Lille – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Everton sótti stig í dag á erfiðum útivelli í Frakklandi gegn Lille, liðinu sem á pappír var talið sterkasta liðið í riðlinum. Einhverjir fréttamiðlar höfðu stillt þessum leik upp sem baráttu belgísku framherjanna tveggja, Lukaku og Origi, en það var lítið um flugeldasýningu þar, enda Lukaku á bekknum mestan hluta leiks. Leikurinn var enda lítið fyrir augað, leikur tveggja sterkra varna og lítið um færi.

Uppstillingin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Hibbert, Besic, Barry, McGeady, Pienaar, Barkley, Eto’o. Varamenn: Joel, Gibson, Lukaku, McCarthy, Atsu, Coleman, Alcaraz. Markahæsti maður Everton, Naismith, var hvíldur — fór ekki einu sinni með til Frakklands og Eto’o fékk því tækifæri í byrjunarliðinu.

Eto’o átti flott samspil á 17. mínútu þegar hann og Pienaar tóku flottan þríhyrning inni í teig Lille og ef móttakan hjá Eto’o hefði verið betri hefði hann verið kominn í dauðafæri gegn markverði. Það hafðist þó ekki og færið fór forgörðum.

Lille áttu svo skot af löngu færi á 25. mínútu en rétt framhjá stönginni. Endursýning sýndi reyndar að Howard hefði varið. Og þar með er eiginlega fyrr hálfleikur upp talinn, ótrúlegt en satt. Ekkert að gerast og staðan 0-0.

Eto’o átti skot á mark úr aukaspyrnu á 54. mínútu en skotið varið. Lukaku kom svo inn á fyrir Pienaar á 63. og skóp strax dauðafæri fyrir McGeady en markvörður varði skotið og varnarmaður hreinsaði áður en boltinn gat lekið yfir línuna. Líklega besta færi leiksins.

Atsu inn á fyrir McGeady á 81. mínútu og Barkley út af fyrir einhvern sem ég sá ekki hver var, enda fékk hann um þrjár sekúndur af spilatíma.

0-0 því staðreynd. Ekki skemmtilegasti leikurinn til að horfa á en ef einhver hefði boðið mér jafntefli úr þessari viðureign fyrir leik þá hefði ég tekið því. Everton í efsta sæti riðilsins og ósigraðir í Evrópu og tveimur erfiðum útileikjum lokið. Gæti alveg verið verra.

bbc_europa_league_h_3

12 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja ég vil fá Coleman inná þá kannski gerist eitthvað.

  2. Ari G skrifar:

    Hundleiðinlegur leikur. Sterkur varnarleikur hjá báðum liðum jafntefli sanngjörn. Enginn stóð uppúr hjá Everton. Meira hef ég ekki að segja um þennan leik.

  3. Ari S skrifar:

    Fín úrslit, 0-0 enn efstir í riðlinum. Einhverjar rispur sáust í seinni hálfleik, Lukaku, McGeady og Eto’o í einni sókninni og Hibbert átti skot! Svona smá líf en ég er sáttur við þetta og við erum ennþá efstir í riðlinum. Tveir erfiðir útileikir búnir.

    kær kveðja,

    Ari

    ps.fótbolti aldrei leiðinlegur, bara misjafnlega skemmtilegur hehe… (þessi leikur var misjafnlega skemmtilegur)

  4. Teddi skrifar:

    *geisp*

  5. Ari S skrifar:

    góða nótt Teddi

  6. Orri skrifar:

    Það er víst lítið um þennan leik að segja,svona fór um sjóferð þá.En við erum efstir í riðlinum og það er gott mál.Ég vill sjá liðið öflugra í næsta leik.

  7. halli skrifar:

    Sennilega einn af leiðinlegi leikjum sem ég hef séð Evertonmenn spila en 1 stig í hús gegn liðinu í fyrsta styrkleikjaflokki í riðlinum á útivelli og ég tek því fagnandi mér fannst 2 menn standa upp úr liðinú í dag annars vegar Baines og hins vegar fyrirliðinn okkar Jags maður leik síns okkar megin að mínu mati. En stig í húsi og það er vel. Maður leiksins að mínu mati var Daninn í liði Lille Kjær eða hvað hann heitir

  8. Eiríkur skrifar:

    Sammál Halla að Jags hafi verið góður. Eina sem hægt var að kvarta yfir hans leik er að hann skoraði ekki 🙂
    Hefði viljað sjá Atsu fá meiri tíma, bara svona til að átta mig á þeim leikmanni.
    Svo verða að koma þrjú stig í hús um helgina.

  9. Gunnþór skrifar:

    Sammála öllum hér fyrir ofan.

  10. Finnur skrifar:

    Heilt fótboltalið barna sem lítur út eins og Tim Howard? https://mobile.twitter.com/TimHowardGK/status/525695341317079040
    🙂

  11. Ari S skrifar:

    Snilld, nú getur hann aldrei rakað sig aftur…