Tottenham – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Everton mun betra liðið fyrstu 20 mínúturnar og meira með boltann — og betra hlutfall heppnaðra sendinga — yfir allan leikinn (nálgaðist 90%), náðu að komast yfir snemma en svo virtist þetta fjara út hjá okkar mönnum og Tottenham náðu að komast betur inn í leikinn — og komast yfir á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, sem var eins og blaut tuska í andlitið á okkar mönnum. Seinni hálfleikur mjög frústrerandi 45 mínútur af alltof hægum fótbolta og hálf hugmyndasnauðum leik.

Uppstillingin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, Besic, Eto’o, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Robles, Hibbert, McGeady, Atsu, Osman, Pienaar og Garbutt.

Sem sagt: Baines og Barry orðnir heilir aftur þannig að enn fækkar á meiðslalistanum, sem var orðinn allt allt of langur. Gott mál!

Mirallas á vinstri kanti, Barkley á þeim hægri, en Eto’o upp miðjuna fyrir aftan Lukaku.

Lukaku fékk gott færi á upphafsmínútunum þegar Barkley sólaði sig í gegnum eina þrjá til fjóra leikmenn Tottenham og reyndi stungu á Eto’o en boltinn í varnarmann, breytti um stefnu og datt fyrir Lukaku en skot hans ekki nógu gott. Lloris ekki í vandræðum.

En þá kom Mirallas Everton yfir á 14. mínútu með glæsimarki. Tottenham hreinsuðu út úr teig eftir aukaspyrnu (sem Mirallas sótti rétt við vítateig) og Mirallas var fyrstur í boltann, skildi tvo leikmenn Tottenham eftir og lék á þann þriðja og setti hann upp í hægra hornið með frábæru skoti utan teigs! 0-1 Everton. Þvílíkt glæsimark — annar leikurinn í röð sem hann skorar, nýkominn úr meiðslum. Mikið höfum við saknað hans.

Lukaku var ekki langt frá því að komast inn í sendingu aftur á markvörð en Lloris rétt náði að hreinsa í innkast á síðustu stundu.

Hér hélt maður að Everton væri að fara að klára þetta, klárlega betra liðið og litu mun betur út á velli. Everton með þrjár tilraunir á mark eftir 20 mínútna leik á móti engri frá Tottenham. En Tottenham jöfnuðu úr sinni fyrstu tilraun á mark. Howard varði skot af löngu færi út í teig en boltinn barst til Eriksen sem setti hann í hliðarnetið innanvert á fjærstöng, framhjá bæði Howard og Barry. 1-1.

Eriksen átti skot utan teigs á 34. mínútu sem breytti um stefnu og fór rétt framhjá stönginni.

Tottenham allt í einu komnir með yfirhöndina og náð nokkrum tilraunum á mark, þó ekki hafi verið mikið um hættuleg færi.

Coleman átti skot á 36., alveg við nærstöng niðri en Lloris varði. Hinum megin átti Besic slæman skalla aftur á Howard sem Soldado komst inn í en klúðraði því algjörlega.

Soldado bætti þó upp mistökin á síðustu sekúndum hálfleiks. Barry var á röltinu með boltann á eigin vallarhelmingi, var tæklaður niður af Kane og Tottenham brunuðu í skyndisókn og Soldado fékk sendingu inn í teig hægra megin og skoraði. Martinez benti á eftir leikinn að Kane hefði farið aftan í Barry þegar hann náði boltanum af honum og að dæmi hefði átt aukaspyrnu, en það var ekki gert og staðan því 2-1 fyrir Tottenham. Og þannig var það í hálfleik.

Coleman reddaði okkur á 50 mínútu þegar Soldado komst einn upp að marki en Coleman hljóp hann uppi og stal af honum boltanum. Soldado átti svo skot af löngu færi á 54. en Howard með það allan tímann.

Eriksen átti flotta sendingu fyrir markið en tilraun sóknarmanns Tottenham ekki nógu góð, reyndi að flikka boltanum í átt að marki en framhjá fjærstöng og stuttu síðar áttu þeir einnig skot yfir af löngu færi.

