að ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni hefur endað ofar en 6. sæti eftir að hafa setið í 10. sætinu yfir jólin.

    Þetta eru ekki góðar fréttir

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/22-12-2014/liverpool-aldrei-verid-nedar-um-jolin#ixzz3McUlA88d

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Það skiptir ekki máli fyrir okkur, við erum í 11.sæti.

  16. Orri skrifar:

    Sæll Gestur.Við getum huggað okkur við það að einu sinni verður allt fyrst.

  17. Gestur skrifar:

    já það er rétt og það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur

  18. Diddi skrifar:

    við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þessu, við erum í því ellefta 🙂