Sunderland vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton fór, í síðasta leik, langleiðina með að tryggja sér leið upp úr Europa League riðlinum með sannfærandi sigri á Lille en nú er komið að ensku deildinni því næsti leikur er gegn Sunderland á útivelli á sunnudaginn klukkan 13:30. Stuðningsmenn Sunderland hugsa liði okkar örugglega þegandi þörfina því þeir hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum við Everton, eins og sagan sýnir: Í síðustu 10 viðureignum — á heimavelli Sunderland — hefur Everton sigrað 6 sinnum, þrisvar gert jafntefli og aðeins einu sinni tapað. Everton hefur jafnframt aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum, sem er töluverð framför frá byrjun tímabils. Það væri frábært að ná hagstæðum úrslitum úr leiknum þar sem landsleikjahlé er framundan en með sigri gæti liðið komist upp fyrir Tottenham, Liverpool og Swansea og nálgast fjórða sætið ansi hratt.

Coleman og Barry verða metnir á leikdegi en báðir glíma aðeins við skurði á fæti og eru líklegir til að ná leiknum. Stones, Mirallas og Alcaraz eru allir á sjúkralistanum og því frá en líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, McGeady, Naismith, Eto’o, Lukaku. Hjá Sunderland er Patrick van Aanholt meiddur og Lee Cattermole í banni.

11 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Sammála uppstillingunni nema efast að það sé skynsamlegt að hafa Eto’o Naismith og Lukaku alla saman inná í einu. Mundi byrja með Eto’o og Lukaku og hafa Naismith tilbúinn á bekknum til að koma inná í seinni hálfleik.

  2. Diddi skrifar:

    ég segi, Howard; Baines, Distin, Jag, Coleman; McCarthy, Barry; Pienaar, Barkley, Lukaku ; Etoo og við vinnum 1- 7 🙂

  3. Diddi skrifar:

    ef hinsvegar Barry og Coleman eru ekki leikfærir gæfi ég Gibbo og Hibbo bara séns í staðinn 🙂

  4. Ari S skrifar:

    Er ekki Barry komin með fimm gul?

  5. Diddi skrifar:

    nei, fjögur í deildinni 🙂

  6. Finnur skrifar:

    Gaman að lesa það sem Liverpool maðurinn Jamie Carragher sagði í pistli sínum í gær:

    This week I’m looking forward to seeing James McCarthy continue to dazzle. Everton have a rich history of building teams around influential central midfielders, headed by the ‘Holy Trinity’ of Alan Ball, Howard Kendall and Colin Harvey. In the 1980s, the team I grew up watching was inspired by Peter Reid and Paul Bracewell, and it is looking more and more like James McCarthy, the Republic of Ireland international, is going to keep up past traditions. He has the potential to be one of the best in the Barclays Premier League. McCarthy was outstanding in Thursday’s 3-0 Europa League triumph over Lille and he will have a key role again at the Stadium of Light, as Everton look to apply pressure to the teams near the top.

    Liverpool wanted to sign him when he was 16 and the better he plays for Everton, the more it is looking like a mistake that we allowed him to slip through our fingers. He didn’t want to leave Scotland at that age but Liverpool’s loss has been Everton’s gain. I am a big fan of McCarthy and I never fail to be impressed when I see him. I do feel he needs to add more goals to his game but, if he can do that, he will be the real deal. Everton have a top player on their hands.

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2826098/JAMIE-CARRAGHER-Brendan-Rodgers-right-drop-players-Steven-Gerrard-Raheem-Sterling-Jordan-Henderson-deserved-start.html

  7. Teddi skrifar:

    Spenna.is

    Stutt í 4 sætið ef við vinnum þar sem Arsenal á ekki séns í Swansea, væluWenger &co stefna nefnilega á jafntefliskóngatitilinn. 🙂

  8. Finnur skrifar:

    Formaðurinn okkar flottur í viðtali á Fótbolta.net um Everton, sjá enska hringborðið:
    http://www.fotbolti.net/news/08-11-2014/upptaka-enska-hringbordid-chelsea-arsenal-og-everton
    Þeir byrjuðu á Chelsea manninnum en kom að Halla þegar 22 mínútur og 30 sekúndur voru búnar (ef fólk vill hraðspóla). 🙂

    Vel gert, Halli.

  9. Ari S skrifar:

    Var að klára viðtalið… Halli ávallt flottur… vel gert 🙂

  10. Orri skrifar:

    fer ekki ínn á fotbolta.net.miðill sem gerir jafn lítið úr Everton sem raun ber vitni,þangað hef ég ekkert að sækja.

  11. Ari S skrifar:

    Ég lét mig hafa það í þetta sinn Orri…