Osman og McGeady inn fyrir Mirallas og Eto’o á 60. mínútu, Barkley þar með á miðjunni, McGeady á hægri kanti, Osman á vinstri.

Barkley setti Coleman inn fyrir með frábærri stungu inn í teig hægra megin en Lloris varði glæsilega í horn dauðafæri frá óvölduðum Coleman. Þarna hefði staðan átt að vera 2-2.

Lukaku átti flott skot af löngu færi stuttu síðar en rétt framhjá.

Í blálokin gerðust tvö umdeild atvik. Fyrst skallaði Lukaku í hendina á Tottenham leikmanni innan teigs — varnarmaður Tottenham hoppaði þar upp og lokar augunum, með hendurnar upp að reyna að gera sig breiðan en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. (andvarp). Stuttu síðar brunaði Kane í sókn, hinum megin vallar, en Besic hljóp hann uppi, truflaði hann og þeir flæktust svo hvor í öðrum (sýndist Kane sparka í Besic frekar en öfugt). Tottenham vildu fá víti. Hefði verið heldur hart, fannst manni.

Og þannig endaði þetta, með frústrerandi 2-1 tapleik gegn Tottenham. Alltof hugmyndasnautt, allt of hægur leikur hjá Everton og tóku sér alltof margar snertingar í að gera hlutina. Fannst vanta alla ákefð í leikinn af hendi Everton og þar af leiðandi of auðvelt fyrir vörn Tottenham að verjast. Leikirnir eftir Evrópuleiki í miðri viku virðast ætla að reynast okkur erfiðir.

Hull næstir heima á miðvikudagskvöldið.

24 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Þetta verður ekki sterkara, 1-7 til heiðurs okkar manni á WHL!!!

  2. Ari S skrifar:

    Barry, Barkley Eto’o búnir að vera mjög slakir. Vonandi sýna þeir hvað þeir geta síðustu 30 mín.

  3. Ari S skrifar:

    Barkley fær 4 í einkunn hjá mér. Barry líka. Besic 7 Jagielka 6 og allir hinir 5.

  4. Gestur skrifar:

    þetta var alveg arfaslakur leikur hjá Everton.
    Barkley alveg út á þekju, gat ekki rassgat. Eto´o slakur , Besic vann sig inní leikinn ,var slakur í fyrri hálfleik, Baines var ekki tilbúinn synd að taka Garbutt úr liðinu.
    Liðið var bara ekki að spila vel og eins og ég hef sagt lengi það vantar miðjuspilara í þetta Everton lið.

  5. Ari S skrifar:

    Mér fannst Besic einmitt vera fínn í fyrri hálfleik, mjög erfitt fyrir hann þar sem að hinir sem að áttu að vera með voru ekki með. En þetta er bara mitt álit 🙂

    Er Besic ekki bara þessi miðjuspilari sem þú ert að tala um Gestur? Kannski spurning um að gefa honum séns 🙂

    • Gestur skrifar:

      Nei , það held ég ekki. Hann hefur ekki það sem þarf til þess ennþá . Það hefði verið gaman að sjá hvað Gylfi hefði gert hjá Everton.
      Hann er að standa sig ferlega vel hjá Swansea.

      • Ari S skrifar:

        Ég segi samt aftur við þig Gestur, kannski spurning um að gefa honum Besic smá séns? 😉

        Það er rétt hefði verið gaman að sjá Gylfa hjá okkur, ekki spurning… 🙂

        Mér finnst Besic alveg hafa hæfileika til þess að geta orðið mjög góður og með smá meira sjálfsöryggi hjá honum verður hann betri… enn og aftur er þetta bara mitt álit.

        Kem vonandi hingað síðar og segi „told you so“… 🙂

  6. Halli skrifar:

    Hvað getur maður sagt eftir svona leik? Ég hef sagt það áður í vetur að mér finnst uppspil liðsins alltof hægt og fyrirsjánlegt. Þetta dútl með boltann. Aftur á miðjum í þversendingum manna á milli sem verður til þess að framherjarnir eru að koma djúpt niður að sækja boltann og þegar hann kemur út á kantana þá er enginn í boxinu til að gefa á. Það jákvæða í þessu er endurkoma Mirallas mitt mat bestur í fótbolta í liðinu og vonast ég eftir að Lukaku muni njóta þess að fá hann í fullu formi inn í liðið eins fannst mér Jags,Besic og Coleman komast vel frá leiknum aðrir undir pari. Eitt atriði enn sem ég velti fyrir mér er að við erum í mikilli leikjatörn núna samt sér Martinez ekki ástæðu til að nota allar skiptingarnar sem á. Maður leiksins Harry Kane mitt mat

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Tiki taka er flottur fótbolti ef þú ert með Iniesta, Xavi og Messi í liðinu. Everton er það því miður ekki og þess vegna líkist okkar útgáfa af tiki taka
    helst því að horfa á hóp af kröbbum sem þvælast til hliðar og tilbaka endalaust og komast ekkert áleiðis.
    Margir segja að Everton spili flottan fótbolta en sorry ég er orðinn hundleiður á þessu posession football kjaftæði. Það er bara eitt sem telur í fótbolta og það er ekki hvað liðið er mikið með boltann, hlutfall heppnaðra sendinga eða fjöldi marklausa. Það eru bara mörkin sem telja og það skiptir engu máli hvort þau eru skoruð eftir langa kýlingu fram völlinn eða eftir flotta sókn með mörgum sendingum þau telja alltaf jafnmikið. Vildi óska að það síaðist inn í þverhausinn á Martinez.

    • Gunni D skrifar:

      Að mörgu leiti sammála þér Ingvar. Oft er sagt að Barselona svæfi andstæðinginn,en ég gæti alveg sofnað yfir Barselonaleik. En því má ekki gleyma að knattspyrnumenn eru allan tímann fyrst og fremst skemmtikraftar. Þeirra hlutverk er að skemmta okkur áhorfendum sem borgum okkur inná vellina eða áskriftir að sjónvarpsstöðvunum. Við borgum alltaf brúsann . Ef ekki væri fyrir okkur ,væri enginn fótbolti. Það er nú bara þannig. Kick and run fótbolti heillar mig ekki,en það koma hinsvegar stndum flottar sendigar og mörk út úr honum. Góðar stundir.

      • Ari S skrifar:

        Það er nú reyndar eitthvað á milli. Þetta er ekki bara kick and run og Barcelona.

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Nákvæmlega Ari!!
          Það væri frábært ef okkar menn finndu þennan milliveg, þá er ég viss um að við yrðum nánast óstöðvandi. Þessi sóknarleikur á sniglahraða er ekki að virka.

  8. Ari G skrifar:

    Finnst gagnrýni á Martinez ósanngjörn. Markið hans Mirallas var aftur snilld. Besic fannst mér vera besti leikmaður Everton. Hvar er Gibson? Finnst Everton spila skemmtilegan fótbolta en það var greinileg þreyta í leikmönnum Everton í þessum leik. Eto’o getur alls ekki spilað svona mikið 2 leiki í röð. Barkley á ekki að spila nema síðasta hálftímann í leikjum Everton en ég er viss um að hann eigi eftir að ná sér á strik. Þurfum greinilega að nota ungu leikmennina meira. Everton hafa spilað mjög vel í UEFA keppninni en varnarleikurinn hefur greinilega alveg brugðist í ensku í vetur. Svo hafa leikmenn meiðst mikið. Ég sakna Stones mikið finnst hann betri en Distin núna sem hefur greinilega ekki sýnt sitt besta ennþá vegna meiðsla sem hann hefur lent í. Verum bjartsýnir Everton er bara 5 stigum frá 4 sætinu þrátt fyrir mikil meiðsli og ég héld samt að Everton eigi núna að leggja áherslu á UEFA keppnina eftir áramót getum hvíld alla í næsta leik þar í desember.

  9. Diddi skrifar:

    ég á erfitt með að fyrirgefa mínum mönnum þessa frammistöðu. Ég mætti á þennan leik en þeir ekki, það er svo einfalt. Tottenham voru drullulélegir og mér fannst ömurlegt að þeir gætu legið til baka á eigin velli og treyst á feilsendingar okkar og beitt skyndisóknum. Ég er sammála nokkrum hér að þessi hægi sóknarleikur okkar er ekki vænlegur til árangurs, mér fannst Besic flottur með mikla yfirferð og góðar sendingar en Barkley var hræðilegur og það er erfitt að horfa á Lukaku vera algjörlega í línu við varnarmennina og mikið bil í markvörðinn og hann biður um boltann en það kom aldrei sending innfyrir til að hann gæti hlaupið vörnina af sér (ég sá þetta margoft í leiknum) flestar sendingar sem hann fékk (í heildina mjög fáar) voru á hausinn á honum og skiluðu ekki neinu. Sem sagt gríðarleg vonbrigði en við verðum líklega ekki lélegri en þetta 🙂

  10. Orri skrifar:

    Velkominn heim Diddi,en stigin þrjú vantar.Ég er alveg sammála þér ekki er hægt að leika verr en við gerðum í þessum leik.En horfum bjartsýn á það sem framundan er.

    • Ari S skrifar:

      Spurning um að senda Didda á Goodison til að sækja þrjú stig gegn Hull?

      • Finnur skrifar:

        Hann sækir ekki minna en 6 stig þangað…

        • Diddi skrifar:

          ég hef farið 6 ferðir á Goddison og aldrei séð okkar menn tapa þar 🙂 OOOOOOG ég er ekkert hræddur um að við töpum, við rífum okkur upp á rassgatinu og drullum yfir Hull og hana nú 🙂 (sagði hænan og lagðist á bakið) 🙂

  11. Georg skrifar:

    Þetta var alls ekki okkar besti leikur í vetur. Mirallas með glæsilegt mark og maður hélt að liðið myndi halda áfram eftir það, en þá fáum við mark í hausinn þar sem Howard kýlir boltann til hliðar eftir mjög laust skot, finnst að Howard hafi átt að geta bara gripið þetta í stað þess að kýla boltann til hliðar. Seinna markið þá gerði Barry gríðarlega slæm misstök og missir boltann á versta stað á miðjunni og Tottenham nýtir sér tækifærið og skorar á verst tíma eða rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur einkenndist mikið af því að Tottenham spilaði með 11 manna vörn og beitti skyndisóknum. Spilið upp á við var allt of hægt miðað við hvernig taktík Tottenham spilaði í seinni hálfleik. Hefðum þó klárlega átt að fá víti þegar Fazio sveiflar höndinni í boltann. Þegar dómarinn slepti því þá vissi maður að þetta væri bara ekki okkar leikur.

    Ég held að það sé nokkuð ljóst að Barry var flýtt of mikið í liðið eftir meiðsli því mér fannst hann ekki virka match fit, hann var mjög hægur í öllum hreyfingum og ekki líkur sjálfum sér. Höfum verið óvenju óheppnir með meiðsli á miðjunni, ef McCarthy hefði verið heill þá hefði Barry eflaust ekki byrjað leikinn. Hann hefður eflaust verið dæmdur match fit á síðustu stundu og eflaust lítið eða ekkert æft fyrir leik.

    Jákvæðar fréttir eru þó þær að Kone, Oviedo og McAleny spiluðu allir í 3-2 sigri með U21 liðinu gegn Suderland og skorðu þeir allir mark í leiknum. Oviedo baby virðist vera mjög fit og kláraði 90 mínútur. Oviedo var frábær í fyrra áður en hann meiddist og það frábær í fjarveru Baines að menn voru ekki vissir hvort Baines færi beint í liðið eftir meiðslin, það segir helling. Kone er svolítið óskrifað blað hjá okkur en mér fannst hann alltaf besti leikmaður Wigan gegn okkur. McAleny hefur hrifið mig þegar ég hef séð hann spila, held að hann gæti verið framtíðar leikmaður hjá okkur.

    • Diddi skrifar:

      Sammála þér Georg varðandi þessa þrenningu sem við eigum „inni“ 🙂